Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 24

Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 24
ÚR VERINU 24 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstofutækni 250 stundir! Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru:  Handfært bókhald  Tölvugrunnur  Ritvinnsla  Töflureiknir  Verslunarreikningur  Glærugerð  Mannleg samskipti  Tölvubókhald  Internet STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!. Steinunn Rósq, þjónustu- fulltrúi, Íslenska Útvarpsfélaginu Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli Íslands B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6 Opið til kl. 22.00 „ÞAÐ er almenn ánægja með að vinnsla skuli vera hafin á ný eftir brunann. Við vonumst til þess að verða með nokkuð stöðuga vinnslu, svo fremi sem bæði síld og loðna veiðist, en bolfiskvinnsla er engin eins og er,“ segir Jón Ólafur Svansson, framleiðslustjóri Ís- félagsins í Vestmannaeyjum, í sam- tali við Verið. „Það er létt yfir fólk- inu og það er framar vonum að komast svona snemma í gang.“ Vinnsla hófst í Ísfélagi Vest- mannaeyja á ný síðastliðið laug- ardagskvöld. Þá hófst síldarfryst- ing um miðnættið en Gullberg VE kom þá með 900 tonn af góðri síld til Eyja. Þetta er í fyrsta sinn frá því vinnsluhúsnæði Ísfélagsins varð eldi að bráð fyrir um mánuði að unnið er í húsinu. Vinnslan nú fer fram á tveimur stöðum. Vestast í byggingunni sem brann, en vestasti hluti hennar slapp skást og hefur húsnæðið ver- ið hreinsað, er byrjað að flokka og flaka síld. Síldin er svo fryst í hinu gama Ísfélagi, sem kallað er, en það er í sama húsnæði og skrif- stofur félagsins. Fiskur hefur ekki verið unninn þar árum saman, nema í undantekningartilfellum í loðnufrystingu. „Við byrjuðum að vinna á mið- nætti aðfaranætur sunnudagsins og síðan hefur verið unnið á vökt- um,“ segir Jón Ólafur Svansson. „Þetta voru 900 tonn og ætli við séum ekki þrjá sólarhringa að klára þetta. Síldin er sjókæld og við tökum upp úr skipinu eins og þetta vinnst hjá okkur. Við erum bara með þetta eina skip á síldinni svo það verður eitthvert hlé á milli.“ Jón segir að 70 til 80 manns vinni við síldarfrystinguna. Stærsta síldin sé flökuð fyrir markaðinn í Japan og hana þurfi að millileggja og það skapi töluverða vinnu, en gefi á móti betur af sér. Hitt er flakað fyrir markaði í Evrópu, meðal annars SÍF í Frakklandi. 13 frystiskápar að láni „Afkastagetan í frystingunni hjá okkur nú er um 100 tonn á sólar- hring, en við erum búnir að fá lán- aða 13 frystiskápa fyrir um 150 tonna frystigetu alls frá Þormóði ramma. Þessir skápar voru í gömlu frystihúsi á Stokkseyri en eru nú komnir hingað út í Eyjar og það tekur um tíu daga að koma þeim upp. Við ætlum svo í loðnufryst- ingu líka, fyrst á Rússland og síðan Japan, og vonum hið besta um framhaldið,“ segir Jón Ólafur Svansson. Morgunblaðið/Sigurgeir Vinnsla er nú hafin á ný í Ísfélaginu eftir brunann mikla. Unnið er að síldarflokkun og flökun í vestasta hluta hússins sem brann, en hann er nú kominn í gagnið á ný. Síldin er svo fryst í gamla Ísfélaginu. „Létt yfir fólkinu“ FYRSTA loðna ársins veiddist um 40 til 50 mílur út af Norðfjarðarhorni í fyrrakvöld og fengu nokkur skip góð köst, einkum í flottroll. Um 10 bátar voru á miðunum í gær og fleiri á leiðinni en Hákon ÞH varð fyrstur til að landa loðnu á öldinni, kom með um 750 tonn til Neskaupstaðar skömmu eftir hádegi í gær. Góður markaður í Rússlandi Oddgeir Jóhannsson, skipstjóri á Hákoni, segir að aflinn hafi fengist í þremur hölum. „Við fengum fyrst um 150 tonn og svo tvisvar sinnum 300 tonn,“ segir hann. „Þetta eru mikil viðbrigði frá síldinni en ég held að þetta sé allt í lagi,“ segir hann um loðnuna. „Hún er neðarlega. Auðvelt er að ná henni í trollið en eitthvað verra í nótina.“ Freysteinn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri útgerðar hjá Síldar- vinnslunni hf., segir að loðnan sé fal- leg að sjá, „en það er ansi mikil ljósáta í henni og of mikil til að hægt sé að frysta hana á Rússlandsmark- að“. Hann segir að nú sé ágætur mark- aður fyrir frysta loðnu í Rússlandi en gera megi ráð fyrir að Rússar og Norðmenn fari að veiða loðnu um mánaðamótin og þá harðni á dalnum. Verðið sé gjarnan hæst í byrjun en svo lækki það og hækki ekki aftur fyrr en um mitt sumar. Leiðangrar á döfinni Árni Friðriksson RE og Bjarni Sæmundsson RE, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, fara í loðnuleiðangra austur fyrir land á næstu dögum, Bjarni væntanlega á fimmtudag og Árni skömmu síðar. Loðnan farin að gefa sig Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaup- stað, afhendir Oddgeiri Jóhannssyni, skipstjóra Hákonar, köku með eft- irfarandi áletrun: „Áhöfnin á Hákoni ÞH 250. Til hamingju með fyrsta loðnufarminn á öldinni. SVN.