Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 7
Mjóidalur í Laxárdal. Á myndinni eru talið frá vinstri: Þorbjörg, Ingibjörg og Björg Sveinsdóttir, Guðmundur og Ingibjörg á tröppunum, Ingibjörg Stefánsdóttlr með heimalninginn, Elísabet og Stefán. Sigurður Guðmundsson t.v. og Þórður á Kleppi. fyrir hana. Að því leyti er jeg hefi vit á er hún vel rituð og ekki hefði jeg ímyndað mjer að þú hefðir hana ritað ef ekki hefði jeg vitað. Vona jeg að svo hafir þú gengið frá að eigi verði ábyrgð komið fram fyrir greinina. Jeg hefi nú sent Lárusi á Gili Þjóðólf þann er Þorl. hefir haldið og beðið hann að kaupa hann næst. Þó veit jeg eigi hvað hann gjörir. Væri máski bezt að þú dragir að tala við Hannes um blaðið þar til jeg skrifa þjer næst. Sami Systir Sigurðar, Elísabet (f. 1884) skrifaði honum snemma ársins 1904. Hún segir þar frá atburðum, sem gerðust árið áður og höfðu mikil áhrif á heimilisfólkið í Mjóadal. Elísa- bet hafði gaman af að skrifa bróður sínum bréf og verður ekki annað sagt en að hún hafi verið vel pennafær, eins og lesendur sjálfir geta greint, því hér á eftir kemur bréfið, staf- rétt, eins og það kom úr hendi hennar: Mjóadal28.jan. 1904 Elskulegi bróðir! Astarþakkir fyrir brjefið þitt í sumar. Jeg bið þig að fyrirgefa mjer, hvað lengi jeg hefi dregið að skrifa þjer, jeg ætlaði að skrifa þjer í haust, þegar systurnar skrifuðu þjer, en or- sökin til þess, að ekki varð af því, var sú að jeg var norður á Sauðárkrók, og kom ekki heim fyr en rjett um leið og kassinn var send- ur á stað. Hjeðan er ekki neitt að frjetta, allt við það sama eins og pabbi skrifaði þjer síð- ast. Brynjólfur í Þverárdal ekki heima nú, fór vestur í Strandasýslu að heimsækja Scheving bróðir sinn, og var samferða Klemensi sýslu- manni, vestur að Stað, sem var á leið til Reykjavíkur. Nú er sjera Ásmundur að sækja burtu frá Bergsstöðum, um Háls í Fnjósadal og telur sjer alveg víst að fá hann, og munu margir sjá eftir honum hjer. Jeg má til að skrifa þjer dálitla sögu, er gerðist hjer á heimilinu í fyrravetur, því eng- inn hefir skrifað þjer neitt í þá átt. Eins og þig mun reka minni til, var Finnur gamli (stutti) hjer í kaupavinnu, í fyrra sum- ar og var hjer einmitt þegar þú fórst og áttu það að vera síðustu dagarnir, sem hann yrði hjer við heyskap, þeir dagar, sem pabbi væri að flytja þig norður, og fór hann því burtu morguninn eftir að pabbi kom heim; svo líður og bíður dálítill tími, jeg man ekki hvað lang- ur, að þá er það einn morgun að Finnur gamli ^kemur, og fer til pabba, og biður hann að lofa sjer að vera í samvinnu við hann í fjóra daga, til þess að heyja handa rauða klárnum sínum og vóru þeir samningar gerðir að pabbi hefði helminginn af heyinu, fyrir eingjalán og um- hirðingu á heyinu að öllu leyti, en þess skal jeg geta að okkur stúlkunum var í meira lagi illa við að fá þennann gest, í samvinnu með okkur, en þó var mamma verst út í það. Svo er að segja frá því, að um haustið, kom hann hingað, með hestinn, um veturnætur, til þess að hann yrði tekinn inn, á þetta umrædda hey og leyfði pabba að hann mætti brúka hann þegar hann vildi og þyrfti. Líður svo fram á jólaföstu að ekkert ber til tíðinda, en þá er það einn dag, að senda þarf ofan að Auðólfs- stöðum eftir smíðatólum, sem Finnur smiður átti (því hann var hjer að smíða og vantaði þau), en af því, að lækur sá, er rennur hjer fyrir neðan túnið var ófær yfirferðar nema á hesti, var Kidda litla (drengnum sem var hjer í fyrra, og hjer er) sagt að taka hestinn í hús- inu, og ríða honum yfir lækinn, og gerir