Alþýðublaðið - 15.03.1996, Page 11

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Page 11
FOSTUDAGUR 15. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 Allsherjaratkvæðagreiðsla um brottvikningu Héðins Valdimars- sonar á sambandsþingi í dag Brottvikning Jafnaðarmannafélagsins staðfest í gær með 98 atkvæðum gegn 9 og Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur samþykkt í sambandið með 115 atkv. gegn 8. 23. október 1938. Aðaltíðindin á Alþýðusambandsþinginu í gær voru þau, að staðfest var brottvikning Jafn- aðarmannafélags Reykjavíkur úr Al- þýðusambandinu með 98 atkv. gegn 8. Þá mætti Héðinn Valdimarsson á þingfundi í gærkveldi kl. 8 1/2 sam- kvæmt boði þingsins, til að taka þátt í umræðum þess um brottvikningu hans, en hann gafst upp við allar vam- ir og reyndi ekki að mótmæla skýrslu sambandsstjórnar um brottvikningu hans og vék af fundi eftir að hafa flutt fárra mínútna ræðu, sem ekkert hafði ÁBYRGA STJÓRNÍ ANDA JAFNRÉTTIS 25. apríl 1987. Fyrr í vetur sýndu skoðanakannanir að þjóðin kann vel að meta hið nýja andlit Alþýðuflokks- ins og þá sókndirfsku og þann fram- farahug sem Jón Baldvin Hannibals- son er tákn fyrir. í því moldviðri sem auglýsingag- lamur kosningabaráttunnar og hinn mikli fjöldi framboða hefur þyrlað upp, hafa allar línur orðið til muna óskýrari og sennilega hafa niðurstöður kosninga aldrei verið óvissari en nú. I þessum kosningum getur allt gerst. Engu að síður hafa niðurstöður skoðanakannana að undanfömu gefið sterklega til kynna að Jón Baldvin geti verið í fallhættu í þriðja sæti Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Slíkt megum við ekki láta gerast. Láttu ekki þitt at- kvæði vanta. Við skulum öll leggjast á eitt til að gera kosningasigur Alþýðu- flokksins sem stærstan. Það getur oltið á þínu atkvæði. Og þar með, hvort við fáum starf- hæfa ríkisstjóm - ÁBYRGA STJÓRN í ANDA JAFNRÉTTIS - eftir kosn- ingar. DapuHeg ■ ■ ■ ■ ■ orlog 19. apríl 1956. Örlög Hannibals Valdimarssonar em orðin svo dapur- leg, að hann fer vestur á Isafjörð til að berjast gegn fyrri samherjum sínum og á þeim móttökum að fagna, að rót- tækustu menn Alþýðuflokksins for- dæma athæfi hans, en íhaldið klappar fyrir honum og kommúnistar fylgja h o n u m heim. Tilgangur- inn með þessu brölti er sá, að samfylking A 1 þ ý ð u - flokksins og Framsóknar- flokksins veikist í bar- áttunni við íhaldið og erfiðara verði að gera að veruleika þann draum, sem Hannibal Valdi- marsyni hefur verið hugstæðastur á liðnum árum. Kommúnistar halda, að þeim líði skár í einangruninni, ef íhaldið sleppur við stóráfall. Og þetta eru mennirnir, sem þykjast vilja al- þýðustéttunum vel! Hannibal Valdi- marsson er gerður að viðundri til að þjóna hagsmunum kommúnista og hjálpa íhaldinu, en það fer saman eins og fyrri daginn. Hannibal Valdimarsson. ■ Ræða Gylfa Þ. Gíslasonar á aðalfundi Alþýðuflokksfélagsins Valdatímabil verkamanna og bænda á nú að hefjast og tímabili flokks braskara og auðkýfinga að Ijúka Ný viðhorf hafa myndazt með samfylkingu Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins 24. apríl 1956. „Kosningamar í sum- ar verða hinar þýðingarmestu sem háð- ar hafa verið í áratugi. Ný viðhorf hafa myndazt með samfylkingu verka- manna og bænda, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Línurnar hafa aldrei verið eins skýrar og nú. Gamla flokkaskipunin, sem myndaðist í raun og vem í fyrra stríði, hefúr raskast, við stefnum að nýjum tímum. Fólk á að velja milli tveggja fyUdnga: Samfylk- ingar verkamanna og bænda - og Sjálf- stæðisflokksins." Dr. Gylfi Þ. Gíslason mælti meðal annars á þessa leið í ræðu þeirri, sem hann flutti á aðalfundi Alþýðuflokks- fél. Reykjavíkur, er hann gerði grein fyrir stjórnmálaviðhorfinu nú eftir samningana við Framsóknarflokkinn og flokkssvikum Hannibals Valdimars- sonar. Þá rakti hann helztu atriði stefnu- skrárinnar og sagði síðan: „Valið á ekki að reynast erfitt. Það er um tvær meg- infylkingar að ræða og ekkert annað. SamfyUdng bænda og verkamanna og íhaldið. íhaldið hefur að vísu við tvær hækjur að styðjast í kosningunum. Konunúnistahækjuna og þjóðvamar- hækjuna, það þýðir ekkert að blekkja almenning