Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 30
4 háUWjóp aftur niður tröppurnar. Helgi stóð upp við annan vegginn í undir- göngunum, og fyrir firaman hann voru þrír slán- ar í svörtum leðurjökkum. Helgi talaði hátt og var illúðlegur á svipinn: Ef þið haldið að það sé ykkar hlutverk að ^kenna mér, hvernig ég eigi að hegða mér í heim- inum, þá er nú ekki nóg að vera þrír. Getið þið ekki fundið fleiri aumingja til að eiga við mig? Einn hinna svartklæddu ætlaði að rjúka á Helga, en þá var þrifið í jakkann hans til að halda aftur af honum. Sá sem það gerði, virtist einhvers konar foringi. Já var það ekki, sagði Helgi. Ætli það sé ekki best að fara sér hægt. Hvernig væri að ná í fleiri? Er það ekki ykkar siður Þjóðverjanna? Eintómar heMtís gungur, ef þið hafið ekki SS á bak við ykkur. Nú sáu þessi náungar okkur koma hlaupandi. Foringi þeirra horfði á Helga, bar hægri hönd- ina upp að gagnauganu, bankaði á það með vísi- m fingri, og sneri svo fingrinum nokkrum sinnum. Við förum, sagði hann. Látum þennan fulla hálfvita röfla við sjálfan sig. Hann skilur ekM einu sinni sjálfur, hvað hann er að segja. Svo snerist hann á hæli og skundaði burt ásamt félögum sínum. Helgi minn, sagði ég. Það er verst að það skuli ekki vera lengur neinn þýskur her. Þú værir annars vís með að skora alla Wehrmachtina á hólm.OgWaffen-SSlíka. Ég er búinn að fá nóg af þessum helvítis labbakútum, sagði Helgi. Þeir þurfa að læra að skammast sín. Þessir djöflar ætiuðu áreiðanlega aðrænamig. Við fórum upp úr göngunum, röltum yfir Stachus og út eftir Sonnenstrasse yfir á Sendl- ingertor Platz, þar sem Óttar áttí heima. Þegar við komum upp til hans, sagði konan sem leigði ar honum, að landi hans vasri kominn og hún hefði leyft honum að fara inn í herbergið hans. Það er vonandi í lagi? Þetta virðist vera sómapiltur. Lilli stakk upp á því, að við stríddum Benna svolítið, úr því að hann hefði platað okkur svona illilega. Hann þekkti okkur ekkert nema Óttar. Óttar var hálftregur, en sagði svo allt í lagi, ef þið farið ekM illa með hahn. Við Lilli rifum upp hurðina og strunsuðum inn í herbergið. Benni var háttaður ofan í rúm, en hrökk við, settist upp með rykk og starði á okkur stórum augum. Ég spurði hann á sænsku vad i helvete hann væri að gera hér i min systers sáng, og það væri "*> réttast að kasta honum ut genom fönstret Benni opnaði munninn í forundran og reyndi svo að afsaka sig á dönsku og útskýra, að hann hefði haldið að vinur sinn Óttar byggi hér og... Vilken jávla Óttar? sagði ég. Óttar, sagði Benni, íslendingur, vinur minn. Ég er að heimsækja hann. Hár finns inga satans islanningar, sagði ég, och nu kastar vi dig ut genom fönstret En þá birtíst Ottar í dyrunum og sagði að þetta væri orðið nóg, strákar. Við skelltum upp úr. Ég rétti Benna höndina og bauð hann velkom- inn í þetta ríki sem ekki væri lengur númer þrjú, og hefði ekkert númer lengur, en væri annað Þýskaland - land menningar og lífsgleði, og nú skyldi hann koma sér á lappir og sýna að hann væri íslendingur. Nú skyldum við fara tíl Krist- m ínar doktors og fá okkur búrgúndara, eins og þeir nafnarnir Hreggviðsson og Marteinsson forðum. Og hann þyrftí ekkert að vera hræddur um, að hann yrði látinn borga með stígvélunum sínum. Benni horfði stórum augum á Óttar og mig tíl skiptis. Hann vissi greinlega ekM hverju hann ættiaðtrúa. En þegar Óttar sagði honum sólarsöguna um kvöldævintýri okkar, dreif hann sig á fætur og klæddi sig. Og við fórum á búlu handan við hornið í þeirri vafasömu götu Sendhngerstrasse, þar sem stúlkur voru sums