Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 31
4 Þórbergur Þórdarson. Portret eftir Sverri Haraldsson. jónsson en þegar hann fór út þaðan bar hann sem vopn gegn Djöflinum nöfnin: Hall- dór Pétur María Kiljan Laxness*. Á meðan dvöl hans í klaustrinu stóð gaf hann sig undir þá klausturgráðu sem á ís- lenska tungu nefnist því virðulega nafni heimsmunkur. Sagt er að hann sé neðsta þrep klausturlifnaðar. Og hef ég heyrt að hinir svonefndu heimsmunkar skeri sig einkum frá öðrum lifandi verum með því að klæðast sérstakri tegund nærbuxna. En um þetta skref sitt hefur Laxness alltaf verið þögull á landi voru. Er Laxness var kominn heim úr klaustr- inu var hann orðinn ofstækisfullur katólikki. I hugarfylgsnum hans var katólskan eins og fastastjarna og í kringum hana þeyttust í ei- lífri hringrás öll hans sjónarmið og hug- myndir. Alheimurinn breyttist í handfylli af frumstæðum einfaldleika þar sem hverja ráðgátu var hægt að leysa með tilvitnun í eitthvert stórasannleiksrit hinnar heilögu kirkju. Lofandi nafn hins heilaga föður hverfðist rödd hans í hátíðlega aðdáun. Á veggnum yfir rúmi sínu geymdi hann stórt talnaband og samkvæmt því taldi hann bæn- ir sínar í guðrækilegri upphafningu á hverj- um morgni, á hverju hádegi og á hverju kvöldi. Með lokuðum augum léitaðist hann við að beina innri sjón sinni til Golgata, út- málandi skýrlega fyrir sér sverðs- og nagla- förin á blessuðu holdi hins krossfesta Krists, vitaskuld ekki samt án þess að leiða hugann að hinu hversdagslega þjóðfélagi sem hékk beggja vegna við vorn göfuga frelsara. í annan stað beindi hann kröftum sínum að því að telja skref hinnar „heilögu meyjar" reynandi að sjá hana fyrir sér gangandi í kvöldhúminu að baki Olíufjallsins til fundar við einhvern „Heilagan anda". Og stundum stökk hann fram úr rúminu snemma morguns og hljóp í katólsku kirkj- una til þess að úthella bænum sínum af ástríðu, knéfallandi í djúpri iðran og auð- mýkt. Og á fastandi maga smakka á hinu ljúffenga holdi Jesú Krists. I slíku ástandi lifði Laxness í nokkur ár. Það gefur augaleið að slíkur heittrúarmaður hefur notið mikillar hylli hjá hinum katólsku prestum í Reykjavík. Og jafnvel allir kat- ólikkar landsins - sem reyndar eru fáir og ekki um of þrúgaðir af hinni æðri visku - litu á hann sem rísandi stjörnu á hinum kat- ólska himni. Þessi aðdáun varð þó blandin nokkurri tortryggni þegar sá orðrómur læddist um borgina að einhver „sveitastúlka í meydómi" hefði alið honum barn í Dan- mörku. Einhverju sinni, rétt eftir trúskifti sín, dvaldi Laxness nokkurn tíma í Kaupmanna- höfn. Þá bjó hann hjá íslenskum hjónum sem ég þekkti vel. Á meðan á dvöl hans þar stóð vanrækti hann að taka sakramentið í nokkrar vikur. Vegna þessa virtist hann verða órólegur og kvartaði hann oft um þessa léttúð sína. Til þess að fá sakramentið varð hann aðfara í kirkjuna að morgunlagi. En hann var morgunsvæfur og því bað hann húsbóndann að vekja sig þegar hann færi til vinnu sinnar. Húsbóndinn gerði það en Lax- ness sofnaði aftur. Að lokum fékk hann þó * svo óþolandi samviskubit að húsbóndanum tókst að reka hann fram úr rúminu. Og Lax- ness bjó sig nú undir guðsþjónustuna. Áður en hann fór af stað bauð húsfreyja honum morgunkaffi eins og venjulega. Laxness svaraði: „Ertu frá þér? Ég má ekkert smakka áður en ég nýt hinnar helgu mál- tíðar." Að svo búnu fór hann út. En eftir skamma stund kom hann aftur. Hálffelmtr- uð spurði húsfreyjan: „Hvað kom fyrir? Ertu strax búinn að taka sakramentið?" „Heldurðu ekki," svaraði