Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 28
4 Hi ari; og teymir stúlkuna burt. Grannur með fiðlukassa undir handlegg og þykkt rautt yf- irskegg, augabrýnnar næstum hvítar og augnhárin með; augun gráblá. Svo föl einsog eftir tvær klukkustundir í sundlaug. Jesus Christ, do I love my mother, stundi negrinn, og sleppti hendi af hreðjum sér; » snöggfirrtur öllum Iosta. Jesús hvað mér þykir vænt um mömmu. Hann tók upp ljósmynd af horaðri blökku- konu án aldurs með langt andlit, og þykkar varir rétt fyrir neðan nefið stóra, varla neitt bil á milli; þung blíð augu og svolítið sljóleg; stórar sterkar tennur sem leituðu út, líkt og undan þrýstingi frá bældum söng: She puts things together again man. Hún getur tyllt öllu saman aftur. Broken things. Broken hearts. She puts them together again. Hún kemur því öllu saman. Áttu fyrir öðrum bjór? Iann lækkar höfuðið líkt og að svipast um eftir lendingarskilyrðum, glennir upp augun og hrukkar ennið. Auga- steinarnir hverfa næstum: Black music man. John Coltrane. Bíddu, ekki segja neitt. Lofðu mér að ljúka að semja þetta, segir hann með stuttum þéttum dansskref- um, líkt og að þjappa mold kringum gróð- ursettan sprota með smágerðu brumi, sönglaði, eða blés í munnstykkið af hljóð- færi sínu í tómum lófanum, og brá hinni í hendinni fyrir, einsog hann hefði lófann | fyrir lúðurlok, en sló fingurgómunum jafn- framt á handarbakið dökka. Og lýsti úr lóf- anum. Fingurnir langir grannir og þver- höndin þunn. Gerði tungusmelli að marka takt milli blásturs. Svo tók hann dýfu með i skrokksveiflu og vatt sig svo hann felldi f glas af borði. Laut yfir sátann þar, og setti - v báðar hendur á axlir honum; sem var lág- vaxinn skvapaður maður með tvær und- irhókur í mjúku bleiku andliti, nema ennið hvítt og eyðurnar í hárrótina, einsog upp- blástur í sendnu gulu hárinu. Augun einsog í múrmeldýri í búri, ofan á glerkassa þar sem fiskurinn syndir á veitingahúsinu, þar til hann er tekinn upp með litlum silf- urskeptum háfi og skellt á pönnu, og síðan á disk gestsins. Sorry chum, uhm-mumm; og tók vasa- klútinn hvíta með upphleyptri lilju ísaumaðri bleiku garni; og fór að þurrka bjórinn sem rann freyðandi um ^, hringlaga steinplötuna, girta málmi. Skellti síðan klútnum aftur án þess að vinda ofan í vasa mannsins, brjóstvasann í bláum sigl- ingaklúbbsjakkanum með gullþráðaakkeri utan á og gylltar tölur með sama land- akkeri á þeim upphleypt. Síðan klappaði hann manninum á hnakkann svo honum svelgdist á; og fór að hósta, og varð þá einsog taugaveiklaður pekinghundur, snöggloðinn með lafandi eyru og lágan slakan kvið. Að því loknu sneri hann sér að fyrri viðmælanda sínum og segir: Af hverju ertu svona lfkur pabba mínum? Þú ert góð- ur maður. Kannski er það vegna gráa skeggsins. Sem mér líkar svona vel við þig. Heyrðu annars. Það fer ekki milli mála. Þú ert alveg nákvæmlega eins. Nákvæmlega eins og hann pabbi minn. I like you maybe _; most because of this... that grey beard of yours. Út af gráa skegginu. Veistu hvað hann pabbi minn sagði: Dagar okkar eru taldir sonur sæll. Our days are numbered son; but you be sure to brush your shoes son, ever morning god gives, my son. Mundu mig um það, að bursta skóna þína á hverjum morgni. Torgið var næstum autt. Engir blossar lýstu lengur. Langi púertóríski söngv- arinn með gítarinn og gúmíkenndu teygjuskankana, og langa flata andlitið næstum íhvolft, þar sem ekkert stóð út úr því, nema varirnar sem voru festar utan á það, og voru í stórum sveig með uppvísandi munnvikum; og svo þessar litlu kúlur sem voru augnalokin strengd yfir svartan kúptan augasteininn, og aðeins rifaði í, einsog bráðnandi blik steypt í tvær kúlur. Hann var hættur eftir daglangan eril að snapa