Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 17
I kvikmyndinni Blockheads árið 1938. Hér berjast þeir félagar í fyrri heimsstyrjöldinni. Kvikmyndin Feður og synir er frá árinu 1930. Þeir léku þar bæði feðurna og synina. Aldurinn var farinn að segja til sfn í síðustu kvikmynd beirra félaga, Atoll K, árið 1952. Steini og Olli léku í fyrsta sinn saman árið 1917 í myndinni Lucky dog. um það hvað gerðist árin fyrir það. Fyrsta mynd Olla nefnist The Paper Hanger's Helper og lék hann á móti Bobby nokkrum Ray. Sam- leikur þeirra var með ágætum og vuja margir meina að margt minni þar á leikstíl hans og Steina. Olli átti erfitt með að skapa sér nafn í kvik- myndunum og var yfirleitt settur í aukahlut- verk. Árið 1918 tók hann upp samstarf við gamanleikarann Billy West og var hann þá í hlutverki óvinarins, vonda karlsins. Myndirn- ar voru eins konar Chaplin eftiröpun, persóna Billys var keimlík Chaplin og meira að segja var sagt að Olli væri spegilmyndin af Eric Campell, vonda karlinum í myndum Chaplins. Eftir það lék Olli í myndum Larry Semon og enn var hann í hlutverki illmennisins. Árið 1924 komst Olli á samning hjá Roach kvikmyndafélaginu. Fyrstu tvö árin fór lítið fyrir honum á hvíta tjaldinu enda var Hal Roach ekki viss um hvernig hann gæti nýtt þennan íturvaxna leikara. Hann vissi þó að Olli væri góður í illmenninu og næstu árin lék hann í myndum gamanleikaranna Charlie Chase og Mabel Normand. Þrátt fyrir að hlutverkin hafi verið fá og einhæf var þessum tíma ekki alfarið kastað á glæ. Mörg af helstu persónueinkenn- um Olla, sem áttu eftir að fylgja honum alla tíð, voru uppgötvuð á þessu skeiði, saklausa brosið sem minnti á barn sem hafði gert eitthvað ljótt af sér, vandræðagangur með hendur og fætur sem snéru upp á sig við vandræðalegar uppá- komur og síðast en ekki síst starði hann beint í kvikmyndavélina, í augu áhorfenda. Allt þetta tók hann með sér þegar hann hóf samstarf við Steina. Flottasti kökuslagur kvikmyndanna Árið 1926 leikstýrði Steini myndinni Get 'em Young og þegar einn leikaranna slasaðist í tök- um tók hann við hlutverkinu. Sá sem meiddist hét Oliver Hardy, hann kom þó við sögu í lok myndarinnar. Næsta mynd sem þeir léku í var Forty-Five Minutes From Hollywood sem skartaði öllum samningsbundnum leikurum Roach félagsins að gamanleikaranum Charlie Chase undanskildum. Flestum stjörnunum brá aðeins fyrir í stuttan tíma og ástæðan var sú að Hal Roach var í leit að nýrri stjörnu þar sem Harold Lloyd hafði sagt skilið við félagið og framleiddi nú eigin myndir. Ári síðar léku Steini og Olli í fimm myndum saman en þó var ekki um eiginlegan samleik þeirra að ræða. Fyrsta myndin, Duck Soup, þótti aðeins miðl- ungs skemmtun en er merkileg fyrir það að hún er byggð á handriti föður Steina. Fjortán árum síðar endurgerðu þeir myndina og hét hún þá Another Fine Mess. Loks ákvað Hal Roach að tefla Steina og Olla saman fyrir al- vöru sem tvíeyki. Þeir gerðu myndirnar Fly- ing Elephants þar sem þeir léku steinaldar- menn, og Do Detectives Think. Það var hins vegar í þriðju myndinni, Putting Pants on Philip, sem tvíeykið birtist fullmótað, Steini byrjaður að væla og brosa meira en eðlilegt má teljast og Olli snéri upp á sig eins og feimið barn og starði síðan beint í myndavélina. Síðasta myndin sem þeir gerðu fyrsta starfsárið var Battle ofthe Century og er hún í hópi meistaraverka þeirra. Þar ber hæst köku- slag, sem var mjög vinsæll í gamanmyndum á þessum tíma og ef kökur komu við sögu í myndum voru þær nefndar „cstard pie com- edy", og er þessi kökuslagur talinn vera einn sá flottasti í kvikmyndasögunni. Það er engu líkara en hvert einasta kökukast sé úthugsað og skipulagt í þaula. Ekki nóg með það heldur var ástæða fyrir kökustríðinu, nokkuð sem áhorfendur höfðu ekki kynnst fyrr nema þá í mynd Chaplins Behind the Screen. Listin ad smíða hús á einum degi Myndum Steina og Olla var vel tekið af áhorfendum og á öðru starfsári þeirra saman tvöfaldaðist fjöldi mynda þeirra frá árinu áður og vinsældirnar jukust jafnt og þétt. Þeir tóku sér margt misjafnt fyrir hendur í myndunum, en eitt var það þó sem einkenndi félagana og það var metnaður og staðföst trú á öllu sem þeir gerðu. Stundum voru þeir þó fullstórhuga. I myndinni The Finishing Touch eru þeir byggingaverkamenn og taka að sér að reisa einbýlishús á einum degi. Þrátt fyrir ýmsa örð- ugleika ná þeir að ljúka við smíðina áður en dagur er að kvöldi kominn. Eigandi hússins er himinlifandi og greiðir þeim uppsett verð. Meðan þeir dást að húsinu sest lítill