Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 18
VIÐSKIPTI
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNIR Austurbakka hf.
og Thorarensen lyfja ehf. hafa
ákveðið að hætta áformum um
samruna og hefur viðræðum
nú verið slitið.
Samkomulag tókst í megin-
atriðum um samruna félag-
anna rétt fyrir miðjan des-
ember en fjármálaráðgjöf
Landsbankans hafði unnið að
samrunaferlinu í samstarfi við
félögin tvö. Samanlögð velta
fyrirtækjanna hefði numið
rúmlega fjórum milljörðum
króna á ári en samkomulag
um eignaskiptingu lá fyrir í
desember.
Strandaði ekki
á skiptahlutfalli
Stefán Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Thorarensen lyfja, segir að
þegar á viðræðurnar leið hafi báðum
aðilum þótt „kúltúr“ fyrirtækjanna
ekki passa alveg saman. Viðræðum
hafi fyrst og fremst verið slitið af
þeim sökum. „Við vorum í raun ekki
að rífast um neitt en auðvitað fara
menn ekki í samruna af þessu tagi
nema þeir sjái fram á betri tíð. Allt
fór þetta fram í bróðerni en svona fer
þetta stundum.“
Árni Þór Árnason, framkvæmda-
stjóri Austurbakka, segir að vissu-
lega hefði verið um mjög spennandi
samruna að ræða ef allt hefði gengið
upp. Hjá Thorarensen lyfjum starfi
mjög gott fólk sem vinni að merki-
legum verkefnum og það séu vissu-
lega vonbrigði að þetta hafi ekki
gengið upp. Bæði fyrirtækin hafi séð
ákveðna hagræðingarmöguleika
með samruna félaganna. Vanda-
málið sé hins vegar að rekstrarfyr-
irkomulagið hjá Austurbakka og
Thorarensen lyfjum er nokkuð ólíkt
og báðir hafi viljað halda í sitt fyr-
irkomulag. Þá hafi húsnæðismálin
einnig verið ákveðið vandamál:
Thorarensen lyf séu að byggja stórt
húsnæði og Austurbakki nýbúinn að
reisa sér hús en ljóst hafi verið að
ekki yrði hægt að koma sameinuðu
fyrirtæki fyrir á öðrum hvorum
staðnum. „Oft er erfiðast að ná fram
samkomulagi um skiptahlutfall en
það strandaði ekki á því nú. Aust-
urbakki er skráður á hluta-
bréfamarkað og stjórnendur
hans og hluthafar gera kröfu
um að við samruna við annað
félag náist samlegðaráhrif til-
tölulega fljótt. Staðreyndin er
sú að það var ekki sjáanlegt
að við æðum fram samlegð-
aráhrifum á skömmum tíma
þótt vissulega væri hægt að
ná þeim þegar til lengri tíma
er litið.“
Veltan jókst
um 300 milljónir
Aðspurður segir Árni að
velta Austurbakka hafi vaxið
verulega á liðnu ári. „Velta
okkar var 1.604 milljónir árið
1999 án virðisaukaskatts en í fyrra
fór hún í 1.903 milljónir. Það gerir
tæplega 19% aukningu milli ára og
við höfum vaxið verulega eða í kring-
um 300 milljónir á ári undanfarin ár.
Við tókum inn nokkur ný umboð með
starfsmönnum á árinu, bæði í bjór og
hráefni til iðnaðar og erum því á
fullri siglingu.
Við erum líkt og aðrir á markaðin-
um alltaf að líta í kringum okkur eft-
ir tækifærum enda er markaðurinn
orðinn mjög lifandi. Markmið okkar
er að stækka og verða betri en það er
auðvitað spurning hversu dýru verði
menn eru tilbúnir að kaupa stækk-
unina. Að mínu viti hafa menn oft
farið fram á alltof hátt verð en það
kann ef til vill að breytast.“
Stjórnir Austurbakka hf. og Thorarensen lyfja ehf.
Ekki verður
af sameiningu
Stefán
Bjarnason
Árni Þór
Árnason
„VIÐ bjóðum upp á tvíþætt kerfi í
flutningum til og frá Bandaríkjun-
um,“ segir Ólafur Ólafsson, for-
stjóri Samskipa, í samtali við Morg-
unblaðið vegna samstarfs Atl-
antsskipa og Samskipa í flutningum
til Bandaríkjanna. „Annars vegar
bjóðum við vikulega þjónustu frá
flestum aðalhöfnum Bandaríkjanna
til Íslands í gegnum Rotterdam.
Þessir flutningar eru með Maersk,
sem er stærsta skipafélag heims.
Hins vegar vorum við með sam-
starfssamning við Eimskipafélagið
og sá samningur hljóðaði upp á sigl-
ingar aðra hverja viku frá Íslandi til
Norfolk. Samkeppnisstofnun ógilti
samning okkar við Eimskip og við
höfum siglt sjálfir til Bandaríkj-
anna frá því í ágúst,“ segir Ólafur.
Hann segir flutningstíðnina hafa
verið lægri þann tíma sem félagið
hefur sjálft séð um þessar siglingar,
en eftir samninginn við Atlantsskip
bjóði Samskip aftur siglingar frá
Íslandi til Norfolk aðra hverja viku.
Spurður að því hvort viðskipta-
vinir Samskipa mundu finna fyrir
einhverjum breytingum vegna
þessa samnings, svo sem á
verðskrá, sagðist Ólafur ekki
reikna með að svo yrði. Eina breyt-
ingin fyrir viðskiptavini félagsins
yrði í raun sú að nú yrðu aftur
boðnar siglingar til Bandaríkjanna
á tveggja vikna fresti, eins og verið
hefði fram til ágústs síðastliðins.
Ameríkuflutningar Samskipa
Flutningstíðnin
eykst á ný
SÖLUAUKNING í smásöluverslun-
um í Bandaríkjunum í desember var
sú minnsta í mörg ár og stórar keðj-
ur hafa þurft að loka hluta verslana
sinna vegna samdráttar. Verslunar-
keðjan Bonus Dollar Stores, sem er
að hálfu í eigu Baugs hf., hyggur á
skráningu á markað um mánaðamót-
in febrúar/mars. Tryggvi Jónsson,
aðstoðarforstjóri Baugs, var spurður
að því hvort þessar markaðsaðstæð-
ur hefðu haft áhrif á Bonus Dollar
Stores og þau áform að fara með
keðjuna á markað. Tryggvi sagði að
þessi samdráttur í smásölu í Banda-
ríkjunum hefði fyrst og fremst haft
áhrif á verslanir sem selja fatnað,
tæki og þess háttar, en síður á doll-
arabúðirnar. Ein dollaraverslun,
sem skráð sé á markað, hafi þó til-
kynnt um samdrátt.
„Við erum hins vegar með sölu-
aukningu, búð á móti búð,“ sagði
Tryggvi. Þetta sagði hann að væri
fyrir utan söluaukningu vegna opn-
unar nýrra verslana.
Söluaukning hjá Bonus
Dollar Stores