Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 63 DAGBÓK LAUGAVEGI 36 Opnaðu augun 30% verðlækkun á öllum gleraugnaumgjörðum & gleri. Útsala Útsala... v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Opið daglega frá kl. 10—18, laugard. frá kl. 10—14. tískuverslun Útsalan er hafin Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610 barna- vöru- verslun Garðatorgi, sími 5656550. STRETS-BUXUR Lækkað verð: 3.498 kr. ÚTSALA S k i p h o l t i 1 7 a  1 0 5 R e y k j a v í k  S í m i 5 5 1 2 3 2 3 20-70% afsláttur ÞAÐ sem er einfalt á opnu borði er oft erfitt í reynd. Þetta á ekki síst við um vörnina. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ D104 ♥ KG10762 ♦ 7 ♣ 953 Vestur Austur ♠ K8652 ♠ Á73 ♥ 95 ♥ ÁD83 ♦ G64 ♦ 85 ♣ G87 ♣ K642 Suður ♠ G9 ♥ 4 ♦ ÁKD10932 ♣ ÁD10 Þetta spil er úr nýrri bók eftir Bretana Tom Bourke og Mark Smith, en það kom upp á ítölsku móti árið 1997. Suður varð sagnhafi í þrem- ur gröndum eftir opnun norðurs á „multi“ tveimur tíglum, sem sýndi veika tvo í öðrum hálitnum. Suður spurði með tveimur grönd- um, fékk upp lágmark með hjartalit og sagði þá þrjú grönd. Í vörninni voru Buratti og Lanzarotti, eitt besta par Ítala. Vestur kom út með smáan spaða og austur tók með ás. Nú er augljóst á opnu borði hvernig hægt er að halda sagnhafa í átta slögum. Austur spilar spaða til baka á kóng vesturs og fær hjarta í gegnum blind- an. Eftir að hafa tekið tvo slagi á hjarta spilar austur svo tígli og bíður eftir fimmta slagnum á laufkóng. En hvernig er hægt að finna slíka vörn við spila- borðið þegar nánast ekkert er vitað um spil suðurs? Ef austur spilar spaðasjöu til baka í öðrum slag (hærra frá tvíspili) er eðlilegt fyrir vestur að dúkka og halda þannig sambandi við mak- ker í spaðanum. En þá hefur sagnhafi fengið níunda slag- inn sinn. Í bókinni segir að austur hafi fundið snjalla lausn á þessum vanda – hann spilaði spaðaþristi um hæl, eins og hann hefði byrjað með Á3 tvíspil. Þar með er tilgangs- laust fyrir vestur að dúkka og hann drap á kónginn og spilaði hjarta. Austur vissi að hann fengi á laufkónginn með tímanum og spilaði tígli eftir að hafa tekið hjarta- slagina. Eða svo segir í bók- inni, en þess ber að geta að sögur af hetjudáðum Ítala við spilaborðið eru ekki allar dagsannar. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla ÓNEFNDUR forseti skák- félags hér í bæ hefur oft sagt að skákin sé harður skóli. Þetta má til sanns vegar færa og á það ekki síst við um þá sem hafa hana að lifi- brauði þar sem oft ræðst á einni skák hvort eitthvað salt verður fengið í grautinn eða ekki. Aleksander Wojt- kiewicz (2579) hefur tekið þátt í ófáum skákmótum en hann tók m.a. þátt í Heimsmótinu og í Reykjavíkurskák- mótinu á síðasta ári. Fyrir stuttu tefldi hann í Merida í Mexíkó og hafði svart í þessari óynd- islegu stöðu. Heimamaðurinn Juan Carlos Gonza- lez (2531) lauk skák þeirra með snagg- aralegum hætti. 35. Be4! Rf6. Biskup- inn var friðhelgur þar sem eftir t.d. 35. ...fxe4 36. Dxg4+ Kf6 37. He6 verður svartur mát. 36. Bxf5 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Til dæmis er 36. ...Rxe8. 37. Dxg4+ Kf8 38. Bxh7 létt- unnið á hvítt. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grét- arsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú ert traustur og tryggur og vinir og vandamenn vita að þeir geta alltaf gengið að aðstoð þinni vísri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þótt verkefnin hlaðist upp máttu ekki láta það valda þér ótta heldur tekur þú bara eitt fyrir í einu og afgreiðir með þeim hraða sem þér hentar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það getur verið vandasamt að bera mál þannig upp að eng- um sárni jafnvel þótt um lít- ilfjörleg mál sé að ræða. Temdu þér því tillitssemi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu ekki smávandræði koma þér í vont skap því þú þarft á allri þinni glaðværð að halda til þess að koma nauð- synlegum málum í höfn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ákafi þinn kallar á hrifningu annarra og aðdáun svo það er eins gott að þú getir fylgt honum eftir af fullum krafti. Mundu að hálfan er verk þá hafið er. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er allt í lagi að taka til- finningarnar með í reikning- inn en útkoman getur reynst afleit ef þær eru einar um hit- una. Hleyptu því skynsem- inni að þegar það á við. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér hefur tekist að koma ár þinni svo fyrir borð að aðrir eru fúsir til að fylgja þér. Nú ríður á að þú látir ekki deigan síga því þá hrapar fylgið þitt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að halda ró þinni þótt allt virðist vera á hraðferð í kringum þig og allir aðrir hel- teknir af látunum því slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú er rétti tíminn fyrir þig til þess að setja fram kröfur þín- ar en um leið þarftu að vanda málatilbúnaðinn svo að ekki verði hægt að afgreiða þig með ódýrum hætti. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Stundum þarf að kafa djúpt í hlutina, dýpra en hægt er að ímynda sér við fyrstu sýn. En sá sem sparar ekki fyrirhöfn- ina mun græða best. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hættu að óska þess að þú sért staddur einhversstaðar annarsstaðar því þinn staður er hér og nú og þér ber að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt margt reyni á þig þessa dagana máttu ekki láta það dreifa svo huga þínum að þú ráðir ekki við þau verkefni sem bíða þín. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu það eftir þér að um- gangast börnin því einlægni þeirra mun endurnýja starfs- þrek þitt svo þú getir tekist á við framtíðina með bros á vör. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. september sl. á Borg á Mýrum af sr. Þor- birni Hlyni Árnasyni Adr- ienne Denise Davis og Helgi Valur Ármannsson. Heimili þeirra er í Saltvík við Húsa- vík. Ljósmynd/Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. mars sl. í Kross- inum í Kópavogi af Gunnari Þorsteinssyni Brynja Dröfn Ingadóttir og Ólafur Hjálm- arsson. Heimili þeirra er í Vallarási 4, Reykjavík. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. september sl. í Kotstrandarkirkju í Ölfusi af sr. Jóni Ragnarssyni Guð- rún Rut Sigmarsdóttir og Lárus Guðmundsson. Heimili þeirra er í Rauða- gerði 52, Reykjavík. 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 9. jan- úar, verður sextugur Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, Hrauntungu 60, Kópavogi. Eiginkona hans er Guðrún Jóhannsdóttir. Þau taka á móti gestum í Félagsheimili Kópavogs milli kl. 17-19 í dag. 85ÁRA afmæli. Í dag erþriðjudaginn 9. janú- ar er 85 ára Jóhann G. Benediktsson tannlæknir, Ásvegi 21, Akureyri. Jó- hann og eiginkona hans, Halldóra Ingimarsdóttir, eru heima við í dag. LJÓÐABROT LILJAN Liljan mín með laufin smá, litarfögur, en eigi há, vært þér vindar rugga; en þér mun vera í þeli kalt, því þarna stóðstu sumarið allt sólarlaus í skugga. Lindin er svo langt þér frá, létt mun ekki vökva að ná á klettahillu kaldri. En því viltu vaxa hér, hvar vatns og hita skortur er, því sólin sér þig aldri? Þú kemst ekki úr þessum stað, þér var svona úthlutað, þinn er þessi blettur. En máske áttu maka þér, sem mundi óska að væri hér á hægri hillu settur. Sigurður Breiðfjörð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.