Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 15
BIRGITTA HALLDÓRSDÓTTIR INNTIL HEIÐA Inn til heiða ætla égnú eignast þargleði, hamingju og trú. Leggégnúá láttu þigsjá. Við okkur brosir lífið þar við munum sjá hvar Eyvindur var. Komdu með mér, kæra ég bið því að kossar þínir eiga hér við. Hjarta mitt slær haltu mérnær. Heiðarfrelsið er okkar nú elskast við munum þar ég og þú. Heiðarloftið hreint og tært höfgar þig sem gullið vín. Hjarta mitt slær haltu mér nær. Heiðarfrelsið er okkarnú elskast við munum þar ég og þú. Hveravelli komum við á kæra vina, láttu migsjá. Ast þína hér ætlaða mér. Aldrei framar í burtu fer en elskumst oft við Eyvindarhver. Höfundurinn er rithöfundur og býr á Syðri- Löngumýri í Húnaþingi. Hér ólgar rússneskt blóð ag eitthvað mikið sem stendur til. Titill þessa málverks Répins fré érinu 1891 er „Zaporozjtsý skrifa Tyrkjasoldéni bréf“. Ein af óhugnanlegri myndum Répins: ívan grimmi og sonur hans, 1885. dvaldi þar um tíma. Þar suður frá fær hann hugmyndina að efni í stórt og viðamikið mál- verk sem hann hóf síðan að vinna að í Moskvu en lauk að fullu við í Sankti-Pétursborg 1883 eftir að hafa flust aftur búferlum þangað. Myndefnið er mikil kirkjuskrúðganga; þar stíga fram fulltrúar helstu stétta og þjóð- félagshópa Rússlands og mynda einskonar heildarportrett af rússneskri þjóð; fulltrúi landsaðalsins er skrautklædd kona fyrir miðri myndinni, hún heldur á íkónu í gylltum ramma og við hlið hennar rigsar drembilegur óðalsbóndi; prestar, embættismenn, bændur, förumenn og aðrir fátæklingar allt í kring og yfir öllum söfnuðinum gnæfa lögreglumenn á hestbaki sem með vökulu auga hafa eftirlit með göngunni. Bins og við gerð annarra álíka stórvirkja hafði Répin gert mikinn fjölda af forstúdíum af einstökum persónum meðan hann dvaldi suður í Tsjúgúév og við þessi frumdrög studdist hann svo þegar hann hóf að mála þessa táknræna þjóðfélagsmynd. Þeir málarar í Moskvu sem Répin ráðfærði sig við í sambandi við þetta myndefni létu í Ijós mikl- ar efasemdir um framsetningu á svo flóknu myndefni, álitu það jafnvel illtúlkanlegt á lér- eftinu. Reyndin varð önnur. Málverkið „Kirkjuskrúðgangan í Kúrsk-héraði“ kom fyrst fyrir almenningssjónir árið 1883 og vakti þá strax mikla athygli og almenna að- dáun. Myndin þykir hið mesta gersemi. Répin tók á næstu árum að lýsa í mál- verkum sínum ýmsum sögulegum atburðum og ein sú frægasta í þeim flokki er kósakka- mynd hans, „Zaporozjtsý skrifa Tyrkjasóldani bréf' (1891). Myndbygging og litameðferð í þessu verki þykir mjög sérstæð, og vart nokkuð annað málverk í evrópskri list þykir lýsa jafnljóslega ríkjandi kátinu, það liggur við að skoðandinn „heyri hlátrasköll kósakk- anna“. Myndin átti að túlka hinn frjálsa lífs- stfl þessara manna sep aldrei höfðu kynnst kúgun af neinu tagi. Á þessum árum málaði Répin einnig fjölmargar andlitsmyndir, meðal annars portrett af Lév Tolstoy greifa, af mál- aranum Súríkov og vini sínum listagagnrýn- andanum Stasov. Répin hafði fyrir megin- reglu í verkum sínum að gæta jafnan fyllsta samræmis milli forms og lita en pensiláferðin skipti hann hins vegar mun minni máli. Til þess að ná fram sterkum heildaráhrifum lagði hann og mjög mikla áherslu á mannslíkam- ann, stellingar hans, hreyfingar, svipbrigði, andlitsdrætti. Á síðari hluta 19. aldar var mikil pólitísk ókyrrð í Rússlandi; voru það einkum tvær mismunandi byltingarsinnaðar fylkingar sem létu víða til sín taka með tilræðum gegn hátt- settum embættismönnum, skemmdarverkum