Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 14
Dráttarkariarnir við Volgu, 1872. TÖFRAAAAÐURINN FRÁTSJÚGÚEV UM RUSSNESKA LISTMÁLARANN ILIA RÉPIN M EÐ örfáum undantekn- ingum verður rúss- nesk málaralist vart kunn að nokkru ráði í Vestur-Evrópu fyrr en í upphafi tuttugustu aldar og þá einkum eftir októberbylting- una í Rússlandi og þá blóðugu borgarastyrj- öld sem fylgdi í kjöífar byltingarinnar, en þá flúði fjöldi listamanna ógnarstjórn heimafyrir og settist að á Vesturlöndum þar sem þeir stunduðu list sína upp frá því. Nægir þar að nefna ýmsa kunna áhrifamenn í myndlist eins og V. Kandinskij og M. Chagall. Fram að þeim tíma hafði það einkum verið rússnesk kirkjulist sem vaídð hafði einhverja verulega athygli á Vesturlöndum; Rússland var um langan aldur líkt og heimur út af fyrir sig og samskipti á milli Austur- og Vestur-Evrópu á listasviðinu voru lengi vel næsta lítil. Veraldleg rússnesk málaralist tekur smátt og smátt að þróast sem portrettmálverk í lok 17. aldar og á sú þróun sér stað alla 18. öldina og fram á þá 19. En á seinni hluta 19. aldar taka viðhorf manna til listarinnar þó að breyt- ast mjög verulega, það fer að gæta meiri fjöl- breytni í vali á myndefni og upphefst þá mikið blómaskeið í rússneskri málaralist. Lista- akademían í Sankti Pétursborg var á 19. öld sú stofnun sem skólaði alla meiriháttar list- málara Rússlands, leyfði þeim strangar lífs- reglur í umgengni sinni við listina og mótaði í reynd stefnuna í rússneskri myndlist langt fram eftir öldinni. Kröfur Listaakademíunnar til rússneskra málara varðandi framsetningu myndefnis og stíl voru ekki síður ósveigjan- legar og strangar en kröfur rétttrúnaðar- kirkjunnar um kórrétta gerð helgimynda. Meðal rússneskra menntamanna var þegar í kringum 1870 kominn fram ákveðinn pólí- tískur vilji til að koma á gagngerum breyt- ingum á þjóðfélaginu í jafnræðisátt og til auk- ins frelsis. Hinn 19. febrúar 1861 var loks endi bundinn á eitt alvarlegasta þjóðfélagsmein Rússlands þegar bændaánuðinni var loks af- létt með keisaralegri tilskipun, en þá höfðu rússneskir bændur verið ánauðugir þrælar aðalsmanna í rúmlega 300 ár eða allt frá dög- um ívans grimma. Kenningar Lévs Tolstojs um mannkærleika, full mannréttindi allra þegna ríkisins og mannúðlegt þjóðfélag nutu EFTIR HALLDÓR VILHJÁLMSSON Répin vildi geta nálgast rússneska þjóðarsál í verkum sínum, komast í snertingu við rússneska mold og lífaT mennings í landinu. Hann hafði andúð á þeirri til- hneigingu Rafaels að fegra lífið og tilveruna, en hreifst gftur á móti af verkum Rembrandts og Velasq- uesar. Répin andaðist í Karelíu í Finnlandi 1930. Kirkjuskrúoganga í Kúrskhéraði, 1883. orðið vaxandi fylgis meðal rússneskra menntamanna og jafnvel meðal sumra ráða- manna í landinu. Rithöfundar og listamenn tóku brátt undir þessi mannúðarsjónarmið Tolstojs og annarra hugsjónarmanna og tugir rússneskra málara lögðu líka fram sinn skerf með því að túlka vandamál samtímans í verk- um sínu, í stað þess að leita sér mótíva í klass- ískum grískum goðsögnum eða í frásögnum biblíunnar líkt og verið hafði reglan fram að þessu. Margir af fremstu málurum Rússlands tóku í list sinni upp þessa nýju stefnu í mál- verkinu, meðal annarra þeir Kramskoj, Ge og Pérov, en einna atkvæðamesti brautryðjand- inn í hópi yngri málara á þessum tíma var samt Ilja Répin - verk hans áttu eftir að valda þáttaskilum í rússneskri málaralist. Ilja Efimovitsj Répin var fæddur árið 1844 í smábænum Tsjúgújév í Harkov-héraði. Fað- ir hans var hermaður að atvinnu og fjöl- skyldan bjó við þokkalega afkomu