staðar ektó feimnar við að fækka fötum og láta fala bliðu sína. Búlan okkar var að vísu ekki svoleiðis staður. Þangað fer maður tæpast með ungan mann í guð- fræði. En þetta var glaðvær búla, sem við þekkt- um, þar sem ungt fólk þyrptíst saman að skemmta sér. Og við skemmtum okkur dágóða jyStund og drukkum vín, þótt ekki væri það búrg- undarinn þeirra Jónanna. Við runnum inn í hóp ungs fólks, og ég man það síðast frá þessum stað, að Lilli var að bjóðast til að kenna laglegri stulku grænlensku. Mér sýndist hún taka því svona mátulegavel. Svo var Benni orðinn þreyttur, og við vorum allir orðnir þreyttir. Þeir Óttar fóru inn, en við Helgi og Lilli geng- um út á torgið. Það var enn stíllilogn, en kafaldið hafði færst í aukana. Þessar stóru hægsvífandi flygsur voru orðnar svo þéttar, að rétt grillti í götiújósin. Úti á miðju torginu lagðist Helgi endi- langur á bakið með útrétta handleggi, eins og hann væri að búa til engil í snjónum. Svo galopn- •aði hann munninn og lét snjóa upp í sig. Allt í einu fór hann að syngja. Hann söng hægt og skýrt, tærriröddu: Anderes Deutschland uber alles, uber alles aufderWelt... Það Þýskaland var nú algerlega hulið snjó. Höfundurinn er prófessor við Háskóla íslands. BREFFRAÞOR- BERGITIL RITHAND- ARFRÆÐIKONU ÞÝÐING ÚR ESPERANTO: KRISTJÁN EIRÍKSSON ÞAÐ ER alkunna að Þórbergur Þórðarson var einhver eldleg- asti boðberi alþjóðamálsins esperantos hér á landi og helg- aði því um': árabil nær alla krafta sína. í fyrsta sendibréf- inu, sem hann skrifar á esper- anto (líklega til Hailbjarnar Halldórssonar) og dagsett er 19. júlí, 1926 segir hann: „Ég er að hugsa um að hætta að skrifa á íslenska tungu og gerast alþjóð- legur höfundur á esperanto. Það er stór- kostleg hugmynd. Þá munu menn geta lesið hin viðurstyggilegu verk mín jafnt í Japan og Kína sem í ÖnundarfirðL . . . Hvers vegna ætti ég að skrifa fyrir Islendinga. Að skrifa nytsamar bækur fyrir íslendinga er eins og hella úr einum hjólbörum af kúa- mykju yfir Góbíeyðimörkina." Og á næstu árum, allt til 1937, beindi hann atorku sinni óskiptri að esperanto. Mestum tíma varði hann til kennslu- og út- breiðslustarfa, skrifaði og gaf út þrjár kennslubækur og einnig bókina Alþjóðamál og mátteysur, mikið áróðurs- og upplýs- ingarit um esperanto. Þá vann hann í mörg ár að íslensk - esperantískri orðabók sem aldrei kom út en var orðin um tuttugu þús- und seðlar þegar hann lét staðar numið. Er safn þetta ekki síður merkilegt fyrir ís- lenska tungu en esperanto. Það er nú varð- veitt á handritadeild Landsbókasafns. Auk þessa skrifaði hann ýmis bréf og ritgerðir á málinu og hefur sumt af því birst með öðr- um verkum Þórbergs í íslenskri þýðingu hans sjálfs. Nægir þar að nefna: Þrjúþús- und þrjúhundruð sjötíu og níu dagar úr lífi mínu, Heimspeki eymdarinnar og Bréf ttt nazista. Þá þýddi Þórbergur allnokkurt safn af íslenskum þjóðsógum á esperanto og skrifaðist á við erlenda esperantísta. Eru til afrit hans af sumum þeirra bréfa er hann sendi vinum sínum ytra. Nokkuð af því, sem Þórbergur ritaði á esperanto en ekki birtist að honum lifandi, hefur verið gefið út í tímaritinu La Traduk- isto. Það hófgöngu sína á afmælisdegi Þór- bergs, 12. mars 1989, og er ttteinkað honum. í pví eru nær eingöngu birtar þýðingar úr íslensku á esperanto og úr esperanto á ís- lensku. Hér á eftir fer þýðing á fyrsta þriðjungi bréfs Þórbergs ttt óþekktrar rithandar- fræðikonu í útlöndum. Svo virðist sem hann hafi áður sent henni sýnishorn af rithöndum nokkurra manna og hafi hún reynt að ráða í skapgerð þeirra út frá fræðum