smá- myntina, og Japaninn kringlótti frá New York sem fylgdi honum, búinn einsog hann kæmi beint frá bandarískum háskólakamp- us, þeir voru farnir, höfðu komið hér við til að flokka og telja skiptimyntina sem þeim hafði áskotnast, reistu turna úr henni á bar- borðinu og fengu skipt fyrir seðla, drukku toddí áður en þeir færu út í kalt kvöldloftið, og voru bara hættir í dag. Saxófónninn. Allt er hægt er maður hefur saxófón. Og þegar maður hefur hann ekki, hvað þá? Maður getur verið alveg blankur. En á þó allan heiminn. Því þegar manni líð- j^ur illa, þá byrjar skyndilega að hljóma inni í 'manni. Og... ég hef þetta hjarta í brjósti mér. Þegar það hættir, þá er öllu lokið. Þá hrynur heimurinn. Hættir að vera. Heim- urinn er ekki lengur til. Fyrir þér. Maður, segir negrinn alveg ofan í honum; svo hann verður að halla sér aftur undan þessum heita anda. Nú förum við beina leið í diskótek. Nú skaltu fá að heyra jass. Þar sem ég get feng- ið lánaðan sax. Við erum ekkert að tvínóna við það. Ekta jass. Súperjass. Þú þekkir John Coltrane ha? Ertu ekki fyrir svarta músik? You like black music? Komdu einsog skot. Eg þarf að fara. Fara? Ha? Hvert? Þarftu að fara hvert? Núna þegar við ætlum í diskótek. Að heyra jass. Já. Hvert? Ég þarf á brautarstöðina. Á Gare du Nord. Eigum við fyrir öðrum bjór? Nei. Eg á bara fyrir miða, í neðanjarð- arlestinni. Þú ert alveg gjörsamlega einsog pabbi minn. Ég kem bara með. Það var fjölmennt á ferli í löngum göng- um. Hann átti bara fyrir einum miða; en negrinn lét ekki stöðva sig. Hann dansaði inn um útgönguhliðið, og sönglandi fór hann eftir útleiðinni móti straumi, og hlustaði eftir tónaspili sem aðrir heyrðu ekki, og iðaði eftir taktinum sem bjó innra, og smellti fingrum eftir leynilegri hrynj- andi sem ekki varð numin öðrum hætti, og skaut upp fyrr enn varði við hlið hans þar sem gangar náðu saman. Hafði sveiflað sér yfir slár og grindur. Víða voru farandspil- arar og söngvarar, stundum hóparnir sem höfðu safnast í kringum þá að hlusta og horfa. Framarlega í lengsta ganginum rétt þar sem gangar greindust voru nokkrir saman æði svartbrýndir og svart- skeggjaðir og svartir á hár með skyggðu hörundi, og slógu margskonar bumbur milli fóta sér, og einn var sádí-arabískur með indverskar smátrumbur eða tablas, og ljós maður úr skandínavabyggðum Bandaríkja með þéttsnúið yfirskegg svo ljóst sem væri af jólasveini úr stórmagasíninu Macy's í Nueva York og hefði verið hirt upp úr svelg í hláku bak jólum, og hafði saxófón að blása í með blómrauðar kinnar bústnar og augu sem frostsprengd bláber. Slæðingur af piltum og stúlkum dansaði tryllt einsog stungið af tarantullubroddi hið næsta hljóðfæraleikurum og hljómarnir bárust langt um ganginn klæddan hvítum gljáplöt- um líkt og almenningssalerni, eða líkhús. Negrinn stuggaði við þeim sem stóðu fyrir og brá sér inn í hringinn, vatt sér í dansinn en skar sig úr í sinni túlkun, í einkaheimi að lesa tónana í þessari mergð sem öll iðaði af fjölbreyttri sefjandi hrynjandinni, þessu mikla veldi. En það var einsog hann einn væri alveg frjáls, gæfi sig ekki í vald hinna; en léki sínu fram hið innra, hreyfði sig eftir sjálfstæðu framlagi í sínum tilbrigðum við tónaleikinn hinna, fullgildur sjálfur í hátt- bundnum frávikum sem juku við nýrri vídd. Skyndilega hrópar negrinn að saxófón- leikaranum ljósa, þessum gerilsneydda búálfi úr norsk-sænsku mjólkurbúi miðvesturríkjanna: láttu mig hafa hljóð- færið. Come on, give me that sax man, seindregið og sönglað við tónspilið, og lengt út úr limaburði dansins; og seildist eftir saxófóninum. Sá ljósi ætlaði að smeygja ólinni yfir höfuð sér og láta svo hljóðfærið af hendi. Negrinn hrópaði með aðra hönd á hljóðfærinu, og hina á lofti í dansinum: I