Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 50

Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 50
KIRKJUSTARF 50 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hjartahópur Fjölbreytt þjálfun fyrir hjartasjúklinga Tækjasalur úrval þol-og styrktartækja Kvennaleikfimi hressileg leikfimi fyrir konur Sjúkraþjálfarinn ehf Strandgötu 75, sími 555 4449 220 Hafnarfirði Einungis fagfólk sem leiðbeinir. Nánari upplýsingar gefur Eftir mikil uppskipti er komið upp gott skólabókardæmi um sterkt bisk- upapar á móti hrók og peði. Hrein unun er að fylgjast með hversu bisk- uparnir njóta sín vel á móti lélegum hrók 27. ... Bc3 28. Hd3 Bf6 29. f4 Bg6 30. Hd1 h5! 31. Kf2 Bc2 32. Hd2 Bb1 33. Kf3 a5 34. g3 Bc3 35. He2 Bf5 Biskuparnir ráða lögum og lofum! 36. He7 Kc6 37. Ke2 Bf6 38. He3 Kc5 Nú hefst lokaatlagan 39. Kd2 Kb4 40. Kc1 Ka3 41. He2 a4 42. bxa4 Kxa4 43. He8 Kb4 44. Hh8 g6 45. Hh7 c6 46. Hc7 Be4 47. h3 Kxc4 48. g4 hxg4 49. hxg4 c5 50. Kd2 b5 51. Hf7 Bc3+ 52. Ke3 Bb1 53. f5 gxf5 54. g5 b4 55. g6 f4+ 56. Hxf4+ Bd4+ 0–1 Leko náði strax að saxa á forskot Kramniks þegar hann vann fimmtu skákina. Þegar einvígið var hálfnað var staðan því 3½–2½ Kramnik í vil. Fimmta skákin einkenndist af mikilli stöðubaráttu. Kramnik hafði hvítt. Upp kom enskur leikur og þróaðist byrjunin snemma í svonefnda brodd- galtarstöðu sem þykir afar traust uppbygging. Líkja má henni við Maroczy í drekanum, en einn ís- lenskur skákmaður er frægur fyrir sín „þrumuskot“ í þeirri byrjun! Annars hafa skákirnar verið óvenju vel tefldar miðað við atskákir, ef frá er talin sjötta skákin, en þar kom upp kóngspeðsbyrjun. Leko fékk loksins leið á að tefla á móti Berlínarvörninni og lék Rc3 í öðrum leik. Kramnik var greinilega vel undirbúinn fyrir þann leik líka, því hann jafnaði taflið létti- lega og var kominn með unna stöðu, en lék þá af sér peði og endaði skákin að lokum í jafntefli. Fimmta skákin, og fyrsta tapskák Kramniks sem heimsmeistara, tefldist þannig: Hvítt: Vladimir Kramnik (2.770) Svart: Peter Leko (2.743) Enskur leikur [A30] 1. Rf3 c5 2. c4 Rf6 3. Rc3 e6 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. 0–0 Be7 7. d4 cxd4 8. Dxd4 Rc6 9. Df4 0–0 10. Hd1 Db8 Drottningin víkur sér úr skotlínu hróksins 11. e4 Í skákinni Kramnik– Leko, Linares 1999, varð framhaldið 11. b3 Hd8 12. Bb2 h6 og eftir 13. Hd2 Dxf4 14. gxf4 Ra5 15. Had1 d5 náði svartur að jafna taflið 11. ... d6 12. b3 a6 13. Bb2 Dc7 14. h3 Hac8 15. De3 Re5 16. Rd4 h6 Sjá stöðumynd 6. Upp er komin dæmigerð brodd- galtarstaða, en hún getur sprottið úr hinum ýmsu byrjunum. Samlíkingin er til komin vegna staðsetningar svörtu peðanna. Aðal hugmynda- fræðin hjá svörtum er að stilla mönn- unum upp á sem ákjósanlegastan hátt og bíða átekta 17. Hd2 Hfe8 18. Kh1 Red7 Það eru kannski ekki allir ATSKÁKEINVÍGI þeirra Kramniks og Lekos hefur bæði reynst stórskemmtilegt og sögulegt. Tíu skákum af tólf er nú lokið og er staðan 6–4 Kramnik í vil. Eftir fjórar skákir var staðan 3–1 Kramnik í vil og Leko sem um þessar mundir er fimmti stigahæsti skákmaður heims hafði ekki sótt gull í greipar Kramn- iks í byrjanavali. Í fyrstu skákinni hafði Leko svart og upp kom Grün- feldsvörn. Kramnik reyndist öllum hnútum kunnugur og vann öruggan sigur, enda kom einmitt sama byrjun upp í fyrstu skákinni í heimsmeist- araeinvíginu á móti Kasparov, sem Kramnik vann. Í þeim skákum sem Leko hefur stýrt hvítu mönnunum hefur hann teflt á móti Berlínarvörn í spænskum leik, nema í sjöttu skák- inni og þeirri tíundu. Sú byrjun var