Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Um helgina lauk verkfallium 1.300 framhalds-skólakennara sem lam-að hafði skólastarf um 19.000 framhaldsskólanema. Þetta verkfall stóð í 60 daga og er lengsta verkfall sem efnt hefur verið til í framhaldsskólunum. Árið 1995 var verkfall í skólunum sem stóð í 40 daga. Verkfallið árið 1989 stóð í 42 daga og árið 1987 var verkfall í 14 daga í skólunum. Það er ekki einfalt mál að gera grein fyrir efni nýs kjarasamnings framhaldsskólakennara. Þær breytingar sem verið er að gera eru flóknar og margþættar. Nauðsyn- legt er hins vegar að hafa í huga að sá kjarasamningur sem féll úr gildi 1. nóvember sl. er mjög ítarlegur og flókinn. Báðir samningsaðilar urðu sammála um að gera á honum grundvallarbreytingar, m.a. með það að markmiði að einfalda samn- inginn. Þótt niðurstaðan kunni að verða sú að kennarar búi nú við gegnsærri samning er hins vegar ljóst að samanburðurinn á nýja og gamla samningnum er erfiður. Meiri tilfærslur og hærri grunnlaun í samningi Verzlunarskólans Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að átta sig á að kjarasamningur rík- isins og framhaldsskólakennara er ekki eins og kjarasamningur Verzl- unarskóla Íslands (VÍ) við kennara þótt margt sé líkt með þeim. Í samningnum sem undirritaður var á sunnudaginn er ekki gengið eins langt í að færa greiðslur fyrir ein- staka vinnuþætti yfir í grunnlaun. Grunnlaunin verða því ívið lægri en í kjarasamningi VÍ. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara, sagði að grunn- launabreytingarnar yrðu reyndar sambærilegar í báðum samningun- um í upphafi samningstímans vegna þess að í samningi VÍ væri gert ráð fyrir að nýtt launakerfi yrði ekki tekið upp fyrr en 1. ágúst en í samningi ríkisins yrði það tekið upp strax. Launakerfisbreytingin 1. ágúst á að færa kennurum í VÍ um 9% launahækkun. Sagði Elna Katrín að samkvæmt samningi rík- isins ættu kennarar, sem hafa 12 ára starfsreynslu eða lengri, kost á að velja um það 1. ágúst nk. að selja tvo tíma af vikulegum kennsluaf- slætti gegn 9% grunnlaunahækkun. Kennurum raðað í launaflokka miðað við nýjar forsendur Með kjarasamningnum sem und- irritaður var um helgina verður tekið upp nýtt launakerfi sem mun fela í sér launabreytingar en þær verða mismiklar fyrir einstaka kennara. Upphaflega var rætt um að gera það í sumar en niðurstaðan varð sú að þetta nýja kerfi er tekið upp við undirritun samningsins. Hugmyndin með þessu nýja launa- kerfi byggist á því að færa ákvarð- anir um ýmsa þætti launanna inn á vinnustaðina með sambærilegum hætti og flestar háskólastéttir sömdu um í kjarasamningunum 1997. Elna Katrín sagði að þó væri ekki gengið alveg eins langt og sumar aðrar stéttir hefðu gert. Hún sagði að í nýja launakerfinu fælist ný innröðun allra kennara í Félagi framhaldsskólakennara. Lagðar hefðu verið nýjar forsendur fyrir launaflokkaröðun og kennurum yrði raðað sjálfvirkt inn í nýja launatöflu miðað við það. Elna Katrín sagði að til viðbótar þessu væru í farvatninu nokkuð viðamiklar breytingar á allri starfs- skipan og stjórnkerfi skólanna. Samhliða gerð samningsins hefði menntamálaráðuneytið unnið að breytingum á reglugerð um starfs- lið framhaldsskóla. Þessi breyting gæfi kennurum möguleika á að sækjast eftir viðbótarábyrgð, bæði