Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 32

Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 32
LISTIR 32 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAGSKRÁ um Tómas Guðmunds- son og Reykjavíkurljóð var haldin á vegum Borgarbókasafns Reykjavík- ur og Máls og menningar laugardag- inn 6. janúar síðastliðinn. Þann sama dag kom út bókin Tómas Guðmunds- son – Síðbúin kveðja til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá fæð- ingu hans, en hann fæddist 6. janúar 1901. Í bókinni er að finna nokkur ljóð Tómasar frá æskuárum, einnig þrjár ritgerðir sem hann samdi á námsárunum og bera þroska og næmleika Tómasar gott vitni, svo og sendibréf sem hann ritaði systur sinni Sigríði á Ormsstöðum á árun- um 1918–1920. Þá eru birtar nokkr- ar ritgerðir um skáldskap og lista- menn. Bókinni lýkur á tækifæris- ræðum sem endurspegla málsnilld og skopskyn Tómasar Guðmunds- sonar svo og þann einstæða hæfi- leika hans að klæða ádeilu sína í list- rænan búning og bera fram undir yfirskini glettni og gáska. Dagskráin til heiðurs skáldinu var í tilefni af opnun sýningar á hand- ritum og bókum Tómasar Guð- mundssonar, ásamt sýningu á Reykjavíkurljóðum Tómasar og fleiri skálda. Hún hófst á því að Margrét Eir Hjartardóttir söng eitt af ljóðum Tómasar, Í nótt kom vorið, úr ljóðabókinni Fögru veröld við undirleik þeirra Eðvarðs Lárusson- ar gítarleikara, Jóns Ingólfssonar bassaleikara og Jóns Björgvinsson- ar slagverksleikara. Reykjavík lastabæli sem átti ekki erindi í skáldskap Næst á eftir flutti Eysteinn Þor- valdsson erindi um Tómas Guð- mundsson og önnur Reykjavíkur- skáld. Erindið, sem var sérlega skemmtilegt, bar heitið „Veröld á bak við myrkur og regn“. Eysteinn minntist þess að um þessar mundir eru 65 ár liðin síðan bæjarstjórn Reykjavíkur sýndi af sér þann rausnarskap að veita ungu skáldi „utanfararstyrk“, 3.000 krónur. Það var 10. janúar 1935 að Tómasi Guð- mundssyni hlotnaðist þessi heiður fyrir ljóðabókina Fögru veröld. Reykjavíkurbær var loksins orðinn gjaldgengt yrkisefni á borð við það umhverfi sem ríkt hafði í viðteknum kveðskap, nefnilega sveitirnar, sögustaðina og hina óbyggðu nátt- úru. Samkvæmt hugmyndafræði sveitahyggjunnar (og kannski sam- kvæmt reynslu) var Reykjavík eins- konar lastabæli og átti ekki erindi í skáldskap nema sem víti til varn- aðar,“ sagði Eysteinn. Mest væri gaman að fá að birta allt erindi Eysteins, svo skemmti- legt sem það var, og þar sagði enn- fremur um sögu Tómasar, piltsins sem var fæddur og uppalinn í Gríms- nesi: „Menningarforkólfarnir í Reykjavík – og bæjarstjórnin – slógu umsvifalaust eign sinni á þennan sveitapilt að austan. Í áskor- un sem Sigurður Nordal og aðrir þeir sem skoruðu á bæjarstjórnina að veita honum viðurkenningu skrif- uðu undir segir: „Við lítum svo á, að það standi einmitt Reykjavíkurbæ næst, að sýna þessu fyrsta skáldi sínu viðurkenningu.“ „Það fór sem- sagt vel á með Tómasi og höfuð- staðnum strax í upphafi,“ sagði Ey- steinn og vitnaði í bókina Svo kvað Tómas þar sem Matthías Johannes- sen ræðir við skáldbróður sinn og Tómas segir frá fyrstu kynnum sín- um af Reykjavík á öðrum áratug 20. aldar: „Mér fannst bærinn strax ákaflega vingjarnlegur og það var einhver glöð og skemmtileg stemmning yfir fólkinu.“ Borgin sem skáldlegt lífsrými „Borgin verður Tómasi það skáld- lega lífsrými sem sveitin eða ósnort- in náttúra var fyrri skáldum,“ sagði Eysteinn og benti á að um það bil helmingur kvæðanna í Fögru veröld eru „Reykjavíkurlýsingar eða ein- hverskonar borgarumhverfi“, sem eiga sér stoð í „frelsistilfinningu ungs fólks sem laðast að fjölbreyti- leika, afþreyingu og tækninýjungum Reykjavíkur“, og bætir við: „Ungt fólk var vissulega orðið þreytt á fá- breytni sveitasamfélagsins, bæði í menningu og verkháttum . . . Þessi frelsistilfinning og vongleði/tilhlökk- un býr í öllum Reykjavíkurljóðum Tómasar þótt þar séu að sjálfsögðu einnig gerðar gælur við ástina og tregann.“ Hér er því miður ekki svigrúm til þess að gera þessu frá- bæra erindi ítarleg skil. Eysteinn lauk því með því að vitna í önnur skáld sem ortu um Reykjavík, til dæmis Jóhannes úr Kötlum, sem orti Reykjavíkurkafla þar sem höf- uðstaðnum er lýst frá víglínu stétta- baráttunnar, í bálkinum Vér öreigar. Næst staldraði Eysteinn við Stein Steinarr sem var „einn af mörgum munaðarleysingjum í örbirgð kreppuáranna, uppflosnaður sveita- maður sem settist að í Reykjavík. Og Reykjavík er tilvistarrými margra ljóða hans strax í fyrstu ljóðabókinnni, Rauður loginn brann“, sagði Eysteinn og bætti síð- ar við: „Í ljóðum Steins eru hinar hörðu efnislegu staðreyndir höfuð- staðarins, malbik og sement, and- stæður og ógnvaldar tilfinninganna en ekki hlutar fegurðarinnar eins og hjá Tómasi. Steinn er fyrsta íslenska skáldið sem skynjar borgina sem al- þjóðlegt fyrirbæri einsemdar og firringar og að mörgu leyti ógnlegan samastað fyrir sálarheill og velmeg- un nútímamannsins.