að stórum hluta lykillinn að heims- meistaratign Kramniks. Þar tókst honum að draga vígtennurnar úr ein- um mesta sóknarskákmanni allra tíma, Garry Kasparov, með því að skipta upp á drottningum í áttunda leik! Í fjórðu skákinni sem hér er til umfjöllunar var umrædd byrjun ein- mitt fyrir valinu. Endataflið í skák- inni er mjög lærdómsríkt. Hvítt: Peter Leko (2.743) Svart: Vladimir Kramnik (2.770) Spænski leikurinn [C67] 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0–0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rc3 Bd7 10. Hd1 Nýr möguleiki í stöðunni, en tilgangur leiksins er að knýja svart- an til að ákveða staðsetningu kóngs- ins 10. ... Kc8 11. Rg5 Be8! Ólíkt öðr- um byrjunum skiptir tíminn litlu máli í Berlínarafbrigðinu. Svartur byggir upp Berlínarmúr og lætur hvítan um að reyna að brjóta hann á bak aftur! 12. Rge4 b6 13. b3 c5!? Kramnik ákveður nú að gefa eftir d5- reitinn, en í staðinn fær hann reit fyr- ir riddarann á d4 og eins getur svarti biskupinn hreiðrað um sig á c6 14. Bb2 Rd4 15. Hd2 Kb7 16. Rd5 Hd8 Með þessum leik lokkar svartur c- peðið fram, en við það geta peðin á drottningarvæng orðið skotspónn hvítreita biskupsins þegar fram líða stundir. Kramnik skynjar stöðuna rétt með peðsfórninni og við það vaknar svartreita biskupinn til lífsins 17. c4 Bc6! 18. Bxd4 cxd4 19. Hxd4 Ba3 20. Hd2 Hhe8 21. He1? Leko sér ekki að flækjurnar sem upp koma eftir nánast þvingaða leikjaröð eru hliðhollar svörtum. Betra var 21. Rg5 Hd7 (ef 21. ... Bxd5 22. cxd5 Hxe5 23. Rxf7 Hdxd5 24. Rxe5 Hxd2 25. Rc4! og hvítur vinnur) og eftir 22. Rf3 er staðan í dýnamísku jafnvægi. 21. ... f6! 22. exf6 Bb4 23. f7 Ef 23. Rxb4 Hxd2 24. f7 Hxe4 og svartur vinnur 23. ... Hxe4 24. Hxe4 Bxd2 25. He7 Bxd5 26. He8 Bxf7 27. Hxd8 sem skilja tilgang riddaratilfærsl- unnar c6–e5–d7. En þumalputtaregl- an í stöðum eins og þessari er að forðast uppskipti á léttu mönnunum, því þá verður æ erfiðara að verja bakstæðu peðin á d6 og b6 19. f4 Bf8 20. Hf1 Db8 21. g4 Rh7 22. Hdf2 Ba8 Langtímamarkmið leiksins er að undirbúa b5 seinna meir 23. Dg3 g6 24. f5? Kramnik verða nú á dæmi- gerð mistök þegar hann blæs til at- lögu á vitlausu augnabliki Bg7 25. Rce2 Rc5 26. fxg6 fxg6 27. De3 e5 28. Rc2 28. ... b5! Nú fær hvítur að kenna á broddunum! 29. cxb5 Rxe4! Krókur á móti bragði 30. Bxe4 Hxc2 31. Rc3 Hxf2 32. Hxf2 Rg5! Hvíta staðan riðar nú til falls 33. Bg2 Bxg2+ 34. Kxg2 Db7+ 35. Kg1 axb5 Leko hefur haft peð upp úr krafsinu. Einnig er kóngsstaða hvíts í molum. Eftirleikurinn er auðveldur 36. h4 Re6 37. Re4 De7 38. g5 Rf4 39. gxh6 Bxh6 40. Dg3 De6 41. Kh2 d5 42. Rg5 Bxg5 43. hxg5 He7 44. Hc2 Df5 0–1 Jafntefli varð í sjöundu skákinni, en í þeirri áttundu tókst Leko að sigra á nýjan leik og jafna metin. Það er athyglisvert, að enn var Berlínar- vörnin uppi á teningnum og Kramnik tapaði þar sinni fyrstu skák í þeirri vörn. Kramnik lét þetta þó ekki slá sig út af laginu og sigraði mjög sann- færandi í níundu skákinni, þar sem Leko sá aldrei til sólar. Tíunda skák- in varð söguleg. Leko hafði hvítt og fékk örlítið betra tafl út úr byrjun- inni. Kramnik tefldi hins vegar af miklum krafti og náði að jafna taflið. Eftir gífurlegt tímahrak beggja tef- lenda féll Leko síðan á tíma eftir 133 leiki. Kramnik hafði þá hrók á móti biskup og Leko vantaði einungis 12 leiki til þess að ná jafntefli skv. 50- leikja reglunni. Þar með er staðan í einvíginu 6–4 Kramnik í vil þegar tveimur skákum er ólokið. Kramnik á sigurbraut SKÁK B ú d a p e s t RWE GAS ATSKÁKEINVÍGIÐ 2.