faglegri og rekstrarlegri. Hún sagði að þetta fæli í sér að skólarnir gætu ráðið kennara til að ritstýra skólanámskrá, hafa forgöngu um sjálfsmat í skólum, sinna umsjón, viðbrögðum við brottfalli og fleiru. Elna Katrín sagði að í tengslum við gerð þessa samnings væri því lýst yfir að uppi væru áform um að styrkja rekstur framhaldsskól- anna. Ný reglugerð um starfslið skóla, sem áformað væri að gefa út á næstu dögum, byggðist m.a. á því að skólarnir fengju viðbótarfjár- magn til að greiða starfsmönnum framhaldsskólans fyrir að sinna þessum störfum. Um þetta yrði hins vegar fyrst og fremst fjallað í framhaldsskólunum í tengslum við ákvörðun um launaröðun. Fjármálaráðuneytið áformar að veita framhaldsskólum formlegt umboð til að framkvæma kjara- samninginn. Elna Katrín sagði að í kjölfarið yrðu settar á fót sam- starfsnefndir, skipaðar fulltrúum kennara og stjórnenda skólanna, sem fengju það verkefni að útfæra einstaka þætti samningsins. Kennsluyfirvinnu- stuðull lækkar Segja má að í þessum samningi sé lögð megináhersla á hækkun grunnlauna strax við upphaf samn- ings. Þetta er gert með því að færa vinnuþætti eins og svokallaða stíla- peninga og prófagreiðslur inn í grunnlaunin. Auk þess er kennslu- yfirvinnustuðull lækkaður úr 1,45 í 1,3. Þess má geta að í Verzlunar- skólasamningnum er yfirvinnu- stuðullinn lækkaður niður í 1,0, sem skilar sér í hærri grunnlaunum. Elna Katrín sagði að í samningi rík- isins væri að finna ákvæði um að samningsaðilar gætu síðar á samn- ingstímabilinu, ef samkomulag yrði um það, lækkað kennsluyfirvinnu- stuðulinn frekar, eða niður í 1,2 gegn grunnlaunahækkun. Breytingar á kennsluafslætti Í kjarasamningnum var samið um breytingar á svokölluðum kennsluafslætti. Samkvæmt gamla samningnum fengu kenn tekinn afslátt frá vikulegri skyldu eftir 10 ára og 15 og við 55 og 60 ára aldur. E að í nýja samningnum vær sláttur rúnaður af þannig a kennsluskylda yrði 24 tím Kennsluskylda eftir 10 yrði 23 tímar og eftir 15 ár tímar. Við 55 ára ald kennsluskyldan 21 tími o ára aldur 17 tímar. Kenna hins vegar valið um að se réttindi að hluta gegn hækkun á grunnkaupi. skylda þeirra yrði þá 24 tím ára aldri en færi þá í 23 s við sextugt færi hún í 19 Byrjendum stæði ekki til b kennsluafsláttur og kennu væru við kennslu í skólun Kennsluskylda þeirra læk eina stund við 55 ára aldur við sextugt. Þeir fengju h til viðbótar eins launaflok un eftir 6, 9 og 12 ára starf 9% hækkun. Þetta bættist launaflokkahækkanir se þrjár yfir starfsaldurinn tals sex. Elna Katrín sagði að v breytingar hefðu verið vinnutímakafla samningsi ustu samningum hefði ve sú leið að ganga enn lengr var gert að skilgreina vinn mæla vinnuframlag. Men hins vegar verið sammála leið hefði ekki heppnast vel. Í nýja samningnum v frá skilgreiningum og stuð mæli við lög og reglug störf. Hún tók fram að e verið að gera neinar gru breytingar á föstu starfi ke Byrjunarlaun fara 109 þúsund í 175 þú Elna Katrín sagði að erfitt að meta heildaráhr ingsins á kjör kennara hækkarnir væru mismikla sagði hægt gefa hugm launabreytingar með því að sá sem væri að byrja framhaldsskóla að loknu BS-prófi hefði verið með 109 þúsund krónur í byrj Samkvæmt nýja samningn laun hans 175 þúsund kró samningstímans árið 200 þessi laun verða um 200 mánuði. Dagvinnulaun