Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 16

Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI AÐALFUNDUR Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga samþykkti að fram fari póstaf- greiðsla meðal starfandi félags- manna um boðun ótímabundins verkfalls félagsmanna á fiskiskipum er hefjist þann 15. mars nk. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslan stendur til 15. febrúar nk. Í umræðum um kjaramál á aðal- fundinum voru útvegsmenn hvattir til að virða reglur lýðræðisins og hefja nú þegar raunverulegar samn- ingaviðræður. Þá lýsti fundurinn áhyggjum yfir framkomnu frum- varpi samgönguráðherra um áhafnir íslenskra skipa, sem felur í sér rót- tæka breytingu á atvinnuréttindum skipstjórnarmanna og þar með fækkun réttindamanna um borð í fiskiskipum. Jafnframt telur fundur- inn flest rök mæla gegn þessum breytingum og hvetur stjórn félags- ins að fylgjast vel með framgangi málsins. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, var gestur fundarins og flutti hann fróðlegt er- indi um haf- og fiskirannsóknir. Hann skýrði einnig grunninn að fisk- veiðiráðgjöf stofnunarinnar og lagði áherslu á mikilvægi þess að eiga gott samstarf við skipstjórnarmenn. Árni Bjarnason formaður Samþykkt var tillaga þess efnis að skora á sjávarútvegsráðherra að opna nú þegar þau reglugerðarhólf sem banna togveiðar á Vestfjarða-, NV- og NA-miðum. Fulltrúar Hampiðjunnar mættu einnig á fund- inn og kynntu þróun og helstu nýj- ungar í veiðum og veiðafæragerð. Í stjórn Skipstjóra- og stýri- mannafélags Norðlendinga sitja 9 manns en formaður er Árni Bjarna- son, stýrimaður á Akureyrinni EA. Samþykkt aðalfundar Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga Atkvæði greidd um boðun ótíma- bundins verkfalls FÉLAG hjartasjúklinga á Eyja- fjarðarsvæðinu hefur afhent Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri hjartalínu- rita. Gísli Eyland, formaður félagsins, greindi frá aðdraganda þess að ráðist var í kaup á fullkomnu og dýru tæki, en söguna má rekja til þess að Pétur Pétursson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri, heimsótti félagsmenn á afmæl- isdegi þess á liðnu hausti. Þar fór hann með gamanmál en kvaddi félaga með þessum vísum: Enn ég safna meiri mör því margt ég fékk að smakka. Heim er best að flýta för og fyrir sig að þakka. Ef þið sýnið á því lit að auðga mína ferð helst ég kysi hjartarit af Hewlett Packard-gerð. Gísli sagði þessar vísur Péturs með dýrustu vísum sem kveðnar hefðu verið, því vitanlega hefðu menn strax hafist handa við að safna fyrir tækinu, sem kostaði um 700 þúsund krónur. Gísli vildi ekki vera eftirbátur Péturs og sendi honum aðlokum þessa kveðju: Þó ástæðuna enginn viti við ætlum þig að styrkja með Hewlett Packard-hjartariti, svo hættir þú að yrkja. Pétur þakkaði höfðinglega gjöf og sagði aðdragandann hafa verið ánægjulegan og ekki hefði sér tekist að semja betur við nokkra aðra. Hann sagði stofnun eins og heilsu- gæslustöðinni mikilvægt að eiga góða að, líkt og nú hefði komið á dag- inn með félagsmenn í Félagi hjarta- sjúklinga. Morgunblaðið/Kristján Pétur Pétursson, yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni á Akureyri, tók við hjartalínuritanum. Með honum á myndinni eru Margrét Guðjónsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar, og Gísli Eyland, formaður Félags hjartasjúklinga, sem afhenti gjöfina. Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæð- inu og Heilsugæslustöðin á Akureyri Dýrt kveðnar vís- ur færðu stöðinni hjartalínurita Mývatnssveit - Golfklúbbur Mý- vatnssveitar og Björgunarsveitin Stefán gengust fyrir brennu og flugeldasýningu á Ytri-Höfða við Reykjahlíð á þrettándadagskvöld og einnig voru þeir með flug- eldasýningu á Álftabáru vestan við Skútustaði síðar þetta sama kvöld. Veður var meinlaust í sveitinni á þrettándanum, ólíkt því sem verið hafði á gamlársdag, en þá var versta norðan hríðarveður og alls ekkert flugeldaveður. Af þeim sökum hafði þessum þætti áramótagleðinnar verið frestað þar til nú. Ef undan er skilinn hríð- arhvellur á gamlársdag má segja að tíð hafi verið meinlaus um jól- in. Skýjað flesta daga og mein- laus norðanátt með smáéljum. Snjór er ekki mikill í byggð en meiri til fjalla. Færð er yfirleitt góð á vegum. Morgunblaðið/BFH Eldurinn á Ytri Höfða speglast í vök á vatninu Þrettándinn í Mývatnssveit Áramóta- flugeldum loks skot- ið á loft Höfn - Sinueldur kviknaði út frá flugeldi í Nesjahverfi á Hornafirði rétt fyrir kl. 6 á þrettándakvöld. Jörð er mjög þurr á Hornafirði núna og þar sem nokkuð hvasst var breiddist eldur- inn mjög hratt út. Slökkvi- liðið var fljótt á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Svæðið sem brann er á að giska 1 hektari að stærð. Eldurinn fór mjög nálægt Hæðargarði, þar sem standa um 20 einbýlishús, en að sögn lögreglunnar voru þau ekki í verulegri hættu, því vindátt var hagstæð. Sinueldur á Höfn á þrettánda Morgunblaðið/Sigurður Hannesson Grindavík - Mikið fjölmenni var á þrettándagleði Grindvíkinga enda veðrið mjög gott þótt kalt væri. Eins og undanfarin ár voru álfa- kóngur og álfadrottning í far- arbroddi mikillar göngu en að þessu sinni var álfabrennan, söng- urinn og flugeldasýningin á hafn- arsvæðinu því hús eru risin á þeim stað sem áður var notaður fyrir þessa uppákomu. Flugeldasýningin var hin glæsilegasta en hún var í boði fyrirtækja í Grindavík en í um- sjón Björgunarsveitarinnar Þor- björns. Þennan dag nota börnin í bænum tækifærið til að klæða sig upp í alls konar búninga og greinilegt var að margir höfðu lagt sig fram um að gera sig sem óþekkjanlegastan. Þegar börnin eru komin í búning- inn er farið í hópum um bæinn og bankað upp á í flestum húsum til að fá eitthvað gott í pokann. Þessar „sníkjuferðir“ eru alltaf jafn- vinsælar hjá börnunum og ekki er laust við að eitthvað verði að gera hjá tannlækninum ef taka á mið af öllu því sælgæti sem börnin fengu í pokana sína. Morgunblaðið/GPVÞessi litli jólasveinn heitir örugglega Stúfur. Þrettánda- gleði í Grindavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.