dont want your fucking string man. You use that yourself. Hafðu helvítis strenginn sjálfur. Your fucking string. To hang yourself and that right tonight man. No^ use waisting time man. An þess að gera hlé fór hann að skamma Sádí-Arabann fyrir Múhammeð og sjeikana og samsæri með Levítum og crumbnose Levi til að okra á olíu og gera bensín svo dýrt að hann hefði orðið að skijja taxíbílinn sinn sérstaka frá London eftir úti í Vincenn- es hjá dýragarðinum, og það alveg ekta taxa frá London sem kokkneiarnir aka, og sitja einir frammi í með tösku og bögglapláss hjá sér, og gamalt blöðruhorn, þú ert kannski svo vitlaus að vita það ekki einu sinni, og það er ykkur að kenna, þið okrið á þessu djöfulsins bensíni, og eruð að læðupokast, og laumið ykkur svo hingað og þykist vera að spila jass. But that aint your music. Hvern djöfulinn gætuð þið átt í henni. Andskotans Arabablendingarnir ykkar. That is black mans music, hear that man. That we play for our black woman man, you hear that man. En Sádi-Arabinn brosti einhverskonar heilagramannabrosi frá Katmandu, hafði gengið leiðir þangað og þaðan með gullið ský um iljar og ökkla sem nú sveif sem ára yfir svörtum kolli hans, og bjarmi gyllti augun svörtu hans, og glampaði á tönnunum hvítu milli gljárauðra vara í hans biksvarta skeggi, sem teygði undna þræði sína á rýra bera bringu. Sléttubúinn frá Minnaeplisstað í Minnesota kjassaði vand- ræðalega saxófóninn sinn, líkt og hann færi ekki að blanda sér í málið, þaninn af heil- ögum anda í felum. Maðurinn var kominn góðan spöl eftir lá- réttu rennibeltinu þegar negrinn náði hon- um aftur og var farinn að dansa á ný við hlið hans. Pabbi, kallar hann: Dad. I do what you say dad. Eg geri hvað sem þú segir pabbi. Ég skal hlýða öllu sem þú segir pabbi, segir hann og andlitið svo saklaust. Bara einlægn- in. Enginn hrekkur lengur: You are just like my dad, segir hann: nákvæmlega einsog hann, hann pabbi minn. Og dansar á gúmí: klæddu farbeltinu sem ber fólkið áfram. í áttina að tröppum sem liggja niður að braut- arpöllunum. I áttina að lestunum sem þyrl- ast inn hver eftir aðra. Og safna því sem hefur safnast á langa brautarpallana, af bekkjunum undir hvelfdum veggjum. Skilja bara eftir einhverja útitekna reikunarmenn með flösku eða eigur sínar í plastpoka sem æpa eitthvað út í bláinn, eða dorma; Lest- arnar þjóta milli hverfa í metrópólis. I miðju hins vestræna heims, í lestinni la Metro- politaine. Lestin rennur inn og út af stöðvum og skjöktir í göngum á milli. Hún kemur inn á ljósbaðaða stöð hvíta með bláum set- bekkjum úr gljásteini, næstum fjólubláum milli víðtækra auglýsingaspjalda, vængja- hurðirnar glennast sundur og fólkið streym- ir inn í stað þeirra sem út fara, fyllir þá jarnharðan aftur þótt eitthvað skerðist. Hver bekkur setinn og staðið þröngt og þétt á milli. Og þó dansar negrinn enn og raular og syngur og smellir vörum og fingurgóm- um. Og lestin skröltir í hlykkjum um dimm göngin, á milli þess sem hún rennir sér inn í ljósheim brautarstöðvanna skvettir hún ljós- um sínum út í myrkrið í þröngum göng- unum. Á Gare du Nord er sífelldur straumur af fólki þótt dagysinn sé úti, strjálingur um hliðin við brautarpallana og berst að fjær og nær til borgarinnar. Það er reytingur við veitingastaðina, og hjá blaðasalanum og gjaldeyrisskiftastöðinni. Skyndilega slitnar tónbandið í negranum, hann þrífur til manns sem kemur á móti honum, kreistir hann og segir hægri næstum blíðri röddu, og dregur seim: I dont like ta geule, mér er ekkert um smettið þitt. So I say to you master mind SHIT. Shit, og hristir manninn: shit pale fluffy cat. Þá varð maðurinn að slíta þetta fórn- arlamb af sínum fylgispaka negra. Og þegar sá losnaðfúr greip negrans ftýtti hann