fugl á reykháfinn með þeim afleiðingum að hann hrynur. í kjölfarið byrja aðrir hlutar hússins að hrynja eins og spilaborg. Upphefst þá mikill hamagangur við björgun byggingarinnar sem endar með því að Steini nær í allstóran timb- urplanka sem var vel staðsettur aftan við eitt af dekkjum bifreiðar þeirra. Bíllinn rennur umsvifalaust af stað og lendir á nýja húsinu og það hrynur endanlega. Frægo, vín og hlátur Árið 1929 varð mikil breyting í heimi kvik- myndanna, nú var hægt að heyra raddir leik- aranna. Margir af gamanleikurum þöglu myndanna féllu í gleymsku með tilkomu tal- myndanna en Steini og Olli héldu hins vegar velli og urðu vinsælli en nokkru sinni fyrr. Alls léku þeir í fjórtán kvikmyndum þetta ár, flest- ar þeirra voru að mestu leyti þöglar en ein- staka leikhljóðum og samtölum var bætt inn í. Síðasta þögla mynd þeirra heitir Angora Love og strax á eftir henni gerðu þeir fyrstu alvöru talmyndina, Unaccustomed as We Are. Ári síðar gerðu þeir myndina Blotto og var það fyrsta myndin sem hafði að geyma hlát- urskast félaganna sem átti eftir að verða fast- ur liður í myndum þeirra síðar meir. Sagan hefst þannig að Steini og Olli fara á nætur- klúbb, þar sem áfengi var ekki veitt, Olli hafði hins vegar verið forsjáll og tekið með sér nesti, eina likjörsfiösku. Eiginkona hans vissi ekki af þessu að hans sögn og gortar hann af því hve snilldarlega hann hafi leikið á hana. Þeir hlæja og skemmta sér konunglega yfir þessu og eftir því sem þeir drekka meira af líkjörnum verður hláturinn trylltari. í því birtist eiginkona Olla og skýrir þeim frá því að hún hafi hellt lfkjörn- um í vaskinn og það sem þeir væru að drekka væri óáfengur drykkur. Um leið rennur af þeim og hlátur þeirra breytist í andstæðu sína og þá sérstaklega hjá grennri helmingnum. Sama ár gerðu þeir myndina Brats og var hún besta talmynd þeirra til þessa og naut gíf- urlegra vinsælda. Félagarnir gæta sona sinna, sem einnig eru leiknir af Steina og Olla, meðan eiginkonurnar fara út að skemmta sér. Meðan feðurnir spila ballskák leika drengirnir sér óáreittir og njóta frelsisins. Þegar komið er að háttatíma tekur Olli að sér að syngja fyrir drengina og þegar draumalandið virðist vera í nánd verður Steina það á að stíga á lúður. Þeg- ar allt er fallið í Ijúfa löð aftur og Olli ætlar að hefja sönginn að nýju biður annar guttinn um j vatnsglas. Steini býðst til að ná í það inn á bað I en Olli tekur það ekki í mál. Vill heldur gera I það sjálfur en i því hann opnar hurðina tekur j heljarmikið vatnsflóð á móti honum og íbúðin j fer á flot. Synirnir höfðu verið að leika sér í ! baðherberginu fyrr um kvöldið og gleymt að j skrúfa fyrir kranann á baðkarinu. Sreini og Olli á íslensku Steini og Olli voru á hátindi ferils síns á ár- j unum 1927-1938. Strax á seinni hluta þriðja 1 áratugarins var byrjað að stæla þá í öðrum ! kvikmyndum, leikstíl þeirra og húmor, en þær i myndir yoru þó aldrei eins góðar og frum- gerðin. Árið 1935 voru þeir komnir í teikni- j mynd, Mickey's Polo Team, gerð af Walt Disney. Andlit þeirra voru orðin að vörumerki, allskonar minjagripir voru og eru enn gerðir, s.s. brúður, lyklakippur og styttur. Þá voru einnig gerðar teiknimyndasögur um þá félagt og um langt árabil gaf Siglufjarðarprent smiðja út ævintýri þeirra hér á landi. í Japan og Þýskalandi hafa mörg tvíeyki komið fram sem eru nánast klónun á þeim félögum, í orðs- ins fyllstu merkingu. Það er óhætt að segja að þeir Steini og Olli og Chaplin séu mest stældu og notuðu andlit kvikmyndanna. Árið 1945 gerðu Steini og Om' síðustu mynd sína í Bandaríkjunum, The Bullfíghters, en svanasöngur þeirra á hvíta tjaldinu var AtoU K, gerð í Frakkladi árið 1951. Alls léku Steini og Olli í 105 myndum, flestar þeirra voru stutt- ar og eru þær að margra mati betri en hinar sem voru í fullri lengd. Það var einnig álit Steina og á síðustu árum sínum gekk hann meira að segja svo langt að segja að þeir hefðu eingöngu átt að halda sig við stuttmyndirnar. Báðir áttu þeir við heilsubrest að stríða síðustu æviárin en komu þó fram stöku sinnum í leik- húsum áður en þeir settust í helgan stein. . Olli andaðist 7. ágúst árið 1957 og Steini átta árum síðar, 16. júní 1965. Heimildir: Everson, K. William. The complete films of Laurel & Hardy. 1967. Guttmacher, Peter. Legendary comedies. 1996. Kerr, Walter. The silent clowns. 1976. Vermilye, Jerry. The films of the twenties. 1985. Höfundurinn er leikari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 I 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.