Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ TALSVERÐAR skemmdir urðu í gamla Hafnarfjarðarbíói við Strandgötu í fyrrinótt er hitavatns- lögn á efstu hæð hússins gaf sig og vatn lak um allt húsið. Óhappið var tilkynnt til lögreglunnar í Hafn- arfirði laust fyrir kl. 7 í gærmorg- un. Bæjarstarfsmenn dældu vatni úr húsinu sem er í eigu Hafn- arfjarðarbæjar. Húsið hefur staðið autt í nokkurn tíma, nema jarðhæð þar sem rekið er smíðaverkstæði. Guðmundur Guðjónsson hjá Hafnarfjarðarbæ segir að líklega hafi frosið í lögnum í risi hússins og þær sprungið þegar fór að þíða. Húsið er þrjár hæðir og fór vatn um allt húsið. Guðmundur segir að þetta sé gamalt hús sem hafi lítið verið notað. Á jarðhæð var hár- greiðslustofa sem er nýflutt og einnig var þar smíðaverkstæði þar sem einna mesta tjónið varð. Það hefur staðið til að rífa húsið og til stendur að byggja þar nýtt hús sem samkvæmt skipulagi á að tengjast verslunarmiðstöðinni Firði. Guð- mundur segir að vonast sé til þess að þetta óhapp verði til þess að flýta þessum framkvæmdum. Mikill vatnsleki í gamla Hafnarfjarðarbíói Stendur til að rífa húsið Morgunblaðið/Þorkell TILBOÐ í framkvæmdir við 11,3 km langan kafla á Vestfjarðavegi um Dalafjall, veg sem í daglegu tali er nefndur Brattabrekka, voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Arnarfell ehf á Akureyri átti lægsta tilboð í tilhög- un A og B, eða 330.897.200 kr. í fram- kvæmd skv. tilhögun A, en 288.725.500 kr. í framkvæmdir skv. tilhögun B. Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2003. Kostnaðaráætlun Vegagerðinnar vegna framkvæmdanna hljóðar upp á 428 milljónir kr. fyrir tilhögun A og tæplega 253 milljónir kr. fyrir tilhög- un B. Fjögur fyrirtæki buðu eilítið hærra í tilhögun A en Arnarfell, Hjarðarnes- bræður ehf á Höfn í Hornafirði, Fjörður sf. á Sauðárkróki, Suðurverk hf í Reykjavík og Ingileifur Jónsson, Svínavatni. Í tilhögun B bauð Suður- verk í Reykjavík tæpum tveimur milljónum meira en Arnarfell, en þar á eftir kom Héraðsverk ehf á Egil- stöðum með ríflega 298 milljónir kr. Nýi vegurinn liggur á sömu slóðum og núverandi vegur. Hann mætir Hringveginum í Norðurárdal við nú- verandi vegamót en sveigir vestur fyrir bæinn Dalsmynni. Gert er ráð fyrir byggingu 100 m langs ræsis rétt austan við núverandi brú á Bjarnar- dalsá. Í útboðinu er þó gert ráð fyrir tilhögun B sem miðar við að gerð ræs- isins verði frestað en nýja leiðin tengd inn á gömlu brúna sem raunar er ekki hægt að breikka. Þegar útboð í fram- kvæmdir var kynnt kom fram að til- boð í verkið myndu ráða því hvor kosturinn yrði valinn. Má því gera ráð fyrir að tilhögun B verði fyrir valinu. Framkvæmdum við fyrri áfanga leiðarinnar, það er að segja veginn í Miðdölum og að fjallveginum, lauk sl. haust. Byrjað verður á síðari áfanga framkvæmda Dalamegin á þessu ári en unnið Borgarfjarðarmegin 2002. Gamla þjóðleiðin milli Borgarfjarð- ar og Miðdala lá um Bjarnardal og Bröttubrekku. Þegar bílvegur var lagður í Dali árið 1932 var farin önnur leið og byggðar brýr á Bjarnardalsá og Miðdalsgil. Nafn gömlu leiðarinn- ar færðist á nýju leiðina þótt hún lægi ekki lengur upp Bröttubrekku. Í Framkvæmdafréttum Vegagerðar- innar er lögð áhersla á að nýr vegur skuli heita Vestfjarðavegur um Dala- fjall því það sé réttara. Í Morgunblaðinu nýlega var birt bréf frá Ómari Arasyni þar sem nafn- gift Vegagerðarinnar var mótmælt með þeim orðum að Dalafjall sé hvergi að finna á umræddri leið, en nafnið Brattabrekka hafi hins verið við lýði í sjötíu ár og eigi þess vegna að hafa það um vegarkaflann. Arnarfell með lægstu tilboðin PÓST- og fjarskiptastofnun hefur rannsakað þá erfiðleika sem urðu á böggladreifingu hjá Ís- landspósti á höfuðborgarsvæðinu fyrir jólin. Segir stofnunin að aðalvandamálið virðist hafa verið það, að póstmiðstöðin í Reykjavík réð ekki við það magn böggla sem barst