og skipulögðum mótmælaaðgerðum og keis- araveldið svaraði þessum vaxandi óróleika með stöðugt harðneskjulegri lögregluaðgerð- um og líflátsdómum. Gerðar voru nokkrar til- raunir til að ráða Alexander II af dögum og það tókst að lokum hinn 1. mars 1881 þegar keisarinn ók í vagni sínum meðfram Kat- arínukílun í Pétursborg. Keisarinn og sumir í fylgdarliði hans voru sprengdir nánast í tætl- ur. Tilræðismennimir þrír, þeir Rysakov, Grinevitskij og Jemeljanov svo og hjálpar- hella þeirra við ódæðið, byltingarkonan Sofia Pérovskaja, voru tekin af lífi skömmu síðar eða 16. apríl s.á. Öll þessi ódæðisverk bylting- arsinnaðra hópa juku stöðugt á óróleikann og höfðu djúp og varanlega áhrif á þjóðina í heild. Gagnbyltingarkenndar skoðanir tóku brátt að breiðast út, því enginn þóttist lengur óhultur fyrir ofsafengnum ofbeldisverkum, morðárásum og meiðingum. Répin var einn af þeim sem tóku að efast um að unnt væri að umbreyta rússnesku þjóðfélagi með blóðugri byltingu og morðið á keisaranum var honum sem og fleirum mikið áfall. í beinu sambandi við voðaverk þau sem unnin höfðu verið í landinu á þessum árum, lauk Répin árið 1885 við málverk af sögulegum atburði frá 16. öld er Ivan grimmi réð syni sínum bana í ofsa- fengnu bræðiskasti. Með þessu áhrifamikla málverki var ætlun Répins að sýna fram á voðann, hann vildi á þennan hátt fordæma öll ofbeldisverk samtímans og mótmæla gegnd- arlausum blóðsúthellingum byltingarsinnaðra öfgahópa. Þetta óhugnanlega listaverk vakti feiknarlega athygli og fór m.a. Lév Tolstoj mjög lofsamlegum orðum um boðskap mynd- arinnar, en hún er nú talin eitt af áhrifamestu málverkum í heimslistinni frá 19. öld. Á síðari árum startsferils síns hvarf Répin þó smátt og smátt frá öllum þjóðfélagslegum og pólitískum boðskap í verkum sínum en sneri sér þess í stað æ meir að siðaboðskap Tolstojs: Launið ekki illvirki með ofbeldi - réttið fram hina kinnina! List Répins varð að lokum að „hreinni" list án nokkurs félagslegs eða siðgæðis boðskapar. Ilja Efimovitsj Répin andaðst árið 1930 í Kúokkala í Karelíu, Finnlandi, en þar hafði hann búið og starfað nær óslitið síðasta ára- tug ævinnar. Bærinn Kúokkala ber nú nafn þessa mikilhæfa snillings í rússneskri málara- list og heitir Pépino. Höfundurinn er menntaskólakennari. BJARNITH. RÖGNVALDSSON DAGS- BIRTING Aíót björtum augum styrkist fögur stund í stafakyrrð með vatnablik og gróður er söngur fugla lyftir vorri lund oglífsglöð vænting, fjallsins svali óður fagnar léttri skúr og skini á hvarmi, skjóli fyrir smágróður í hlíðum, lækjaklið ogfjólum himinfríðum, friði ogró er glaðnar dagsins bjarmi, lyftir vængjum vindsins morgunbjarta, vonaryl í sólskinsglöðu hjarta. Bættu þinn tón á tímaskeiði nýju með traustri framsýn meðan árin vara. Ekki er réttmætt ráðin góð að spara, þú raunsær ert með bros og innri hlýju. Horfðu fram á móti máttardögum, miðlaðu oftaflandans reynslusögum. Stöðugt efldu stefnu í sálarranni, styrkur felst í því að verða að manni. Nútímann þekktu, nýttu betur daginn. Notaðu góðviljann og prýddu bæinn. Þá ergott að innra brosið bætir brjóstvit, skilning, gildi þess sem er. A vegi lífs þú Ijóssins töfrum mætir íleyndum hjartans, eins og vera ber. Þó eitthvað sé er dagfarguma grætir er gustar flaumur orða um landið hér mun góða viskan vinna unzyfírlýkur og verðurlofí muntþú reynast slíkur. Því margt á Jörðu á sinn óskatíma og enginn fær mót hamingjunni að glíma. Höfundurinn er guðfraeðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.