Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 28
ERLENT 28 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ KÍNVERSKIR leiðtogar hafa mikl- ar mætur á launung, svo sem kunn- ugt er. En þeirri hulu sem hvílt hefur yfir því, hvernig hinn almáttugi flokkur tekur mikilvægar ákvarðan- ir, hefur að nokkru verið lyft vegna þess mikla magns af einstæðu efni sem birtist nú í mánuðinum um það sem gerðist á bak við tjöldin varð- andi fjöldamorðin alræmdu á Torgi hins himneska friðar [Tianamen- torgi] árið 1989. Það efni sem er að finna í bókinni, sem ég kom með frá Kína og ákvað að birta opinberlega, samanstendur af hundruðum skjala, þ. á m. fund- argerðir og afrit af fundum þar sem mikilvægustu leiðtogar Kínverska alþýðulýðveldisins íhuguðu hvernig bregðast skyldi við mótmælaaðgerð- unum á torginu. Helstu ræður, minnispunktar um örlagarík símtöl milli leiðtoga, leynilegar skýrslur frá leyniþjónustum og boð frá lögregl- unni og hernum. Í heild gefa þessi skjöl fágæta innsýn í vinnubrögð kínverskra leiðtoga. Sem vitni að og þátttakandi í at- burðunum á Torgi hins himneska friðar, og hafandi aðgang að skjala- safninu, taldi ég það skyldu mína að birta þessar færslur um ákvarðan- irnar sem lágu til grundvallar því sem gerðist. Sannleikurinn um það sem gerðist 1989 var lokaður inni í leynilegu skjalasafni flokksins i Pek- ing í meira en áratug. Ég ákvað að láta mig þetta varða, þótt því fylgi áhætta, vegna þess að ég tel að þeir sem vilja vinna Kína gagn verði að velta rækilega fyrir sér þeim lexíum sem læra má af atburðunum á Torgi hins himneska friðar. Þrátt fyrir að miklar breytingar hafi orðið síðan 1989 þurfa Kínverjar ekki aðeins að breyta úrskurðinum um 4. júní- hreyfinguna sem „andbyltingarupp- reisn“, heldur líka að koma aftur á skrið þeim pólitísku umbótum og lýðræðisþróun sem hafnar voru. Ég tel að þessi skjöl muni hjálpa til við að ná þessum torsóttu markmiðum. Þótt fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar 4. júní 1989 hafi ver- ið framin fyrir rúmum tíu árum hafa þau ekki horfið úr minni fólks. Saga Kína virðist hafa frosið á þessum degi. Allt of mörgum spurningum er ósvarað um þessa atburði. Fyrsta skrefið í að endurmeta nákvæmlega, fyllilega og á hlutlægan hátt hvað gerðist verður að fela í sér, eins og Deng Xiaoping sagði og frægt varð, „leit að sannleikanum í staðreynd- um“. Einungis þannig er hægt að endurreisa hina réttu mynd af sög- unni. Ég tel að eftirfarandi fjórar lexíur ættu að vera leiðarljós þeirra sem nú vinna að breytingum í Kína og hafa hvatt mig til dáða í þessu máli. Í fyrsta lagi: Þrátt fyrir að kín- verska kommúnistastjórnin sé orðin gegnumspillt hefur hún fest sig í sessi með hagvexti og bættum lífs- kjörum fólks. Þessi árangur hefur gert henni kleift að efla stofnana- bundna íhlutun sína á næstum því hverju einasta sviði samfélagsins. Ekkert stjórnmálaafl í Kína getur veitt henni mótspyrnu. Fólk, sem líkar ekki það sem flokkurinn gerir, verður að gera sér grein fyrir því að það getur ekki snúið sér neitt annað; það getur einungis treyst á sig sjálft. Jafnvel þótt kommúnismi í Kína virðist vera að líða undir lok mun ekki verða hægt að fella Kínverska kommúnistaflokkinn utan frá, held- ur þurfa meðlimir flokksins sjálfir að gera það. Í öðru lagi: Í ljósi þess að Komm- únistaflokkurinn hefur tögl og hagldir á öllum sviðum valdakerfis- ins byggist lýðræðisþróun í Kína á kröftum sem eiga rætur í Kína. Þeir sem hafa unnið erlendis að lýðræð- isþróun, frelsi, lögum og rétti og hafa leitað stuðnings alþjóðasamfélagsins hafa sinnt nauðsynlegu starfi. En eiginlegar lausnir á vandamálum Kínverja verður að finna heimafyrir. Í þriðja lagi: Breytingar innan frá eru mögulegar vegna þess að Kín- verski kommúnistaflokkurinn nú á dögum er svipaður og Sovéski kommúnistaflokkurinn var 1989. Það sem utan frá lítur út eins og traust bygging getur hrunið til grunna á einni nóttu. Langt er síðan Kínverski kommúnistaflokkurinn hætti að vera