Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 25

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 Heillþér áttræóuml - kveðja frá Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur Þann 13. febrúar síðastliðinn, urðu stjórnarskipti í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur. Að vísu eru stjómarkjör árlegur viðburður innan félagsins og því ekkert sérstakt fréttaefni, að jaín- aði, sem slíkt. En á þessu 80 ára af- mælisári Alþýðuflokksins urðu þó þær fféttnæmu breytingar á stjóm félags- ins, að til starfa vom kjömir nokkrir atorkusamir ungliðar, með veganesti úr öflugu baklandi jafnaldra, sem vom svo áberandi kringum síðurstu Al- þingiskosningar. Slfkt er auðvitað ekkert annað en vísbending um mikla grósku í jarðvegi okkar og því mikið fagnaðarefhi. Hin nýja stjóm er þannig skipuð: Gunnar Ingi Gunnarsson formaður Bolli Valgarsson varaformaður Sigrún Benediktsdóttir gjaldkeri Ingvar Sverrisson ritari Hómfriður Sveinsdóttir spjaldskrárritari Jónas Þór Jónasson Halldór V. Kristjánsson Aðalsteinn Leifsson Hrafnhildur Hauksdóttir Jóhanna Þórdórsdóttir Stjómin hefur tekið til starfá af fullum krafti og þegar sett sér nokkur mark- mið, til samræmis við lög félagsins. Á starfsárinu ætlar félagið m.a. að: • Virkja Alþýðuflokksmenn í Reykjavík í hugmyndafræði jafnað- arstefnunnar, tryggja upplýsinga- flæði til félagsmanna og gefa þeim umræðugmndvöll. • Efla útbreiðslu- og kynningarstarf flokksins í Reykjavík • Styrkja innra starf flokksins • Undirbúa næstu kosningabaráttu Á áttræðisafmælinu er málefnastaða Alþýðuflokksins sterk. En styrkur- inn sá, er í hróplegu ósamræmi við hið veika fylgi, sem kosningar og kannanir hafa fært okkur heim sann- inn um. Þetta er staðan, þrátt fyrir þá sannfæringu flestra, að utan girðing- ar sé fjöldinn allur, sem hefúr hjarta- og hugarþel jafnaðarmennskunnar. Á þessu stórmerka afmælisári, mun Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur ekki aðeins telja sér það skylt, að sinna þeim félögum betur, sem hafa stutt Alþýðuflokkinn í gegnum súrt og sætt undanfarin ár, heldur einnig hitt, að fjölga félögum undir merki rósarinnar. Áttræður Alþýðuflokkurinn - Jafnað- armannaflokkur íslands, á sér bjarta framtíð, þrátt fyrir aldur. Við megum ekki gleyma því, að það er aðeins nafn hugmyndafræðinnar, sem nú mælist á háum, en afstæðum aldri. Alþýðu- flokkurinn eldist því aðeins að nafninu til. Líf hans og atorka, hins vegar, yngist frekar með árunum. Frá þeim sjónarhóli er Alþýðuflokkurinn ávallt ungur og höfðar því sterklega til ungs fólks. Þess vegna er framtíðin björt. Alþýðuflokksfélag Reykjavrkur sendir öllum flokkssystkinum, nær og fjær, heilla- og ámaðaróskir í tilefni afmæl- isins. Fyrir hönd stjórnar, Gunnar Ingi Gunnarsson formaöur Fylgið er ekki við- urmandi - kveðja úr Suðurlandskjördæmi Staða Alþýðuflokksins er svipuð og hún hefur verið undanfama tvo ára- tugi, þar sem það hefur skipt miklu máli hvort flokkurinn hefúr verið í rík- isstjóm eða ekki og þá á hvaða for- sendum. Fyrir okkur Alþýðuflokks- fólk getur það ekki talist viðunandi, að flokkurinn skuli ekki hafa meira fylgi en raun ber