miðað við kjör alls almennings í Rússlandi. Á æsku- heimili sínu ólst drengurinn upp við visst ör- yggi og gott atlæti en jafnframt við strangan heimilisaga eins og tíðkaðist í þá daga. Þegar augjjósir listrænir hæfileikar piltsins tóku að koma í Ijós snemma á unglingsárunum, hvöttu foreldrarnir soninn fremur en löttu til dáða og styrktu hann eftir bestu getu til náms fyrstu árin. Haustið 1863 hélt hinn 19 ára gamli Ilja Répin til Pétursborgar, hinnar óumdeildu miðstöðvar menningar og lista í Rússlandi að þeim tíma. Hann hóf þar fyrst undirbúnings- nám hjá hinum fræga meistara Kramskoj og var í læri hjá honum í eitt ár, áður en meist- arinn áleit hann hæfan til að sækja um inn- göngu í Listaakademíuna. I forskólanum hjá Kramskqj kynntist Répin m.a. Stasov, kunn- um og mikilsmetnum listagagnrýnanda, og tókst með þeim traust vinátta sem hélst upp frá því alla tíð á meðan Stasov lifði. Répin fékk inngöngu í málaradeild Listaakademí- unnar árið 1864 og í heil sjö ár naut hann þar tilsagnar kröfuharðra kennara og færustu lærimeistara enda varð árangur hans líka frá- bær. Útskriftarverk Répins árið 1871 var „Upprisa dóttur íaíra", stórt málverk með átakamiklu viðfangsefni úr biblíunni. Verkið þótti einstaklega vel af hendi leist og hlaut strax mikið lof gagnrýnenda, meðal annars fór Stasov viðurkenningarorðum um þetta verk. Ilja Efimovitsj Répin var útskrifaður frá Listaakademíunni cum laude og hlaut sér- staka viðurkenningu. Árið 1870 hafði Répin dvalið um hríð að sumarlagi austur við Volgu ásamt vini sínum F. Vasfljév, þar hafði hann unnið drög að ýmsum verkum sem áttu að sýna líf og störf fólksins á bökkum stórfljótsins. Síðar vann svo Répin úr þessum frumdrögum nokkur málverk - hið frægasta þeirra er án efa „Dráttarkarlarnir við Volgu" (1872). Þetta málverk verður að te^jast impressjónískt og lýsir á táknrænan og áhrifamikinn hátt þeim þrældómi og því harðræði sem var hlutskipti rússneskrar alþýðu á þeim tíma. Sterklegir karlar beygja sig undir ok þrældómsins og stritið er orðið líkt og föst venja, þeir virðast sætta sig við örlög sín. Margar stúdíur ein- stakra atriða í málverkinu lágu til grundvallar heildarmyndinni, hraðteikningar bæði af and- litum og líkamlegum átökum erfiðismann- anna; auður fljótsbakkinn, fjarlægðin og rým- ið sem fram kemur í myndinni undirstrika einmanaleika og auðnuleysi mannanna. Árið 1873 hlaut Répin ferðastyrk Lista- akademínnar og hélt í langa utanlandsferð á vit helstu miðstöðva lista í álfunni. Hann staldraði fyrst við í Vínarborg, hélt þaðan til Rómar og Napóli og dvaldi að lokum um hríð í París. Ferðin hafði djúp áhrif á listamanninn Répin, þótt hann hrifist ekki beinlínis af öllum verkum þeirra klassísku meistara sem hann kynntist á ferðum sínum. Þannig lét hann m.a. í ljós vissa andúð á verkum Rafaels vegna þeirrar áráttu hans að leitast sífellt við að fegra lífið og tilveruna í verkum sínum. Hann hreifst aftur á móti af verkum Rem- brandts og af frönsku impressjónistunum, einnig af verkum Diegos Rodriguez Velasq- uez. Þegar Répin sneri heim úr utanlandsferð sinni, settist hann að í Moskvu þar sem hann bjó næstu sex árin. Hann vann kappsamlega að list sinni, en þau verk sem hann skóp í Moskvu fyrstu tvö árin eftir heimkomuna voru honum ekki að öllu leyti að skapi, of fjarri raunveraleikanum fannst honum. Hann vildi geta nálgast meir rússneska þjóðarsál í verkum sínum, komast betur í snertingu við rússneska mold, við líf almúgafólks í landinu. Hann hélt því aftur heim til Tsjúgújév og 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.