“ Atómskáldin Eysteinn ræddi um atómskáldin og sagði: „Atómskáldunum eru önn- ur yrkisefni hugstæðari en Reykja- vík. En þau voru samt gagnkunnug höfuðborginni og hvergi kemur fram andúð þeirra á henni,“ og vitnaði í ljóðið Náttúrufegurð eftir Stefán Hörð Grímsson. Þá sagðist Eysteinn kominn að næstu kynslóð módern- ista og þar með fyrsta innfædda Reykjavíkurskáldinu, „skáldi sem hefur lifað og starfað í borginni og vaxið með henni í 70 ár eða allt frá því að Tómas Guðmundsson orti Fögru veröld. Þetta skáld er auðvit- að Matthías Johannessen. Hann er líklega annað skáld Reykjavíkur, a.m.k. verðskuldar hann nafngiftina Reykjavíkurskáld næst á eftir Tóm- asi og varla nokkur annar.“ Ey- steinn benti á að Matthías skynjar borgina á allt annan hátt en Tómas. Borgin er honum náttúrulegt um- hverfi, kunnuglegt og vinsamlegt, „hún er umgerð margra ljóða hans um æsku, ást og endurminningar. Hún er stundum ævintýraleg en ekki óvænt uppgötvun aðkomu- manns“. Undir lokin sagði Eysteinn: „Allmörg skáld reka horn sín í Reykjavík enda liggja borgir jafnan vel við hornum og höggum. Ekkert skáld hefur þó lagt sig fram um að yrkja mörg eða sannfærandi haturs- ljóð um höfuðborgina og verða Reykjavíkurskáld með þeim for- merkjum. Flest skáld sem yrkja um borgina hafa í frammi kærleikshót, en það er stundum eins og borgin hleypi ekki öllum að sér.“ Ungskáldin og borgarstjórarnir Að erindi Eysteins loknu sté Margrét Eir aftur á svið ásamt und- irleikurum sínum áður en fjögur skáld fluttu ljóð sín um Reykjavík. Fyrstur í röðinni var Einar Ólafsson sem flutti Göturnar eru fullar af ljóði. Sigurbjörg Þrastardóttir flutti ljóðin Reykjavík I, Reykjavík II og Hverfisgatan. Ósk Dagsdóttir flutti ljóðið Þína skál Reykjavík eftir Dag Sigurðarson og eigið ljóð, Gangur lífsins. Að lokum söng Didda ljóð eftir sjálfa sig sem hún sagðist hafa ort sextán ára gömul – og setti skemmtilega glettinn blæ á sam- komuna – enda sagðist hún ekki vera alvarleg söngkona og ekki taka sjálfa sig mjög alvarlega. Margrét Eir söng ljóðið Þín hvíta mynd eftir Tómas Guðmundsson, við lag eftir Sigfús Halldórsson og var þá röðin komin að þremur borgar- stjórum að flytja ljóð að eigin vali. Það voru þau Ingibjörg Sólveig Gísladóttir, núverandi borgarstjóri, Davíð Oddsson forsætisráðherrra og Markús Örn Antonsson sem báðir eru fyrrverandi borgarstjórar. Ingibjörg Sólrún sagði að líklega hefði legið beint við að flytja eitt af borgarljóðum Tómasar um ástina, fegurðina og vorið en því mætti ekki gleyma að ljóð Tómasar hefðu einnig til að bera hverfulleika og eitt af þeim væri Nú andar næturblær úr Fögru veröld og hún hefði valið það til flutnings. Markús Örn sagði að úr vöndu væri að ráða og af ýmsu að taka þeg- ar velja ætti eitt ljóð til flutnings. Hann sagðist í barnaskóla hafa þurft að velja ljóð og læra utanað til að flytja fyrir bekk og kennara og hafa þá valið Fjallgönguna eftir Tómas. Þar kæmi vel fram góð kímni skálds- ins, „sem var svo heillandi að mínu mati“, sagði hann og bætti því við að engu að síður hefði hann ávallt notið ljóða Tómasar og til flutnings á dag- skránni um Tómas valdi hann Víx- ilkvæði. Síðastur til að flytja ljóð Tómasar var forsætisráðherra, Davíð Odds- son, og flutti hann ljóðið „Meðal skáldfugla“. Margrét Eir og tríóið hennar lék einnig Júnímorgun og Fagra veröld eftir Tómas Guð- mundsson en lögin við þau samdi Ingvi Þór Kormáksson, ásamt lag- inu við Í nótt kom vorið. Þegar upp var staðið var dagskrá- in um Tómas Guðmundsson hin ánægjulegasta, vel skipulögð og vel sótt – færri komust að en vildu og fólk stóð meðfram veggjum – og væri líklega full ástæða til þess að endurtaka hana. Frelsistilfinning býr í öllum ljóðum Tómasar Davíð Oddsson forsætisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. Morgunblaðið/Ásdís Færri komust að en vildu í Borgarbókasafninu á laugardag. Borgarbókasafn Reykjavíkur og Mál og menning stóðu fyrir dagskrá um Tómas Guðmundsson og Reykjavíkurljóð síðast- liðinn laugardag í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá fæðingu skálds- ins. Súsanna Svavarsdóttir fylgdist með einkar vel heppn- aðri dagskránni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.