Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 19
 Guðsmóðir og barnið eftir skoska iistmálarann William Dyce (1806-1964) A þessu einfalda en fágaða málverki eru bók Meyjarinnar - hefðbundið viskutákn - og athyglin sem bamið sýnir bók- inni einu merkin um að persónurnar á myndinni séu eitthvað annað en aðeins kona með barn sitt. Stóri stelnofninn til hægri er þýðingarmesta heimilistækið í eldhúsinu í þessu tveggja hæða húsi í Neðri-Golanhæðum, sem hefur að hiuta verið endurreist. Þótt flestar minjar sem varðveist hafa þarna séu frá 5. öld e. Kr. telja fornleífafræðingar að hús og heimili þar og í öðrum þorpum sem grafin hafa verið upp í Galíleu og næsta nágrenni hafi lítið breyst frá tímum Jesú. MARTIN SORESCU SHAKESPEARE HJALTI ROGNVALDSSON ÞYDDI Shakespeare skapaði heiminn á sjö dögum. Fyrsta daginn himininn, fjöllin og djúp sálarinnar. Annan daginn fljótin, úthöfin oghinar tilfínningarnar Sem hann gafHamlet, Júlíusi Sesari, Antóníusi, Kleópötru og Ófelíu Óþelló og hinum Svoþau og afkomendur þeirra hefðu stjórn áþeim um alla eilífð. Þriðja daginn safnaðihann öllum saman Ogkenndiallt um brógðin: Bragðið afhamingjunni, ástinni, örvæntingunni, Bragðið aföfundinni, ærunni ogsvo framvegis Uns öll brögðin kláruðust. Þvínæst stigu fram nokkrir einstaklingar til viðbótar sem höfðu komið ofseint. Skaparinn straukþeim meðvorkunn um höfuðið Og sagði að fyrir þeim lægi ekkert annað En verða gagnrýnendur Og efast um verk sín. Fjórða og fimmta daginn tók hann frá fyrir hláturinn Hann lét trúðana fara íkollhnís Og kóngana, keisarana Og aðra óhamingjusama skemmta sér. Sjötta daginn leystihann úrnokkrum stjórnunarvandamálum Og kom afstað stormi Og sýndi Lé konungi Hvernig hann ætti að bera kórónu úr stráum. Afsköpun heimsins fundust nokkrir ógerðir hlutir Og hann skapaði Ríkharð III. Sjöunda daginn litaðíst hann um hvort enn þyrfti eitthvað aðgera Leikstjórarnir höfðu þegar kaffærtjörðina með auglýsingum Og Shakespeare þótti að eftir alla fyrirhöfnina gæti meiraðsegja hann Unnt sér einnar leiksýningar. En fyrst, afþvíhann var mjög þreyttur, Fór hann sína leið til að deyja örlítið. DANTE Gleðileikurinn guðdómlegi, far- andpýramíði Hallast dálítið að eilífðinni. Égheyrihann um nætur ímánasMni Er hann líður hægt um sandinn. Millimetra á ári, fram og aftur Og Hggur ekkert á. Og allra innst Umluktur tíktog innan Er sjálfur skollinn. ísjálfum sér Séð yflr Nasaret nú á tímum. Hæðin í bakgrunni er nefnd „Fjall hrindingarinnar" eða „Fjall stökkslns" og er talin vera staðurinn þar sem reiðir íbúar borgarinnar ætluðu að hrinda Jesú fram af vegna þess sem hann kenndi í samkunduhúsi bæjarins, samanber Lúkasarguðspjall. Hann spurði sjálfur kunningjana Þá nánu oghina sem hann hafði réttheyrtgetið Og bjargaðiþeim með handafli frá hvítum steinum fornáldar. Hörmung að vera umkringdur heilli veröld afdauðlegum! Svo hann smurði þá Til að verða ekki einn íeilífðinni. Hann fyllti blaðsíðuna með öllu Sem gerst hafði ájörðinni. Níu himnar afsynd, ogníu afbið. Níu afblekkingum, Allir barmafullir Ogímiðju þessu: Dante. Hann skoðar helvítið, hreins- unareldinn ogparadísina Og þegar honum leiðist skiptir hann um skilti fyrir utan. Hann lætur helvítisskUtið á paradísina Ogöfugt Ogþaðgerist æ ofan íæ Þannig að hinir vesalings dauðlegu Hafa enga hugmynd um hvarþeireru. Dante er svo þögull, æðarnar við gagnaugun þrútna Þegarþærýta út pýramíðanum Sem hreyfist hægt Á sandinum. Millimetra á ári, fram og aftur, Og liggur ekkert á. Martin Sorescu er rúmenskt skáld, 1936-1996. Honum er oft líkt við landa sinn Eugéne lonescu og hann herur fengist við allar greinar ritlistar ósamt leikstjóm ó eigin leikritum. Þýðandinn er leikari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.