hann það, en svo tveimur dögum síðar, þegar pabbi ljet hestinn út um morguninn, sjer hann að eitthvað stendur út úr annari síðu hestsins, en með því, að ekki var fullbjart og hesturinn stiggur, þá gat hann ekki skoðað hvað það Ljósmynd sem fannst í Landsbókasafni af Jóhanni Sigurjónssyni. var, fyr en seinna um daginn að hann sótti hann í hagann til þess að skoða hann og var þetta þá stafbroddur, sem stóð 2 1/2 þuml. inn í síðu hestsins, og gat engin vitað þá í svipinn hvernig á þessu gæti staðið, og töldu margir víst að skepnan dræpist, svo kom Finnur gamli hjer þetta sama kveld, og vitj- aði hann fyrst Skarph. á Mörk því hann er nærfærinn og svo Sigfúsar á Torfastöðum, og sögðu þeir að þetta væri af mannavöldum, og Skarphjeðinn Ijet í ljósi við Finn, að í hans sporum, hefði sig langað til að vita hver þetta hefði gert, en það komst strax upp, að Kiddi litli átti broddinn, og var hann því grunaður um að hafa gert þetta, og varð fljótt hljóð- bært um sveitina. Pabbi gekk svo á drenginn, og bað hann að segja sjer, það sem hann vissi í þessu. Þá sagði drengurinn honum, að þegar hann ætlaði að taka hestinn í húsinu og ríða honum yfir lækinn, þá náði hann honum ekki, því hann er bæði slægur og styggur, en Sveinn heitinn var þar nálægt, svo dreng- urinn biður hann að hjálpa sjer að ná hest- inum og gerir hann það, en um leið og hann fer inn í húsið, tekur hann staf og bandar við hestinum svo hann fari ekki út, en þá sjá þeir báðir, að broddurinn dettur úr stafnum ofan í króna í húsinu, og leita lengi að honum en fynna ekki. Síðan berst nú þetta út og frjetti F. það, að Sveinn hefði þetta gert viljandi, og meira að segja rekið broddinn í hestinn, því það gat enginn skilið, eða fáir, að broddurinn hefði komist úr húsinu í hestinn og varð því mörgum, góðum manni á að trúa að Sv. hefði þetta gert. Finnur gamli kemur svo til pabba, og segir honum hvað hann hafi heyrt, og er hinn versti, og kvaðst mundi hefna fyrir þann rauða. Þá talar pabbi við Svein heit. og spyr hann um hvernig það hafi gengið til þegar þeir náðu hestinum og segir S. honum það sama og drengurinn, en allt fyrir það trúir F. því ekki og heitir á hefndir. Svo smábatnaði hestinum og í marzmánuði í fyrra, var heyið búið sem F. átti hjer, því það var lítið til þess að gera, og þá tekur F. hestinn og fer með hann út að Mörk, en þegar þangað kemur, er djúpur styngur aftan á öðru læri hestsins, al- veg nýr og fanst fólki ekki vafi á að Sveinn hefði þetta gert. Það er svo ekki að orðlengja það meira að F. kærir S. fyrir sýslumanni, og skorar á hann að taka hann fyrir og þetta mál var á dagskrá í sveitinni og víðar, því þetta þótti fólki þess vert, að tala um það, enda var ekki um annað rætt og vóru sögurnar marg- breyttar, sem gengu um það og kendi hver öðrum kæruna munnlega, því hún var fljót- lærð og skal jeg láta þig sjá hana hjer. Sigfús á Torfastöðum samdi hana og hljóðar hún þannig. Hjer með skora jeg á viðkomandi yfirvald, sýslumann Gísla Isleifsson á Blönduósi, að taka til rannsóknarprófs vinnumann Svein Hallgrímsson í Mjóvadal, fyrir dýrt plagarí á hesti mínum inn í húsi, þar sem skepnan gat engri vöm fyrir sig komið. Ofanrituð áskorun óskast að fram fari sem fyrst, með minni við- veru. Þarna sjer þú kæruna; svona er hún orðrjett. Sýslumanni fannst fátt um og vildi ekki skeyta þessari kæru, en tók þó á móti henni og leið svo þar til í vor á þinginu í Hlíð, að þá fjekk sýslum. Br. í Þverárd. Pjetur á Gunn- steinsst. og pabba til þess að reyna að sætta þá S. og F. og var ákveðið að þeir