Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 5
/ / Myndlýsing/Freydís Kristjánsdóttir. Snæfríður er ævinlega bláklædd. Þannlg kemur hún inn í hið skeifilega hreysi að Reyn og þannig búin ræddi hún við Gullinló í Kaupmannahöfn. Er hún fulltrúi norræns heiðindóms og islenskrar álfatrúar? spyr greinarhöfundurinn og bætir við: Liturinn ieiðir hugann að Sankti Mariu. Snæfríður ber svipmót þeirrar konu öðrum fremur. -51- Máttarverk hefur hann unnið með armi sínum og drembilátum í hug og hjarta hefur hann tvístrað. -52- Valdhöfum hefur hann steypt af stóli og upp hafið smælingja, -53- hungraða hefur hann fyllt gæðum, en látið ríka tómhenta frá sér fara. -54- Hann hefur minnst miskunnar sinnar og tekið að sér ísrael, þjón sinn, -55- eins og hann talaði til feðra vorra, við Abraham og niðja hans ævinlega. (Lúk 1:46-55) Snæfríður er ímynd þessarar konu, ekki aðeins í augum Arnasar heldur einnig í eigin augum, hún gefur í skyn að hún eigi helst heima meðal beiningakvenna, kannski betli- nunna í samtali sínu við Jón Hreggviðsson á Þingvöllum. Jón bauð henni með sér í kaupavinnu vestur á Skaga: „En hún þekkt- ist ekki boð hans heldur svaraði: Ég vil held- ur biðjast beininga en vinna fyrir mér; ég er ein afþeim." Hún er ein af þeim. Ein af þeim hverjum? Sterkasta einkenni Maríu í kristinni trúar- hefð er samstaðan með smælingjunum. Hún er meðalgangarinn milli guðssonarins og biðjandans. Sú mynd er dregin upp hér. Þetta kemur fram í samtali Snæfríðar og Arnasar þegar hún segir: „... þessi gamli maður sem égþekki ekki og kemur mér ekki við, það er einsog ég hafi altaf þekt hann og hann komi mér við. Hann heitir Jón Hregg- viðsson." Við þessi orð mætti spyrja: Hvaða viðhorf birtist hér holdi klætt? Er það álfa- trú, er það fornnorræn hetjudýrkum eða er það heiðni? Mér er næst að líta á þetta sem kristindóm sem varla verður fundinn í hreinna formi. Bæði Arnas og Snæfríður þekkja smæl- ingjann og eru bundin honum þeim sérstöku böndum sem nefna mætti í þessu samhengi samviskubónd. Um samviskuna segir Arnas: „Samviska mannsins er valtur dómari á rétt og rángt... Hún getur átt góðan eða vondan húsbónda eftir atvikum..." Hér er klassískur skilningur á samviskunni. Samviskan er að hluta til ómótuð, hún er óskrifað blað. Hver mótar hugsun mannsins, hver mótar siðferð- isleg grundvallargildi manns og þar með trú hans? Hver er húsbóndi samvisku Arnasar og Snæfríðar? íslandsklukkan bjó í huga Halldórs allt frá því snemma á þriðja áratugnum. Á þeim árum samdi hann fagurt Maríukvæði sem er á þessa leið: Hjálpa þú mér helg og væn, himnamóðirin bjarta: legðu mína bljúgu bæn barninu þínu að hjarta. Þá munu ávalt grösin græn í garðinum skarta, í garðinum mínum skarta. Bænheit rödd mín biður þín, blessuð meðal fljóða; vertu æ uns ævin dvín inntak minna ljóða; móðir guðs sé móðir mín og móðir þjóða móðir allra þjóða. Kenn mér að fara í fór þín ein, fram að himnaborðum, leiddu þennan litla svein, líkt og son þinn forðum. Líkt og Krists sé heyrn mín hrein að hlýða orðum, hlýða þínum orðum. (Maríukvæði eftir Halldór Lax- ness samið á þriðja áratugnum) Varla hafa bænir þessa Maríukvæðis verið beðnar út í bláinn og ef til vill hafa bæn- arorðin vertu æ uns ævin dvín / inntak minna ijóða fengið að rætast. Hvað sem um það má segja er hitt víst að ímyndir kon- unnar í verkum Nóbelskáldsins bera einatt afar sterkan svip, sá svipur ber stundum einkenni þekktustu bláklæddu konu sögunn- ar þar sem blái liturinn undirstrikar tign og tærleika sem blámóðu fjarskans einkennir en jafnframt dýpt og óendanleika himin- geimsins og vatnsdjúpsins. Sú kona sem vaf- in er blaa litnum er sjálf umvafin leynd- ardómi sem aldrei verður kannaður til hlítar. Snæfríður ber svipmót þessarar konu öðrum fremur. En samt er það þá fyrst er hún klæðist tötrum sakakonunnar á Þingvöllum sem hún verður það sem hún er: meðalgangarinn og móðirin, vörður hins smæsta andspænis hverfulu réttlæti heimsins. Höhjndurinn er sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós. KRISTJAN ARNASON FRÁ SKÁLÁ STÓLAR Ég sit á mínum lága letistól, lít íglugga er horfír móti vestri. í annað sæti er að hníga sól. Englar vængjum blaka að hennisestri. Því Tindastóll er meiri en stóllinn minn þó mörgum hafi setið undir ljóðum. í ármUjónum aldur telur sinn, úr ævafornum steyptur heljarglóðum. Okkar tákn ogstolt ístríði ognauð, Stóllinn, sem aðfaðir lífsins sjálfur gjörði afhst þá logatungan rauð leiftrum sló svo skulfu heimsins álfur. Nú hefurröðull sest, og sviflétt ský, meðsUkikápu erlánar næturdrottning brugðið við og breiða hana í bólið sunnu og hneigja sig með lotning. Höfundurinn er vistmaður á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. JOHN KEATS ÁSTAR- SÖKNUÐUR Á JÓLANÓTT Dagur er liðinn, löngu erþú horfin, hin ljúfa röddþín, varir, hendur, brjóst, þitt tUlit bjart, þinn andardráttur, orðin; állt sem ég man um þig og varmérljóst. Fölnað er blómið fagra í haustsins vindi og fegurð þín er liðin burt frá mér; minn faðmurmissti burt sitt alheimsyndi, þann andardrátt oghlýju er komfráþér. Óhversu tíminn tókþig illa frá mér, hið tinnusvarta myrkur spinnur vef er hylur daginn, drungi liggur á mér, í desemberrökkri einn égbíðogsef. Ég bið sá næturvefur veiti skjól, og verndi hjartaðmitt um þessijól. John Keats, f. 1819, var eitt af höf- uðskáldum rómantísku stofnunnar í Englandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.