Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 41

Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 41 meira á hnjánum en standandi í fæt- urna. Seinna kom Ragnar, þá var það Ólsen Ólsen sem var spilaður linnu- laust því ekki dugði eitt eða tvö spil, alltaf sama þolinmæðin og natnin við krakkana. Aftur voru vandræði með pössun og þú og amma björguðuð málunum, komuð og gáfuð þeim að borða í hádeginu og senduð þau vel búin í skólann, þau voru ekki alltaf auðveld, börnin, en þegar þau fengu mömmu sína aftur heim var allt betra hjá ömmu og afa, mamma kunni ekki einu sinni að gera kakósúpu og hefðu þau helst viljað að skiptin gengju til baka hið snarasta. Þessi tími sem við áttum með þér er okkur svo dýrmæt- ur og við vitum hvað við vorum lán- söm að eiga þig, fjölskyldan var þér allt og hún amma var drottningin þín sem þú barst á höndum þér. Skarðið sem þú skilur eftir er stórt, við mun- um reyna að hugsa eins vel um hana ömmu og við mögulega getum, það veistu, en enginn kemur í staðinn fyr- ir þig. Ég ætla að muna þig eins og þú varst á gamlárskvöld, þá varstu kátur og hress, og hvernig hún Rúna mín kyssti þig svo fallega góða nótt, þá varstu sæll. Þú fórst léttstígur heim en fyrir okkur sem eftir sitjum varð nóttin of löng. Þó veit ég að við hittumst aftur og þá fæ ég að finna aftur þétt faðmlagið þitt. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín Þóra Þrastardóttir. Elsku langafi, mér finnst svo skrít- ið að þú skulir vera farinn, ég trúi því varla og þegar ég kem til ömmu finnst mér svo tómlegt að hafa þig ekki. Þú varst vanur að koma á móti mér þegar ég kom til ykkar, en svona er þetta bara. Þú varst ekki tilbúinn til að fara frá okkur, þú varst alltaf svo kátur og glaður og góður við alla enda þótti öllum vænt um þig. Þú varst hjá okkur á gamlárskvöld og þá varstu svo sprækur og allt svo gaman og þegar ég vissi að þú varst dáinn á nýársmorgun vissi ég ekki hvað ég átti að gera. Afi, ég sakna þín svo mikið, ég vildi að þú værir hér til þess að ég gæti sagt þér hvað mér þótti vænt um þig en ég er viss um að þú veist það. Elsku langafi, Guð geymi þig. Við munum gæta ömmu vel. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt. En drottinn telur tárin mín, ég trúi og huggast læt. (K.J.) Þín Ellý Tómasdóttir. Fyrir nokkru féll frá Gissur Sigurðsson tré- smíðameistari. Útför hans hefur farið fram. Ég man fyrst eftir Gissuri Sig- urðssyni þegar ég var ungur dreng- ur í kreppunni fyrir stríð. Þá var hann nýkominn úr sveitinni fyrir austan fjall þar sem hann var fæddur og uppalinn. Hann var bóndasonur og alla ævi var hann mótaður af mörgum bestu kostum góðra bænda. Engu að síður lagði Gissur Sig- urðsson á brattann. Hann fór pen- ingalaus til Reykjavikur í miðri kreppunni til að læra trésmíði og verða meistari í þeirri grein. Til þessara hluta þurfti áræðni og kjark sem Gissur Sigurðsson skorti aldrei. Atvinnuleysi var mikið og trésmiðir höfðu oft litla vinnu, sérstaklega yfir veturinn þegar frost og snjór stopp- aði alla útivinnu. Það var því mikið átak að halda til Reykjavíkur úr nokkru öryggi í sveitinni. Í borginni var allt upp á von og óvon á þeim ár- um. En svo kom heimsstríðið. Það var líklega um 1940 sem Reykjavíkur- borg vildi láta byggja í flýti ódýrt bráðabirgðahúsnæði fyrir þá sem voru á götunni, eins og sagt er. Að- fluttir voru margir. Byggja átti lítil, einföld timburhús sem voru nánast eins og sumarbústaðir. Byggja átti þar sem nú er Borgartún. Raunar var þetta næstum utan borgarmarka eins og þau voru þá (1940). Gissur Sigurðsson bauð í þetta verk peningalítill upp á von og óvon. Hann sagði mér oft þessa sögu. Hann bauðst til að skila hverju húsi fyrir kr. 10.000. Nú hafði Gissur Sig- urðsson ekki komið nálægt svona út- boði áður og raunar aldrei áður séð útboðsgögn þegar hann fór og náði í þau. Hann botnaði lítið í þeim og kunni ekkert í nútíma kostnaðar- útreikningi verka. Hann sagðist þá nýlega hafa unnið við svipað hús. Hann skoðaði teikninguna vel og „skaut á“ að svona hús mætti byggja með hagnaði fyrir kr. 10.000 hvert hús. Hann sagðist hafa orðið skelkaður þegar ungur og duglegur borgar- stjóri Reykjavíkur, Bjarni Bene- diktsson, gerði boð fyrir hann o.fl. til að ræða byggingu Höfðaborgarinn- ar, en það var þetta nýja hverfi kall- að. Til að flýta verkinu var hugmynd Bjarna borgarstjóra sú að nota til- boð Gissurar kr. 10.000 en gefa öllum bjóðendum kost á að byggja nokkk- ur hús á því verði. Verkinu var þar með flýtt og skipt upp á milli allra bjóðenda. Borgin vildi líka hjálpa til með útvegun á efni o.fl. til að hraða byggingu húsanna. Fólkið var á göt- unni. Það fór því svo að Gissur Sigurðs- son byggði sjálfur nokkur hús í GISSUR SIGURÐSSON ✝ Gissur Sigurðs-son fæddist á Bergsstöðum í Bisk- upstungum, Árnes- sýslu, 6. desember 1913. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 23. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 28. desember. Höfðaborginni fyrir kr. 10.000 hvert hús. Raun- ar var öll Höfðaborgin byggð á þessu tilboði hans. Hinir gengu inn í það að hluta. Bjarni Benediktsson borgarstjóri flanaði ekki að neinu. Hann hefur eflaust haft spurnir af Gissuri Sig- urðssyni áður en hann valdi tilboð hans og ráðfærði sig við hann til að flýta byggingu Höfðaborgarinnar. Honum hefur þá verið sagt að Gissur Sigurðsson smiður væri heiðarlegur sveitamaður og hægt væri að treysta honum og orð- um hans í smáu sem stóru. Það var einmitt slíkur maður sem Bjarni Benediktsson borgarstjóri vildi hafa á sínum snærum í þessu máli og ráð- færa sig við. Þannig treystu menn Gissuri Sigurðssyni byggingar- meistara fljótt. Hann var einarður, ákveðinn og hreinn í framkomu og það kunnu margir vel að meta. Eftir 1940 byggði Gissur Sigurðs- son trésmíðameistari mörg og stór hús á næstu áratugum. Hann byggði hús og íbúðir fyrir sig og aðra í hálfa öld, jafnvel næstum heilu göturnar. Það er of löng saga til að rekja hér. Hann tók þátt í fyrirtækjum með öðrum eða byggði einn. Ávallt setti hann metnað sinn í að skila ódýru og heiðarlegu verki. Hann varð því stundum fyrir tapi. Það stoppaði hann ekki. Hann byrjaði á nýju húsi eða blokk næsta dag. Gissur Sigurðsson bjó lengst af í litlu en fallegu einbýlishúsi í Grund- argerði í Reykjavík. Húsið er í svo- kölluðu Smáíbúðahverfi sem hann tók þátt í uppbyggingu á. Hann leigði einu sinni hluta af húsi sínu út til að verða fljótari að borga skuldir sem fallið höfðu á hann. Hann barst ekki á persónulega þótt byggingar hans og framkvæmdir veltu oft miklu fé og stórum fjárhæðum. Eftir að kona hans féll frá flutti hann í húsnæði fyrir aldraða. Einnig dró hann saman seglin með fram- kvæmdir. Á langri ævi hafði hann notið mik- ils trúnaðar í stétt trésmiða og tré- smíðameistara. Var í stjórnum stétt- arfélaga þeirra. Orð hans vógu þungt þegar vanda bar að höndum. Hann var þá oft valinn til að hafa orð fyrir félögum sínum. Að lokum vil ég þakka Gissuri Sig- urðssyni góð kynni og löng. Þau hóf- ust í kreppunni þegar hann heim- sótti foreldra mína og þáði kaffibolla, fátækur og atvinnulaus. Þegar Gissur Sigurðsson var að mestu hættur störfum byggði hann eitt hús í Grafarvogi svona sér til dundurs eins og hann sjálfur sagði. Ég aðstoðaði hann svo með sölu á því. Að því loknu tók hann í hönd mína og þakkaði liðin ár. Gissur Sig- urðsson var vinur vina sinna. Hann lagði alla tíð mikið upp úr því að skila góðu og ódýru verki. Hann hafnaði oft auðfengnum gróða. Hann var af „gamla skólanum“ eins og stundum er sagt. Hvíli hann í friði. Megi Guð varð- veita hann. Lúðvík Gizurarson. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöð- ugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstak- ling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina                          ! "#  $    $ %   &           !" # $ %&'&((  )  '&((  * %&+ *) "   , -    %&   ) " !" '&(( $              !" #$%&'                     ! "   #$    #%&& '     (     " ) * ( %)  *+ ' , %-% '   '..' ( %)-% ,  /''$)+' *+ %% ( %))+' ,%' ( %) '.0,.(  *+ ( %)-% 1% +%)+' .2  ( %))+' &%  &%-% ' , % ( %)-% 2%)3 &')+' % % - %% %                                                ! "  #     $  %& '  # &             ! " #$ %$& ' $  "   ! ' "( )"*+ &"    ,- . //" &"  0 /     #$ 1  /$2+ / )" &"    ' +  &" -                                         !"# $%%&  ! "'( %  ! )%  ""# *+% %"'( %  %*(  ""#   !%, %!%"'( % # -%-+%.                                  ! "#$%& '#  #$%&  (  $") "#* #*  #$$") +,) *$%& ) '  #$%& %& +- ./"%& $$") "  )' )-                             !"#                          !  " #   $%& ' ()**"' (+,+'-+  )**"' ' + # $%& '*-   .# $%& '**"'  *)' (# $%& '*- (*/  # 01 &,,+/& ' " '&,,+/ '#

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.