Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 11
Það eina sem eftir er af Ögmundarbrík eru þessar myndir, nú varðveittar í Þjóð- minjasafni. Minnisvarði um aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans. Eini sögulegi minnis- varðinn í Skálholti og hann er einkaframtak erlendrar konu. Sóknarkirkja í stað dómkirkju. Eftir aidamótin 1800 lét Valgerður ekkja Hannesar Finnssonar, hins síðasta Skál- holtsbiskups, gera kirkjuna upp og þannig var hún í nær 50 ár, en síðast var varla talið messufært þar. Skálholtskirkja éins og hún var framan af öldinni, eftir að hún hafði verið klædd með bárujárni. Hún stóð þar til endurreisn staðarins hófst. n Skálholtskirkj- ur hafa verið mismunandi stórar að grunnfleti: nr.l: Miðalda- kirkjan, nr.2: Brynjólfskirkj- an, nr.3: sókn- arkirkjan eftir 1850 og nr.4: núverandi Skálholts- kirkja. arbrík. Þegar dómkirkjan var lögð niður fyrir aldamótin 1800, var víst ætlunin að koma bríkinni til Reykjavíkur. Lengra en niður á Eyrarbakka komst hún ekki. Þar dagaði hún uppi og gleymdist í pakkhúsi, jar sem gyilingar flögnuðu af og bríkin sjálf datt í sundur í límingum. Síðast var hún notuð til að beija á henni harðfisk, eða sem fjalhögg þegar þurfti að höggva kjöt. Þijár myndir úr henni lifðu þó að komast allar götur til Kaupmannahafnar og alþingishát- íðarárið 1930 voru þær gefnar Þjóðminja- safninu og eru nú varðveittar þar. Þetta er lýsandi dæmi um virðingarleysið sem ríkti gagnvart menningarverðmætum og kannski um leið dæmi um sofandahátt Sunnlendinga. Þeir hefðu almennt mátt sýna Skálholti meiri áhuga og skilning." VI í kjallara kirkjunnar er varðveitt stein- kista Páls biskups, sem geymdi bein hans eftir 740 ár, svo og hluta af biskupsstaf hans. Það hefur verið mikið átak að flytja þennan stein ofanúr Vörðufelli og að öllum líkindum annan stein í lokið og höggva þetta síðan svo sem með þurfti. Á veggjum kjallar- ans hanga legsteinar biskupa, þar á meðal fegðanna, sem síðastir voru biskupar í Skál- holti. Þeir höfðu verið í kirkjugólfi dómkirkj- unnar, en þegar kirkjan var minnkuð, lentu þeir utan dyra, þar sem þeim var eyðing vís. Það var séra Jóhann, prófastur í Hruna 1845-1883, sem lét koma þeim fyrir undir kirkjugólfi. Eftir að hafa notið gestrisni séra Guð- mundar Óla í prestsbústaðnum, fór hann með okkur,upp í turn kirkjunnar, þar sem merkilegu bókasafni hefur verið búinn samastaður þar til Skálholt fær bókasafns- hús við hæfi. Þetta er safn Þorsteins sýslu- mannns Dalamanna, stærsta einkasafn landsins, sem Kári Helgason hafði eignast og var keypt af honum, eftir að fjársöfnun hafði farið fram. Bæði Sigurbirni biskupi og fleiri velunnurum Skálholts þótti nauðsyn bera til, að gott bókasafn yrði á staðnum ef hann ætti að standa undir nafni sem ein- hverskonar andleg miðstöð. Við sáum, að það fer vel um bækurnar þarna, en þær eru ekki nægilega aðgengilegar og alla aðra bókasafnsaðstöðu vantar. Við komum líka í skólann og hittum að máli Sigurð Árna rektor, sem er réttur maður á réttum stað. Þar var staddur Ólaf- ur Oddur, sóknarprestur í Keflavík, með hóp tilvonandi fermingarbarna í kristindóms- fræðslu. Þetta er meðal annars hlutverk skólans núna; þangað er komið með börn víðsvegar að til