sér burtu fölur og felmtraður með litla tösku þéttsetta álímdum miðum með lands- lag frá ólíkum stöðum nær og fjær, sem allir virtust lúta sama valdi eftir miðunum að dæma, sama fyrirtækinu, snæfjöll sem pálmalundir, safarigrundir sem sandlangar baðstrendur, allt með sömu litum og svip- uðum fyrirsögnum, fórnardýrið hljóp við fót til að komast í næstu glyslýsta vin úr ógn- argreipunum. Hvað á þetta að þýða, segir maðurinn við negrann: ég hata ofbeldi. I hate violence, hvæsti hann að honum. OK dad. Yes dad. You' right dad. Þetta er alveg hreinasatt pabbi. Hreinn og ómeng- aður sannleikur pabbi. Já pabbi. Allt í lagi pabbi. Negrinn elti manninn löngum sveiflu- kenndum skrefum, með aðra hönd á baki, með taumhald á skrattanum; en sveiflaði hinni hendinni einsog hann væri að teygja áfram tónlistina á ný, rekja með fingrunum tónbandið slitna, einhversstaðar út úr nótt- unni þar sem ekki gafst tóm á hlaupunum til að skeyta það aftur saman; kloflangur og fjaðrandi í hnjám, þumall og vísifingur hand- arinnar sem var á bakinu iðandi, líkt og fálmarar snigils, hinir inni í lófanum, á skrattabeizlinu. Negrinn var nokkrum skrefum á eftir honum þegar hann stansaði að leita upplýsinga hjá lögreglumanni sem leit til með biðröðinni eftir leigubflum fyrir utan stöðina. Þið skulið haga ykkur vel við hann vin minn, segir negrinn byrstur við lögreglu- mennina sem stóðu tveir saman og greiddu fólki för í bílana sem komu að í tveim röðum: You just behave to my friend, and take good care. He is a gentleman, segir hann og steytir hnefann. Allez, allez, sögðu lögreglumennirnir báðir í senn, og skildu sem betur fór ekki negr- ann. Annar veifaði með hvítri kylfu sinni: áfram áfram. Gatan var mjög breið og fyrir handan hana var hótel við hótel. Hótel Terminus, Hotel D'Angleterre, Hotel du Midi, Hotel de la Gare, Hotel du Nord, Hot- el des Echanges. Inn á hótel de Galles hvarf negrinn í glaum til að leiðrétta tónlist staðarins, sjálf- ur laumaðist hann út og sýndist ofvaxið sér að fóstra lengur þennan munaðarlausa mann, og mæta þeim atvikum sem fylgd hans bauð, í hafnleysum stórborgarnætur. SIGURÐUR ÆGISSON JÓLASÁLM- UR HANDA BÖRNUM 011 jörðin gleðst á jólunum, hannJesúsfæddistþá, og bar með sér í brosinu Guðs boðskap himnum frá. Þá stjarnan lýsti stór og hrein; það streymdi geislamergð, og englakór með unaðsraust vareinnigþaráferð. Því barnið litla' í Betlehem var bjartur konungsson, sem kom í þennan kalda heim með kærleik, trú og von. Hann fæddist samt í fjárhúss kró, við fátækt ljósaskin, og lagður var í lágan stall, sem lítilmagnans kyn. Og hirðar komu' í hreysið það, sem hástóll Guðs þó var. Svo komu líka kóngar þrír með konungsgersemar. Þeir lutu djúpt að lífsins sól, með lotningu á brá, og hlýjan fylltí hjörtun tóm íhúminæturþi Og síðan breiddist sagan út, um sérhvert land og ból, um vininn, sem í veröld er og veitir öllu skjól. Já, hæstur Drottínn, herra minn, sem hýstí fjárhús lágt, hann örmum vefur undurheitt þaðallt,semáhérbágt. Öli jörðin gleðst á jólunum hannJesúskemurþá, og ber með sér í brosinu Guðs boðskap himnum frá Hér er byggt á þekktum norskum jólasálmi, „Jeg er sá glad hver julekveld" eftir Inger Marie Lucke Wexelsen, 1859. Höfund- urinn er guðfraeðingur og blaðamaður. GUÐMUNDURO. SCHEVING SPOR Spormínliggjaum lífsins taugar. Spormínsegjaum huganslaugar. Spormínerudjúp. Spormínliggjaum hjartaræturmanna. Spormínbiðjaum ástirmanna. Spormíneruheit. Spormínliggjaum þjóðfélagsins háttu. Spor mín liggja um lífiðsjálft. Spormínsegjaallt. Spormínliggjaí hjarta þínu. Spor mín finnast ísáluþinni. Spormínerusár. Höfundurinn er vélstjóri. 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 -fl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.