Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 16
AItnrisskreyting, hluti af listrænuni arfiLang- barða, frá 8. öld. LANGBARÐAR ÖRLAGAVALDAR UM UPPRUNA ÍSLENDINGA? egar farið er yfir hina fjölskrúðugu sögu Evrópu verða á vegi okkar fjölmargar þjóðir og ætt- flokkar sem fyrir löngu heyra sögunni til. Ýmist hafa þessir þjóðflokkar runnið saman við aðrar fjölmennari þjóðir eða þeim hreinlega „Þeirri kenningu, sem haldið er fram af Eliasi Wessén, að Skjöldungarnir hafi verið Herúlar, verður trauðlega hnekkt.. Það munu því vera hinar herúlsku höfðingjaættir, sem báru uppi skáldmenntina á Norðurlöndum, áður en ísland byggðist og þar halda þær svo áfram þeirri forystu, er birtist svo skýrt í hinu blómstrandi bókmenntastarfí íslendinga, sem á sér engan líka meðal germanskra þjóða á miðöldum.“ Eftir BJÖRN JAKOBSSON verið útrýmt. Oft var hér um að ræða vold- ugar þjóðir og ættflokka sem réðu yfir heil- um þjóðlöndum. Hvað með Austur- og Vest- urgota, Vandala, Herúla og Langbarða? En það er einmitt um Langbarða, eina af þess- um fyrrum voldugu þjóðum sem réði yfir nær allri Ítalíu í tvöhundruð ár sem þessi grein fjallar og hugsanlegan örlagaríkan en óbeinan þátt þeirra um uppruna Islendinga, sbr. kenningar dr. Barða Gúðmundssonar. Tilefni þessarar greinar er mikil og merki- leg sögusýning um uppruna, landvinninga, samfélag og menningu Langbarða. Sýning þessi hefur staðið hér í fylkinu Friuli-Venez- ia Giulia sem er í norðausturhorni Ítalíu, þar sem um aldaraðir mætast rómanskír, germanskir og slavneskir þjóðfélags- og menningarstraumar. Það var einmitt um þessi héruð Ítalíu þar sem hver þjóðflokka- bylgjan eftir aðra úr norðri og austri á þjóð- flutningatímum steypti sér yfir hið þá aldna og veikburða rómverska heimsríki í þeim tilgangi að eignast djásn þess og veldisstól — sjálfa Ítalíu. Þessi sögusýning um Lang- barða var haldin á tveim stöðum í héraðinu Friuli — í Villa Manin, hinni glæsilegu fyrr- um sumarhöll Feneyjahertoganna, og í borg- inni Cividale sem stofnsett var af Júlíusi Cesar og hét áður Forum Iulii, en Cividale var fyrsta höfuðborg í ríki Langbarða á ít- alíu. Fylkisstjórnin í Friuli-Venezia Guilia stóð fyrir sýningu þessari og var forseti Ítalíu Francesco Cossiga sérstakur verndari og stuðningsmaður hennar. Mjög var vand- að til alls undirbúnings sem staðið hafði frá 1986 eða í fjögur ár. Mikil og vönduð sýning- arskrá upp á fimmhundruð blaðsíður lrt- skreytt með hundruðum mynda var gefin út en sýningarskrá þessi er um leið vandað vísindarit um sögu Langbarða. Of langt mál yrði að skýra frá einstökum hlutum sýningarinnar en henni var skipt í margar deildir þar sem sýnd voru hundruð muna og minja úr sögu Langbarða, heldur verður í grein þessari reynt að varpa ljósi á þessa fornu herskáu sigurvegara í sög-^ unni, uppruna þeirra og endalok. Hverjir YORU LANGBARÐAR Og HvaðanKomu Þeir? Það þurfti ekki að ganga lengi um sýning- una, þó ekki hefði verið nema inn í búnjnga- deildina eina, til að sjá að hér höfðu norræn- ir menn verið á ferð. Við eigum það fyrst og fremst sagnaritaranum Paolo Diacono (Paulus Dicounus, f. 730 d. 798), sem sjálf- ur var Langbarði, áð þakka að saga þeirra féll ekki í gleymsku en rit hans „Historia Langobardorum" Saga Langbarða hefur að geyma frásagnir af uppruna þeirra í Skand- inavíu, dvöl þeirra í Norður-Þýskalandi í fjögur hundruð ár og síðan ferð þeirra suð- ur álfuna til Ítalíu og síðast en ekki síst sögu konungsríkis þeirra á Italíu. Paolo Diacono var sjálfur af aðalsmanna og ráð- andi stétt Langbarða. Hann lifir því sjálfur dauðastríð þóðar sinnar sem drottnara ít- alíu þegar kynbræður þeirra Frankar undir forystu Karlamagnúsar leggja veldi þeirra Leið Langbarða til Ítalíu. ViIIa Manin, þar sem sýningin um Langbarða var haldin. Greinarhöfundur stend- ur framan við höllina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.