Vísir - 22.06.1978, Side 3

Vísir - 22.06.1978, Side 3
VISIR Fimmtudagur 22. júni 1978 ORKUSJODUR GREIÐIR ÁHVÍLANDI SKULDIR Formleg eignayfir- færsla til Orkubús Vestfjarða á eignum Rafmagnsveitna rikis- ins á Vestfjörðum hef- ur farið fram. Er hér um að ræða eignir sem eru metnar á tæpa þrjá miiljarða króna og verða þær afhentar skuldlausar að mestu. Guðmundur H. Ingólfsson stjórnarfor- maður Orkubús Vest- fjarða sagði i samtali við Visi að þetta hefði verið ákveðið I haust þegar Orkubúið var stofnað til þess að tryggja rekstrargrund- völl fyrirtækisins. Þessar eignir eru stofn- framlag rikissjóös til Orkubús- ins. Um þriggja milljón króna skuld hvfldi á þessum eignum og hefur rikisstjórnin ákveöiö að Orkusjóöur endurgreiði Raf- magnsveitum ríkisins þær meö þvf aö hann yfirtekur lán RARIK vegna þessara eigna sem nema sömu upphæö og eignarveröiö. Guömundur sagöi aö Orkubú- ið myndi hins vegar gefa út 740 Guömundur H. mynd:GVA Ingólfsson Visi- milljón króna skuldabréf til 13 ára til Orkusjóðs vegna þessara skulda. Kjörin á þessu skulda- bréfi yrðu þau aö greiddir væru 7,36% vextir á ári og bröfiö væri visitölubundið upp að 500 milljónum. Einnig er ætlunin aö Orkubúiö yfirtaki eignir rikissjóös vegna virkjana á Vestfjöröum en frá þvi hefur ekki veriö gengiö enn- þá. Er hér einkum um aö ræöa eignir vegna Suðurfossárvirkj- unar sem byrjað var á fram- kvæmdum við á sinum tima en hætt viö. —KS. VÍSITALA HÆKKAR UM 57 PRÓStNT Samkvæmt bráöabirgöatölum er hækkun visitölu bygginga- kostnaöar 57 af hundraöi á timabilinu frá miöjum júnl i fyrra tii júni I ár. Er hér um einna mestu hækk- un á byggingarvisitölu sem oröið hefur á tólf mánaöa tima- bili að ræða og vandfundiö ann- aö jafnlangt timabil frá striös- lokum með samsvarandi hækk- un. A sama tima áriö 1976 til 1977 nam hækkunin 24.3 af hundraöi. Rétt er aö hafa I huga, aö rétt upp úr miöjum júnl I fyrra uröu miklar launahækkanir sem aö nokru leyti valda þessari gifur- legu hækkun, en sé aðeins tekiö tillit til verölags, þ.e. launahækkunum sleppt og þá tekiö tlmabiliö frá júli 1977 til júli 1978 verður hækkunin 43 af hundraöi. Akveönar tölur munu liggja fyrir hjá Hagstofunni siðar I dag. —ÓM. Mikil aukning umferðarslysa Mikii aukning hefur oröiö á umferöarslysum fyrstu fimm mánuöi þessa árs miöaö viö sama timabil I fyrra. Þá uröu um- feröaróhöppin 2335 en uröu i ár 2738, eöa 401 fleiri. Alvarleg slys I umferöinni eru einnig mun fleiri i ár en I fyrra miðaö viö sama tima, eða 135 á móti 176, eöa 41 fleiri. Er hér átt við slys meö meiöslum. Bana- slysin eru blessunarlega færri. Fimm létust fimm fyrstu mánuöi þessa árs, en tólf á sama tima s.l. ár. 1 áðurnefndum 135 slysum meö meiðslum i fyrra slösuöust 1976, en i ár hafa 258 slasast I fyrrnefndum 176 slysum. Malmánuður hefur hæstu slysatölu meö meiöslum, og eru áberandi slys á tvlhjóla ökutækj- um, átta slösuöust á bifhjólum og sex á reiðhjólum. —Gsal. Þessa krakka rákust Visismenn á fyrir utan félagsheimiliö á Reyöar- firöi. Þau kváöust vera frá Fáskrúösfiröi og komin tii aö keppa viö heimamenn. Fylkir nefnist Iþróttafélag Fáskrúösfiröinga en Valur liö Reyöfiröinga. mynd: JA Indverskur jógi heimsœkir ísland Dada Karunanda< ind- verskur jógi dvelst á is- landi á vegum samtak- anna Ananda Marga fram til 30. júní. Hann mun halda fyrirlestra um andleg og þjóðfélagsleg málefni á ráðstefnu mannúðarsálfræðinga í Reykjavík. Þá heldur hann þrjá fyrirlestra um sama efni fyrir almenn- ing. Sá fyrsti verður í fundarsal Laugavegi 42 3. hæð mánudaginn 26. júní< næsti að Þingvallarstræti 14 daginn eftir. Síðasti fundurinn verður að Hótel Esju fundarsal 2. hæð fimmtudaginn 29. júní. SJALFSTÆÐI GEGN SOSIALISMA ÚTIFUNDUR SJÁLFSTÆÐISMANNA i REYKJAViK Á LÆKJARTORGI fimmtudaginn 22. júní kl. 18 DAGSKRÁ: Fundurinn hefst með ávarpi Birgis ísl. Gunnars- sonar, borgarfulltrúa, sem verður fundarstjóri. Þá munu þau Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, Pétur Sigurðsson, alþingismaður og Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður, flytja stutt ávörp. LÚÐRASVEITIN SVANUR LEIKUR FRAKL. 17:30. FRAM TIL SIGURS X ATVINNUÖRYGGI í STAÐ ATVINNULEYSIS X"

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.