Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 48

Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 48
SKOÐUN 48 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ FYRIR ára- mótin lá mengun- arský yfir miðborg Reykjavíkur, sem mældist yfir leyfileg- um mörkum hollustu. Þetta er sagt stafa mest af notkun nagla- dekkja á malbikuðum götunum, þó að út- blástur komi líka til. Fram hefur komið, að fimmtánþúsund tonn af svifryki berast upp í andrúmsloftið í Reykjavík af malbik- inu á götunum. Nagladekkjanotkun okkar á vetrum er tal- in höfuðorsök þessa því naglarnir slíta götunum óhóflega. Hvað skal gera annað þegar hált er? spyrja bílstjórar. Í mínu ungdæmi, áður en nagladekk þekktust, voru not- aðar keðjur, sem enginn nennti að skrölta á þegar hlánaði. Nagla- dekkin eru mun fyrirhafnarminni og því hafa þau útrýmt gamla lag- inu. Óhjákvæmilegt er talið, að drjúgur hluti af þessu asfaltryki lendi ofan í lungum borgarbúa, bæði þeirra, sem eru eru að reyna að gera sig ónæma fyrir tjöru með reykingum, og hinna. Menn telja, að líklega berist minna svifryk frá steyptum götum en malbiksgötum, svoleiðis svifryk sé líka minna eitr- að. Steypa slitnar hægar undan nagladekkjum en malbik sam- kvæmt öllum mælingum og þannig minnkar framleitt svifryk á tíma- einingu. Gerð steyptra slitlaga hefur hinsvegar átt erfitt uppdráttar vegna þess, að byrjunarkostnaður er eitthvað hærri og lagning þeirra eitthvað seinlegri en malbikslaga. Auk þess hafa lengst af ekki verið neinar útlagningarvélar fyrir gat- nasteypu í landinu fyrir hendi síðan steypuvélum Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar var laumað í brotajárn fyrir margt löngu. Skiljanlega er líka auðveldara, að þunnmalbika marga fermetra þetta árið og malbika svo yfir þá aftur á öðru fjárhagsári. Þá heldur maður sig betur innan ramma fjárhags- áætlunar hinna kjörnu fulltrúa. Nýir möguleikar Fyrir um fjórum árum kom skriðmótavél fyrir vegasteypu til landsins á vegum Steinvegar ehf., sem er hlutafélag nokkurra áhuga- aðila um gerð steyptra slitlaga. Þessi vél, sem er 10 ára gömul skriðmótavél af gerðinni Gomaco 2500 B, vinnur að flestu leyti eins og nýjustu slíkar vélar gera, þ.e. leggur út steypt slitlag eftir tölvu- stýrðri nákvæmni. Hún getur lagt út 5–50 sentímetra steypulög í allt að 10 metra breidd. Hún leggur út steypu á sama undirlag og malbik er sett á, tekur beygjur og breytir þverhalla eftir því sem fyrir er sagt. Með þessari vél hafa þegar verið steyptir nokkrir kílómetrar af göt- um bæði á Akranesi og í Kópavogi auk minni framkvæmda. Þetta hef- ur gengið vonum framar og menn hafa náð tökum á að vinna með vél- inni. Með því að keyra hana í lægsta gír, NB! Á fullri ferð myndi hún sloka þvílíkt magn af steypu að allar steypustöðvar Reykjavíkur og nágrennis hefðu ekki undan. Enda liggur ekki lífið á alltaf þótt okkur finnist það. Ástæða er til þess að vekja at- hygli á því, að vélin hefur einnig steypt stór plön og hentar vel til slíks. Ennfremur myndi hún henta vel til að steypa nákvæm gólf í stórar byggingar, sem væru hannaðar með það fyrir augum. Sem sagt, tæki til steypuþekjugerðar er fyrir hendi í landinu ef einhver vildi nýta það. Vélar af þessari gerð eru upphaflega gerðar til þjóðvega- lagninga í stórum stíl, eins og menn þekkja frá henni Ameríku. Bæjargötur eru yfir- leitt með sífelldum út- skotum, sem verður að handleggja eftir á vegna þess að svona