Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 9
INGIMAR ERLENDUR SIGURÐSSON ^OÐVISUR A ÞINGVELU íslands þúsund ár Vatnið skárar vindsins Ijár, vökna brár ogfella tár. þarna gárast þúsund ár, þjóðar sárið opið stár. Svipir Röðull gyllir rústir búða, rétt á tyllir vofur skrúða. Foss afsyllum fleygir úða, fornmenn hyllir uppiprúða. Eggjar Heldur stríð er Öxará, öll þar tíðin fossar hjá. Eins og sníði öxin vá, eggin ríður hvít og blá. Trúarfar Eggjar sína öxi foss, eins ogpresta rígur. Augum skín íánni kross, öxin mest þar hnígur. Goðgá Trúarþróttinn tímar heygja, talsvert ljótt má afþvísegja. Grey hér þótti gyðjan Freyja, goð án ótta mannsins deyja. Trúarspeglun Sjá má krjúpa Síðu-Hall sólskins flíkum búinn. Vatnið djúpa foldgnátt fjall faðmar líkt og trúin. Heimildir Helst upp grefur heiðindóm hlustsem tefurlands viðróm. Kyrrð sem vefur blæ um blóm blíðan gefur kristinn hljóm. Trúarmeitlun Enn ígeislum guðsorð ber Gissur eins og forðum. Efviðbeislum birtu hér býrhún steins í orðum. Trúskipti Mjúkt á grund er mosans veldi, máttugt hraun er dautt afeldi. Þorgeir undirþykkum feldi, þreyttiraun oggoðin seldi. Trúarfeldur Liggur undir landsins feld Ljósvetninga goðinn. Trúar stundin á þar eld öllum þingheim boðin. Drekkingarhylur Bjargar hringur brún við stendur, blóðsins hyl til lausnar sendur. Konufíngur kvika endur, króum skilar upp á lendur. Þingvallakirkja Hjartað ber að kirkjukross, krístin und er blóðugt hnoss. Hélt þar séra Heimir oss helgistund með orðafoss. Hestagjá Hóflaus núer Hestagjá, hneggja trúar flokkar. Hérna grúa grösin fá, gisið bú ei lokkar. Fjallamjólk Mjallhvít streymir mjólk af tindum, málverk geymir teikn úr lindum. Augað dreymir oft ímyndum undurheims oglausn frá syndum. Trúarúttekt Frá sér banda fallin strá fölskum kirkju vana. Hreinni anda auðmjúkþrá er að styrkja hana. Flosagjá Fagurblá er Flosagjá, fellurgljá afsólu á. Bruna má í botni sjá, brennur Njáll í Flosa þá. Bogmaður Glóbjart háríð Gunnar sá, gekk um vengi brókin flá. Banasáríð bogmenn fá, bresti strengur konu hjá. Þjóðargrafreitur TVeim sem þjóðin tryggð við sleit, tók hún óðfús grafarreit. Ei erglóðin andans heit, íþau ljóðh ús fár einn leit. Fornaldarfrægð Eitt sinn reið á Alþing harpa, efldi seið um forna garpa. Hljótt er skeiðið hennar snarpa, húná leiði sitt í varpa. Þióðhátíðl930 Einn um hraunið andinn gekk, átti raunar heiðurs bekk. Öfund launar eftir smekk, Einar kaunin landsins fékk. Bálför Bál er undir brunnu hjarni, brennur lífá þjóðar arni. Guðs á fund þar gengur Bjarni glóð með vífog dóttur barni. Bjargið Sér á teigi Sigurbjörn, silfurhár út breiðir. Hann er fleygur hátinds örn, helgiár upp leiðir. Vald Veður elginn heimsins hald, heldur belgir út sitt vald. Andar helgir greiða gjald, guð ei svelgi þjóðartjald. Peningagjá Hátíðþessi heldur dýr, hyl í bjartan sáir. Uppsker blessun andi nýr eins og hjartað þráir? Útdeiling Sálum gefa geislar brauð, guðsbörn soltin tyggja. Ljóshönd hefur orðsins auð, erþaðhollt aðþiggja. Bannfæring Gjá hver felur gull afmanni, guðstrú ber þar hver með sanni. Hjá sér vel það kirkjan kanni hví við erum mörg í banni. Mynd: Ingimar Erlendur Sigurðsson. Fangbrekka Faðmar brekka fagurt lyng, fortíð skaust ílitabing. Auðnir rekka allt um kríng, íslensk raust á hvergiþing. Véfrétt Farvatn hefurfagran óm, frelsun gefur sama hljóm. Felur sefið dýran dóm, drottinn vefur krístin blóm. Biskups- messa Kirkjulýðinn biskup blessar, bág er tíðin þjóðar núna. Heiðið níð sitt menning messar, mammon prýðirjafnvel trúna. Stuðfólk Galar popp ígríð og erg, gegnum skefur bein að merg. Stendur loppið stuðlaberg, styrkleik hefur á við dverg. Tjaldstæði Rann til viðarrekka öldin, ræfla siður hefur völdin. Allur riðar æsku fjöldinn, eins og skríða leggst á tjöldin. Trúargeymd Skrefín tekur tíminn löng til aðlifa afveislumasið. Hugur rekur spor á Spöng sprottin yfirþögult grasið. Hinir fyrstu og síðustu Mættirþú á Þingvöll þyrstur, þarsem fljóta vötn íkistur? Barþér trúarbikar Kristur, bauðþér njóta djúpsins fyrstur? Iðrunar- halinn Engin tár á veg né vanga vöktu sáran hyl við dranga. Hempur báru halann langa, hryggð ei gárar tíma ranga. Iðrunarsýn Iðrun breiðir yfir sök, efhún sér ei nema bök. Augun leiðir iðrun rök, efhún berar sjálfs sín flök. Hvaðaþjóð? Hví ei þjóð á hátíð mætti? hinst er góð og nakin spurning. Mikill ljóður margan grætti, mörgum bróður var hann smurning. Úttekt Kristnitöku flestir fagna, finnst hún merk ílandi sagna. Bölva stöku blöð ogragna, bænir klerka lítið gagna. Inntekt Kalin sýnist krosslaus þjóð, kirkju týnist drottins blóð. Þegar krýnist þyrnum glóð, þá mun skína hátíðgóð. Lögberg og rrúbjarg Hurðum laust upp hamra salar háleit drótt sem bjórg við tálar. Landsins raustum lágnótt smalar, leiðir rótt til þagnar dvalar. Sólarlag Dagsljós þilin drekka hljóð, daprastylur bleikriþjóð. Rökkur hylurrekka slóð, röðull skilar veikri glóð. Trúarstoð Himnesk skýin Hvítakrist hreinleik meður boða. Ríkið nýja grös fá gist guðs er veður stoða. Þingvallavatn Vatnið tært er trúnni kært, tímabært það vákir glært. Augað sært er endurnært, íþví vært það Ijómar skært. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. Visnaflokkur þessi er svotil alveg orktur á kristnihátíð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 9 t*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.