Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 23
PÉTUR SIGURGEIRSSON JÓIAKVEÐJAN 2000 í fjárhúsi Jósefgat fengiðþeim skjól ogfrumgetinn soninn þarMaría ól. Hér samhljómar fögnuður fjárhirða þá, er frelsari heimsins í jötunni lá. Þinn vinur er Jesús og veistu það barn í veröld ermargur þó efunargjarn. Sem höfundur boðskapinn hugsaði sinn kom hirðirinn góði með kristindóminn. Hann maður og Guð er oss gefinn ísenn. Sú gjöf er ljós heimsins sem upplýsir menn. Vor Guð varð að koma sem maður til manns, svo móttekið gætum vér boðskapinn hans. Sjá enn er hann með oss hvern einasta dag. A eilífðarbraut er það samferðalag. Því óhrædd þér verið hann oftsinnis bað ogákvað oss þegarsinn himneska stað. Stór hátíð erjólanna hjartanu næst. Svo hafa þær spárnar um Messías ræst. í dögun íiýr náttmyrkur dýrðlega sól. Þér, Drottinn sé lof fyrir gleðileg jól. Höfundurinn er biskup. Lagboði sálmsins er: í fornöld á jörð. PÁLMI EYJÓLFSSON SÓLARHRINGUR ÁAKUREYRI - BROT - Við Eyjafjörð stendur bærinn með björtum svip, á bryggjunni kyrrð, þarliggja hin stóru skip. I nálægð er KÉA, kirkjan og Listagil, þarsem kórarnir syngja ogmálverkin verða til. A Sigurhæðum bjó séní, hann Matthías, sálmaskáldið meðglatt og heillandi fas. Ljómi frá verkum hans leitar á huga manns, hið lifandi orð um dásemdir skaparans. Oghérna bjó Davíð með dynþunga, djúpa rödd, með dýrðlegum ljóðum er þjóðin áfram glödd. Þau komu frá hjartanu kliðmjúk af viti gjörð, hann kvað um sitt land en fegurst um Eyjafjörð. í brekkunum eru blaðrík hin gömlu tré og blámóðu yfír Vaðlaheiði égsé. Handan við fjörðinn, falleg býli og tún ogforna veginn, sem liggur að heiðarbrún. Og klukknaómurinn berstyfírbæ ogfjörð um blánótt í kyrrð þá sefur himinn ogjörð. En árla rís sól, sem glampar á gluggann minn, oggeislarnir leika um norðlenska kaupstaðinn. Höfundurinn býr á Hvolsvelli. HAUKUR SIGTRYGGSSON AC ClklirSkll ''il IKA Man ek eyrland Var ek ungur, JU/V\ Alltlékýtum Vaxinn Var ek, Hitta ek guma undirfjalli, öllum heillum eftir þetta víð ofhertur gengna fyrrum grös þargreru, velofvanur orð ok verk áttum ókenndum áttfráyrju, gynusólu. ok við þau bundinn. sem aldrei fyrrum, ýmsra farvega, en nú snöru Attak einland Vissa ekgörla unz á dagstund þarsem þjóðir einn veg allir ofarkletti, vonirframa dynur barði þorpum bjuggu, ok ætlan vissu átta ættbú, með aldri eiga jörð oghristi en orð voru undin fararheim at erfðirfeðra. uppmighefja. hatramlega. öðrum tungum. feðra heilli. Átta ek bræður Við kom völva, Vel þá vábrest Hafða ek hlotið Áttum farir burtu seidda velofspáði, heill um stigu ferlum hertar. ok sæla systur eftir ótíð viða heyrði, vissum vart til verri háska erfold okfjöll fjötra slitu, hálla vega Fram ok út til selda manni, áran betri. ok valtra kynna, ættlands kurum vissa ek eigi I skyn bar skugga hafða ek borið leiðir strangar, vegu neina, skelfílegan heila gæfu leiðir bjartar. né veður válig ok brautir utan afháskaslóðum Leidda ek flokka vindum knúin. bornar árum. en yrju blesu upp til sólar. slembi ferða. fram um brautu. Átt hafða ek áa, Seið hún kunni, Var at einskis Leidda ek fíokka arfí borna, sagði fyrir Varð afmyrkur ofatvænta ferlum vetra, er gengnir gistu brest i búi, marga vegu þeim er þar ferlum sumra, goðaheima. bana þjóða. en grös glewti þræddu vegu, fram til heilla. Mig þeirra minni Áttak úrkost gífur aska, varð hver vígi Erlum daga markað hafði, upp að standa varð at illu