Laxness, „að hel- vítis presturinn hafi verið farinn frá altarinu þegar ég kom." Þessa sögu sagði húsfreyjan mér sjálf fyr- ir nokkrum árum og lýsir hún vel hugar- ástandi Laxness um þessar mundir. Nú vfkur sögu minni að öðrum herra- manni. í afskekktum dal skammt frá vestur- strönd íslands er gamalt bóndabýli nefnt Bersatunga. Þar bjó fyrir níu hundruð árum frægur berserkur er kallaður var Bersi eða Hólmgöngu-Bersi eða Bersi skáld. Hann var óeirinn vígamaður og skáld. í fornum bók- menntum vorum segir frá skemmtilegu at- viki úr ævi hans. Er Bersi var orðinn gamall varð hann að liggja í rekkju sakir hrumleika. Þá var í Bersatungu smádrengur sem nefndist Hall- dór Ólafsson. Dag einn, er heimamenn í Bersatungu voru að vinna á engjum, varð Bersi einn að gæta piltsins heima á bænum. Þarna lá Bersi í rekkju sinni máttlaus af elli en drengurinn í vöggu vanmátta sakir æsku sinnar. Allt í einu féll drengsnáðinn út úr vöggunni á gólfið. 'Gat Bersi hvergi hjálpað honum. Mælti Bersi þá fram þessa vísu sem þekkt er í bókmenntum vorum. Er hún markviss tjáning á óumflýjanlegum örlög- um, eins einföld og hugsast getur: Liggjum báðir í lamasessi, Halldór og ek, höfum engi þrek. Veldur elli mér ' en æska þér, þess batnar þér en þeygi mér. Náiægt Bersatungu er bær nefndur Hvítidalur. Þar átti heima fyrir nokkrum ár- um ungur maður, sem nefndist Stefán frá Hvítadal. Hann var gott skáld og óþreytandi ástamaður. Ölkær var hann einnig. Áður hafði hann verið tvö ár í Noregi. Þar hafði hann verið sleginn alvarlegri tæringu og eftir nokkurra mánaða dvöl á heilsuhæli var hann sendur til íslands sem ólæknandi dauðans matur. Þetta var árið 1914. En þeg- ar Stefán kom heim til fósturforeldra sinna í Hvítadal skánaði heilsa hans skyndilega og eftir nokkurn tíma gat hann á ný byrjað sitt fyrra líferni. Sumarið 1917 kom ung stúlka að Hvítadal til að sauma föt. Ekki var hún fögur en eftir æfðum smekk Stefáns þrýstin og fagursköp- uð. Stefán varð ástfanginn af henni og árið eftir giftu þau sig og fóru að hokra á jarð- arskika sem faðir eiginkonunnar átti. En þaðan urðu þau á brott eftir skamma dvöl. Þá tóku þau á leigu kot eitt þar í grenndinni og var nafn þess táknrænt fyrir efnalegar ástæður þeirra. Það nefndist Kross. Og þarna bjuggu þau við skínandi fátækt í nokkur ár. Þá freistaði hið áreitna eðli skáldsins hans til að snúa alþekktu íslensku sorg- arljóði í hið versta háð. Ljóð þetta hafði ver- ið ort fyrir mörgum árum af hinu nafnkunna skáldi, Matthíasi Jochumssyni, um dáinn höfðingsmann, stórbónda og kammerráð, forríkan og drambsaman. Afkomendur kammerráðsins bjuggu ennþá á sama stór- býlinu í nágrenni Stefáns og þeir höfðu leigt honum kotið. Hið upprunalega ljóð Matt- híasar hafði verið samið að bón ættingja hins dána og gegn gjaldi. Það var há- stemmd, andlaus lofgerð um kammerráðið og þess fræga bæ. Samt hafði Ijóðið alltaf verið stolt fjölskyldunnar. En skopstæling Stefáns var vægðarlaust háð um úrættingu og niðurlægingu afkomendanna þar sem hverju lofsyrði Matthíasar hafði verið 'snúið í andhverfu sína. Þegar fjölskylda sveitarhöfðingjans heyrði hina blygðunarlausu skopstælingu Stefáns, varð hún svo sjóðandi reið að hún rak skáldið burt af kotinu. Og varð Stefán þá landlaus og búlaus. I þessum vandræðum tókst honum að fá lánaða peninga hjá ríkinu til að kaupa býlið Bersatungu sem þá var á lausu. En þegar hann síðar varð að borga af lánum til ríkisins hafði hann engin úrræði til H LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.