Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 37

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 37
Désirée Palnien. „Boden" (Gólfio), 1999. Litljósmynd á ál, 30x21 cm. Art Forum Berlin. Verk Rögnu Róbertsdóttur á Art Forum Berlin. Ljósmynd/Brogi Ásgeirsson að rótfesta sig sem skyldi í hugum almenn- ings. Ekki bætir úr skák, að vegna deilna sem upp komu hættu nokkur atkvæðamestu listhús borgarinnar þátttöku sinni, en sú þróun mála er mér ekki ennþá fullljós. Mig grunar þó að hér hafi ráðið norræn þröng- sýni og óbilgirni, sem hefur verið mikill dragbítur á opinni samræðu lengi vel og mörg listasamböndin klofíð, þó helst að ramminn hafi ekki verið nægilega úthugs- aður frá upphafi og hér of margar smugur til frávika. Kaupstefnan fékk þannig 6 þús- und gestum færra en í fyrra, eða einungis 12 þúsund, sem olli aðstandendum miklum vonbrigðum en hins vegar mun sala hafa verið allgóð. Ástæða færri gesta var sögð eindæma gott veður alla dagana eftir slæmt sumar og útsendingar sjónvarpsins frá Ól- ympíuleikunum í Sydney, sem stóðu sem hæst. Nokkuð langsótt skýring þótt hún standist vissulega að hluta, því þá upp birtir eftir langa vætutíð á sumri þjóta allir borg- arbúar sem geta upp í sveit. Þátttaka einangrast svo einfaldlega full- mikið við Kaupmannahöfn og Malmö, er því of staðbundin ef ekki, próvensíal, jafnvel á norrænan mælikvarða, og því ekki yfimáta spennandi. Vantar tilfinnanlega listhús frá Ósló, Stokkhólmi, Helsingfors og Reykjavík til að gera framkvæmdina áhugaverðari, að Berlín, París, og London ógleymdum. Þrátt fyrir alla annmarka voru ýmsir básar full- nægjandi og mörg heimsnöfn með. Kemur okkur við, að þrír íslenzkir listamenn áttu þar verk, Erró (Galleri GKM Siwert Berg- ström, Malmö), Óli G. Jóhannson (Galerie Marius Vrontos, K.höfn) og Sossa (Galerie Sct. Gertrud, K.höfn). Óli G. Jóhannson Gianpaolo Barbieri. „Robinet d'amour", 1989. verk á léreft 150x100 cm. Art Forum naut bersýnilega mestrar velgengni með 4 seldum verkum. Telja verður framkvæmd- ina afar mikilvæga fyrir norræna myndlist og hér virðist kominn stökkpallur fyrir ís- lenzka listamenn til alþjóðlegrar viðurkenn- ingar, í öllu falli brjótast úr einangruninni á náköldum klakanum, en fyrst þurfa þeir að komast í sambönd við listhúsi ytra og helst hafa sýnt í Kaupmannahöfn eða Malmö. - Það voru mikil viðbrigði að koma til Berlínar, og vera við opnun Art Forum Berlín, í hinu risastóra kaupstefnuhverfi sém ég hef áður vikið að í skrifum mínum. Listakaupstefnan ekki einungis stærri held- ur sýningarskráin kflói þyngri og til muna alþjóðlegri í útliti, þótt hin væri frambæri- leg hönnun. Er ung að árum, þetta hin fimmta í röðinni og þótt hún sé ekki eins rótgróin og margar eldri er lítill byrjenda- bragur á henni, í öllu falli ekki miðað við þá í Kaupmannahöfn. í Berlín hugsa menn stórt og framkvæmdin á að vera í samræmi við það, endurspegla hina miklu uppbygg- ingu borgarinnar á síðustu árum, vera í takt við nústrauma í myndlist og vísa til fram- tíðar. Gefur auga leið að þetta er að jafnaði risastór skammtur núviðhorfa, sennilega of stór fyrir flesta, jafnvel þótt allar tilfær- ingar tíl hliðar, eins og leiklist og tónlist svo og framníngar með hátækni væru í hóf stillt og minna um Ijósmyndir en áður. Sallaklárt að framkvæmdaraðilum er mjög í mun að rótfesta kaupstefnuna á alþjóðavettvangi og má sjá þess merki að eftirvænting gesta eykst milli ára og þannig var stór hópur norrænna myndlistarmanna, og fagmanna í listgeirum mættur á opnunina. Einnig fleiri íslenzkir myndlistarmenn en ég veit dæmi um áður, jafnvel var Einar Þorsteinn Ás- geirson arkitekt á vakki þar, rakst raunar fyrst á hann. Þá eru nokkur norræn nú- listahús að jafnaði með bása á sýningunni og auk þeirra framúrstefnulegu má nefna að Galleri Moderne í Silkiborg er alls staðar með sína gömlu og góðu Cobra-listamenn, Asger Jorn, Carl Henning Pedersen, Eiler Bille, og heila klabbið, dæmalaus dugnaður í fólkinu við að halda sínum fram. Hins vegar er viðlíka framboð samtímalistar í hæsta máta yfirþyrmandi, og kom það greinilegast fram í aðstreymi fólks að bjórskenkunum sem voru margir á svæðinu og lygilegri þol- inmæði þess við að hanga i biðröðum eftir einu litlu glasi. Síður var ég að eyða dýr- mætum tíma í slíkt nema þegar ég kom að þar sem þær voru þynnstar, þá er þjónusta öll við blaðamenn stórum frumstæðari en í Frankfurt, og á því sviði þurfa menn mjög að bæta sig. íslendingar eru farnir að taka meira og reglulegar þátt í listakauptefnum en áður sem er mikið vel, fyrrum var það svo til einungis Erró. Þannig var Ólafur Elí- asson með verk