Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Umhverfisráðherra kynntií gær viðamikla um-hverfisskýrslu, þá fyrstusinnar tegundar, um ástand lífríkisins í Norðaustur-Atl- antshafinu. Meðal niðurstaðna í skýrslunni er að ástand hafsvæð- isins í kringum Ísland er almennt gott og mengun lítil í samanburði við önnur svæði sem tekin voru fyr- ir. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði á blaðamannafundi að skýrslan væri mikilvægt gagn og leiðarvísir fyrir aðgerðir og rann- sóknir á sviði umhverfismála í haf- inu á næstu árum. Hún sagði meg- inniðurstöðuna fagnaðarefni, þ.e. að mengun við Íslandsstrendur væri ekki mikil, en ástæða væri til að hafa áhyggjur af vissum atriðum, s.s. mengun af völdum þrávirkra lífrænna efna eins og PCB. Hún sagði að framlög til mengunarrann- sókna á hafinu yrðu væntanlega aukin á næstu árum, m.a. til rann- sókna á díoxín-mengun, sem væru kostnaðarsamar. Á fundinum var upplýst að framlög umhverfisráðu- neytisins til mengunarrannsókna í sjó síðastliðinn áratug hefðu numið um 200 milljónum króna. „Skýrslan er afar mikilvægt gagn fyrir okkur til að vakta hafið. Það er alveg ljóst að áfram verður haldið á þessari leið. Við erum háð sjávarútvegi og okkur er mikilvægt að hafa hreint haf, ekki síst efna- hagslega séð. Við þurfum að geta flutt út hreinar og heilnæmar af- urðir sem við getum sannað að séu hreinar, og þá ekki aðeins byggt á orðum heldur staðreyndum og nið- urstöðum rannsókna. Þetta er tímamótaskjal og einstakt á al- þjóðavísu,“ sagði Siv um skýrsluna. Skýrslan var unnin á grundvelli OSPAR-samningsins um verndun þessa hafssvæðis, sem Ísland er að- ili að og öðlaðist gildi fyrir tveimur árum. OSPAR stendur fyrir Osló og París en samningurinn varð til 1992 úr tveimur slíkum sem und- irritaðir voru í fyrrnefndum borg- um á áttunda áratugnum. Skýrslan hefur verið í vinnslu frá árinu 1992 og íslenskir sérfræðingar m.a. kom- ið þar að ritstjórn hluta hennar. Í skýrslunni kemur fram ítarleg út- tekt á stöðu umhverfismála á haf- svæðinu með hliðsjón af mengun og beinum áhrifum frá öðrum athöfn- um manna, s.s. vegna fiskveiða. Skýrslan er talin einstök á alþjóða- vísu þar sem um er að ræða fyrsta heildaryfirlitið yfir ástand svo víð- áttumikils hafsvæðis þar sem byggt er á sambærilegum vöktunargögn- um og þekkingu um 100 sérfræð- inga frá mörgum þjóðlöndum. Í skýrslunni er hafsvæðinu skipt upp í fimm hluta og tilheyrir Ísland svæði I, þ.e. norðurheimskauts- svæðinu. Þetta sést nánar á með- fylgjandi korti en svæði II er Norð- ursjórinn, svæði III Írlandshaf og landgrunnið við Írland, svæði IV er Biscaya-flóinn og strönd Íberíu og opni hluti Atlantshafsins er svæði V. Á öðru meðfylgjandi grafi sést hvað fiskveiðar og -vinnsla eru langsamlega fyrirferðarmest og mikilvægust á svæði I en grafið sýnir landanir á afla í nokkrum mikilvægum fisktegundum árið 1997. Ríflega 4 milljónir tonna komu á land á svæði I sem nær þá til Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs, samanborið við tæpar 3 milljónir tonna á svæði II við Norð- ursjó. Ástandið á norður- heimskautinu, svæði I Á blaðamannafundinum með um- hverfisráðherra kom fram að sam- anborið við önnur svæði er ástandið á svæði I hvað best og gildir það bæði um lífríkið og mengunarstigið þó að ákveðin atriði valdi vissum áhyggjum. Nánar um áhyggjuefnin hér á eftir en á svæði I eru styrkur þungmálma og geislavirkni ekki talin vandamál fyrir lífríkið núna og ofauðgun