vitni og þá sérstaklega í ljósi þeirra fram- faramála og fram- tíðarsýnar sem flokkurinn hefur óhikað lagt fram undir skeleggri forystu formanns- ins. Þegar til kast- anna kemur virð- ist það skipta kjósendur litlu hvort einhver glóra fylgi stefnunni eða ekki. Það nægir að setja fram eitt til tvö bros rétt fyrir kosningar og lofa 12 þúsund nýjum störfum, ef menn þá yfirleitt segja nokkuð. Framundan liggur ekkert annað fyrir en að sam- eina jafnaðarmenn í baráttunni við ffjálshyggjuna og er það eina von fé- lagshyggjuaflanna ef spoma á við ríkj- andi ástandi, þar sem auðurinn er færir þeim sem allt eiga og gildir þá einu hvort um er að ræða óveiddan fiskinn í sjónum, ríkisfyrirtæki, eða hvað sem hafa vill. Framtíð Alþýðuflokksins fer eftir því hvernig til tekst í sameiningunni, en ef hún tekst er framtfðin björt, ef ekki, heldur tilfærslan áffarn og fyrir þá verr settu verður framtíðin svört. Gudmundur Þ.B. Ólafsson, Vestmannaeyjum jr JAffllNGJAWaiSW IRAHHAUESWXWtfHA Marjjir kaupa hlutabrcfí desetnber og nýta sér skattaafslátt og jjóda ávöxtun semfest með fjárfestinjjum í hlutabréfasjóðum. Hæcjt er að ná enn betri árangri í hlutabréfaviðskiptum með því að dreifa kaupum yfir allt árið í stað þess að kaupa einunjjis í desemberþegar verð er aðjafnaði hœst. MARKKAUP Landsbréfa er ný þjónusta sem &tlaö er að trygcjja betri árangur einstaklinjja í hlutabréfakauþum. Pjónustan bycjcjir á viðurkenndum ojj sannreytidum aðferðutn jjárfesta um allan heim. • MARKKAUP hlutabréfa - betri kaup í MARKKAUPUM cr hlutabréfakaupum dreift og þannig tryggt að þú gerir að jafnaði betri kaup en þegar þú kaupir aðeins einu sinni, í lok ársins. • Tryggðu þér skattaafslátt Með MARKKAUPUM tryggir þú þér skatta- afslátt, góða ávöxtun og bctra verð á hlutabréftim. I stað þess að greiða cina fjárhatð í desember , fjárfesúr þú fyrir lægri upphæðir jafnt yfir allt áriö. 1 lok ársins hefúr þú byggt upp verðmætari hlutabréfacign en'cf þú kcyptir aðeins i dcsember. Jafnframt heftir þú tryggt þér skattaafslátt með öruggum hætti. • Tveir góðir kostir í MARKKAUPUM tryggir þú þér hagstætt verð á hlutabréfúm í íslenska hlutabréfasjóðnum og íslenska fjársjóðnum. íslenski hlutabréfasjóðurinn er traustur sjóður sem hefúr sýnt jafna og góða ávöxtun og íslcnski fjársjóðurinn veitir spennandi ávöxtunarmöguleika og hlutdeild í vaxtar- tækifærum framtíðarinnar. • Eitt símtal dugir Hringdu eða komdu og þú færð upplýsingar um hvernig MARKKAUP geta aukið ávinning þinn af fjárfcstingum. Ráðgjafar Landsbrcfa og umboðs- menn í öllum úúbúum Landsbankans eru úl þjónustu reiðubúnir. Þejfar pú drcifir hlutabnfakaupum jafntyfir allt áriö Jterir pti aðjafnaði betri kaup en mcó þvi að kaupa aðcins i desembcr, þcjjar hlutabréfavcrð cr aðjafraði htcst. MARKKAUP - aukinn ávinninjur afhlutabréfakaupum Landsbréf styrkjn bnráttnna jjegn vímucfnaneyslti utigsfólks Hluti nf sölulcutnum t Mnrkkniipiiw fer til styrktar jnfninjjjafrccðslu jh'jin fikniefnancxslii , LANDSBREF HF. SUÐURLANDSBRAUT 2 4, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598 HÉItNÚ AUQÝSNGASTOFA /SU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.