Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLAHALD hófst í framhalds- skólunum í gær eftir tveggja mánaða langt kennaraverkfall. Búast má við því að næstu vikur verði æði strembnar hjá mörgum nemendum, því lokapróf haustannar verða víða haldin eftir tvær vikur og strax í kjölfarið hefst næsta önn. Nokkur munur er á skipulagningu skóla- halds eftir skólum og skiptir þá mestu hvort um er að ræða skóla með áfangakerfi eða bekkjakerfi. Skólarnir sem eru með áfangakerfi þurfa að ljúka haustönn áður en vor- önn hefst. Nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þar sem áfangakerfi er, mættu á fund skólayfirvalda klukkan 11 í gærmorgun en á honum var farið yfir skipulagningu skólahalds það sem eftir er af þessum vetri. Kennsla samkvæmt stundaskrá hófst síðan klukkan 13.15 og var ekki laust við að greina mætti áhyggjusvip í andlit- um nemenda enda aðeins tvær vikur í próf. Hugsa að margir fái taugaáfall „Þetta á eftir að verða ansi erfitt,“ sagði Hrund Jóhannsdóttir sem er á 3. ári á skrifstofubraut. „Ég var að kíkja aðeins í bækurnar í gær, á stærðfræðina, og ég man eiginlega ekkert af þessu, þannig að maður verður að byrja alveg upp á nýtt.“ „Ég hugsa að margir fá tauga- áfall,“ sagði Unnur Stefánsdóttir, sem er nú á snyrtifræðibraut eftir að hafa útskrifast af hagfræðibraut. „Ég sé fram á það að það verði alveg vitlaust að gera í þessum mánuði.“ Unnur og Hrund sögðu að það væri fínt að vera kominn aftur í skól- ann. Þær sögðu að það hefði reyndar mátt gefa nemendum einn dag til að undirbúa sig, sérstaklega þar sem margir nemendur skólans væru utan af landi og ættu því erfitt með að koma með stuttum fyrirvara. Unnur sagðist í upphafi hafa gert ráð fyrir um tveggja vikna verkfalli en ekki tveggja mánaða. Hún sagðist hafa átt von á því að verkfallið myndi leysast í þessari viku en ekki í fyrra- dag eins og raunin varð. Hrund sagðist hins vegar alveg eins hafa búist við því að verkfallið myndi standa mun lengur eða langt fram eftir vetri. Unnur og Hrund sögðust báðar lítið hafa lært í verkfallinu.Unnur sagðist hafa nýtt tímann til þess að vinna en Hrund sagðist aðeins hafa unnið um helgar enda ekki búist við löngu verkfalli í upphafi. Hún sagði að í lok desember hefði hún verið orðin ansi þreytt á þessu aðgerða- leysi. „Sólarhringurinn var alveg búinn að snúast við, maður sofnaði ekki fyrr en fjögur á nóttunni og svaf til tvö á daginn,“ sagði Hrund. Kennarar eiga eftir að setja pressu á nemendur Unnur sagði að það hefði hvarflað að henni að hætta bara alveg í skól- anum og byrja að vinna en foreldrar hennar hefðu haldið henni við efnið. Hrund sagði aftur á móti að það hefði aldrei hvarflað að henni að hætta. Hjalti Axelsson, nemandi á 4. ári á myndlistarbraut, sagði að það væri dálítið skrýtið að vera aftur byrjaður í skólanum eftir svona langt verkfall en hann sagðist reyndar alltaf hafa búist við löngu verkfalli. Hann sagð- ist ekki hafa lært mikið í verkfallinu enda verið í tveimur vinnum. Hann sagði að næstu vikur yrðu því mjög strembnar. „Kennararnir eiga eftir að setja pressu á nemendur að læra mikið og þetta bitnar því fyrst og fremst á okkur,“ sagði Hjalti. Að sögn Hjalta kom aldrei til greina að hætta alveg í skólanum. Hann sagði að þetta væri lokaárið hans og og að hann stefndi utan í nám að því loknu. Sverrir Teitsson, nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík, sagði að það væri ánægjulegt að vera byrjaður aftur í skólanum. Hann sagðist ekki hafa verið að vinna í verkfallinu en nýtt tímann til að fara yfir námsefnið, skrifað ritgerðir og unnið ýmis verkefni fyrir vorönnina. Þá sagðist hann einnig hafa tekið 7. stigspróf á selló. Vann á hverjum degi í verkfallinu Sverrir sagðist ekki vera hlynntur verkföllum en taldi þó mikilvægt að kjör kennara yrðu bætt. Hann sagði að verkfallið ætti eftir að koma niður á nemendum og að þeir sæju fram á erfiða vorönn. Aðspurður sagðist hann ekki þekkja neinn í MR sem hefði hætt í skólanum vegna verk- fallsins. Eva Björk Rúnarsdóttir, nemandi á 3. ári í Kvennaskólanum í Reykja- vík, sagðist hafa unnið á hverjum degi í verkfallinu. Hún sagðist telja að verkfallið ætti eftir að hafa áhrif á námsárangur nemenda og að eflaust ættu einkunnir flestra eftir að