Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 39

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 39
4 RYKIÐ DUSTAÐ AF GERSEMUM TÖJVLIST Sígildir diskar SKÖPUNIN Franz Joseph Haydn: Die Schöpfung. Ein- söngur: Gundula Janowitz (sópran), Fritz Wunderlich og Werner Krenn (tenórar), Dietrich Fischer-Dieskau (bariton), Walter Berry (bassi), Christa Ludwig (alt). Kór: Wiener Singverein. Kórstjórar: Reinhold Schmid og Helmuth Froschauer. Hljómsveit: Berliner Philharmoniker. KQjómsveitarstjóri: Herbert von Karajan. Heildartími: 108 mín. Útgáfa: Deutsche Grammophon - the Orig- inals 449 761-2. Verð: kr. 2.499 (2 diskar). Dreifing: Skífan. í ÖLLU því yfirgengilega flóði hljóðrit- ana sem koma á markaðinn á hverju ári og hafa gert undanfama áratugi finnast út- gáfur sem ekkert virðist ætla að granda. Þrátt fyrir rannsóknir, allskyns nýjar hug- myndir um túlkunarmáta og nýjar kynslóðir stjórnenda og annarra flytjenda standa þessar útgáfur upp úr sem hornsteinar í sögu hljóðritaðrar tónlistar. Ein þessara út- gáfna er fyrri hljóðritun Karajans á Sköp- uninni eftir Haydn. Upptökur á verkinu tóku óvenju langan tíma. Þær hófust árið 1966 og það ár var lokið við þrjá fjórðu verksins. Hörmulegt bílslys í september það ár batt enda á líf tenórsöngvarans ástsæla, Fritz Wunderlich, en þá var hann búinn að hljóðrita einsöngs- aríurnar. Werner Krenn var þá fenginn til að syngja tenórhlutverkið í resítatífunum og samsöngsatriðunum og það var ekki fvrr en 1969 að plöturnar litu dagsins ljós. Útgáf- unni var strax forkunnar vel tekið af gagn- rýnendum og seldist hún í gífurlegu upplagi. Meira að segja á íslandi. Ég hef fyrir satt að flestir félagar Söngsveitarinnar Fílharm- óníu hafi fjárfest í settinu þegar kórinn flutti þetta mikla verk á sínum tíma undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar. Eins og áður er getið er hér um að ræða fyrri hljóð- Franz Joseph Haydn Paul Hindemith ritun Karajans. Árið 1982 hljóðritaði hann tónleikauppfærslu verksins frá Tónlistarhá- tíðinni í Salzburg og tókst sú útgáfa ekki eins vel og sú fyrri, m.a. vegna slæms jafn- vægis í upptöku. En 1%9-útgáfan er í einu orði sagt frá- bær. Hvergi ber skugga á þennan flutning. Einstaklega góður er hópur einsöngvaranna með Gundula Janowitz og Fritz Wunderlich í fararbroddi. Berlínarfílharmónían undir stjórn Karajans bar á þessum tíma æg- ishjálm yfir aðrar hljómsveitir í Evrópu og ekki verður annað sagt en að fágaður leikur hennar sé óviðjafnanlegur. Wiener Singver- ein er þrautþjálfaður hópur menntaðra söngvara sem býr yfir mikilli nákvæmni og hefur ótrúlega fallegan hljóm. Öllu þessu er svo stjórnað af Herbert von Karajan. Fág- un, nákvæmni og einbeiting eru allt orð sem eiga við um stjórn hans hér. En líka hlýja og einstök birta í þessu glaðlega verki. Dramatískum átökum kemur hann einnig vel til skila þannig að oft má merkja spennu sem maður helst finnur á vel heppnuðum tónleikum og óperuuppfærslum. Upptakan er hlýleg og flauelsmjúk og fyllingin er talsvert meiri en á upprunalegu grammófónplötunum. Kórafólk og Haydn-unnendur: Nú er kominn tími til að endurnýja gömlu plöt- urnar. Þetta sett hljómar