–8.1 2001 Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Stöðumynd 6 DIGRANESKIRKJA í Kópavogi kynnir nú fyrsta Alfa-námskeið sitt og hefst það 18. janúar 2001. Kynning- arkvöld verður fimmtu- daginn 11. janúar nk. kl. 20 í Digraneskirkju. Þar verður kynn- ing á námskeiðinu og tilhögun þess. Námskeiðið stendur yfir í tíu vikur, eitt kvöld í viku og fjallar um grundvallaratriði kristinnar trúar. Verð 5.000 kr. Námskeiðin hafa farið sigurför um heiminn á undanförnum árum. Á þessu ári er áætlað að 1,2 milljónir manna muni sækja þau á Bretlandseyjum eða um 2% þjóð- arinnar. Um 13.000 Alfa-námskeið eru nú haldin í yfir hundrað lönd- um. Hér á landi eru haldin um 20 Alfa-námskeið í vetur. Áhersla er lögð á að fólk sé í afslöppuðu um- hverfi og kennslan er sett fram á einfaldan og skiljanlegan hátt. Hvert kvöld hefst með léttum kvöldverði, að því loknu er fyr- irlestur og umræður. Heimasíða Alfa á Íslandi er á slóðinni www.alfa.is. Magnús B. Björnsson, prestur, Digraneskirkju. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa í safnaðarheimilinu kl. 10– 14. Skemmtiganga kl. 10.30. Létt- ur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnað- arheimilinu kl. 14–16. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritning- arlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Markviss kennsla um trú í umsjá sóknarprests. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21 þar sem Þor- valdur Halldórsson leiðir lofgjörð, Gunnar Gunnarsson leikur á flygil og sr. Bjarni Karlsson flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjón bænahóps kirkjunn- ar. Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30– 18. Stjórnandi Inga J. Backman. Seltjarnarneskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Verið öll hjartanlega velkomin. Fríkirkjan í Reykjavík. Bæna- stund í kapellunni í safnaðarheim- ilinu, 2. hæð, kl. 12. Koma má bæn- arefnum á framfæri áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552 7270 og fá bæn- arefnin skráð. Safnaðarprestur leiðir bænastundirnar. Að bæna- stund lokinni gefst fólki tækifæri til að setjast niður og spjalla. Allir eru hjartanlega velkomnir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10–12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sókn- arprests í viðtalstímum hans. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf eldri barna KFUM&K og Digraneskirkju (10– 12 ára) kl. 17. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stundir kl. 10–12. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Æskulýðs- félag fyrir 8. bekk kl. 20–22. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkju- krakkar í Rimaskóla kl. 18–19 fyrir börn á aldrinum 7–9 ára. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorg- unn í dag kl. 10–12 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Seljakirkja. Foreldramorgnar. Op- ið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr- ir 10–12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára börn. Vídalínskirkja. Helgistund í tengslum við félagsstarf aldraðra kl. 16. Starf fyrir stúlkur 10–12 ára í samstarfi við KFUK kl. 17.30 í safnaðarheimilinu. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT, tíu – tólf ára starf, alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10–12. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Fíladelfía. Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Safnaðarstarf Alfa-nám- skeið í Digra- neskirkju Digraneskirkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.