skriðmótavél keyrir eina breidd í einu. Steypan úr vél- inni sjálfri er svo yfirleitt renni- slétt. Enda er hæðar- og línusetn- ing yfirborðs úr vélinni mun nákvæmari en hjá algengustu mal- bikunarvélum. Steypa er þægilegt efni til mót- unar og heldur því formi, sem henni er gefið í byrjun. Handlögn steypu hefur verið gerð um árabil af lagtækum vertökum á götum Akranesbæjar og tekist með ágæt- um. Gangstéttir í Reykjavík hafa verið steyptar lengi og innkeyrslur við hús hafa lengi verið steyptar og munstraðar af listmúrurum með handverkfærin ein að vopni. Steinvegur ehf. telur því að ekk- ert sé í vegi fyrir því að steypa breytileg gatnaþversnið með góð- um árangri með réttum vinnu- brögðum. Og svo límist ný steypa við gamla, þannig að tilfallandi við- gerðir á steyptum götum væru fremur auðveldar í framkvæmd. Tilraunakaflar í Reykjavík Á síðastliðnu sumri samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur einróma, að steypt skyldi gata í Reykjavík á þessu ári, líklega í tilrauna- og samanburðarskyni við malbiksgöt- ur. Slíkan samanburð hafa menn verið að gera síðan fyrir síðustu heimsstyrjöld á liðinni öld, án þess að nokkur hafi lifað það að komast að tæmandi niðurstöðu. Mannsævin er heldur stutt til þess að ljúka verkefninu, því að steypan endist yfirleitt mjög lengi. Langt er nú orðið síðan steypt var slitlag á vegum Reykjavíkur- borgar, líklega ekki síðan Mikla- brautin var steypt upp úr 1960. Gatnamálayfirvöld í Reykjavík hafa sýnt heldur lítinn áhuga á gatna- steypu, bæði af framangreindum ástæðum fjárhagsramma og vegna eigin útbúnaðar til malbiksgerðar. Reykjavíkurborg reisti mikla mal- bikunarstöð fyrir einum fjórum áratugum á Geirstímanum. Núna er þetta malbikunarstöðin Höfði hf., sem Reykjavíkurborg á alfarið og þykir skiljanlega vænt um. Undirritaður brosti því í kamp- inn þegar ung stúlka hringdi í hann í framhaldi af samþykkt borgar- stjórnar til þess að spyrja hversu mikilli dísilolíu útlagningarvélin eyddi á dag. Hún væri til þess sett af borgarverkfræðingi að meta áhrif gatnasteypu á ósonlagið, að mér skildist. Gatnasteypa í Reykja- vík verður því greinilega vandlega undirbúin að þessu sinni. Engin gata var steypt í Reykjavík árið 2000. Steypa ofan á malbik Árið 1999 bauðst Steinvegur ehf. og styrktaraðilar rannsóknarverk- efnis um steypt slitlög ofan á mal- bik, með Nýsköpunarsjóð í broddi fylkingar, til þess að gefa Reykja- víkurborg steyptan kafla ofan á gamalt malbik á sunnanverðri Suð- urlandsbraut. Nei takk, sagði Gatnamálastjóri, götum í Reykja- vík má ekki loka svo lengi í einu. Samanlagður lokunartími í ein- hvern árafjölda skiptir þá vænt- anlega minna máli í sambandi við gatnagerð en einstök lokun. Vissu- lega er gatnasteypa seinlegri en þrautþjálfaðir malbiksflokkar af- kasta á stuttum tíma. En reynsla Akurnesinga, þar sem steyptri götu hefur að sögn ekki verið lokað vegna viðgerða í 40 ár, bendir til þess að gatnasteypuflokkar verði heldur sjaldnar á ferðinni en hinir fyrrnefndu. Kópavogskaupstað var síðan gef- in þessi tilraunaútlögn steypu ofan á malbik á rampinn frá Fífu- hvammsvegi niður á Hafnarfjarð- arveg og lagði Kópavogskaupstað- ur fram myndarlega fjárhæð til viðbótar í verkefnið til þess að það tækist sem best. Umferð var hleypt á steypuna 36 klukkustund- um eftir að steypa hófst. Með rétt- um undirbúningi sást þarna, að lokanir vegna 2–300 metra gatnas- teypu ættu að geta verið um 50 