enn betur en það gamla góða. PAULHINDEMITH Paul Hindemith: Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit. Symphonische Metamorphosen. Symphonie „Mathis der Maler". Einleikari: David Oistrach (fiðla). Hljómsveitir: London Symphony Orchestra og Orchcstre de la Suisse Romande. Hljómsveitarstjórn: Paul Hindemith (Fiðlukonsert), Claudio Abbado (Symphon- ische Metamorphosen) og Paul Kletzki (Mathis der Maler). Heiidarti'mi: 76'51. Utgáfa: Decca - eloquence. Verð: kr. 699. Dreifing: Skífan. UTGÁFUFYRIRTÆKIN Deutsche Grammophon, Philips og Decca sem um ára- bil hafa starfað saman í Polygram- samsteypunni munu nú hafa sameinast und- ir Universal-auðhringnum. Undanfarin ár hafa menn þar á bæ ásamt öðrum risum á markaðnum haft vaxandi áhyggjur af við- gangi og ótrúlegum sölutölum ódýrra fyr- irtækja eins og Naxos. Til að bregðast við þessu hafa áðurnefnd þrjú fyrirtæki hvað eftir annað komið á laggirnar ódýrum seríum af endurútgefnu efni og nefnt þær ýmsum nöfnum til aðgreiningar frá öðrum útgáfum sinum. Meginókosturinn við ódýru seríurnar t.d. frá Polygram, er að þar eru á ferðinni meira og minna sömu upptökurnar en bara í mismunandi umbúðum. Og efnisvalið mið- ast við að hægt sé byggja upp „lágmarks- safnið" með „nauðsynlegustu" verkum þannig að útgáfuröðin nýtist ekki hörðustu söfnurum. Nýjasta serían frá þessum aðilum heitir „eloquence" og er sameiginleg fyrir öll þrjú fyrirtækin. Verðið er lægra en sést hefur frá þeim, aðeins 699 kr. Mér virðist þessi útgáfuröð hafa áðurnefnda ókosti fyrri serí- anna en kostirnir eru verðið, yfirleitt nokk- uð góðar útgáfur og hljóðritanir og síðast en ekki síst einstaka ómótstæðilegur gullmoli, sem menn ættu að rjúka til og kaupa sér sem fyrst í næstu plötubúð. Reyndar verð ég að nefna hér skammarlegan tvíblöðung sem fylgir diskunum í þessari seríu. Hann inniheldur aðeins auglýsingar og ekki er minnst einu orði á tónlistina sem leikin er eða flytjendur hennar. Markaðsfræðingar Universal reikna sjálfsagt með því að kaupendur séu jafn heilalausir og þeir sjálf- ir. Hér er um að ræða vel útlátinn skammt með þremur verkum Pauls Hindemith í frá- bærum flutningi og hljóðritun í hæsta gæða- flokki þrátt fyrir aldur. Sannkölluð gersemi. Fyrst ber að nefna fræga upptöku frá 1962 þar sem tónskáldið sjálft stjórnar Lund*» únasinfóníunni í Fiðlukonsertinum. Og meistari fiðluleikaranna, sjálfur David Oistrach, leikur einleikshlutverkið. Þetta er í stuttu máli rafmagnaður flutningur. Sjald- gæft er að skynja svo náið samband og sam- hljóm milli stjórnanda og einleikara og frá- bærrar hljómsveitar. Þetta verk eitt væri peninganna virði. Claudio Abbado og LSO er í banastuði í Metamorfósunum um stef eftir Weber frá 1969. Útgáfan er gamall kunningi úr plötu- safninu og varla eru það ýkjur að segja að sjaldan hafi þetta verið gert betur en hjá hinum unga Abbado. Hlustið t.d. á ómót- stæðilega sveifluna og sýnkópurnar í skersókaflanum. Eða hvernig meistaralegur ritháttur Hindemiths nýtur sín ótrúlega vel í niðurlagi verksins. Hefur nokkurt tónskáldC skrifað svona vel fyrir málmblásara? Þetta er rosalegt. Þótt málmblásarar svissnesku hljómsveit- arinnar