“ STÍGANDI ehf. í Vestmannaeyjum, útgerð togskipsins Ófeigs VE, var í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag dæmd til að greið skipverja á Ófeigi rúmar 900 þúsund krónur vegna ósamræmis milli aflauppgjörs og afla- verðmætis. Stefnandi, Bergur Páll Kristinsson, var skipverji á Ófeigi VE og gerði kröfu vegna launagreiðslna mánuðina júlí til nóvember árið 1999. Hann gegndi þá stöðu 2. stýrimanns á Ófeigi VE en gegndi í nokkrum veiði- ferðum stöðu 1. stýrimanns. Hann taldi að hlutur sinn á tímabilinu hafi verið reiknaður of lágur og krafði út- gerð skipsins, Stígandi ehf., um þann mismun sem hann taldi þar á vera, samtals rúmlega 900 þúsund krónur. Á þessu tímabili var afli skipsins seld- ur í litlum mæli á markaði innanlands. Mestur hluti aflans var seldur Blá- bergi ehf., sem síðan seldi aflann á markaði í Bretlandi. Var aflinn ísaður í kassa og annaðist áhöfn Ófeigs VE löndun og frágang í gáma. Sölur til Blábergs til málamynda Taldi Bergur að uppgjör ætti ekki að byggjast á sölu skipsins til annarra en þeirra aðila sem kaupi á markaði erlendis, en ekki á skráðum sölum til Blábergs ehf. Slíkar sölur væru til málamynda og ekki gerðar til annars en að hlunnfara áhöfn skipsins. Fyrir dómi mótmælti útgerðin því að sala á afla Ófeigs VE til Blábergs ehf. hafi verið ólögmæt og til mála- mynda. Hélt hún því fram að fiskverð sé ákveðið mjög mismunandi eftir því hvert afla sé ráðstafað. Þegar afli sé seldur til innlendra aðila skipti meg- inmáli um verð hvort honum sé ráð- stafað til vinnslu eða ekki. Sé ráðstaf- að til vinnslu hafi verið talið eðlilegt að miða við verð á fiskmörkuðum á viðkomandi svæðum. Taldi útgerðin sig hafa sýnt fram á að söluverð til Blábergs ehf. var ekki lægra en sölu- verð á Fiskmarkaði Vestmannaeyja. Ennfremur benti útgerðin á að gert hafi verið sérstakt fiskverðssam- komulag við áhöfn Ófeigs VE í sept- ember 1998. Söluverð á því tímabili sem um sé deilt hafi í öllum tilvikum verið hærra en þar sé miðað við. Skyldleiki milli Stígandi og Blábergs Í niðurstöðu dómsins segir að sam- kvæmt 1., 2. og 3. gr. laga nr. 24/1986 skuli skiptaverðmæti afla reiknað frá því verði sem útgerðin fær fyrir aflann, með misjöfnu hlutfalli eftir því hvernig afla er ráðstafað. Reiknað skuli frá heildarverði, með tilgreind- um frádrætti samkvæmt 3. gr. þegar afli er sendur með öðru skipi til sölu erlendis. Samkvæmt grein 1.03 í kjarasamn- ingi Farmanna- og fiskimannasam- bands Íslands og Landssambands ís- lenskra útvegsmanna skuli yfir- mönnum tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er. Síðan segi að útgerð- armaður hafi með höndum sölu aflans og hafi til þess umboð áhafnar að því er aflahlut hennar varðar. Samkvæmt skilgreiningu áður- nefnds kjarasamnings sé ekki aug- ljóst að stefndi og Bláberg ehf. séu skyldir aðilar. Við nánari könnun blasi skyldleikinn þó við. Þorsteinn Viktorsson sé hluthafi í Blábergi auk eiginkonu sinnar, en bæði séu þau skráð prókúruhafar fyrir stefnda, Stígandi ehf., en foreldrar Þorsteins séu hluthafar í því félagi. Stefndi hafi ekki skýrt viðskiptalegan grundvöll fyrir viðskiptum sínum við Bláberg ehf., þ.e. hvernig verð var fundið í þessum viðskiptum. Ljóst sé af bréfi stefnda til Verðlagsstofu, sem hann lagði sjálfur fram, að verðið milli Blá- bergs og stefnda sé reiknað og ákveð- ið eftir að upplýsingar um sölu og þar með söluverð erlendis eru fengnar. Sé augljóslega um að ræða viðskipti þar sem öll sagan er ekki sögð í þeim reikningsafritum sem stefndi hefur lagt fram í málinu. Ekki sé að neinu leyti á því söluverði, sem þar er til- greint, byggjandi við útreikning á aflahlut áhafnar Ófeigs VE, þ.á m. aflahlutar stefnanda. Stígandi ehf. var því dæmd til að greiða Bergi Páli Kristinssyni 901.161 krónur með dráttarvöxtum og 300.000 krónur í málskostnað. Þá á stefnandi sjóveð- rétt í Ófeigi til tryggingar framan- greindum fjárhæðum. Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari, kvað upp dóminn. Skipverja á Ófeigi VE dæmdar 900 þúsund króna bætur Ósamræmi í uppgjöri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.