lengur. Kommúnistahækjan hefur verið máluð og settur á hana nýr hólkur, en hún mun reynast léleg fýrir íhaldið, lélegri en nokkum gmnar nú, því að kommúnistar hafa stórtapað fylgi út um allt land og þjóðvarnar- hækjan er svo lítil, aðeins sprek sem mun brotna undan þunga íhaldsins." Gylfi Þ. Gíslason: „Valið á ekki að reynast erfitt. Það er um tvær meg- infylkingar að ræða og ekkert ann- að. Samfylking bænda og verka- manna og íhaldið." Stefán Jóhann Stefánsson. Það var hann, sem átti frumkvæðið að or- lofsfrumvarpinu. Frumvarp Al- þýðuflokksins um orlof afgreitt sem lög Öllum, er vinna í þjónustu annarra tryggt minnst 12 daga orlof á ári ll.febrúar /943Frumvarp Al- þýðuflokksins um orlof var afgreitt sem lög frá alþingi í gær. Með sam- þykkt þessara laga hefir öllum verkamönnum og sjómönnum verið tryggt minnst 12 daga orlof á ári með fullu kaupi og má telja, að með samþykkt laganna markist nokkur tímamót í baráttu alþýðunnar fyrir auknu frelsi og vaxandi menningar- lífi. Hér er um að ræða verulegan sigur Alþýðuflokksins og alþýðunnar í landinu. Eru lögin um orlof fyrir verkalýðinn í landinu mikilsverður auki við félagsmálalöggjöf, en Al- þýðuflokkurinn hefur átt langmestan þáttinn í sköpun hennar, eins og kunn- ugt er. ■ Stjómarskrármálið Afturhald og veimiltítu- háttur 22.maí 1933. Stjórnarskrármálið var sjálft á dagskrá neðri deildar, en var tekið út og er það á dagskrá í dag. Verður þá greitt m.a. atkvæði um hina merku tillögu Alþýðuflokksmanna um landlista í sambandi við almennu kjör- dæmakosningamar. - Málið er nú til 3. umræðu og nálgast nú lausn. - Verður sú lausn áreiðanlega ekki full- nægjandi, en þó vonandi betri en eng- in. Er þófið um stjómarskrármálið orð- ið afar-dýrt þjóðinni, og er þar um að kenna afturhaldi og þröngsýni Fram- sóknarmanna og veimiltítuhætti og tvískinnungi íhaldsmanna í sókninni fyrir framgangi málsins. inni að halda annað en nokkur af þeim slagorðum sem blöð kommúnista hafa flutt undanfamar vikur. Vakti þessi frammistaða H.V. mikla undrun og skildu menn ekki til hvers hann yfirleitt hafði tekið boði þingsins um að mæta. Þjóðviljinn gaf í gær mjög eftirtektarverðar skýringar á hinni nýju flokksstofnun Héðins og kommúnista. Hann er ekkert myrkur í máli við nýliðana, Héðin og fylgis- menn hans, sem nú verða formlega innbyrtir í hóp kommúnista. Jafnvel nú þegar, áður en flokkur- inn er stofnaður, er Héðinn orðinn svo ánetjaður, að óþarfi er að gera nokkrar gælur við hann. „Þú skalt karl minn,“ segja kommúnistarnir nú, - ganga í flokk að hinni nýju tegund eftir íyrir- mynd Bolsévíkaflokksins rússneska. Kommúnistaflokkurinn verður að vísu lagður niður, EN ÞAÐ VERÐ- UR KOMMÚNISTAFLOKKUR, SEM VERÐUR STOFNAÐUR“! Vakti frammistaða Héðins Valdi- marssonar mikla undrun og skildu menn ekki til hvers hann yfirleitt hafði tekið boði þingsins um að mæta. ■ Jóhanna Sigurðardóttir segir af sér ráðherradómi vegna skoðanaágreinings við formann Alþýðuflokksins Er alls ekki hætt í pólitík" Verð að virða þá niður- stöðu flokksþingsins, að þar var Jóni Baldvini veitt umboð til formennsku... Styð ríkisstjórnina til allra góðra verka." 22. júní 1994. ,JÉg er alls ekki hætt í pólitík," sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir á fréttamannafúndi í gær, þegar hún tilkynnti afsögn sína sem félagsmála- ráðherra. Hún svaraði því aðspurð að hún mundi í framtíðinni hafa ágæt tækifæri og sín áhrif til að veija vel- ferðarkerfið innan þingflokks Alþýðu- flokksins. Þar mundi hún starfa sem þingmaður og skoða mál eins og þau kæmu fyrir og gera sitt til að vinna skoðunum sínum brautargengi. „Eg verð að virða þá niðurstöðu flokksþingsins, að þar var Jóni Bald- vini veitt áframhaldandi umboð til for- mennsku. Ég mun bíða og sjá hvað setur og styð ríkisstjórnina til allra góðra verka.“ Hún neitaði því sem haldið hefur verið fram að ágreiningur þeirra Jóns Baldvins væri persónulegur en ekki málefnalegur. Hér væri um viss grundvallaratriði að ræða. Hún biði þess nú að flokkurinn ynni í samræmi við þá stefnu sem var ákveðin á flokksþinginu. Jóhanna Sigurðardóttir sagðis myndu starfa áfram sem þingmaður innan Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.