Vísir - 24.07.1978, Page 7
Dollarinn féll niður
fyrir 200 ienin
Bandaríkjadalur féll
niður fyrir 200.00 jena
markið á gjaldeyris-
markaðnum í Tokyo i
morgun, eftir að Japans-
banki gafst upp við að
halda honum á floti með
stórfelldum dollarakaup-
um.
Þegar gjaldeyrismark-
aðurinn opnaði stóð doll-
arinn í 200,10 japönskum
jenum, féll svo niður í
199,40, en hafði stigið upp
í 199,60 jen, þegar síðast
fréttist.
Á fyrstu tiu minútunum, sem
gjaldeyrismarkaöurinn var op-
inn, keypti Japansbanki 200
milljón dollara, en lét svo mark-
aöinn afskiptalausan og þá féll
dollarinn.
Þetta sig dollarans fylgir i
kjölfar verðlækkunar á honum
viða á gjaldeyrismörkuðum um
heim á föstudaginn, eftir aö
fréttist, að samtök oliusölurikja
(OPEC) höfðu að orði, að þau
mundu i framtiðinni miða verð
á oliu við samanburðarverð
margra gjaldmiðla i stað doll-
arsins eins og til þessa.
Dollarinn, sem féll 21% i veröi
miðað við japanska jenið i
fyrra, hefur nú fallið um 18%
miðað við jenið á Tokyomark-
aðnum frá þvi i janúar. Sér-
fræðingar telja orsakanna að
leita i hagstæðum viðskiptajöfn-
uði Japans annars vegar, sem
hækkað hefur jenið, og hins veg-
ar hárri verðbólgu i Bandarikj-
unum, sem dregið hefur úr doll-
arnum.
Kaup seðlabankans japanska
á dollurum i morgun eru þau
mestu siðan 28. mars, þegar
bankinn keypti 800 milljónir
dollara til að halda honum á
floti. A fyrstu þrem mánuðum
þessa árs keypti seðlabankinn i
Tokyo um 5,5 milljarða dollara.
JENIÐ OG
DOLLARINN
200 jen fyrir dollarann var það
mark, sem menn töldu að
Bandarikjadalur mundi seint
komast i aftur — hvað þá niður
fyrir það — eins og gerðist I
morgun i fyrsta sinn frá þvi 1
siðari heimstyrjöldinni.
Þetta átti nú samt fyrir doll-
aranum að liggja, að lúta þann-
ig í viðmiðun við gjaldmiðli,
sem Bandaríkjastjórn eitt sinn
þurfti að hafa mikið fyrir að
halda á floti.
1949 lagði bandariska her-
námsstjórnin i Japan til, að
dollarinn yrði metinn til 360
jena, og þótti það þá ofmat á
japanska jeninu, sem siðan
hefur jafnt og þétt risið úr ösk-
unni.
Vegna mikils gjaldeyrisskorts
á sjötta áratugnum og byrjuð
þess sjöunda lagði Japansstjórn
höfuðáherslu á að efla útflutn-
ing landsins i leit að efnahags-
bata. 1968 var viðskiptajöfnuður
Japans við útlönd orðinn mjög
hagstæður og gjaldeyrissjóöir
Japana gildnuðu drjúgum.
Þegar þar var komið sögu
þótti japanska jenið full lágt
metið, og var mjög ýtt að Jap-
ansstjórn erlendis frá að leið-
rétta gengið.
1 ágúst 1971 þegar Bandarikin
hættu að tryggja dollarinn með
gulli tók gamla gengiskerfiö að
riölast sem tók mið af reglunum
frá Bretton Woods-fundinum
1944. Japan leyfði þá jeninu að
fljóta fram til desember þess
árs. Þá hækkaði jenið um
16.88% gagnvart dollara sem
jafngilti þá 308 jenum.
Þrátt fyrir þá breytingu stóð
jenið sterkt og I mars 1973 var
það aftur haft á fljótandi gengi.
Eftir það var verðgildi jensins
haldið i 265 gagnvart dollar með
kaupum og sölum seðlabanka
Japans á Bandarikjadölum.
1973 kom svo oliukreppan
þegar OPEC sprengdi upp oliu-
verðið. Arsreikningur Japana
varöandi oliunotkun þaut upp i
20 milljarða dollra. Jenið veikt-
ist við þessa þenslu á efnahags-
lifi Japans og flökti á milli 273
til 3Ó6 jen miðað við dollara á
árunum 1974 til 1976.
