Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 18
Jesús á ungiingsárum sínum á málverki eftir John Rogers Herbert (1810-1890). Hann er hér að hjálpa foreldrum sínum, Ijós á hár og frekar norrænn í útliti. LÍFIÐÁHEIMIUJESÚ EFTIRJ.R. PORTER Kafli úr nýrri bók: Jesús Kristur. Undirtitill: Jesús sög- unnar- Kristur trúarinnar. Ingunn Ásdísardóttir ______þýddi. Útgefandi erMál og menning._____ FYRIR utan fæðingar- og barn- æskusögur í guðspjöllum Matt- eusar og Lúkasar eru frásagnir af æsku og uppvexti Jesú og heimilislífi fjölskyldunnar í guð- spjöllunum afar brotakenndar fram að skírn hans og upphafi kennitíðar. Nokkrir fornir textar og „bernskuguðspjöllin" (sjá bls. 58) leituðust við að fylla upp í það sem á vantaði um fjölskyldulíf og uppeldi Jesú, og þótt heimildagildi þeirra sé vægast sagt vafasamt voru þau mikilvægur grundvöllur ýmissa mið- aldasagnhefða. Hvort heldur Jesús fæddist í Betlehem eða ekki (sjá hliðargrein bls. 67) segja ýmsar aðr- ar heimildir en Biblían, svo sem Frumguð- spjall Jakobs frá 2. öld, að hann hafi átt ætt- menni í Júdeu. Frumguðspjallið segir Maríu fædda í Jerúsalem þar sem sagan segir að foreldrar hennar, Anna og Jóakim (sjá mynd bls. 58) hafi búið. í guðspjalli sínu segir Lúk- as að María sé frændkona foreldra Jóhann- esar skírara, Elísabetar og Sakaría, sem bjuggu í fjallabyggðum Júdeu í grennd við Jerúsalem (Lúk. 1.36,1.39). í Frumguðspjallinu segir að fjölskylda Önnu hafi átt land í nágrenni Karmelfjalls og aðrar frumkristnar heimildir auk reglurita- guðspjallanna tengja Jesú Galfleu og norður- hluta Palestínu. Samkvæmt einni slíkri sögn var María fædd í Seppóris skammt frá Nas- aret. Sumir fræðimenn hafa haldið því fram að fjölskyldutengsl hljóti að hafa verið ástæða þess að Jesús og móðir hans voru boðin til brúðkaupsins í Kana (Jóh. 2.1—2). Fyrir utan slíkar sögur og vangaveltur er almennt viðurkennt að Jesús hafi alist upp í Nasaret i Galfleu. Fornleifar sem hafa fundist gefa nokkra mynd af lífsháttum í Palestínu á 1. öld e.Kr. og varpa skýru Ijósi á ýmislegt sem viðkemur uppvexti Jesú. Nýlegur upp- gröftur á ýmsum stöðum í nágrenninu hefur gefið ákveðnar hugmyndir um í hvers konar híbýlum fjölskylda hans muni hafa búið. í að- aldráttum munu nokkur herbergi á einni eða tveimur hæðum hafa verið byggð umhverfis húsagarð og mun efri hæðin hafa hvflt á timb- urbitum. Þangað upp var annaðhvort gengið um stiga innanhúss eða tröppur utan á hús- inu. Hafi öll fjölskylda Jesú búið í einu og sama húsinu — foreldrarnir, fimm synir og að minnsta kosti tvær dætur — hefur það lík- lega verið á tveimur hæðum. Frásagnir guð- spjallanna benda til þess að á venjulegu heim- ili hafi verið ofn eða eldstó, lampastæði, mjöltunna eða karfa og mottur eða dýnur til að sofa við. Ekkert er vitað beinlínis um þá menntun eða það vitræna uppeldi sem hinn ungi Jesús gæti hafa notið. Sú staðreynd að greind hans og þekking vakti eftirtekt síðar á ævinni og að fylgismenn hans gátu ávarpað hann rabbí („kennari"; sjá bls. 162—163) gefur til kynna að hann hafi verið vel að sér í helgiritum Gyð- inga eins og þau voru kennd á þessum tíma í gyðingdómi. Um þetta leyti höfðu einkum farísear sett á stofn skóla sem tengdir voru samkunduhúsum bæjanna þar sem börn lærðu að lesa og skrifa og fengu kennslu í lögmáli Gyðinga. Jesús gæti vel hafa sótt slflc- an skóla — hann kunni