Vísir - 24.07.1978, Síða 10

Vísir - 24.07.1978, Síða 10
10 Mánudagur 24. júli 1978 VISIR VÍSIR Utgefandi: Reyk japrent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. úlafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Ellas Snæland Jónsson, Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónlna Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Óskar Hafstelnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuöi innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Verö i lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakið. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 Ifnur Verkalýðsrekendur eru hluti af flokkakerfinu Upp á síðkastið hefur lítið eitt borið á umræðum um stöðu og hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í landinu. Guðmundur J. Guðmundsson tók sér fyrir nokkrum mánuðum það vald án verkfalla að setja á útflutnings- höft. Hann situr nú í þeirri aðstöðu að veita útf lutnings- leyfi eftir geðþótta sínum. Eðlilegt er að menn spyrji, hver haf i veitt honum um- boðtil þess að banna og leyfa útf lutning með þeim hætti, sem gert hefur verið. I raun og veru er verkalýðshreyf- ingin nafnið tómt. Það sem kallað er verkalýðshreyfing er hópur verkalýðsrekenda, sem eru hluti af f lokkakerf- inu i landinu. Því er stundum haldið fram af gagnrýnendum verka- lýðshreyfingarinnar, að hún sé sjálfstæður valdaaðili í þjóðfélaginu, er sett geti stjórnmálamönnum stólinn f yrir dyrnar án nokkurs umboðs f rá kjósendum. Þetta er ekki alls kostar rétt. Að vísu eru verkalýðsrekendurnir umboðslausir. Ákvarðanir þeirra um útflutningsbann ganga til að mynda í berhögg við lýðræðislega stjórnar- hætti. En það er blekking að verkalýðsrekendurnir séu sjálf- stætt afl. Þeir eru hluti af flokkakerfinu. Útflutnings- bannið var þannig þáttur í kosningabaráttu Alþýðu- bandalagsins, en ekki ákvörðun verkamanna um aðgerð til þess að knýja á um hærri laun, enda Ijóst, að það hef ur fyrst og fremst grafið undan atvinnustarfseminni í landinu og stefnt atvinnuöryggi í hættu. Það er fátítt að stjórnmálamenn rísi upp gegn þessu kerfi. Ástæðan er sú, að það er í raun og veru hluti af f lokkunum sjálf um, en ekki sjálfstætt af I þeim óviðkom- andi. Vilmundur Gylfason sker sig þó úr í því ef ni eins og ýmsum öðrum. Hann skrifaði fyrir helgina athyglis- verða grein í blað Alþýðuf lokksins undir yfirskriftinni: Hinu falska verkalýðsforystudekri verður að Ijúka. Vilmundur minnir þar á svar Snorra Jónssonar starf- andi forseta Alþýðusambandsins við tilmælum Bene- dikts Gröndals um viðræður til athugunar á kjaramála milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Til þess hefur Benedikt óskorað umboð í krafti þess að hann hef ur nú á hendi forystu um myndun nýrrar ríkisstjórn- ar. Þessum tilmælum hafnaði starfandi forseti Alþýðu- sambandsins að höf ðu samráði við Lúðvík Jósepsson, en án þess að miðstjórn Alþýðusambandsins gæfist tæki- færi til þess að lýsa afstöðu sinni. Og enn siður spyrja verkalýðsrekendur fólkið, sem sagt er að myndi hreyf- inguna. Þeir taka flokkspólitískar ákvarðanir. Vísir getur þvi tekið undir með Vilmundi Gylfasyni þegar hann segir af þessu tilefni: „Þetta er auðvitað að verða gjörsamlega óþolandi ástand. Einangraðir verka- lýðsforingjar sitja i fílabeinsturnum, án nokkurra líf- rænna tengsla við sitt fólk. Þeir ráða yfir miklu efna- hagslegu valdi og þeir beita verkalýðshreyfingunni og hinum einstöku verkalýðsfélögum miskunnar- og purk- 'unarlaust í þágu flokkspólitiskra hagsmuna". Það sem kallað er verkalýðshreyf ing er lítið annað en f lokkspólitískur verkalýðsrekstur. Það er hluti af gömlu ólýðræðislegu flokksræðiskerfi. Verkalýðsfélögin eru eins f jarri því að tengjast virku lýðræði eins og æðsta stjórnin í Kreml. Fyrir þá sök eru verkalýðsrekendurnir aðeins hluti af flokksræðiskerfinu. Vilmundur Gylfason bendir réttilega á, að nú blása ný- ir vindar um samfélagið. Og þeir eiga m.a. að feykja þessum fúnu stoðum burt. En það er svolítið skrítið ef það á einungis að vera hlutverk sósíaldemókrata að hafa forystu þar um. Binding af seldum vöruvíxlum í bönkum Vandamól segja iðnrekendur Skapar betri þjónustu segja bankarnir „Skyldusparnaðurinn eða binding af seldum vöruvíxlum sem iðnfyrir- tækjum er gert að greiða í bönkunum er meðal þeirra atriða sem gera þessum fyrirtækjum einna erfiðast fyrir", sagði Þórhallur Arason, f ramkvæmdastjóri, á blaðamannafundi sem iðnrekendur héldu til kynningar á vandamál- um iðnaðarins. Þórhallur sagöi aö allir bank- arnir heföu tekiö upp þessa bindingu sem þannig fer fram aö af