með 10-15 ára starfsreyns hins vegar losa 200 þúsun uði í upphafi samningsin dagvinnulaun framhaldssk ara voru fyrir gerð þessa rúmlega 135 þúsund krónu uði. Elna Katrín sagði mik hafa í huga að yfirvinna myndi lækka verulega me samningi. Um 60% hei kennara hefðu komið frá en gert væri ráð fyrir að arnar sem yrðu um myndu færa þetta hlutf 70%. Elna Katrín sagði að í Miklar breytinga gerðar á grunn- launum kennara Grundvallarbreytingar verða gerðar á uppbyggingu laun framhaldsskólakennara í samningi sem undirritaður var sunnudag. Tekið hefur verið upp nýtt launakerfi, öllum ke urum verður raðað í launaflokka á nýjum forsendum, fast greiðslur eru færðar inn í grunnlaun og yfirvinnustuðull er l aður. Niðurstaðan er sú að algeng grunnlaun kennara, sem 135 þúsund á mánuði í dag, hækka í um 200 þúsund. Egill Ólafsson ræddi við samningamenn. ÞJÓÐIN ÞYNGIST STÖRF HAFIN Á NÝ Í FRAMHALDSSKÓLUM Verkfalli framhaldsskólakennaraer lokið og nemendur streymaá ný til náms. Einstök ákvæði samningsins liggja ekki fyrir, en gefið hefur verið út af samninganefndum framhaldsskólakennara og ríkisins að samið hafi verið um grundvallarbreyt- ingar á starfsumhverfi framhalds- skólanna, sem kemur til framkvæmda á samningstímanum, sem er til apríl árið 2004. Beinar launahækkanir eru sagðar á sömu nótum og almennt hef- ur verið á vinnumarkaði, en hins veg- ar verður tekið upp nýtt launakerfi, sem felur í sér verulegar hækkanir á dagvinnulaunum kennara með því að færa inn í þau eftirvinnu og ýmsar greiðslur. Mun þar í stórum dráttum um sömu leið að ræða og samið var um í Verzlunarskólanum, þótt tekið sé til- lit til fjölbreyttari gerðar framhalds- skóla en þar um ræðir. Breytt launa- kerfi á að auka sveigjanleika í skólastarfi og auka sjálfstæði skól- anna. Þá er vonast til þess, að til- færslur til hækkunar dagvinnulauna muni laða að unga kennara til starfa í framhaldsskólunum, en erfitt hefur verið að fá unga kennara til þess. Með samningum framhaldsskóla- kennara er og farin svipuð leið og áður hefur verið samið um við háskóla- menntaða ríkisstarfsmenn. Það gefur vonir um, að því áralanga stríði, sem ríkt hefur í framhaldsskólum vegna kjaramála, sé nú loks lokið og tími gef- ist til þeirra umbóta á starfi þeirra, sem hugur foreldra, nemenda, kenn- ara og menntamálaráðuneytis hefur staðið til. Kominn er tími til, að friður ríki í skólum landsins og vonir þar um fengu byr undir báða vængi með tíma- mótasamningum grunnskólakennara og sveitarfélaga. Þar var nýrri aðferð beitt við samningagerðina með þeim hætti, að fyrst náðu aðilar saman um markmið og sömdu um kaup og kjör út frá þeim. Beiting verkfalls var ekki úrræði, sem horft var til. Óljóst er ennþá, hvaða áhrif tveggja mánaða verkfall hefur á starf í skól- unum, t.d. hvort og þá hversu margir nemendur hverfa frá námi. Reynslan af fyrri verkföllum í framhaldsskólun- um veldur þó áhyggjum í þessum efn- um. Nú til dags er sem betur fer unnt að hefja nám að nýju nánast hvenær sem er, jafnvel að taka upp þráðinn eftir nokkur ár. Sú hætta er þó fyrir hendi fyrir nemandann, að aðstæður síðar leyfi það ekki, auk þess sem nám á síðustu haustönn tapast. Mikilvægt er því fyrir nemendur að snúa aftur til náms og taka ekki þá áhættu, sem felst í frestun náms eða að hætta við. Í