við at búast ákaft sneri en mig ei metið eflífí oklimum öllu lífí, eða þokast öllum mjök menn þó höfðu. leika vildi. menn ok máttu mein forðast. þræll um brautu. at marki ok sinni. Sinnta ek búi Firna vegu Hafða ek atlot Varð á nóttum sem ek mátti, fara ek mætti Þeirsem lífí eigi hlotið næsta Ijósum hafði hjúa íssokfrera ermigfestu draumi lifað, heill í verkum, ok foldir heitar, oklimum burgu fjarri grundu. drauma notið, yxnum óspart þá einland urið í brottu bárust Efst við huga en um daga auðs til beitti, öllu væri, bæklum studdir. Áttu för ok einland blasti, einland vissi allt vann einn yrju brennt um ofarleiðum, ávallt nær sem auðna vildi. ár ok daga. at eins kostar þeirra er þenglar ljósum náttum. en nóttu fyi-ri. Telgda ek tinda Spá ek taldi þyrma vildu. Sagði hugur, Árdags leit ek, í túni vöxnu, ei speki runna sagði ætlan, undan sólu, en ljá strauk steini ok spurn á vera Reynslu einland rísa bláma risin stíft til eggjar. um vegu rakta. oft á ferli, yrju betur, björgin hvössu, Vóru vandkvæði I brottu völvu hitta ek þjóðir, framvegfæra leit ek ijöll víðs fyrr oltin, barafvelli, þengla dökkva, fólki ok brúa og furður grasa, en heimurhló bráðar en gjafar þenglaljósa leið aflöndum fann til undar, himni björtum. gæfust henni. okþjóðar sætur. langa vegu. einland fundið. Höfundurinn er fyrrverandi opinber starfsmaður. GJÖFIN ÖRSAGA EFTIR SIGURÐ H. ÞORSTEINSSON ÞAÐ VAR í miðri annarri viku jólafötu. Klukkan var orðin hálfsjö að kvöldi og ekki margt fólk á torginu fyrir utan Bónusbúð- ina, Wal Mart, við torgið uppi í Stanford. Við hlið hennar er svo Ódýra skóbúðin. Nær allt fólkið sem var á ferli þama var fá- tæklegt útlits og hörundsdökkt. Skyndilega birtist kona á nokkurri ferð og stóð reisn af henni, svo mjög að maður tók ekki eftir klæðaburði. A eftir henni slettist heldur illa búinn maður, einskonar Sámur frændi, íklæddur lörfum og ónýtum skóm. Hann fór sér hokkuð hægar en kon- an, en fylgdi í kjölfarið. Konan stefndi beint í Bónus og maðurinn fyigdi á eftir, sífellt horfandi flóttalega útundan sér til beggja hliða. Þama vom þau hjúin inni í þó nokkurn tíma, en komu svo aftur út á gangstéttina. Nú stikaði konan beint að dymm Ódým skóbúðarinnar. Hélt hún þeim opnum uns karl hennar var kominn inn íyrir. Það leið um hálf klukkutund uns hurðin fauk upp og konan birtist á ný. Stikaði hún nú stóram skrefum, sem leið lá, þvert yfir torgið. Á eftir fylgdi Sámur frændi, með kassa undir hendinni. Hann gekk með sín- um kviku augnagotum til beggja hliða beint að næstu mslatunnu. Tók hann þar eitthvað * úr kassanum, bögglaði hann vandlega sam- an og kastaði honum í tunnuna. Nú gat á að líta. Eftir að hafa skyggnst vandlega um með síkvikandi höfuðið, stóð hann teinréttur upp úr skóræflunum sínum, greip þá og kastaði þeim einnig í tunnuna. Síðan.klæddist hann splunkunýjum brúnum göngtkkóm. Gaf hann sér góðan tíma að reima þá og stíga svo þétt í þá. Nú var allt annað yfirbragð á Sámi frænda. Hann var hnarreistur og höfuð hans tinaði ekki meir. Hann leit í kringum sig til allra átta og kom lauks auga á tignu konuna handan torgsins. j Umsvifalaust gekk nú maðurinn frjáls- lega, eins og hann svifi á hvítu skýi, yfir torgið til konunnar, tók þéttingsfast um axl- ir hennar, en hún greip um mitti hans. Saman gengu þau svo burtu í þessu þétta faðmlagi. Höfundurinn er fyrtverandi skólastjóri. 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.