hjá tveim listhúsum, Borch Jensen og neugerriemenschneider, Hreinn Friðfinnsson hjá von Scholz, Krisýán Guð- mundsson hjá Sturm, Hlynur Hallsson hjá Kuckei + Kuckei og Ragna Róbertsdóttir hjá Anhava og Sturm. Þá var Edda Jóns- dóttir á staðnum til að styðja við bakið á sínum og afla sér sambanda. Þar gerir hún alveg hárrétt og frumkvæði hennar í Frank- furt vert fylltsta athygli. Mjög vel var staðið 498 ijósmynda- Berlín. að bás hennar þar sem drjúga athygli vakti og hið merkilega skeði að fram- takið mun hafa skilað hagnaði þrátt fyrir að vera fokdýrt, leiga á smábás 100.000 krónur á dag fyrir^— utan allan hliðarkostnað,'^^ undirbúning, flugferðir, frakt, hótel og veitingar. En með ólíkindum er að þetta skuli ekki hafa verið reynt fyrr í ljósi þess að við eigum stóran hóp frambærilegra myndlistar- manna á alþjóðamæli- kvarða sem þarf að bakka upp, lítil ástæða til í raun öfugsnúningur að frysta þá og einangra. Algjör mis- skilningur að eingöngu sé um róttæka framúrstefnu-^ list núsins að ræða, svo- kallaða nýlist, öllu frekar allan vettvang samtímalist- ar eins og hugtakið er skil- greint úti í heimi, þ.e. 511 framsækin myndlist eftir 1945 eins og ég hef marg- oft vísað til. Þannig ætti hérlent listhús, sem eyrna- merkti sér nokkra núlif- andi málara ásamt til að mynda Gunnlaugi Scheving og Þorvaldi Skúlasyni, svo einhverjir séu nefndir, allt eins erindi á þessar kaup- stefnur og ekki einungis óhlutlæga tímabil Þorvald- ar. Hefði ómælda þýðingu,- - fyrir útbreiðslu og miðlun þekkingar á ís- lenzkri list. Hér þarf að blása hressilega til sóknar, því myndlistin hefur lengi staðið í skugga annarra listgreina hvað skilvirka kynningu á alþjóðavettvangi snertir. Er aukreitis og vægast sagt, mjög aftarlega á merinni hvað hinar Norðurlandaþjóðirnar snertir. Hér er það einkaframtakið og eld- móðurinn sem máli skipta og menn mega alls ekki treysta á félagssamtök né hið op- inbera, einfaldlega vegna þess að sýningar sem opinberir aðilar standa að eru teknar með miklum fyrirvara af listfróðum ytra, enda orkar val listamanna á slíkar oftar en^ ekki tvímælis, of margir skítugir fingur á lofti. Listhús Eddu er hið eina með nútíma- sniði á höfuðborgarsvæðinu, en ekkert til fyrirstöðu að fleirum í sama stíl verði komið á fót, sem sinni öðrum hliðum myndlistar, semji við ákveðna listamenn og eyrnamerki sér. Og það er líkt og með listaháskóla, að ekki ber nauðsyn til að halda 300 fundi til að hrinda málinu í framkvæmd, einungis bretta upp ermarnar, áhuginn og viljinn skipta sköpum. Heimsþekkt listhús eru iðulega einungis í einum eða tveim herbergjum og í París eru þau sum í svo takmörkuðu rými að ekki komast nema í hæsta lagi fimm til tíu myndir fyrir á veggjunum. Öllu skiptir að gera umheiminum Ijóst, að hér hefur þróast vel frambærileg myndlist í sumum tilvikum á heimsmælikvarða, og^ ekki hika við að halda okkar mönnum stíft fram á alþjóðavettvangi. Þekking útlendra á íslenzkri list og listþróuninni frá stríðslok- um nær engin og í hvert skipti sem ein- hverjir landar sýna á erlendri grund halda þarlendir að þetta sé þverskurður af því helsta sem gert er í fjarlæga landinu við heimskautsbaug. Engin ástæða til að ætla að ekki sé markaður fyrir íslenska myndlist á erlendum vettvangi eins og bækur, tón- smíðar og söng, það hefur sýnt sig hvað eft- ir annað en aldrei verið fylgt eftir sem skyldi fyrir handvömm skilningsleysi og nesjamennsku. Það sem við höfum allt árið á höfuðborg- arsvæðinu er yfirgengilegt magn smásýn- inga, en hins vegar engar stórar þrælskipu- lagðar uppstokkanir sem draga að sér múg^ manns alla daga vikunnar. Fylgjum því alls ekki þróuninni ytra í þeim efnum, frekar að hvergi í byggðu bóli er erfiðara fyrir út- lenda gesti að átta sig á stöðu og þróun ís- lenzkrar myndlistar. Líkast er sem hún sé á leið að verða einkamál örfárra sem flestir sitja vel tjóðraðir við skrifborð sín hér heima, eru í tölvusambandi við umheiminn en lítið meir. Meginveigurinn er að menn geri sér grein fyrir að magn, að meginhluta til illa undirbúinna smásýninga ber- engan veginn vott um blómlegt listlíf, frekar skort á skipulögðum sýningarvettvangi og frum- stæðri hyglisýki. Og umfram allt eru listir ekki skrautfjöður í hatti þjóðfélaga, marm-<_. ara eða vel bónuð parketgólf sem og glæst: ar umbúðir, Því síður mannmargar opnanir og skálaræður, heldur dauðans alvara sem ekkert nútfmalegt þjóðfélag hefur efni á að vera án. Líti menn einungis í kringum sig og marki sér víðari sjónhring en hlaðvarp- ann heima. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 3 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.