fermingarundirbúnings. Ég spurði Sigurbjörn biskup að lokum þeirrar spurningar, hverskonar skóla hann vildi sjá í Skálholti. VII „Skólinn var stofnaður sem lýðháskóli - fijáls í skipulagi og rúmur í öllum skiln- ingi. Vegna þeirrar þróunar, sem orðin er í skólamálum, virðist annmörkum háð að halda úti lýðháskóla, þar sem nemendur taka ekki próf og fá engin sérstök réttindi. Þessvegna hefur aðsókn ekki orðið sem skyldi. Núna er skólinn rekinn með námskeiða- haldi á sama grunni og lögin segja til um og ég vona að geti haldist áfram, en bein- ist kannski í framtíðinni að þjálfun til ákveð- inna kirkjulegra starfa. Það finnst mér verð ugt hlutverk. Einhverri grunnstofnun var nauðsynlegt að koma upp í Skálholti, einhverri fótfestu fyrir menningarstarfsemi. Sú lífsfruma varð til með skólanum og út frá honum getur margt þróast. Ennþá er húsakostur tak- markaður, en hefur þó notast vel, m.a. til ráðstefnuhalds af ýmsu tagi. Þá starfsemi þarf að auka til muna, en til þess þarf meira húsrými. Æskilegt væri að þarna yrði aðstaða fyrir fræðimenn og einnig fyr- ir listamenn. Nú þegar stendur tónleikahald í kirkjunni með blóma á sumrin. Brýnast í ytra tilliti er að auka húsrými svo upphafleg áætlun um skólann nái fram að ganga. Hann er byggður yfir 40 nemend ur, en heimavistin er aðeins fyrir 20. Svo vantar íbúðir fyrir starfsfólk og kennara. Upphaflega var íbúðarhús rektors hugsað sem biskupshús. Nú er það komið í lög loks ins, að vígslubiskup setjist að i Skálholti Því þarf að reisa hús fyrir hann eða rektor“. Rökkrið var lagst yfír landið, þegar við kvöddum Skálhyltinga og lögðum af stað heim. Tíminn hafði liðið eins og örskot eins og alltaf þegar maður hittir fólk, sem hefur miklu að miðla. Flestir á aldri Sigurbjarnar biskups hefðu verið búnir að fá nóg og tekn ir að þreytast. En á honum sáust engin þreytumerki; áhugi hans og eldmóður entist okkur í skemmtilegar samræður á leiðinni suður til Reykjavíkur. GUÐMUNDUR L. FRIÐFINNSSON Silfur Þegar sólskinið seytlar gegnum mig eins og gler og kvöldroðinn speglast í hljóðum og kyrrlátum fögnuði mínum þá er lækjarins foss það silfur sem hjartað þráir. Frændsemi Þegar ilmur grasanna strýkur malbik götunnar léttum lófa og lindin í hlíðinni hnígur kyrrlát í þangskóga bylgjandi hafs svífur vorblær um völlu. Finn ég frændsemi alls. Ryk Þú öreind er svífur í sólargeisla og bara vilt blika, bara vilt Ijósið og blika sem lengst og framlengja daginn — sem aðeins átt stundina — fótfráu stundina — hverfur í húmið og blæinn hvað ert þú rykkorn — torráðna rykkorn — öreind í eilífðarrúminu? Svell Fuglinn minn féll. Söngurinn horfmn og sólhvítir dagar, svan urinn fjarri og ilmgrænir hagar sokknir í svell. Hvar eru blikandi blómin mín smáu, blómin í hlíðinni, fjöllin mín háu? Bárust þið burt? Runnuð þið frá mér á rökkvuðum bárum, rósirnar allar með Ijóðvana árum — hurfuð — og hvurt? Hendur Ég ligg undir laufkrónum trjánna, yfir höfði mér grænar hendur engla sem blika — leika við Ijósið og skýin döggvaðir, vorglaðir, litlir jófar. — Handfylli af himinbláma og skýjum sem bifast í blænum yfir trjánum og bænum. Höfundur er bóndi og skáld á Egilsá í Skagafirði. Hannerhöfundur 16bóka. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.