skyldu koma allir saman á Auðólfsstöðum. Komu þeir þar þennan vissa dag, og Finnur gerði það tilboð að hann skyldi taka kæruna aftur ef hann fengi 50 kr. í skaðabætur. Bauðst þá S. sál. til að gefa honum 20 kr. pabbi 10 og Br. 10 en þá vantaði 10 og þær vildi Br. láta P. gefa F, en því neitaði hann, svo allt stóð við það sama, nema að margir þóttust sannfær- ast um að S. væri sekur, og hræddur um sig, þar sem hann bauðst til að gefa honum þetta, en það gerði hann af góðmennsku sinni, því saklaus var harin með öllu. Það var því sjálf- sagt að málið hjeldi áfram og 12. júlí í sumar kom sýslumaður hjer uppeftir og yfirheyrði Svein sál. pabba og drenginn, og daginn eftir var rjettarhaldi í Þverárd. yfir Sigfúsi og Skarphjeðni, og studdu þeir málspart Finns með framburði sínum. Þú munt muna eftir Jónasi Illugasyni, þú varst honum samtíða á Kúlu, og býr hann nú í Eiríksstaðakoti, hann er kunnáttusamur og getur sagt um ýmsa atburði hvernig þeir vilja til. Pabbi fór því til hans og bað hann að segja sjer hvernig hesturinn hefði fengið þessi áföll, og var það rjett áður en sýslumaður kom uppeftir. Skrifaði svo Jónas pabba og sagði honum hvernig alt gekk til. Fyrri stynginn sagði hann að hesturinn hefði feng- ið, af því að broddurinn hefði farið ofan í hús- ið og hesturinn hefði stigið á annann endann, og stígið hann niður í skítinn og við það hefði hinn endi hans staðið beint upp, svo hefði hesturinn lagst, fyrst á bóginn eins og hestar gera og slett sér svo máttlaus niður að aftan, og broddurinn þá verið indir síðu hestsins, og af því neðri endi hans hafði meiri mótspirnu í gólfinu, heldur en sá efri hafði af holdi hests- ins, þá fór hann inn í hestinn, en ekki niður í gólfið. En seinni stynginn sagði hann að hest- urinn hefði fengið af því að Skotti S. sál. hefði sleigið hann í haganum, og stungan hefði ver- ið eftir vinstri afturfótarskafl, svo sagði hann það greinilega. Til sannindamerkis get jeg sagt þjer, að það var nýbúið að járna Skotta og vóru háir skaflar á skeifunum, en það vissi Jónas ekki hvort hann var járnaður eða hvaða hestar vóru með þeim rauða í hag- anum. Brjefið frá J. var sýslum. sýnt og þótti honum þetta allmerkilegt. Líður svo sumarið, að ekkert er gert í málinu, þar til í haust, daginn sem Sveinn heitinn dó, að þá fjekk pabbi tilkynningu frá sýslumanni um það, að þeir ættu allir að mæta á Auðólfsstöðum 26. okt., Sv. Kiddi og hann sjálfur, en það þurfti ekki til því Sv. sál. dó 23. s.m. einmitt daginn sem brjefið kom, og fannst okkur þetta merkileg endalok, þessa máls, því ekki er að vita hver endir þar á hefði orðið, því margir góðir menn vóru með F og búnir að skrifa í málinu, svo sem P. á Gunnsteinsst. og sagt var að Árni í Höfðahólum hefði verið búinn að skrifa, en ekki hefi jeg sönnun fyrir því, en satt er það með P. að hann var búinn að skrifa í því fyrir F. Það eru því margir sem telja S. sál. lánsamann, að fá að deyja á þess- um tíma og held jeg að hann hafi verið það, því ekki er hægt að segja hvernig málið hefði farið, þó hann saklaus væri. Jeg má biðja þig að fyrirgefa mjer þetta rugl, en jeg hugsaði að þú hefðir gaman af að heyra um þetta, og gat jeg ekki skrifað um það nema að segja söguna frá upphafi til enda. Jeg kveð þig ástarkveðju. Við vitum ekki neitt hvort Jón frá Æsu- stöðum verður kyr á Akureyri eða ekki. At- vinnu hefir hann víst litla eða enga þar, því atvinnubrestur hefir verið þar í ár og sjór brugðist algerlega. Elísabet Guðmundsdóttir LESBÓK MORGUNBLAÐSiNS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.