brúttóandvirði vöruvixl- anna veröur fyrirtækið aö skilja eftir 2-5% og eru þeir peningar lagðir inn á almenna sparisjóðs- bóksem ber 19% vexti. „Þannig brennur hluti af þessu fé á verö- bólgubálinu.”, sagði Þórhallur. Upphæðin sem þannig binnst inni á bókinni er siðan höfö til viðmiöunar um vixlakaup af viökomandi fyrirtæki þannig aö t.d.fimmmilljón króna inni- stæöa veitir heimild fyrir vixla- kaupum fyrir tvöfaldri þeirri upphæö eöa tiu milljónum. „Þannig veröa fyrirtækin sjálf aö útvega sér rekstrarfé og fyrirgreiðslu hjá bönkunum sem aftur er gert auðveldara að fjármagna sjávarútveg og land- búnaö aö vissu leyti”, sagöi Þórhallur. „Þaö væri fróölegt aö vita hve há sú upphæö spari- fjár sem þannig er tilkominn, sé i bankakerfinu”. Þá sagöi Þórhallur aö af og til lánuöu bankarnir i formi eigin vixla útá hluta af þessu fé ef illa stendur hjá viðkomandi fyrir- tæki. Og til marks um upphæðir á bundnu fé mætti taka að meöalstórt iönfyrirtæki hafi verið meö um 700 þúsund krón- ur i bundnu fé i júni siðastliðn- um. „Hér er nú i fyrsta lagi um frjálsa samninga að ræöa en ekki skyldusparnað og bankarn- ir sem þetta fyrirkomulag hafa telja þetta vera viðskipta- mönnum til mikilla hagsbóta. Þetta er handveösett fé og ef fyrirtæki vill draga saman seglin eöa hætta þá er þetta fé opið, bankarnir halda þvi ekki eftir” sagði Stefán Hilmarsson, bankastjóri i Búnaðarbankan- um. Hann sagöi aö meö þessu fyrirkomulagi væri hægt að veita þeim aukin vöruvixla- kaup. „Aðalatriöi málsins er það, sagöi Stefán. „Aö þetta hefur gert okkur kleift að afnema svo- kallaða kvóta þar sem eitt fyrir- tæki hefur ákveöinn kvóta sem er fastur allt áriö og lagar sig ekki eftir árstiðasveiflum. Hinsvegar er það rétt aö á vissum timum eru vöruvixla- kaupin algjörlega bundin við tvöfalda þessa prósentubók. Þaö er til dæmis um áramót. Á öðrum timum rikir talsvert mikill sveigjanleiki i þessu og vitanlega er öll önnur fyrir- greiðsla til fyrirtækjanna svo sem yfirdrættir, sjálfsvixlar fyrirtækjanna og vaxtaaukalán i engu miöuö viö þetta trygg- ingafé” sagði Stefán. „Aö halda þvi fram aö þetta hafi stór áhrif á afkomu iðn- aöarins álít ég vera algjörlega út i bláinn. lðnaöurinn fær eins og aörir atvinnuvegir meiri og betri þjónustu meö þessum hætti, fyrirtækin geta velt pen- ingunum örar”. —HL Þórhallur Arason Stefán Hilmarsson Fyrir tveimur árum hófu ungir Sjálfstæðis- menn mikla umræöu um ríkisbúskapinn, umfang hans og tilgang. Vildu ungir Sjálfstæðismenn draga þennan búskap verulega saman og bentu jafnframt á marga stein- þursa, sem liggja á skatt- greiðendum þeim til mik- illar óþurftar og fjárút- láta. Vöktu tillögur ungra Sjálfstæðismanna veru- lega athygli og fengu mikinn hljómgrunn meðal almennings. Má segja, að sérhver sá, er einhver samskipti átti við opinbera aðila, gat tekið dæmi frá sinni eigin reynslu og sannfærst um að eitthvert verulegt átak þurfti að gera til batnað- ar i meðferð peninga skattgreiðenda. Ábyrgar tillögur Allar umbótatillögur ungra Sjálfstæðismanna voru mjög ábyrgar og raunsæjar, en þvi miöur er ekki hægt að segja hiö sama um undirtektir og aðgerð- ir ráöamanna i Sjálfstæöis- flokknum. Það má segja að þá hafi þurft að reka til allra verka i þessum efnum. 1 stað þess aö hafa for- ystuna, þá hafa þeir venjulega verið allra manna siöastir til að skilja alvöru málanna og ekki framkvæmt það, sem hægt var að gera meöan aöstaðan var fyrir hendi. Margir hafa réttilega bent á, að allt fram að þessu kjörtima- bili var Sjálfstæöisflokkurinn imynd ábyrgðar og festu i efna- hagsmálum og fjármálum. En á siöasta kjörtimabili fékk flokkurinn á sig óreiðustimpil, sem ekki er sýnt hvenær unnt verður að má af. Veröbólgan og úrræðaleysið i sambandi við hana er aðeins einn hluti af stærra máli, reyndar afleiðing af almennum aulaskap viö stjórn efnahagsmála. Fjögur skilyrði Sem dæmi um þetta má nefna að fyrir tveimur árum settu ungir Sjálfstæöismenn fram ein fjögur grundvallarskilyröi fyrir þvi, að einhver leið væri til aö draga aö einhverju marki úr umsvifum hins opinbera. Ekki væri nokkur leið tií, að atvinnu- rekstur á vegum einstaklinga eða félaga þeirra gæti dafnað eðlilega og komið i veg fyrir álag á hiö opinbera nema þess- um fjórum grundvallarskilyrö- um væri fullnægt. ----“V" \ Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur skrifar: Þetta eru allt atriði sem Sjálfstæðismenn hafa samþykkt á fundum. Þetta eru atriði, sem forystumenn Sjálf- stæðisf lokksins hafa ekki haft getu tii að framkvæma svo manns- bragur væri að.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.