vissulega að Iesa og skýra ritningargreinar við guðsþjónustu í samkunduhúsinu (Mark. 1.21, 6.2). I einu rit- uðu frásögninrii um atburð frá æskuárum Jesú, sögunni af viðræðum hans við lærifeð- urna í musterinu (Lúk. 2.42—51), er hann sagður hafa verið tólf ára þegar sá atburður gerðist. Samkvæmt yngri helgisiðum Gyð- inga, sem einnig gætu hafa verið við lýði á tímum Jesú, voru drengir teknir í fullorðínna manna tölu við þrettán ára aldur og tókust þá á hendur allar lögformlegar og trúarlegar skyldur sem körlum voru ætlaðar. Með frá- sögninni gæti Lúkas annaðhvort ætlað að sýna hvað Jesús var bráðger eða að und- irbúningur fullorðinsáranna hafi verið byrj- aður (sjá rammagrein bls. 76). Markús (6.3) og Matteus (13.55) nefna fjóra bræður Jesú: Jakob (sjá rammagrein að of- Fjölskyldan helga með fugf, eftir Bartolomé Esteban Murillo (1618-1682). Spörfuglinn sem Jes- ús litli heldur á vfsar til vinsællar sagnar úr apokrýfu bernskuguðspjöllunum þar sem Jesús er sagður hafa mótað smáf ugla úr leir og látlð þá lifna við. an), Jósef (eða Jóses), Símon (eða Símeon) og Júdas (eða Júda, hugsanlega var hann höf- undur Júdasarbréfsins). Guðspjallamennirnir tveir nefna einnig „systur" hans en segja ekk- ert nánar um þær. Ljóst er af guðspjöllunum að Jesús sat ekki alveg á sáttshöfði við sina nánustu. Þeir eru sagðir hafa reynt að loka hann inni því hann væri viti sínu fjær (Mark. 3.21), í Jóhannesarguðspjalli segir að bræður hans hafi ekki truað honum (7.5), og Jesús sjálfur sagði „að hvergi er spámaður,minna metinn en í landi sínu, með frændum og heimamönnum" (Mark. 6.4; Matt. 13.57). En viðhorf fjöiskyldu hans virðist hafa breyst, einkum eftir að hinn upprisni Kristur birtist elsta bróðurnum Jakobi (1. Kor. 15.7). í Post- ulasögunni virðast María og synir hennar sér^ stakur hópur innan frumkristninnar í Jerú- salem (Post. 1.14) við hlið postulanna tólf. Synirnir eru nefndir „bræður Drottins". Frá miðri 2. öld e.Kr. lagði frumkirkjan sí- aukna áherslu á hugmyndina um eilífan mey- dóm Maríu. Þetta olli heilmiklum trúarlegum deilum um tengsl Jesú og „bræðra" hans sem enn sér ekki fyrir endann á. Því hefur til dæmis verið haldið fram að þeir hafi ann- aðhvort verið stjúpbræður hans (synir Jósefs af fyrra hjónabandi) eða frændur Jesú (syst- ursynir Maríu). Bæði í Biblíunni og annars staðar getur orðið „bróðir" einfaldlega merkt „ættingi" svo að ekki er alveg hægt að dæma þessar hugmyndir úr leik. I Markúsarguðspjalli (6.3) er Jesús kall- aður „smiðurinn" (gríska: tekton) og í Matt- eusarguðspjalli „sonur smiðsins" (13.55). Það er hugsanlegt að þessar lýsingar séu í raun- inni sömu merkingar — á dögum Jesú var al- gengt að elsti sonur fetaði í fótspor föður síns og lærði iðn hans. Það er þó ljóst af guðspjöll- unum að síðar á ævinni stundaði Jesús ekld neina iðn eins og Páll og gyðinglegir kenni- menn gerðu iðulega. Því hefur einnig verið haldið, fram að gríska orðið yfir „smið" í guð- spjöllunum komi þar i stað arameísks orðs sem notað sé sem myndlíking í Talmúd (sjá orðalista) og merki fræðimaður. En þeir sem kalla Jesú smið í guðspjöllum Matteusar og Markúsar nota það orð greinilega í bókstaf- legri merkingu því þeir efast um að hand- verksmaður geti búið yfir slíkum lærdómi. 1 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000 "

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.