séu ef til yill ekki fullkomlega jafn- okar kollega þeirra í Lundúnasinfóníunni þá er flutningur Suisse Romande-hljómsveit- arinnar á Sinfóníunni Matthíasi málara glæsilegur. Kletzki velur frískleg tempó og er flutningurinn spennuþrunginn í meira lagi. Vonandi á eloquence-útgáfuröðin eftir að vaxa að mun og úrvalið að breikka. Valdemar Pálsson • • IUANN Geisladiskar PETERSON, BRUBECK OG RAY BROWN, OSCAR PETERSON Trail of Dreams. Kvartett Oscars Petersons ásamt strengjasveit Michel Legrands. Hljóð- ritað og gefið út af Telarc árið 2000. Dreifing á íslandi: 12tónar. HLJÓÐRITANIR með Oscari Peterson eru óteljandi - samt vekur hver nýr diskur hans at- hygli. Ekki síst hin seinni ár, en eftir að hann fékk heilablóðfall og lamaðist um skeið vinstra megin hefur hljóm- leikum hans og hljóðritunum fækk- að til muna. Eftir- spurnin er þó alltaf jafnmikil og nú er hann hæst launaði djassleikari heims- byggðarinnar. Peterson er Kan- adamaður af lífi og sál og muna margir hve hann móðgaðist er hann lék hér á listahátíð 1978 og Oscar Peterson bandaríski ambassadorinn hélt hann Banda- ríkjamann. Nýjasti diskur Petersons inniheld- ur svítu hans, Trail of Dreams - A Canadian Suite. Hver þáttur er óður til föðurlandsins frá nyrstu byggðum til þeirra syðstu. Peterson Leiðrétting í þýddu Ijóði eftir Thomas Hood sem birtist í Lesbók 16. desember sl. varð ofaukið einum bókstaf í næstsíðustu ljóð- línu og birtist hún þannig: „sendið henni hljóða bæn". Niðurlag Ijóðsins á hinsveg- ar að hljóða þannig: „Leggið saman hendur hennar, sendihenni hljóða bæn hjarta, sem þjáist enn." Þýðandinn og lesendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. FJORMIKLIR DJASSÖLD- UNGAR leikur með kvartetti sínum. Þar leika góðvinir okkar, Niels-Henning á bassa og Ulf Wakenius á gítar. Martin Drew hinn breski trommar. Frakkinn Michel Legrand útsetur tónlistina fyrir strengjasveit er hann stjórnar, en í djassi er hann þekktastur fyrir útsetningar sínar á klassískum djassverkum á borð við Wild Man Blues og 'Round Midnight, þarsem Miles Dav- is var helstur einleikari með hljómsveit hans. Fyrsti þátturinn, Víðáttan mikla, upphefst á tandurhreinum bassaleik Niels-Hennings, síð- an bætast þeir félagar í hópinn og loks strengjasveitin með stórsveitarbrag og minnir útsetning Legrands þar á rithátt ElUngtons fyrir strengi. Djasskvarettinn fær þarna ágætt rými, en í mörgum þáttanna eru grípandi lag- línur í samspili kvartetts og strengja á mörk- um djass og lyftutónlistar. Þó bjarga djass- snillingarnir oftast í horn einsog Ulfurinn í Ijúfsárum einleik í Morgni á Nýfundnalandi. Afturá móti eiga þeir erfiðara um vik í póst- kortalýsingunni á fegurð Banff. Sveiflan sem Peterson-aðdáendur dá hvað mest, ríkir þó oft eftir stuttan hljómsveitarinngang einsog í Dancetron, sem tileinkaður er kanadísku keltunum Cook' on the Trail, dansinum um franska fiðlarann í Montreal, tileinkaður íbú- um Qebeck og Manitoba-menúettinum. Tónskáldskapur Petersons í þessari svítu er á svipuðum nótum og i Kanadasvítunni frægu frá 1964, þó enginn kaflanna verði trúlega eins ástsæll og Hveitilandið. Prátt fyrir að strengirnir reyni stundum á