klukkustundir að sumri til, ef ekki koma til mikil útskot og gangstéttafrágangur. Þessi framkvæmd á Fífu- hvammsvegi, þar sem steypa er lögð ofan á gamalt malbikslag, virðist hafa tekist vel. Víða erlendis er farið að steypa þunn slitlög, 5– 15 sentímetra, ofan á gamalt mal- bik og herma tíðindi að þetta end- ist jafnvel þar eins og á Fífu- hvammsveginum hérna. Steypt slitlög ofan á gamla malbikið eru því raunhæfur og framkvæmanleg- ur kostur. Hver þykktarsentímetri í steyptu slitlagi er svipaður í verði og þykktarsentímetri í malbikss- litlagi. Hinsvegar fælir það frá, að ekki er talið ráðlegt að byrja með minni steypuþykkt en 14 cm í venjulegum umferðargötum. Á móti þessu byrja menn með 5 cm malbikslag á nýrri götu fyrsta árið, svo setja þeir 5 cm malbikslag til viðbótar annað árið eða þriðja árið og svo koll af kolli. Þá er fjárhags- áætlun í lagi þótt bærinn sé lok- aður vegna malbikunar flest sum- ur. Hægt er að vinna gegn tjöru- menguninni, sem er alls staðar í umhverfinu þessa dagana, á tvenn- an hátt. Annars vegar að minnka nagladekkjanotkun og hins vegar með steyptum slitlögum. Á Akranesi hafa menn steypt götur í áratugi. Í Kópavogi hafa menn steypt götur nýlega. Steypt slitlög á innanbæjargötur eru því raunhæfur valkostur. MALBIK EÐA STEYPA? Halldór Jónsson Hægt er að vinna gegn tjörumenguninni, sem er alls staðar í umhverf- inu þessa dagana, á tvennan hátt, segir Halldór Jónsson. Annars vegar að minnka nagladekkja- notkun og hins vegar með steyptum slitlögum. Höfundur er verkfræðingur og hugsjónalegur framkvæmdastjóri Steinvegar ehf. UMRÆÐAN RÁÐAMENN þjóð- arinnar hafa ekki sparað hugumstór orð þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis og þeir lýsa yfir ábyrgð. Mér sýnist einhvern veg- inn sem svo að ábyrgðin hjá þeim nái ekki ýkja langt, það er vissulega tekið tillit til hennar í launum en annars er hún mest í orði – en alls ekki á borði. Þegar verið var að breyta Landsbóka- safninu í Þjóðmenn- ingarhús opnuðust all- ar gáttir á ríkissjóði og framkvæmdin, sem var á vegum forsætisráðuneytisins, fór langt fram úr heimildum. Forsætisráð- herrann lýsti því yfir að hann tæki á sig fulla ábyrgð. Ég bíð eftir efndunum. Ráðuneytin hvert af öðru brutu fjárlög og sum hver um- talsvert. Ráðamenn munu eflaust, verði eftir því leitað, lýsa yfir ábyrgð. En hvað svo? Mig langar að rifja upp eitt dæmi. Fjármálastjóri Þjóðminjasafns- ins var látinn axla ábyrgð og þjóð- minjavörður líka. Þeirra fram- kvæmd fór ekki eins mikið framúr og forsætisráðherrans. Samt voru þeir látnir axla ábyrgð og vikið úr starfi. Þess vegna er beðið eftir að aðrir láti athafnir fylgja orðum – og axli áyrgðina sem þeir segjast ætla að gera eða eiga að gera. Dómurinn í öryrkjamálinu vakti eftirtekt – eðlilega. Viðbrögð rík- isstjórnarinnar voru kúnstug. Hún lýsti því yfir að dómurinn hafi í raun verið að skipta sér af hlutum sem honum komu ekkert við. Ráð- herrarnir fundu að ýmsu varðandi dóminn. Eftir að hafa lesið um við- brögð ráðherranna og þeirra hörðu gagnrýni á dóm Hæstaréttar rifj- aðist upp fyrir mér þegar þessi kjaradómur úrskurðaði hæstarétt- ardómurum himinháar launahækk- anir, og margir lýstu yfir undrun á óskammfeilni dómsins, þá sagði yf- irráðherrann – ég deili ekki við dómarana. Eru dómstólar sem sagt góðir og blessaðir þegar hentar og ómögu- legir þess á milli? Er þetta nú eðli- legt? Ráðamenn verða að opna augun og gera sér