vegna næringarefna er talin óveruleg. Skýrslan leiðir einn- ig í ljós að geislamengun er lítil og langt undir hættumörkum við Ís- land. Siv benti hins vegar á að illa gæti farið í þessum efnum ef t.d. geislavirkur úrgangur bærist hing- að frá Kólaskaga. Hvað þrávirk lífræn efni varðar er algengasta efnið, PCB, á nið- urleið í sjávarfangi við Ísland, sam- anber meðfylgjandi graf um þróun PCB og fleiri efna í þorskalifur, og svipað virðist gilda fyrir önnur svæði. Díoxín mældist nokkuð hátt í árósum í Norðursjó og engin merki eru um að styrkurinn sé þar á niðurleið. Þannig er styrkur díox- íns í sjávarseti 10-20 sinnum lægri í Barentshafi en í norðanverðum Norðursjó. Þá benda nýlegar upp- lýsingar frá Íslandi til þess að styrkur díoxíns í sjávarseti sé held- ur lægri hér en í Barentshafi. Á svæði I er ástæða til að hafa áhyggjur af nokkrum atriðum, samkvæmt skýrslunni. Mestu sjá- anlegu áhrifin á umhverfi svæðisins eru vegna fiskveiða en umhverf- isráðuneytið bendir á að áhrifin séu ekki nærri eins mikil og á flestum öðrum svæðum á NA-Atlantshafi. Samkvæmt upplýsingum frá Al- þjóðahafrannsóknastofnuninni eru nokkrir fiskistofnar nýttir umfram líffræðileg viðmiðunarmörk og vantar upplýsingar um marga stofna. Þannig lenda síld og loðna innan þessara marka en þorskur ekki. Ísland sker sig þó úr er þorskinn varðar en nýting hans er talin innan líffræðilegra marka að mati sérfræðinga OSPAR-land- anna. Í skýrslunni kemur einnig fram að ástand fiskistofna sé mun verra á svæðum II, III og IV en á svæði I. Ástæða er talin í skýrslunni til að hafa áhyggjur af mengun frá þrávirkum lífrænum efnum og efn- um frá olíuvinnslu. Ef ekki verði vel að gáð geti þessi efni valdið hættulegri mengun. Þá eru lofts- lagsbreytingar sagðar geta haft hugsanleg áhrif á svæðinu en þær voru ekki til umræðu í skýrslunni nema að óverulegu leyti. Nokkrar tillögur eru nefndar í skýrslunni til aðgerða vegna svæðis I. Þörf er talin á því að bæta vís- indagrunninn með vöktun og rann- sóknum þar sem stjórnun og nýt- ing lifandi auðlinda ætti alltaf að byggjast á bestu þekkingu á hverj- um tíma. Mikilvægt er talið að framfylgja áfram stefnumörkun OSPAR en aðildarríki samningsins samþykktu í Portúgal árið 1998 20 ára markmið hans. Meðal þeirra markmiða er að árið 2020 verði los- un geislavirkra efna í hafið ekki yf- ir settum viðmiðunarmörkum. Í skýrslunni kemur einnig fram að auka þurfi vitneskju um uppruna mengandi efna sem berast að svæð- inu eða verða til þar, einkum þrá- virk lífræn efni. Fram kom í máli Sivjar á fyrrnefndum fundi að þrá- virku lífrænu efnin kæmu til okkar með loftstraumum, aðallega úr suðri frá t.d. þróunarríkjunum þar sem notkun skordýraeiturs væri mikil. Þessi efni virtust safnast saman á norðlægum slóðum og leysast einkum upp í fituvef dýra. Siv sagði að þessi þáttur meng- unarinnar væri verulegt áhyggju- efni. Einnig þarf að afla vitneskju um langvarandi áhrif mengandi efna í lágum styrk á lífríkið. Í þessu efni benti Siv á að rannsókn væri í gangi á áhrifum þrávirkra lífrænna efna á taugakerfi manns- líkamans. Flestir spáðu því að í framtíðinni yrðu leyfileg mörk slíkra efna lækkuð verulega í mat- vælum. Vísbendingar væru um að áhrifin væru meiri en talið hefði verið til þessa. Niðurstöður um hafsvæðið í heild Ofangreint átti meira við um svæði I en niðurstöður skýrslunnar fyrir hafsvæðið í heild eru svipaðar, nema hvað að vandamálin eru yf- irleitt mun alvarlegri en á