djasstaugarnar er Peterson kvartettinn í fínu formi á þessum diski. Ray Brown: Some of My Best Friends Are the Trumpet Players. Tríó Ray Browns ásamt gestum. Hljóðritað og gefið út af Telarc árið 2000. Dreifing á Islandi: 12tónar. RAY Brown var lengst allra bassaleikari Oscars Petersons og einsog Peterson heim- sótti hann ísland. Það var á Jazzhátíð Reykja- víkur 1999. Með honum voru píanistinn Geoff Keezer, sem margt hefur lært af Oscari og trommarinn frá- bæri Karriem Rigg- ins. Þeir leika einnig á þessum diski ásamt fimm trompetleikur- um. Þeim aldna Clark Terry, Jon Faddis hinum miðaldra, ung- stjörnunum Roy Hardgrove, Terence RayBrown Blanchard og Nichol- as Payton svoog Ástralanum James Morrison. John Faddis blæs blús Milt Jacksons, Bags Groove, feikivel með dempara og drafar í takt- inum, afturá móti er hann í tæknistuðinu í Org- inal Jones eftir Brown - og þá verður tón- snillingurinn undir. Ungu strákarnir blása fallega ballöður. Blanchard Goodbye af næm- leik, afturá móti blæs hann Im gettin Senti- mental over You of hratt til að fegurð lagsins njóti sín; Pyton Violets for Your Fun, er svo í boppstuði í The Kicker eftir Joe Henderson. Hardgrove er yndislegur í Stairway to the Starir og boppar Our Delight dægilega. Ástr- alinn upphefur ópus Ray Browns: When You Go í hægagangi en gefur svo í. Hann blæs I Thought About You frábærlega og minnir tónninn á Beiderbeck-skólann, Ruby Braff og þá kalla. Clark Terry skiptir á milli flygilhorns og trompets í ClarRs Tune og blæs svo einn blús í viðbót sem Ray Brown er skrifaður fyrir: Itty Bitty Blues. En á fullu, nýorðinn áttræð- ur. Tríó Browns stendur fyrir sínu sem fyrr og eru þeir félagar jafn pottþéttir í undirleiknum sem sólóum. Stórskemmtilegur diskur. Dave Brubeck: One Alone. Dave Brubeck * píanó. Hljóðritað og gefið út af Telarc árið 2000. Dreifing á íslandi: 12tónar. ÞAÐ ERU eðUlega hvergi nein nýmæli á hinni nýju sólóskífu Dave Brubecks, One Alone, en þó merkilegt hversu vel hinn áttræði píanisti les marga vinsælustu sígræningja er djassmenn leika stöðugt. Eftir að hafa rennt léttilega gegnum That Old Feeling og I'll Newer Smile Again leikur hann lag Rombergs, sem sjaldnar heyrist, One Alone og kryddar það Milt Buckner, Monk og List. Hann veku$%' minningar um skálm- ið í lagi Ishams Jones Yoúve got Me Crying DaveBrubeck Again einsog í Mercher Ellington-blúsnum Things Ain't What They Used To Be og Garner bregður fyrir. í Ellington-ópusnum Just Squeese Me. Annars er það hinn alþekkti kantaði stíll Brubecks sem ræður ríkjum. Það þarf ekki að heyra marga takta til að þekkja hann. Brubeck hefur verið umdeildur í djassheiminum gegn- um árin, en ég held að fáum blandist hugur um að kvartett hans með Paul Desmond sé ein helsta kammersveit djasssögunnar og sMfur á borð við Jazz at Oberlin og Time Out eru löngff- orðnar sígildar - það eru einnig ýmsir ópusar hans einsog The Duke, In Your Own Silent Way og svo Summer Song sem Armstrong söng svo yndislega og Brubeck leikur undur- fallega á þessum diski. Vernharður Linnet LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 3f Jl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.