Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 14
AKUREYRI
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Iðnaðarhúsnæði, um 919 fm, þar af um 750 fm á
jarðhæð. Húsnæðið er staðsett í hinum nýja versl-
unarkjarna Akureyrar. Eignin býður uppá mikla
möguleika varðandi verslunarrekstur eða hvers
kyns miðlæga þjónustustarfsemi.
Allar frekari upplýsingar veitir
Björn Guðmundsson
Til sölu Dalsbraut 1
Strandgötu 29,
Akureyri,
símar 462 1744
og 462 1820,
fax 462 7746
Til sölu eða leigu glæsilegt
verslunar-, þjónustu- og skrifstofuhús-
næði á einum besta stað á Akureyri
Fasteignin Hvannavellir 14 er til sölu eða leigu. Um er að ræða hús-
næði á þremur hæðum og eru tvær neðri hæðir hússins lausar til af-
nota nú þegar. Stærð hússins er 2.861,6 fm. Þriðja hæðin er í útleigu
með langtímaleigusamningi. Fjölmörg bílastæði eru við húsið og
hentar það vel til reksturs fyrir hvers konar verslunar-, þjónustu- eða
skrifstofustarfsemi.
Með eigninni fylgir lóð og grunnur, ásamt teikningum, fyrir 1.000 fm
hús. Mögulegt er að kaupa eða leigja eignina í minni einingum.
Allar frekari upplýsingar veitir
Björn Guðmundsson, Fasteignasalan
BYGGÐ, Strandgötu 29, Akureyri.
Símar 462 1744 og 462 1820,
fax 462 7746
Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf. verður haldinn í kaffistofu
félagsins á Gleráreyrum, Akureyri, mánudaginn
15. janúar 2001 og hefst fundurinn kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt gr. 4.04 í samþykktum
félagsins.
2. Breytingar á samþykktum félagsins.
Tillaga til breytingar á gr. 2.01 um heimild stjórnar til að auka hlutafé félagsins í allt
að kr. 200.000.000,- með útgáfu nýrra hluta og að víkja frá lögboðnum áskriftarrétti
hluthafa.
Tillaga til breytingar á gr. 2.01 er kveður á um vernd réttinda eiganda skuldabréfs
með breytirétti í hlutafé við hækkun hlutafjár í félaginu með útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa.
Tillaga til breytingar á gr. 5.01 er kveður á um fjölda stjórnarmanna
3. Heimild til stjórnar um kaup á eigin hlutum.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Stjórn Skinnaiðnaðar hf.
Aðalfundur
FJÖLDI fólks lagði leið sína á hina
árlegu þrettándagleði Íþrótta-
félagsins Þórs á félagssvæðinu við
Hamar sl. laugardag. Þórsarar
hafa staðið fyrir þrettándagleði í
tæp 60 ár og nýtur hún jafnan
mikilla vinsælda og þá ekki síst
meðal yngstu kynslóðarinnar.
Dagskráin var með hefðbundnu
sniði, þar sem töluvert var um
söng. Kirkjukór Glerárkirkju söng
jólalög og ungur söngvari, Hafþór
Magni, tók einnig lagið, að
ógleymdum jólasveinunum, sem
nú hafa haldið til síns heima. Þá
steig Glanni glæpur úr Latabæ á
svið og lét ófriðlega. Glanni til-
kynnti framboð sitt til embættis
bæjarstjóra á Akureyri og reyndi
hann m.a. að kaupa atkvæði
barnanna með sælgæti. Hann lof-
aði börnunum sælgæti á hverjum
degi næði hann kjöri, þau mættu
vera óþæg á kvöldin og þyrftu
aldrei að bursta tennurnar. Þessi
kosningaloforð gengu þó ekki í
börnin, þótt sælgætið hafi verið
vel þegið, enda laugardagur
nammidagur á Akureyri eins og
annars staðar á landinu.
Álfakóngur og álfadrottning,
púkar og tröll voru fyrirferð-
armikil á svæðinu að venju, kveikt
var í myndarlegum bálkesti og í
lokin var boðið upp á glæsilega
flugeldasýningu.
Morgunblaðið/Kristján
Púkar voru fyrirferðarmiklir á þrettándagleði Þórs og létu öllum illum látum. Hér stíga nokkrir þeirra létt
dansspor við eitt af tröllunum en uppi á palli sungu jólasveinarnir af lífs og sálar kröftum.
Fjölmennt á þrettándagleði Þórs
VALDIMAR Brynjólfsson,
framkvæmdastjóri Heilbrigðis-
eftirlits Norðurlands eystra,
sagði að Egill Jónsson tann-
læknir á Akureyri yrði að fá
undanþágu frá umhverfisráðu-
neytinu vegna ónógrar lofthæð-
ar í tannlæknabíl sínum, áður en
heilbrigðisnefnd kjördæmisins
getur veitt honum starfsleyfi til
tannlækninga í bílnum.
Lofthæðin uppfyllir
ekki sett skilyrði
Valdimar sagði að lofthæðin í
tannlæknabílnum uppfyllti ekki
þau skilyrði sem sett væru um
almennar tannlæknastofur. Ekki
giltu neinar sérstakar reglur um
tannlæknastofur í bifreiðum og
því flokkaðist sú starfsemi undir
reglur um aðrar tannlæknastof-
ur. Hann sagði mörg dæmi þess
að veittar hafi verið undanþágur
vegna lofthæðar í tengslum við
atvinnustarfsemi.
Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu fyrir helgi sættir Eg-
ill sig ekki við að geta ekki feng-
ið tilskilin leyfi hjá yfirvöldum á
Akureyri. Valdimar sagði lögum
um hollustuhætti og mengunar-
varnir hafa verið breytt árið
1998 og að heilbrigðisnefndin
gæti ekki veitt undanþágu frá
ákvæðum reglugerða. Egill
þurfi því að sækja um undan-
þágu vegna lofthæðar til ráð-
herra og fáist sú undanþága
ætti heilbrigðisnefnd að geta
gefið út starfsleyfið. Þetta hafi
því ekkert með það að gera að
menn vilji ekki afgreiða málið
heima í héraði.
Valdimar sagði að Egill hafi
enn ekki sótt um undnaþáguna
til ráðherra en hefði hann gert
það strax væri trúlega búið að
afgreiða málið í ráðuneytinu.
Því verður bið á því að tann-
læknabíllinn verði tekinn í notk-
un.
Ráðherra getur veitt undanþágu vegna
lofthæðar í tannlæknabílnum
Enn ekki
verið sóttum
undanþágu
KYNNINGARFUNDUR vegna út-
boðs á einkaframkvæmd vegna
byggingar og reksturs rannsókna-
og nýsköpunarhúss við Háskólann á
Akureyri verður haldinn í dag,
þriðjudaginn 9. janúar, í stofu L201 í
Háskólanum á Akureyri á Sólborg
við Norðurslóð. Fimm ráðherrar
mæta á fundinn, þ.e. ráðherrar
menntamála, iðnaðar, landbúnaðar,
sjávarútvegs og umhverfis.
Á fundinum verður gerð grein fyr-
ir markmiðum verkefnisins og
fulltrúar í nefnd menntamálaráð-
herra um byggingu rannsókna- og
nýsköpunarhúss kynna aðferðafræði
og áætlun um framkvæmd þess.
Háskólinn mun ásamt um 20 rík-
isstofnunum leigja allt að 4.000 fer-
metra aðstöðu í húsinu en að auki er
gert ráð fyrir að fyrirtækjum, sem
vegna eðlis starfsemi sinnar hafa
hag af staðsetningu í rannsókna- og
þróunarumhverfi, gefist kostur á að
leigja aðstöðu þar. Húsnæðið verður
í eigu og rekið af einkaaðilum. Gert
er ráð fyrir að eigandi húsnæðisins
sjái leigjendum fyrir ýmiss konar
stoðþjónustu en lögð verður áhersla
á samnýtingu ýmissa þátta er rekst-
urinn varðar og hagkvæmni í nýt-
ingu rýma. Ríkisstjórnin samþykkti
skömmu fyrir jól að ráðist yrði í
byggingu rannsóknahússins en slíkt
hefur lengi verið til umræðu. Þar
verða sem áður segir um 20 stofn-
anir sem starfa á hinum ýmsu svið-
um, þannig að segja má að í húsinu
verði öflugur þekkingar- og tækni-
iðnaður þar sem sinnt verður fjöl-
breyttum rannsóknum.
Stofnanirnar sem um er að ræða
eru: Raunvísindakennsla Háskólans
á Akureyri, HA, Matvælasetur HA,
Ferðamálasetur HA, Rannsókna-
stofnun HA, Byggðarannsókna-
stofnun Íslands, Hafrannsókna-
stofnun Íslands, Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins, Orkustofnun, rann-
sóknasvið, Frumkvöðlasetur á veg-
um iðnaðarráðuneytis, Veiðistjóra-
embættið, Náttúrufræðistofnun
Íslands, Akureyrarsetur, Stofnun
Vilhjálms Stefánssonar, CAFF,
PAME, útibú Veðurstofu Íslands,
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins,
Veiðimálastofnun, Skógrækt ríkis-
ins, Norðurlandsskógar, Yfirkjöt-
mat og Búnaðarsamband Íslands.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir
geti hafist síðar á þessu ári og þeim
verði lokið á árinu 2003.
Starfsemi á vegum Háskól-
ans og 20 stofnana í húsinu
Útboð vegna rannsókna- og nýsköpunarhúss
DREGIÐ hefur verið í áramótaleik
félagsmanna KEA, en leikurinn fólst í
því að svara fimm spurningum og
finna svarið í síðasta tölublaði KEA-
fregna. Þátttaka var góð, en um 900
svör bárust. Þeir sem duttu í lukku-
pottinn eru: Kolbrún Pálsdóttir, Dal-
vík; Snjólaug Kristindóttir, Ólafsfirði;
Lilja Guðlaugsdóttir, Húsavík; Guð-
mundur St. Jacobsen, Akureyri; og
Anna S. Helgadóttir, Vöglum I,
Fnjóskadal. Vinningshafar hafa feng-
ið send gjafabréf upp á 15.000 krónur
hver og er um að ræða vöruúttekt að
eigin vali í Nettó, Strax eða Úrvali.
Dregið í ára-
mótaleik
félagsmanna
KEA
♦ ♦ ♦