sínum. I bréfinu bregst Þórbergur við þeim skap- gerðarlestri. Þessi hluti bréfsins hefur áður birst bæði á esperanto og í íslenskri þýð- ingu Kristjáns Éiríkssonar í 34. tölublaði La Tradukisto. Er það hér birt með góðfúslegu leyfi Máls og menningar og ritstjórnar La Tradukisto. Reykjavfk 1932, á þeim helgum degi, er vor mikli Jesús mettaði fimm þúsund manns. I Heiðraða rithandarfræðikona! Undanfarna sex daga hef ég legið sjúkur í okkar árlega kvefi. Þessi skammarlegi ósig- ur lífsins hefur gefið mér ágætt tækifæri til þess að efna gamalt loforð um nokkrar hneykslissögur. Og nú þegar mér er batnað hreinskrifa ég á þessi blöð þau uppköst sem ég setti á önnur blöð á meðan ég lá á bakinu með 39 stiga hita. Ég hef bréf mitt á nokkr- um minnisverðum atvikum úr lífi háttvirtra rithandarviðfangsefna þinna. II Nikolína Árnadóttir var einu sinni ung og falleg, guðhrædd mær, eigandi sér þúsundir Svo virðist sem Þórbergur hafi áður sent rithandar- fræðikonunni sýnishom af rithöndum nokkurra manna og að hún hafi reynt að ráða í skap- gerðþeirraútfrá fræð um sinum. fánýtra drauma, eins og allir, sjáandi lífið gegnum fölsk gleraugu hins heimska upp- eldis. Faðir hennar var kaupmaður og miðl- ungi vel þokkaður spekúlant. Móðir hennar var komin af grónu ríkisfólki, fhaldssömu að eðlisfari, staðföstu í skapi, fornu í hugs- unarhætti. Eitt sinn voru þau hjónin í góð- um efnum. En „illur fengur illa forgengur" og með árunum runnu eignir þeirra burt eins og vatn í sand. I fyrstu bjó fjölskyldan í smábæ á Vest- fjörðum þar sem presturinn og kaupmað- urinn voru mikilvægustu skepnur alheims- ins, þar sem fólkið hafði í tíu alda rás verið hert af galdramætti djöfulsins og þrotlausri baráttu við öldur sjávar. En árið 1915 flutt- ist fjölskyldan til Reykjavfkur og þar hefur hún átt heima síðan. Um þessar mundir stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík ungur sveinn, laglegur í andliti og með heillandi rödd. Skáldgáfu hafði hann einnig og hann var skínandi upplesari. Hann sagði draugasögur af svo mikilli list að menn skynjuðu nálægð hinna hræðilegu afturgangna og engu var líkara en andrúmsloftið fylltist af braki nak- inna beinagrinda og mettaðist grafarþef. En annað hné hans var stíft af völdum berkla sem hann hafði einhvern tímann fengið og var hann því orkusmár til vinnu. Hann var skínandi fátækur og sagt var að hann ynni fyrir sínu daglega brauði með því að láta greiðasölukonum ást sína í té. Þessi sveinn fann einhvern veginn hinn þrönga stíg að foreldrahúsum Nikolínu. Þar fékk hann fæði á seinni árum sínum í menntaskóla, í þetta skipti ekki vegna ástar á húsmóðurinni - enda hún orðin gömul - heldur má þakka það einhvers konar eining- arsambandi við ungfrú Nikolínu. Og fjjót- lega eftir að hann tók stúdentspróf gengu þau í hjónaband. Og mitt í ölvun hveiti- brauðsdaganna fóru þau til Þýskalands, hann til að leggja stund á bókmenntir, hún til að hlýðnast skipun vors himneska föður og bæði til þess að njóta í leynum draums- ins um neðri mörk ástarinnar. Þau reistu hjónarúm sitt við hliðargötu í Leipzig. Og í nokkur ár lifðu þau þar í „heil- ögu samræmi". Hinn gáfaði eiginmaður fékk dálítinn styrk frá íslenska ríkinu til að nema þýskar bókmenntir og hin trúfasta eig- inkona var studd af föður sínum til þess að halda áfram að hlýðnast skipun vors himneska herra. Þetta var á tímum lágs gengis í Þýskalandi. En skyndilega jókst gildi peninganna. Vegna þessa varð stuðn- ingurinn sem faðir hennar hafði látið í té næstum að engu og styrknum frá ríkinu var um það bil að ljúka. Þá