síðustu vikuna fyrir jól. Í greinargerð sem Íslandspóstur sendi stofn- uninni segir að um 100.000 bögglar hafi verið póstlagðir síðustu vikuna fyrir jól. Þetta hafi verið mun meira en áætlað var. Talið er að ekki hafi tekist að afhenda um 2,5% af þeim bögglum fyrir jól eða alls um 2.500 böggla. Erfiðleikarnir hugsanlega komnir fram nokkuð fyrir jól „Íslandspóstur hf. viðurkennir í greinargerð sinni að í álagi síðustu viku fyrir jól hafi margir flöskuhálsar komið fram í meðhöndlun böggla í póstmiðstöðinni í Reykjavík og einnig áberandi veikleiki í flokkun sendinga sem ekki tókst að afhenda við fyrstu heimsendingu,“ segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Póst- og fjar- skiptastofnun telur þó að erfiðleikarnir hafi hugsanlega verið komnir fram vikuna þar á undan og vísar til kvörtunar Ólafs Guðmunds- sonar, en hann óskaði eftir því að opinber rann- sókn færi fram á þjónustu Íslandspósts. Ábyrgðarbréf til Ólafs var fjóra daga í dreif- ingu innanbæjar. Í bréfinu var mynt sem Ólaf- ur hafði pantað hjá Íslandspósti og ætlaði að sækja sjálfur á afgreiðslu Íslandspósts. Honum var hins vegar ekki tilkynnt að hún væri tilbúin til afhendingar en þess í stað send með ábyrgð- arbréfi. Það fól í sér aukakostnað fyrir Ólaf og í stað þess að geta nálgast myntina 10. desember barst hún honum fyrst 16. desember. Íslands- póstur hefur viðurkennt mistökin og tilkynnt að gjald vegna ábyrgðarsendingar verði endur- greitt. Ólafur kvartaði einnig yfir mistökum við af- hendingu bögguls sem póstlagður var á Sauð- árkróki 18. desember en barst ekki til hans fyrr en hinn 27. desember. Böggullinn var fyrst sendur heim til Ólafs 20. desember. „Ólafur telur að ekki hafi verið hringt dyra- bjöllu eða bankað á dyr en tilkynningu stungið inn um bréfarifu um böggulinn. Ekki voru á miðanum upplýsingar um hvar hægt væri að nálgast böggulinn. Ólafur fór næstu daga ítrek- að á pósthúsið í Kópavogi en böggulinn fannst ekki þrátt fyrir margar símhringingar í póst- miðstöð Íslandspósts hf.,“ segir í fréttatilkynn- ingunni. Bílstjórinn sem fór með böggulinn seg- ist þó hafa hringt dyrabjöllu og bankað án árangurs. „Íslandspóstur hf. hefur gefið skýringar á því hvers vegna böggullinn er fyrst tilbúinn til af- hendingar á pósthúsinu í Kópavogi 27. desemb- er 2000. Þegar böggullinn kom til baka úr ár- angurslausri heimsendingu 20. desember eru gerð þau mistök að hann er settur með bögglum sem áttu eftir að fara í útkeyrslu. Þar liggur böggullinn þangað til kl. 16.46 hinn 22. desemb- er þegar hann er skráður í útkeyrslu á ný og það uppgötvast að útkeyrsla hafi þegar átt sér stað en án árangurs. Böggullinn er nú settur með öðrum bögglum sem fara áttu í pósthúsið í Kópavogi og er að lokum afhentur Ólafi þar 27. desember eins og fyrr segir. Þar sem pósthúsið í Kópavogi var lokað 23. desember skiptir það hér ekki öllu máli að böggullinn var ekki sendur þegar í stað í pósthúsið þegar mistökin upp- götvast, eins og þó hefði verið eðlilegt.“ Póst- og fjarskiptastofnun hefur komið tveimur ábendingum á framfæri við Íslands- póst. Í fyrsta lagi að kannað verði hvernig bæta megi fyrirkomulag við flokkun böggla í póst- miðstöðinni. Í öðru lagi fer stofnun þess á leit við fyrirtækið að það íhugi að halda uppi starf- semi laugardaginn 22. desember og á Þorláks- messu sem á þessu ári ber upp á sunnudag. Póst- og fjarskiptastofnun telur ekki ástæðu til frekari aðgerða stofnunarinnar að þessu sinni. Póst- og fjarskiptastofnun um erfiðleika í póstdreifingu Íslandspósts hf. fyrir jólin Flöskuhálsar í póst- miðstöð og veikleik- ar í flokkun sendinga NORÐURLJÓS hf. stöðvuðu út- sendingar útvarpsstöðvarinnar Gullsins 90,9 á gamlársdag. Jón Axel Ólafsson, yfirmaður útvarps- sviðs Norðurljósa, sagði ástæðu lokunarinnnar vera uppstokkun og endurskipulagningu á rekstri. „Stöðin einfaldlega borgaði sig ekki. Við