svæði I. Fiskveiðar eru talinn sá atvinnu- vegur sem hefur þar mest áhrif. Afkastageta flotans er talin of stór á vissum svæðum, viðmiðun vantar fyrir nýtingarþol fiskistofna og ást- and margra stofna djúpsjávarfiska er lítið þekkt. Varðandi þrávirk líf- ræn efni þarf að finna og flokka flutningsleiðir og þróa aðgerðir til að bregðast við þeim. Kanna þarf leka frá kafbátum, með tilliti til geislavirkni, og aðrar uppsprettur, s.s. endurdreifingu frá sjávarseti í Írlandshafi. Þar á kjarnorku- vinnslustöðin við Sellafield stærst- an þátt. Þá komast skýrsluhöfund- ar að þeirri niðurstöðu að fylgjast þurfi vel með og rannsaka þætti sem lúta að hugsanlegum afleið- ingum loftslagsbreytinga. Davíð Egilson, nýráðinn forstjóri Hollustuverndar ríkisins og áður forstöðumaður mengunarvarna- sviðs stofnunarinnar, var viðstadd- ur blaðamannafundinn og minnti á að OSPAR-samningurinn væri hornsteinn í verndun Atlantshafs- ins og annarra hafsvæða er til- heyrðu Evrópu. Hann sagði skýrsl- una afar merkilega, hún væri byggð á samræmdum aðgerðum og túlkunum. Hún gæfi aðildarlöndum OSPAR samræmda sýn á hlutina til að draga víðtækar ályktanir. Kvittað undir af öllum ríkjum Evrópusambandsins Helgi Jensson, sérfræðingur hjá Hollustuvernd og nýráðinn for- stöðumaður mengunarvarnasviðs í stað Davíðs, á stóran þátt í gerð skýrslunnar fyrir Íslands hönd og ritstýrði m.a. hluta hennar. Hann benti á að öll aðildarríki Evrópu- sambandsins hefðu kvittað fyrir skýrsluna og tekið m.a. undir þau áhyggjuefni sem fram koma í henni. Að það eitt hefði tekist væri stórmerkilegt. Helgi vildi ítreka, varðandi ástand fiskistofna og fisk- veiða, að OSPAR væri að beina því til stjórnvalda að athuga niðurstöð- urnar og ákveða aðgerðir í fram- haldi af því. Um einstakar niðurstöður í skýrslunni sagði Helgi að upplýs- ingar um geislavirk efni í sjávarset- inu í Írlandshafi væru nýjar. Til þessa hefðu menn ekki haft áhyggj- ur af því að geislavirk efni, einkum plútóníum, losni úr setinu og fari að dreifast um hafsvæðin. Helgi sagði að þarna væri ástæða til að hafa áhyggjur af þróun mála og mikil þörf á frekari rannsóknum. Á fundinum kom fram í máli bæði Helga og Davíðs að ástæða væri til að auka mengunarvöktun og -mælingu á svæði V, sem liggur nálægt Íslandi eins og sést á kort- inu, með tilliti til hafstrauma á borð við golfstrauminn og áhrif lofts- lagsbreytinga á þá. Þeir sögðu vöktunargögn frá svæði V í raun engin, nema þá að einhver vitneskja lægi fyrir um fiskveiðar á því svæði, s.s. karfaveiðar yst á Reykjaneshrygg. Fyrsta umhverfisskýrslan um ástand Norðaustur-Atlants- hafsins á grundvelli OSPAR-samningsins er komin út Lítil mengun við Ísland miðað við önnur hafsvæði Í kjölfar umhverfisskýrslu OSPAR-samningsins um verndun Norðaustur-Atlantshafsins hyggst umhverfisráðherra beita sér fyrir auknum fram- lögum í rannsóknir á mengun í hafinu umhverfis Ísland, m.a. á áhrifum díóxín-mengunar. Ef ekki verður vel að gáð gætu t.d. þrávirk lífræn efni vald- ið hættulegri mengun í NA-Atlantshafi. Morgunblaðið/Þorkell Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra kynnir skýrsluna frá OSPAR og henni á vinstri hönd er Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri í umhverf- isráðuneytinu. Henni á hægri hönd er niðursokkinn fréttamaður.                                                      !"                                                       
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.