féll hinn ungi eiginmaður í arma þýskrar fegurðardísar og nokkru seinna varð ósamræmið milli hinna útslitnu hús- gagna til þess að skilja hjónin endanlega að. Með brostið hjarta sneri hún aftur til ís- lands en hann vinnur ennþá, berklaveikur, fyrir sínu daglega brauði í Þýskalandi, alltaf jafn harðákveðinn í þeirri ætlan sinni að byrja á morgun á hinu sígilda meistaraverki sínu. I mörg ár leið Nikolína miklar hjartakval- ir. Og oft varð hún að liggja langtímum saman í rúminu vegna þessara þjáninga. Á seinustu árum er heilsa hennar miklu betri þrátt fyrir nokkur misheppnuð ástarævin- týri sem hún hefur orðið að ganga í gegnum annað slagið. En hvernig sem örlagahjólið veltist er Nikolína alltaf í góðu skapi, greind, fyndin og hugrökk. Og hún óttast hvorki Guð né hans afhaldskumpána við elda helvítis. Ég hygg að lesturinn úr rithönd hennar sé nokkuð góður. Samt verð ég að við- urkenna að ég þekki hana ekki nægilega vel til að dæma fullkomlega um það. Ég hef alltaf forðast að vera einn með Nikolínu því þá verða hennar eigin tilfinningar og að- stæður svo yfirþyrmandi að ekki er hægt að tala um það. Sjálf kvartar hún um rithand- arlesturinn. Reyndar viðurkennir hún að hann standist að vissu marki en sé þó ábóta- vant. Hún þekkir sig í honum að hluta en telur þó nokkuð skorta á lýsinguna. Til dæmis segist hún vera mjög trúhneigð og músíkölsk. En ekki er vikið að þessum eig- inleikum í rithandarlestri hennar. Leyfist mér að lokum að bera fram eft- irfarandi spurningu. Er ekki unnt að greina alvarlegan, lang- vinnan sjúkdóm, líkamlegan eða andlegan, á rithöndinni? Og með því lýk ég sorgarsögu Nikolínu Árnadóttur. III H. Laxness, hvers fullt nafn er nú Hall- dór Kiljan Laxness, er rithöfundur og þó einkum sagnahöfundur. Faðir hans var mús- íkalskur hjartagæðingur og vann sem vega- vinnuverkstjóri hjá ríkinu. Seinustu árin sem hann lifði var hann einnig bóndi á bæn- um Laxnesi, nokkra kílómetra frá Reykja- vfk. Kona hans og móðir Laxness er mikil húsmóðir og snjöll fjármálakona, að minnsta kosti í eigin þágu. Laxness hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík en þegar hann var kominn í 4. bekk varð hann að leggja lærdóminn á hill- una vegna skakandi þrýstings skáldlegra vinda. Ungur hóf hann rithöfundarferil sinn. Fyrsta bók hans var stutt skáldsaga þar sem nokkrar sögupersónanna frömdu sjálfs- morð vegna óhamingjusamrar ástar en ekki hef ég heyrt að þeim hafi tekist að fá nokk- urn lesanda til að farga sér. Eftir þessar blóðsúthellingar þrammaði hið unga skáld eftir götum Reykjavfkur með hátíðlegan svip, nefklemmur af gulli og breiðan heldri- mannaflibba tautandi við sjálfan sig: „Ég óska mér ekki frægðar en yrði ánægður að- eins ef vegfarendur segðu: í þessari ásjónu býr eitthvað mikið." Skömmu seinna hefst nýtt tímabil í lífi Laxness. Tvisvar fer hann utan og dvelur á ýmsum stöðum í Norður-Evrópu. Sú ar- istókratíska farsótt geisaði þá um mörg norðlæg lönd að uppgjafa rithöfundar og listamenn leituðu skjóls hjá hinni katólsku kirkju fyrir þjáningum helvítis eftir dauð- ann. Til að fylgja tískunni ákvað Laxness einnig að bjarga sálu sinni á þennan hátt. Þess vegna snerist hann til katólskrar trúar í annarri utanferð sinni og dvaldi um nokk- urt skeið við mikla guðrækni í klaustri einu í Lúksemborg. Til þess að skola sem ræki- legast af sér sinn gamla Adam kastaði hann föðurnafni sínu og lengdi í staðinn persónu- leika sinn með fjórum nýjum. Er hann gekk inn í klaustrið nefndist hann Halldór Guð- 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.