lækka. Eva Björk sagðist styðja launabaráttu kennara og að þeir ættu skilið launahækkun vegna þess að þeir ynnu eitt mikilvægasta starf- ið í landinu. Aðspurð sagðist hún ekki vita um neinn sem hætt hefði í skólanum í verkfallinu en segist þó viss um að einhverjir hafi gert það. Framhaldsskólanemar mættu í skólann í gær eftir tveggja mánaða verkfall Nemar búast við erfiðum vetri Morgunblaðið/Rax Þær Hrund Jóhannsdóttir og Unnur Stef- ánsdóttir, nemendur í FB, sögðu að næstu vikur yrðu erfiðar. Morgunblaðið/Rax Hjalti Axelsson, nemandi í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti, sagði að verkfallið bitn- aði fyrst og fremst á nemendum. Morgunblaðið/Ásdís Sverrir Teitsson, nemandi Menntaskólan- um í Reykjavík, sagðist hafa farið yfir námsefnið í verkfallinu. Morgunblaðið/Ásdís Eva Björk Rúnarsdóttir, nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík, sagðist ekki vita um neinn sem hefði hætt í skólanum. KENNARAR í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti voru í gær ánægðir með að vera komnir til starfa eftir langt verkfall. Kristín Arnalds skólameistari sagði að hljóðið væri almennt gott í kenn- urum og að þeir væru jákvæðir á að það tækist að bjarga skólaárinu fyrir horn. Hún sagði að það væri ekki gott að segja til um það hvaða áhrif verkfallið myndi hafa á skólastarfið, en að svo hefði virst sem flestir nemendanna hefðu komið aftur í skólann í gær. Kristín sagði að tíu kennsludag- ar yrðu notaðir til þess að ljúka haustönninni. Hún sagði að prófin myndu standa yfir í sjö daga og að fyrsta prófið yrði laugardaginn 20. janúar. Hún sagði að í byrjun febrúar yrði frí í viku, því gera þyrfti nýjar stundatöflur fyrir nemendur. Vorönnin hefst þann 8. febrúar og sagði Kristín að hún myndi standa út maímánuð en kennt verður á öskudag og sumardaginn fyrsta og þá verður dymbilvikan nýtt í kennslu og páskafríið því stytt. Reikningarnir fara ekki í frí Magnús Ingvason, kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sagði að það væri mjög gott að vera kominn til vinnu á ný eftir verkfall, sem hann sagði að hefði verið alltof langt. Hann sagðist hafa verið bjartsýnn á að verk- fallið yrði stutt, rétt áður en það hefði hafist í nóvember, en annað hefði komið í ljós. „Þetta er skelfilegt fyrir nem- endur því þegar verkfall er svona langt þá hefur það áhrif, en von- andi tekst að gera gott úr þessu,“ sagði Magnús. „Ég held að þetta ætti að ganga og að í vor þegar útskrifað verður standi menn svona sæmilega sáttir.“ Magnús sagðist sjálfur ekki hafa haft efni á því að vera í tveggja mánaða verkfalli og því hefði hann orðið sér úti um aukavinnu. Hann sagði að þessi tími hlyti að hafa verið erfiður fyrir flesta kennara og þá ekki síst fjárhags- lega yfir hátíðarnar. Hann sagði að þetta hefði þó örugglega verið erfiðast fyrir þá kennara sem væru í sambúð, því í þeim tilfellum hefðu báðir aðilar verið í verkfalli. „Það hlýtur að hafa einhver áhrif á heimili að hafa ekki tekjur í tvo mánuði. Reikningarnir fara ekki í frí.“ Torfi Magnússon, kennari í Fjöl- brautaskólanum, sagði að það væri skemmtilegt að vera mættur aftur til vinnu. Hann sagðist hafa búist við því við upphaf verkfalls- ins að það yrði annað hvort örstutt eða langt, en sagðist þó engan veginn hafa búist við tveggja mán- aða löngu verkfalli. „Það er gott að þetta er yf- irstaðið,“ sagði Torfi. „Það er von- andi að sem flestir nemendur mæti í skólann, en maður alltaf hrædd- ur um að það verði eitthvert brott- fall eftir svona langt verkfall.“ Að sögn Torfa hafði hann nóg að gera í verkfallinu við þjálf- unarstörf, en auk þess að kenna þjálfar hann úrvalsdeildarlið Vals/ Fjölnis í körfuknattleik. Vongóðir um að það takist að bjarga skólaárinu Morgunblaðið/Rax Magnús Ingvason kennari sagði að það væri gott að vera kominn til vinnu á ný eftir alltof langt verkfall. Morgunblaðið/Rax Torfi Magnússon kennari sagðist engan veginn hafa búist við tveggja mánaða löngu verkfalli. Morgunblaðið/Rax Kristín Arnalds, skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, greindi nemendum frá námsáætlun vetrarins á fundi í hátíðarsal skólans í gærmorgun. Kennarar í FB voru ánægðir að vera komnir til starfa á ný
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.