ljóst að þeir eru í þess- um störfum í umboði þjóðarinnar og til að vinna fyrir hana – ekki á móti þjóðinni. Er kannski svo undarlega komið að Hæstiréttur hafi ekki lengur síðasta orðið í deilumálum við ríkið – er ríkisstjórnin honum æðri – hefur hún hér eftir síðasta orðið? Minnir þetta ekki á þjóðfélög sem betur fer heyra sögunni til? Borgarstjóri Reykjavíkur, ekki meir, ekki meir! Það hefur heldur hvergi verið til sparað í veisluhöldum og gleðilát- um hjá Reykjavíkurborg þetta árið – á ári menningarinnar. Reykjavík- urborg hefur farið framarlega og eytt og breitt um sig sem aldrei fyrr. Við, sem erum ekki spennt fyrir þessu menningaróhófi, höfum þurft að bíða af okkur árið og horft á undrandi. Nægir peningar virðast hafa verið til að montast um allt og dekra við bestu vini ráðamanna. Eða hvað? Nú ætlar Reykjavíkur- borg að krefja okkur um hærri skatta en nokkru sinni áður – það var og. Þarf að borga fyrir öll partíin? Það vakti því furðu þegar fréttist af borg- arstjóra slá um sig á fundum með stjórn- endum hinna menn- ingarborganna og að til standi að finna framhald á þessu menningaróhófi öllu saman. Ég leyfi mér að vara við meiru. Það er nóg komið, menn- ingarfyllerí í heilt ár. Það er margsannað að það er meiri mann- dómur falinn í því að láta renna af sér en fá sér afréttara. Því segi ég svipað og var áður sagt af öðru tilefni; borg- arstjóri Reykjavíkur, ekki meir, ekki meir! Reykjavík varð borg vegna sjó- sóknar og hafnarinnar. Það er því ótrúlegt að horfa upp á að enn og aftur á að ganga á hafnarsvæðið til menningaruppbyggingar. Sjó- menn, sem aðrir, skilja ekki hvað yfirvöldunum gengur til. Ekki er hægt að sjá betur en þegar sé búið að byggja upp menningarhús við höfnina sem duga myndu milljóna þjóð. Er það ekki nóg? Ekki er hægt að sjá að nýtingin á því sem komið er sé það mikil að meira þurfi til næstu áratugi. Þá er líka hægt að spyrja – er ekki kominn tími til að menningin sem annað – taki mið af framboði og eftirspurn – sem sagt hagi sér eins og vilji virðist vera til meðal fólksins? Er ábyrgt að dekra svo við fá- mennan hóp í þjóðfélaginu þegar aðrir svelta. Á sama tíma og borgin, bæði meiri- og minnihluti, ríkisvaldið og aðrir veisluglaðir skreyta sig í glæstum sölum, uppáklædd í ljóm- anum án þess að hirða um hvað herlegheitin kosta hafa biðraðir eftir læknishjálp lengst, fátækt hefur aukist og þar með mismun- unin. Ekki er annað sjá en ráða- menn telji að nóg sé til af pen- ingum þegar þeir vilja skemmta sér og kosta til menningar. Það er sammerkt með borg og ríki að þeir sem þar ylja sér eru búnir að vera of lengi í veislunni. Það þarf að hreinsa til. Kjósendur verða að bretta upp ermarnar og leita að nýjum ráðamönnum. Þeir eru til. Þetta gerist á sama tíma og þús- undir manna gátu ekki haldið jól hjálparlaust. Þökk sé því fólki sem hefur lagt fram vinnu og annað til að hjálpa þeim sem þess þurfa og láta sér duga þakklæti fólksins að launum. Ekki er vanþörf á þegar þeir sem hafa verið kjörnir til að gæta hags okkar allra eru upp- teknir í veislum eða að koma í veg fyrir að farið verði að hæstarétt- ardómum. Kallað eftir ábyrgð Birgir Hólm Björgvinsson Höfundur er stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Kostnaður Það er margsannað, segir Birgir Hólm Björgvinsson, að það er meiri manndómur falinn í því að láta renna af sér en fá sér afréttara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.