erum að vinna að því að reka þetta fyrirtæki í harðri sam- keppni við aðra auglýsingamiðla og getum augljóslega ekki haldið úti stöðvum eða rekstri sem ber sig ekki – það eina sem við höfum á að byggja eru tekjur frá auglýs- endum og ef auglýsendur vilja ekki auglýsa á ákveðnum stöðvum af einhverjum ástæðum eða hlust- endur skila sér ekki í skoðana- könnunum þá getum við ekki hald- ið þeim úti,“ sagði Jón Axel. Gullið lék eldri dægurtónlist og var eina slíka stöðin eftir að Stjarnan FM 102,2, einnig í rekstri Norðurljósa, hætti útsend- ingum í nóvemberlok 2000. Þegar Stjarnan hvarf úr loftinu voru út- sendingar útvarpsstöðvarinnar Rokk FM 97,7 einnig stöðvaðar „tímabundið“ eins og Halldóra Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri út- varpssviðs Norðurljósa, sagði við það tækifæri. Ekkert hefur síðan heyrst í Rokk FM. Spurður um af- drif stöðvarinnar sagði Jón Axel Rokk FM hafa verið „hálfgerðan bastarð sem varð aldrei nein út- varpsstöð“ og það hefði aldrei staðið til að halda rekstri hennar áfram. Þegar stöðvarnar tvær hættu útsendingum sagði Halldóra að engar fleiri skipulagsbreytingar væru framundan hjá útvarpssviði Norðurljósa en annað hefur nú komið í ljós. Spurður hvort hlust- endur mættu eiga von á að fleiri stöðvar Norðurljósa myndu hætta á næstunni svaraði Jón Axel svo ekki vera enda hefðu þær stöðvar sem eftir væru góða markaðsstöðu bæði meðal auglýsenda og hlust- enda. Í fréttatilkynningu frá 21. júní 2000 segir að það sé ætlun Norð- urljósa að halda áfram þeirri upp- byggingu sem orðið hefur á út- varpsmarkaðinum og ná enn betur til hlustenda og þar með til auglýs- enda. Síðan hefur þremur stöðvum verið lokað og tvær verið samein- aðar í eina. Spurður hvort fækkun stöðva væri hluti þessarar upp- byggingar svaraði Jón Axel ját- andi og sagði félagið vera að styrkja dreifikerfi þeirra stöðva sem nú væru í rekstri um allt land. „Við erum að gera reksturinn hjá okkur þannig að við séum með hæft fólk í öllum störfum, fólk sem við viljum hlúa vel að. Við viljum frekar gera færri stöðvar góðar heldur en margar af veikari mætti. Það er augljóslega miklu hag- kvæmara fyrir okkur að efla þær stöðvar sem við erum með í sam- keppni við Ríkisútvarpið, sem er með lögbundin afnotagjöld, þannig að hlustendur okkar njóti betri dagskrár og auglýsendur betri ár- angurs auglýsinga sinna.“ Gull hætt að útvarpa MAÐUR, sem réðst á annan mann við flatbökustað í Fákafeni í Reykja- vík á föstudagskvöld og stakk hann með hnífi í háls og brjóstkassa, hefur verið úrskurðaður í 30 daga gæslu- varðhald. Maðurinn var yfirheyrður hjá lög- reglu á laugardag en hann vildi ekki kannast við að hafa verið á staðnum þegar atburðurinn átti sér stað, sam- kvæmt upplýsingum hjá rannsókn- ardeild lögreglunnar í Reykjavík. Þetta mun vera í annað skiptið sem maðurinn er sagður ráðast að fórnarlambinu. Í fyrra skiptið réðst hann að honum með skærum en meiðslin reyndust ekki þá jafn alvar- leg. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi var líðan mannsins, sem var stunginn, eftir atvikum góð og hann telst ekki í lífshættu. Í gæsluvarðhald í 30 daga vegna hnífstungu RANNSÓKN lögreglunnar á Ísa- firði og rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu hefur ekki leitt í ljós hvers vegna eldur varð laus í úti- húsum að bænum Tröð í Önundar- firði þann 13. desember. Í frétt frá lögreglunni á Ísafirði segir að ekki hafi tekist að útiloka að kviknað hafi í út frá rafmagni. Ekki hefur heldur tekist að útiloka að kviknað hafi í út frá gastækjum sem notuð voru til að þíða frosið vatn í vatnsleiðslu í fjósinu. Skemmdir urðu mestar á fjósinu á bænum og tengibygging eyðilagð- ist.Tvær kvígur brunnu inni en bóndanum tókst að hleypa út fé og nautgripum, alls 120 gripum. Bruninn í útihúsunum að Tröð Óvíst um eldsupptök

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.