En eftir þvi sem Japari rétti úr
sér eftir oliukreppuna og
greiöslujöfnuöurinn varð hag-
stæðari var aftur lagt að Japön-
um að leiðrétta gengið. Sætti
Japansstjórn harðri gagnrýni
erlendis og var sökuð um að
fylgja þeirri stefnu að meta jen-
ið of lágt til þess að halda jap-
önskum vörum niðri i verði á er-
lendum mörkuðum og auövelda
þannig fyrir japönskum útflutn-
ingi.
Hinn hagstæði viðskiptajöfn-
uður Japans i fyrra samfara
methalla á greiðslu- og við-
skiptajöfnuöu Bandarikjanna
gerði mikið strik i samanburð-
arreikning jens og dollars. 1
ársbyrjun 1977 var dollarinn
reiknaður til 292 jena, en jap-
anski gjaldmiðillinn óx i verð-
gildi og var orðinn 260 jen doll-
arinn i október. 1 janúar 1978
hafði dollarinn fallið niður i 235
jen og i april tók hann að siga
hratt uns hann nam staðar i 218
jenum.
1 mai hresstist dollarinn ögn
við i samanburði viö jeniö, en
21. júni sökk hann niöur 1210 jen
i fyrsta sinn. 1 nokkrar vikur
sveif hann við 200 jenamarkiö,
en þar kom að hann féll niður
fyrir það.
Sérfræðingar spyrja sjálfa sig
nú þeirrar spurningar hver
jenið muni hætta aö risa?
>
Sýrlendingar
halda enn uppi
eldflaugahríð
ó kristna menn
Skógareldar, sem
kviknuðu i fallbyssu- og
eldflaugahrið, geisuðu
nærri forsetahöllinni i
Líbanon eftir að bardag-
ar hafa enn á ný brotist
út i höfuðborginni Bei-
rút.
Sjónarvottar segja, að eldtung-
urnar hafi sleikt trén fast viö
skrifstofur og vistarverur Elias
Sarkis forseta i Baabda-höllinni,
en einnig geisaðieldurinn fast hjá
dvalarstað ambassadors Banda-
rikjanna.
Fallbyssuskyttur friðarsveita
Araba, sem eiga að halda við
vopnahléi kristinna manna og
múhammeðstrúar i Llbanon, létu
eldflaugum og fjallstykkjum
rigna yfir hverfi kristinna manna
i Hadath i gær, og rufu þannig tólf
klukkustundarhlé, sem gert hafði
verið á bardögunum gæsluliðs
Sýrlendinga og hægri sinnaðra
Libana.
Hægrisinnar segja, að Sýrlend-
ingar hafi beitt 240 mm eldflaug-
um, sem eru þær stærstu i vopna-
safni Sýrlands (fengið frá Sovét-
rikjunum.).
Útvarp falangista segir að sex
óbreyttir borgararhafi látið lifiði
þessari eldhrið og að minnsta
kosti 50 særst. Útvarpið sagði, að
verjendur hægrisinna hefðu
ströng fyrirmæli um að svara
ekki skothriöinni til að fylgja
þeirri áætlun sem tök gildi 1. júli.
Meðan höfuðborgarbúar biöa
næstu orrahriðar þessarar sturl-
ungaaldar, skiptustaöilar áásök-
unum og hatursyfirlýsingum.
Hægrisinnar saka Sýrlendinga
um að drepa fjölda óbreyttra
borgara með þessari nýju
skothrið, einmitt þegar eðlilegt
borgarlif var að hefjast að nýju i
hverfi kristinna manna i austur-
hluta Beirút, eftir fimm daga
bardaga, sem kostaði 200 manns
lífið i siðasta mánuði.
Eitt blað hægrimanna nefndi
Sýrlendinga að visu ekki með
nafni, en sakaöi þá samt um sad-
isma,-ný-nasisma ogsagði að þeir
hefðu nautn af þvi að hella fall-
stykkjablýi yfir ibúðarhverfin og
horfa á húsin hrynja eins og spila-
borgir yfir saklaust fólkið.
Gæslusveitir hafa ekki sent frá
sér opinbera tilkynningu um
ástæður þessarar siðustu skot-
hriðar, en útvarpið i Damaskus
sagði, aö liðiö hefði einungis svar-
að skothríð glæpahópa.
Camille Chamoun, fyrrum for-
seti Libanon og leiðtogi hægri-
manna i Libanon, skoraði á sýr-
lenska hermenn að óhlýðnast fyr-
irmælum yfirmanna sinna um að
halda uppi skothrið á saklaust
fólk.
Italskar ferðatöskur
Verwm að fá sendingu af sérlega
vöndvðvm ítölskvm ferðateskvm
á étrúlega góðv verði
SENDUMí PÓSTKRÖFU
12.160
6.760
Hallarmúla 2
Hafnarstraeti 18 — Laugavegi 84
B.ðOO
10.900
8.560