hefðbundinn kommún- istaflokkur. Hann er nú samsafn brota með margvísleg markmið og mismunandi hugmyndafræði. Mun- urinn á milli róttæklinga og íhalds- manna í flokknum er nú meiri en munurinn á milli flokksins og hins sögulega andstæðings hans, Kuom- ingtang. Hópur lýðræðissinnanna í flokkn- um gegnir lykilhlutverki í að koma á pólitískum breytingum. Þannig að það sem mun koma í stað Kínverska kommúnistaflokksins verður að öll- um líkindum að vera nýtt afl sem sprettur upp innan flokksins; hópur sem harmar mistök kommúníska kerfisins, hópur sem er staðráðinn í að koma á heilbrigðu lýðræði. Þessi hópur mun taka höndum saman með lýðræðisöflum bæði heima fyrir og erlendis til að koma á raunverulegu lýðræði. Í fjórða lagi: Breyting á dómnum 4. júní er sögulega óhjákvæmileg, auk þess að vera ósk flestra Kín- verja. 4. júní íþyngir hverjum ein- asta kínverskum föðurlandsvini; langflestir Kínverjar vita að opinber endurskoðun er einungis tímaspurs- mál. Reyndar hafa verið skiptar skoðanir um atburðinn innan æðstu forystu flokksins frá því hann varð. Nú eru látnir margir þeirra sem báru ábyrgð á þeirri ákvörðun að láta til skarar skríða – og má þar fremstan telja Deng Xiaoping og aðra í öldungaráði flokksins. Þess vegna eru kröfur um breytingu á dómnum að verða háværari, bæði innan og utan flokksins. Þessar kröf- ur munu smám saman verða að hinu viðtekna viðhorfi og frjálslynd öfl innan flokksins munu án efa bregð- ast við með því að grípa sögulegt tækifæri ekki einungis til að breyta dómnum heldur til að ýta undir að kommúníska kerfinu verði varpað fyrir róða. Kínverskt lýðræði á enn langt í land. Meðal annars þarf það á að halda stétt vel menntaðra aðgerða- sinna sem það varð af er margt ungt fólk hvarf frá Kína til að stunda nám og eignast betra líf annars staðar. Jafnvel þótt hættur blasi við og mik- illa fórna sé krafist ætti þetta unga fólk að snúa aftur og taka höndum saman með þeim Kínverjum, þ. á m. í Kommúnistaflokknum, sem vinna að breytingum. Eins og Lu Xun komst að orði: „Sannur hermaður vogar sér að horfast í augu við dapurleika lífs- ins og sjá blóðið sem þar drýpur.“ eftir Zhang Liang The Tianamen Papers [Tianamen- skjölin], var tekin saman af Zhang Liang, ritstýrt af Andrew J. Nathan, við Columbia-háskóla, og Perry Link, við Princeton-háskóla, með eft- irmála eftir Orville Schell, við Há- skólann í Kaliforníu í Berkeley, og gefin út nú í mánuðinum af Public Affairs Press. Bókin greinir frá at- burðum vorsins 1989 í Kína og var tekin saman úr þúsundum síðna af skjölum er lekið var af æðstu stigum kínversku stjórnarinnar. © Project Syndicate. Ástæða þess að ég birti Tianamen-skjölin KOSIÐ var á nýjan leik í ellefu kjör- dæmum í Aserbaíd- sjan á sunnudag. Þingkosningar fóru fram í landinu 5. nóvember en hluti af þeim kosningum var dæmdur ógildur. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, þing- maður Samfylking- arinnar, var á svæðinu á vegum Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evr- ópu (ÖSE) til að fylgjast með fram- kvæmd kosning- anna. Morgunblaðið hafði samband við hana í gær og sagði hún að framkvæmd kosninganna hefði gengið skár nú en í nóvember. „Það vantar samt enn nokkuð upp á að þær hafi verið nægilega lýðræðislegar, en þetta var í átt- ina,“ sagði Ásta. Að hennar sögn gerði ÖSE athugasemdir við undirbúning kosninganna og var brugðist við þeim. „Það er hins vegar áhyggjuefni að helstu stjórnarandstöðuflokkar tóku ekki þátt í kosningunum og því komu atkvæðin í hlut stjórnar- flokka og óháðra. Einn stjórn- arandstöðuflokkur tók reyndar þátt en hefur ekki ákveðið hvort hann tekur sæti á þingi.“ Stjórnarandstöðuflokkarnir gerðu athugasemdir við fram- kvæmd kosninganna sl. nóvem- ber og kröfðust þess að þær yrðu endurteknar í heild sinni. „Þegar við frá ÖSE vorum hér í desember ræddum við við stjórnarandstöðuflokkana og hvöttum þá til að taka þátt í kosningunum. Það er mikilvægt fyrir lýðræðisþróun í landinu að sem flestar raddir heyrist. Þeir ákváðu í framhaldi af því að taka þátt í þessum kosningum en drógu sig svo út nú rétt fyrir helgi.