Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 12
Tangagata 22. Húsið var byggt 1898. Húsinu hefur verið mikið breytt. Skyggnið yflr dyrunum er síðari tíma viðbót, en setur svip á götuhliðina. Smiðjugata 12. Elzti hlutl hússins er frá 1880, en síðan hefur tvívegis verið byggt við enda húss- ins. Umhverfis húsið hefur engu verið breytt nema hvað malbikað er upp að húshliðinni. Edinborgarhúsiö, Aðalstræti 7, er eitt af beim gömlu húsum á Isafiröi sem eiga sér langa og merka sögu. Það er þö 20. aldar hús, byggt 1907 í Miðkaupstaðnum af Edinborgarverzlun. Rögnvaldur Ólafsson, fyrsti íslenzki arkitektinn, telknaði húsið, sem nú er friðað. í því er nú rek- inn listaskóli, sem kenndur er við Rögnvald Ólafsson. Auk þess eru í húsinu feróarnióstöó og menningarmiðstöð. Tangagata 21. Húsiö var byggt 1898 á afskaplega litlum grunnfleti, en hús á þelrri tíð voru oft lltlu stærri en sæmilega stór lierbergi í nútíma húsum. Hér er ekki sami íburður í tréverki krlng- um dyr og glugga og í ýmsum öðrum aldargömlum, isfirzkum húsum, en yflrbyggða anddyrið er þó á sínum stað. Húsin við Tangagötu eru gott dæmi um iðnaðarmannah verfið sem þar rels upp- úr miðri 19. öld. Þau eru það fyrsta sem þar var byggt og tilheyrði ekki verzlununum í Neðsta, Hæsta- eða Miðkaupstað, reis 1835. Tangagata 4. Húsið var byggt 1884 og allur grunnflöturinh er líklega minni en miðlungs nútima stofa. Gulmálað bárujám er á veggjum og fagurlega unnið skreyti yfir gluggum og dyrum vekur sérstaka athygli. Tangagata 24. Húsið var byggt 1896 og lengl kennt við einn af þeim sem i því bjó, Óla Steen- bach Stefánsson tannlækni, og kallað Steenbachshús. Þetta er tveggja hæða, járnklætt timb- urhús og hefur mikil alúð veri lögð við skreyti á tréverki í kringum gluggakarma. Túngata 11, timburhús frá 1930. Hér er verulegur munur orðinn frá litlu húsunum sem risu sið- ast á 19. öldinni; grunnflöturinn mun stærri og nægilega rúmt í kringtil þess að hægt sé að hafa garð. Hér er enn haldið í ísfirzka einkennið: útbyggt anddyri í sama stíl og húslð. Mestan svip á húsið setja vindskeiðamar, að ofanverðu með þverbitum, svo og hvítmálaðir, upprunalegir gluggar með samræmdu skreyti. Túngata 7, hús frá 1931 og eftirtektarvert að það er árinu yngra en timburhúsið Túngata 11. Enda þött steinsteypan sé komin til sögunnar er haldið í timburhúsastílinn og veglega að öllu staðið. Svalir eru yf ir anddyrinu og svlpmót timburhúsanna undirstrikað með hvítmáluðum vind- skeiðum og þakbrún, auk þess sem gluggar eru hvítmálaðir svo og bekkur mllli kjallara og fyrstu hæðar. Húsið teiknaði og byggði Páll Kristjánsson húsasmiðamelstari og bjó sjálfur f hús- inu árln 1932-1939. Þá keyptl Björgvin Bjarnason útgerðarmaður húsið og bjó í því. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.