þjóðfélagi framtíðar munu menntun- arkröfur fara vaxandi og því verður brýnna fyrir ungt fólk en nokkru sinni fyrr að geta sýnt fram á haldgóða menntun í leit að áhugaverðum störf- um. Það er vissulega mikið fagnaðar- efni, að þessari löngu og illvígu deilu er lokið og fjölskyldur framhalds- skólanema, sem verkfallið bitnaði ekki sízt á, anda vafalaust léttar. Von- andi er hér með lokið beitingu verk- falla í skólakerfinu, enda eru verkföll úrelt aðferð til að ná fram kjarabót- um. Í skólunum bitna verkföll á þeim sem sízt skyldi, ungmennum, sem for- eldrar og þjóðfélagið í heild bera ábyrgð á að búa sem bezt undir lífs- baráttuna. Á vegum Manneldisráðs er stefntað því að vinna heildarúttekt á mataræði Íslendinga á þessu ári og því næsta en áratugur er liðinn frá því að slík úttekt var síðast framkvæmd. Þó hafa verið gerðar ýmsar minni kannanir á neysluvenjum þjóðarinnar og niðurstöður þeirra eru margar áhyggjuefni, líkt og fram kemur í við- tali við Laufeyju Steingrímsdóttur, forstöðumanns Manneldisráðs í Morgunblaðinu á sunnudag. Þannig er vitað að heildarneysla Ís- lendinga á sykri er heilt kíló á mann á viku og að fiskneysla hefur dregist saman. Fiskur var lengi vel uppistað- an í fæðu margra en hefur verið á undanhaldi, ekki síst vegna þess að fiskur er ekki lengur ódýr matur. Og þó að neysla á grænmeti og ávöxtum hafi aukist verulega með auknu framboði allan ársins hring borða Íslendingar enn minnst allra Evrópuþjóða af þeim afurðum. Neysluvenjur setja óhjákvæmilega mark sitt á holdafar þjóðarinnar og út frá gögnum Hjartaverndar hefur ver- ið áætlað að Íslendingar á aldrinum 45 til 64 ára hafi þyngst um sjö kíló að meðaltali á síðustu tuttugu árum. Það er þó líklega mest ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri þróun sem virðist vera að eiga sér stað á meðal íslenskra barna. Í könnun sem gerð var árið 1998 reyndust 18% níu ára drengja vera of þung og 19,7% stúlkna á sama aldri. Laufey Steingrímsdóttir segir holdafar íslenskra barna nú vera sambærilegt við ástandið í Banda- ríkjunum árið 1976 og verði ekkert að gert verði holdafar Íslendinga svipað og Bandaríkjamanna eftir tuttugu til þrjátíu ár. Engin ein ástæða er fyrir því að þróunin er á þennan veg og hún er heldur ekki einungis bundin við Ís- land. Margar af þjóðunum í kringum okkur hafa vaxandi áhyggjur af því að börn séu að þyngjast hættulega mikið vegna óholls mataræðis og hreyfing- arleysis. Að hluta til er þetta velmeg- unarvandamál en ekki síður að tölvu- leikir hafa í verulegum mæli tekið við af boltaleikjum og annarri iðju er krefst útiveru og hreyfingar. Þá virð- ist ekkert lát á framsókn fitumikils skyndibitafæðis og sykurríkra gos- drykkja. Það má segja að þetta sé ekki ein- ungis vandi viðkomandi einstaklinga. Offitu og óhollustu fylgja heilbrigð- isvandamál þótt oft komi þau ekki fram fyrr en mörgum árum og ára- tugum síðar. Þessir velmegunarsjúk- dómar gætu reynst heilbrigðiskerf- inu þung byrði í framtíðinni. Engin ein lausn er á þessu og auðvitað er það fyrst og fremst einstaklinga að líta í eigin barm og reyna að bæta neysluvenjur sínar og auka hreyf- ingu. Slíkt eykur ekki einungis vellíð- an heldur gæti reynst einhver besta fjárfesting sem völ er á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.