Morgunblaðið - 09.01.2001, Page 72

Morgunblaðið - 09.01.2001, Page 72
                                                                     MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. BYRJUNARLAUN kennara með BA- eða BS-próf verða samkvæmt nýjum kjarasamningi framhalds- skólakennara um 175 þúsund krónur á mánuði í upphafi samnings. Í lok samningsins, árið 2004, verða launin komin upp í um 200 þúsund. Sam- kvæmt eldri kjarasamningi kennara voru byrjunarlaun kennara tæplega 110 þúsund krónur. Meðallaun kenn- ara með 10-15 ára starfsreynslu verða um 200 þúsund í upphafi samnings, en meðaldagvinnulaun kennara voru um 135 þúsund í lok síðasta árs. Þessar launahækkanir segja ekki fyrir hvaða raunlaunabreytingar verða með kjarasamningnum því að samningurinn felur í sér að dregið verður verulega úr yfirvinnu. Bæði verður kennsluyfirvinnustuðull lækkaður og fastar greiðslur eins og stílapeningar, prófagreiðslur og fleira verða færðar inn í grunnkaup- ið. Afsláttur af kennsluskyldu verður minnkaður hjá byrjendum og starf- andi kennarar geta valið um grunn- kaupshækkun gegn minni kennslu- afslætti. „Í gegnum ýmsar breytingar á störfum og það að kennarar eru að taka á sig aukna ábyrgð, þá tekst á samningstímanum að breyta dag- vinnulaunum þeirra og hlut þeirra í heildarlaunum. Það er mjög mikil- vægt, meðal annars með tilliti til sumarlauna kennara og með tilliti til eftirlaunagrundvallar kennara. Þannig að það má segja að við erum að ná þarna mjög langþráðu tak- marki að komast upp úr láglauna- skurði dagvinnulaunanna,“ sagði Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Í samræmi við samningsmark- mið að mati ríkisins Ekki liggja fyrir upplýsingar um heildarkostnað við nýja kjarasamn- inginn, en á síðasta ári greiddi rík- issjóður samtals um fjóra milljarða í laun til framhaldsskólakennara. „Samningurinn er vonandi báðum aðilum til góðs. Í honum er gert ráð fyrir miklum skipulagsbreytingum og tilfærslum launaliða. Þessi samn- ingur er alveg í takt við þau samn- ingamarkmið sem við höfðum sett okkur,“ sagði Geir H. Haarde fjár- málaráðherra. Í tengslum við gerð nýs kjara- samnings mun menntamálaráðu- neytið breyta reglugerð um starfslið í framhaldsskólum. Markmiðið er að auka svigrúm skólastjóra til að ráða kennara til sérstakra verkefna sem snerta faglega vinnu og stjórnun í framhaldsskólum. Ráðuneytið aug- lýsti í gær að þrátt fyrir ákvæði reglna um að nemandi skuli ljúka 9 einingum á önn hið minnsta væri skólameisturum heimilt að víkja frá þeim á þessu skólaári. Menntamála- ráðuneytið hefur beint þeim tilmæl- um til framhaldsskólanna að ljúka kennslu og námsmati vegna haust- annar eigi síðar en 2. febrúar að meðtöldum sjúkra- og endurtektar- prófum. Stefnt er að því að ljúka kennslu og námsmati vorannar 1. júní nk. Verkfall framhaldsskólakennara stóð í 60 daga og er lengsta kenn- araverkfall á Íslandi fram til þessa. 60 daga verkfalli framhaldsskólakennara lauk á sunnudagskvöld Byrjunarlaun hækka úr 110 í 175 þúsund á mánuði  Nemar búast/6 Miklar breytingar/36 Morgunblaðið/Rax Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti komu í skólann í gærmorgun að loknu tveggja mánaða verkfalli framhaldsskólakennara. Morgunblaðið/Reynir Ragnarsson Íshellir hefur myndast vestan í Goðabungu vestast á Mýrdalsjökli. ÍSHELLIR hefur myndast í Tungnakvíslarjökli sem fellur af Mýrdalsjökli niður í Goðaland í Þórsmörk. Er hann um tvo km vest- an við Goðabungu. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir athyglisvert að þarna sé að brjótast fram hiti á svæði sem mikil skjálftavirkni hefur verið á í jökl- inum í haust. „Þetta eru fyrstu merki um auk- inn jarðhita vestan í Goðabungu þar sem skjálftar hafa verið í haust en þarna hefur hiti ekki verið áð- ur,“ segir Magnús Tumi í samtali við Morgunblaðið en kveður ekkert stórbrotið vera á ferðinni. Hann segir ekki hægt að meta hvað þetta þýði en að áfram verði fylgst með svæðinu úr lofti. Ekki er ljóst hvenær íshellirinn myndaðist en Magnús Tumi telur það hafa verið á síðustu vikum, hann hafi ekki verið sjáanlegur í nóvember. Nýr íshellir mynd- ast vestan í Goðabungu LÍTIÐ HEFUR borið á flensu og öðrum pestum það sem af er ári að sögn Þórðar G. Ólafssonar yfirlækn- is Læknavaktarinnar. „Við hefðum getað búist við að inflúensan væri farin að láta á sér kræla, þar sem hún hefur stundum byrjað fyrr, í nóvember eða í desember, en hún virðist ekki vera farin að skila sér neitt að ráði hér enn þá,“ sagði Þórð- ur og taldi ólíklegt að skæð flensa væri á leiðinni. Aðeins eitt tilfelli flensu af A- stofni hefur verið greint í ár og eru fá sjúkdómstilfelli að einhverju leyti þökkuð góðum árangri bólusetning- ar en tugir þúsunda láta bólusetja sig gegn flensu á hverju hausti. „Það hefur enginn tíma til að vera lasinn enda veikindaþol þjóðarinnar afar lágt – það má enginn vera lasinn og fólk þorir því ekki að sleppa spraut- unni.“ Þórður sagði nokkuð bera á hefð- bundnum kvefpestum venju sam- kvæmt á þessum árstíma. Um veiru- sýkingu er að ræða sem einkum legðist á börn og unglinga. Pestina einkennir langvinnur hósti sem „þol- inmæði vinnur best á,“ sagði Þórður. Vænlegast sé að hlíta almennum heilsuráðum, þ.e. fá næga hvíld, hafa fjölbreytni í mataræði, forðast streitu og taka lýsi. Lítið um veikindi það sem af er árinu Flensan lætur bíða eftir sér FJALLAÐ verður um nýgerða kjarasamninga kennara við ríki og sveitarfélög á framkvæmdastjórnar- fundi Starfsgreinasambandsins í dag. Þá hefur verið boðað til for- mannafundar hjá ASÍ 23. janúar nk. til að ræða stöðuna á vinnumarkaði. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins og starf- andi forseti ASÍ, segist undrast þær miklu hækkanir sem felast í samn- ingum við kennara og kveðst telja ólíklegt að þær séu í samræmi við það sem samið hefur verið um á vinnumarkaði á síðasta ári. Halldór kveðst ekki hafa séð ein- stök efnisatriði samninganna, enda hafi þeir ekki verið birtir, en miðað við fréttir af þeim segist hann tæpast trúa því að aðeins sé um tilfærslur að ræða. Í þeim hljóti að felast veru- legar beinar kauphækkanir umfram kjarasamninga annarra hópa. „Sé það rétt hjá formanni samn- inganefndar ríkisins að kennarar fái sömu hækkanir og aðrir þá þýðir það um leið að kennarar hafa haft miklu hærra kaup en þeir hafa haldið fram. Þeir hafa sagt kaupið lágt og tekj- urnar litlar, en geti þeir nú náð fram margra tuga prósenta hækkun með tilfærslu yfirvinnu yfir í dagvinnu þá kemur það ekki heim og saman við fyrri yfirlýsingar þeirra. Yfirvinna er hluti af tekjum manna. Þetta er eitthvað meira en lítið skrítið,“ segir Halldór. Sérstök endurskoðunarnefnd ASÍ og SA getur í lok næsta mánaðar tekið ákvörðun um uppsögn eða end- urskoðun launaliðar samninga í ljósi þróunar efnahagsmála og samninga á vinnumarkaði. Halldór segir að sú nefnd hljóti að skoða samninga við kennara eins og aðra og meta áhrif þeirra á vinnumarkaðinn almennt. Undrast miklar launahækkanir Halldór Björnsson starfandi forseti ASÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.