Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 5
FOSTUDAGUR 15. MARS 1996
ALÞÝÐUBLAÐK) 5
Þjóðin þarf
öflugan Al-
þýðuflokk
- kveðja frá Austfjörðum
Alþýðuflokkurinn hefur unnið ís-
lenskri þjóð mikið
gagn og verið í for-
ystu merkustu og
mikilvægustu um-
bóta á sviði vek
ferðar, menningar
og mannréttinda á
öldinni. Þrátt fyrir
klofning og inn-
byrðis deilur, sem
setja mark sitt á innri sögu flokksins,
þá verður því aldrei á móti mælt að
flokkurinn hefur komið miklu í verk.
Vandi Alþýðuflokksins hefur verið sá
að hann hefur ekki haft nægjanlegt
kjörfylgi í hlutfalli við stefnu og
árangur. Þar liggja ýmsar ástæður að
baki. Þegar horft er til framtíðar þá er
brýnast að skapa stefnu og staríi
flokksins mikið traust og efla trúna
milli forystu flokks og þjóðar. Þjóðin
þarf á öflugum og traustum Alþýðu-
flokki að halda, flokki sem er staðfast-
ur og trúr stefnu sinni, jafnaðarstefn-
unni. Austfirskir jafnaðarmenn óska
Alþýðuflokknum heilla og farsældar á
aftnæhstímamótum og treysta því að
flokkurinn standi í fylkingarbijósti
með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi.
Gunnlaugur Stefánsson,
Heydölum
Margt að
gleðjast yfir
og harma
- kveðja frá Vestf jörðum
Nú á hátíðarstundu getum við Al-
þýðuflokksmenn bæði glaðst og einn-
ig harmað margt í okkar 80 ára sögu.
Gleði okkar byggist á því að við erum
sannfærð um að flokkurinn hafur ætíð
haft málefnalegt ffumkvæði og bar-
áttuþor til þeirra verka sem komið
hafa íslensku launafólki til góða og
oftar en ekki haft erindi sem erfiði.
Verkefni flokksins næstu misserin
verður áfram að verja það velferðar-
kerfi sem hann hefur tekið þátt í að
byggja upp öðrum flokkum fremur,
jafnframt verður flokkurinn að finna
leið til að kynna framtíðarsýn sfna á
aðgengilegan hátt fyrir almenning.
Samhliða þessu verður flokkurinn að
taka fbumkvæðið í umræðunni um
sameiningu jafnaðarmanna í eitt
stjómmálaafl sem gæti gert sig gild-
andi. Takist þetta getum við jafnaðar-
menn vel við unað og horft baráttu-
glaðir til ffamtíðar.
Ægir E. Hafberg,
Flateyri
Þurfum
Flokkurinn stendur nú á tímamótum.
Um leið og við minnumst uppruna
hans og tilurðar er sótt harkaíega að
réttindum launþegasamtaka með
frumvörpum ríkisstjómarinnar. Nú,
eins og þá, á flokkurinn að þekkja
sinn vitjunartíma og
þjappa sér með
launþegum og berj-
ast af einurð með
þeim gegn þessari
hreinu hugmynda-
ffæði íhaldsins. Við
hljótum því að
sækja fram með
áherslur á réttinda-
og kjaramál launþega, skatta- og neyt-
endamál og efla þannig samsvörun
flokksins við baráttumál launþega í
dag. Ekki veitir af. Til þess þurfum
við samfylkingu með öðrum stjómar-
andstöðuflokkum um þessa grundvall-
arstefnu okkar, að efla og standa vörð
um h'fskjör launafólks á íslandi. Það
er framtíð Alþýðuflokksins í mínum
huga.
Sveinn Þór Elínbergsson
Ólafsvík
Framsetning-
in hefur verið
of tæknileg
- kveðja úr Norðurlandi eystra
Alþýðuflokkurinn, Jafnaðarmanna-
flokkur íslands, stendur á merkum
tímamótum. Alþýðuflokkur hefur,
þrátt fyrir tiltölulega lítið kjöríylgi,
verið afar áhrifamikill stjómmála-
flokkur. Til hans má rekja flest hin
stærri umbótamál í íslensku þjóðhfi.
Það sem skortir um þessar mundir er
að Alþýðuflokkurinn skýri stefnu sína
með nákvæmum hætti. Framsetningin
hefur verið of tæknileg og flókin og
því hefur Alþýðu-
flokkurinn ekki
virst nægjanlega
trúverðugur fyrir
kjósendur. Hlut-
verk Alþýðuflokks-
ins í íslenskum
stjómmálum nú
sem fyrr, er að
verja lífskjör al-
mennings í landinu. Því þarf stöðugt
að halda á lofti á mæltu máli.
Takist það er bjart framundan fyrir Al-
þýðuflokkinn og íslenska þjóð.
Sigbjörn Gunnarsson,
Akureyri
Verðum að
stórauka
innra starfið
- kveðja frá Vestfjörðum
Nauðsyn á sterkum og öflugum Al-
þýðuflokki - Jafhaðarmannaflokki Is-
lands ætti að vera öllum ljós þegar
haft er í huga að róttækar umbótahug-
myndir hans em ekki einu sinni á dag-
skrá annarra flokka.
Skoðanakannanir sýna að við emm að
vinna á. Eftir undangengnar hremm-
ingar er ljóst að við verðum að stór-
aúka og bæta innara starfið.
Sérstaka ánægju vekur hversu margt
áhugasamt ungt fólk hefur gengið til
liðs vð Alþýðuflokkinn - Jafnaðar-
mannaflokk íslands.
Það er okkar framtíð.
- Framtíð Islands
Kristín Jóh. Björnsdóttir,
Patreksfirði
Við eigum því láni að fagna
að geta aflað raforku með
vatnsafli. Það veldur ekki
loftmengun og eyðist ekki
þó af sé tekið. Landsvirkjun
kappkostar að vinna að
nýtingu þessarar auðlindar
í sátt við umhverfið þjóðinni
til heilla.
Óbeisluð umhverfisvæn
orka Islands er meira en
tíföld sú orka sem
Islendingar nýta nú til
raforkuvinnslu og eru orku-
lindirnar stærsta ónýtta
auðlind landsins. Ódýr um-
hverfisvæn orka verður hér
eftir sem hingað til undir-
staða góðra lífskjara og
ffamfara á öllum sviðum.
Landsvirkjun hefur haft forystu um að stuðla
að aukinni nýtingu orkulinda landsins jaínt
til almennra nota sem orkufreks iðnaðar.
Fyrirtækið framleiðir nú rúmlega 90% alls
rafmagns á Islandi og flytur það og selur í
heildsölu til almenningsrafveitna á sama verði
um land allt.
Það er metnaður Landsvirkjunar að sjá
landsmönnum öllum fyrir sem bestri
þjónustu á sem hagkvæmastan hátt.
c
Landsvirkjun