“ Bar á kosninga- svindli Ásta segir nokkuð hafa borið á svindli í kosningunum um helgina og segir hún það verða skoðað nánar. „Við fundum fyrir því að umsjón- armenn kosninga á nokkrum stöðum voru undir miklum þrýstingi, því kosningar teljast ekki gildar nema þátttaka sé 25%. Þetta verður skoðað nán- ar.“ Umsókn Aserbaídsjans um að- ild að Evrópuráðinu verður tekin til skoðunar um miðjan mánuð og segir Ásta að eftirlitsmenn ÖSE muni fyrir þann tíma skila inn umsögn um ástandið þar. Ásta vill ekki spá um hvaða ákvörðun Evrópuráðið muni taka en telur sjálf heppilegt að landið verði tekið inn ásamt Armeníu. „Ég tel fulla ástæðu til að veita landinu aðild, með henni væri hægt að veita því enn frekari að- stoð á leið í átt til lýðræðis.“ Ásta segir sæmilega friðvæn- legt í landinu núna, en að ljóst sé að í mannréttindamálum sé víða pottur brotinn. „Ég ræddi t.d. í gær við mæður hermanna sem teknir voru höndum er ríkis- stjórninni var steypt af stóli fyr- ir sjö til átta árum. Þeir sitja í fangelsi fyrir engar sakir, að þeirra sögn við hörmulegar að- stæður, og fleiri dæmi í þessum dúr eru kunn.“ Endurteknar kosningar í Aserbaídsjan Miðar í lýð- ræðisátt Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir EKKI létu allir sannfærast um að Saddam Hussein Íraksforseti væri heill heilsu, þrátt fyrir að hann hefði komið fram í sjónvarpi á laugardag og flutt ávarp í tilefni af afmæli íraska hersins. Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna mánuði um að Saddam væri fársjúkur og lægi við dauðans dyr. Vestrænir fjölmiðlar höfðu til dæmis eftir íröskum stjórnarandstæðingum í síðustu viku að forsetinn hefði fengið heilablóðfall eftir hersýningu á gamlársdag, og hernaðarsérfræð- ingar í Bagdad staðfestu við dag- blaðið The Daily Telegraph að hann hefði veikst alvarlega eftir sýninguna. Stjórnvöld í Írak vís- uðu þessum sögusögnum alfarið á bug, og talið er að sjónvarpsávarp- inu á laugardag hafi verið ætlað að kveða þær niður. Saddam leit vel út á sjónvarpsskjánum og virtist vera við hestaheilsu. En ýmsir hafa dregið trúverðugleika sjón- varpsávarpsins í efa. Til dæmis var ekki ljóst hvort ávarpið var tekið upp fyrirfram eða hvort það var sýnt í beinni útsendingu. Íraskir stjórnarandstæðingar full- yrða að ávarpið gæti hafa verið tekið upp löngu áður, enda var efni þess mjög almennt og óljóst, og jafnframt væri mögulegt að átt hefði verið við gamla upptöku. Staðgengill í sjónvarpinu? Einnig er vitað að forsetinn not- ar gjarnan í öryggisskyni stað- gengla, sem hafa gengist undir lýtaaðgerðir til að líkjast honum, og bent hefur verið á að einn stað- genglanna gæti hafa komið fram í sjónvarpinu. Þá hefur það vakið grunsemdir að á myndum sem íraska sjónvarpið sýndi af Saddam á fimmtudag, að því er virtist að stjórna ríkisstjórnarfundi, leit for- setinn út fyrir að vera mun yngri en hann er. The Daily Telegraph hefur eftir fyrrnefndum hernaðarsérfræðing- um í Bagdad að Saddam hafi ekki komið fram opinberlega eftir her- sýninguna á gamlárskvöld. Segja þeir að forsetinn hafi verið skjálf- andi á sýningunni og kvartað yfir brjóstverkjum, sem gæti bent til þess að hann hafi fengið hjarta- áfall eða heilablóðfall. Saddam mun þá hafa verið fluttur á sjúkra- hús innan múra forsetahallarinnar og notið meðferðar níu lækna, þar á meðal hjartaskurðlæknis. Til þess var tekið að forsetinn var ekki viðstaddur embættistöku hæstaréttardómara á fimmtudag, sem hann hefði samkvæmt venju átt að gera. Næstráðandi Sadd- ams, Izzat Al-Douri, var viðstadd- ur athöfnina í hans stað. Reuters Mynd sem ríkisfréttastofa Íraks segir vera frá ríkisstjórnarfundi á fimmtudag í síðustu viku. Ýmsum þykir Saddam Hussein grunsamlega unglegur á myndinni. Sjónvarpsávarp Saddams Husseins á laugardag Náði ekki að kveða niður sögusagnir The Daily Telegraph.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.