Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM 3.500 lítrar af gasolíu láku út um gat á neðanjarðarolíuleiðslu við höfnina í Keflavík í hádeginu í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Heil- brigðiseftirliti Suðurnesja fór mest- ur hluti olíunnar í jarðveg um- hverfis lögnina en eitthvert magn mun hafa farið í sjóinn. Olíumengaður jarðvegur var grafinn upp og sendur til förgunar en ekki þótti ástæða til frekari að- gerða. Litlir flekkir mynduðust í sjónum en Guðjón Ómar Hauksson umhverfisfulltrúi hjá Heilbrigð- iseftirlitinu segir að gasolían muni að öllum líkindum gufa hratt upp og ekki sé tilefni til þess að álíta að umhverfinu stafi hætta af. Tæringargat kom á olíulögnina þegar verið var að dæla olíu úr olíuflutningaskipinu Lauganesi í olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. við Vatnsnes. Starfsmenn rafiðn- aðarfyrirtækis við höfnina urðu fyrstir varir við lekann og til- kynntu um hann. Dælingu úr skip- inu var þegar hætt en samkvæmt upplýsingum frá Olíudreifingu hafði hún aðeins staðið í skamma stund. Ástand lagnarinnar kannað Gestur Guðjónsson, umhverfis- og öryggisfulltrúi hjá Olíudreifingu hf., segir gatið sem kom á lögnina aðeins hafa verið um 5 mm. Mikill þrýstingur sé hinsvegar á slíkum lögnum og því hafi svo mikið magn lekið út. Gert verður við lögnina í dag og jafnframt mokað upp meiri jarðvegi ef ástæða þykir til. Samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðiseftirlitinu er olíubirgðastöð- in í Vatnsnesi nokkuð gömul og ekki búin þeim mengunarvörnum sem reglugerð um varnir við ol- íumengun í landi gerir ráð fyrir. Olíufélögin hafi frest til ársins 2005 til þess að koma öllum olíubirgða- stöðvum í viðunandi horf. Heil- brigðiseftirlitið mun kanna ástand lagnarinnar og hún metin með þykktarmælingum og þrýstiprófi. Tæringargat á olíulögn við Keflavíkurhöfn Um 3.500 lítrar af gasolíu láku út Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Jarðvegur umhverfis olíulögnina var fjarlægður og sendur til förgunar. DAGLEGAR reykingar Íslendinga hafa aldrei verið minni en á árinu 2000. Samkvæmt þremur könnunum PricewaterhouseCoopers voru dag- legar reykingar í aldurshópnum 18- 69 ára 25%, sem er það minnsta frá upphafi mælinga. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá tóbaksvarnar- nefnd. Reykingar karla mældust 25,5% en kvenna 24,4% og er þetta í fyrsta skipti frá árinu 1997 sem kon- ur reykja minna en karlar. Úrtak í könnununum var 1.400 manns og náði yfir allt landið.                    !!   "           Minnstu reyk- ingar frá upp- hafi mælinga Skv. fréttatilkynningu frá Flugleið- um í gær hefur viðhaldsstöðinni ekki tekist að tryggja erlend viðhalds- verkefni eins og ráð hafði verið fyrir gert en fimmtungur starfseminnar er byggður á slíkum verkefnum. Samdráttur í starfseminni sé neyð- arúrræði og harmar félagið það ef grípa þarf til jafn margra uppsagna og horfur eru nú á. „Miðað við rekstrarstöðu í alþjóðaflugi og stöð- una á alþjóðlegum viðhaldsmarkaði telur félagið hins vegar ekki aðra kosti mögulega. Komi til uppsagna verður farið eftir starfsaldri hvað flugvirkja varðar í samræmi við kjarasamninga,“ segir í tilkynning- unni. Að sögn Guðjóns Valdimarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands, er flugvirkjum mjög brugðið vegna þessara tíðinda. Hann segir að lítið sé hægt að segja um málið enn sem komið er. Haldinn hafi verið einn samráðsfundur með félaginu og ann- ar boðaður eftir viku. „Það er ekki komið í ljós ennþá hvort við getum gert eitthvað til að breyta þessari stöðu en eins og er þá lítur þetta svona út,“ sagði hann. Aðstoða við atvinnuleit hér á landi og erlendis Guðjón segir litla atvinnumögu- leika fyrir flugvirkja á Íslandi en mikil eftirspurn sé eftir flugvirkjum erlendis. Haft er eftir Sigurði Helga- syni, forstjóra Flugleiða, í tilkynn- ingu félagsins í gær að Flugleiðir muni kappkosta að aðstoða þá sem missi vinnuna í atvinnuleit bæði á Ís- landi og erlendis. „Við kynntum stöðu mála fyrir trúnaðarmönnum í viðhaldsstöðinni í gær og þar kom fram vilji hvorra tveggja að sameina kraftana til að draga sem verða má úr áfallinu sem þessu óhjákvæmilega fylgir,“ er haft eftir Sigurði. Miklar kostnaðarhækkanir í flug- rekstri undanfarin misseri leiða til þess að Flugleiðir hafa verið að gera breytingar á flugáætlun sinni. Meðal annars hefur verið dregið úr vetr- arflugi um 10–15%. Flugvélarnar eru því tiltækar til viðhalds á lengra tímabili yfir veturinn. Í fréttatil- kynningu félagsins segir að þetta eigi sinn þátt í að tryggja hag- kvæmni þess að hafa stórskoðanir eigin flota áfram hér innanlands. Félagið hefur einnig skipulagt sum- aráætlun sína þannig að unnt er að sinna reglubundnum skoðunum á sumrin í dagvinnu í stað næturvinnu áður, sem gerir það hagkvæmt að sinna þeim þætti hér á landi. Engin verkefni fyrirliggjandi 2001 Flugleiðir opnuðu viðhaldsstöðina á Keflavíkurflugvelli árið 1993, en þar starfa um 220 manns. Megin- verkefni stöðvarinnar hefur verið viðhald eigin flugflota. Félagið hefur hins vegar sótt inn á erlendan við- haldsmarkað til að styrkja starfsem- ina og á undanförnum árum samið við ýmis erlend flugfélög um við- haldsverkefni og hafa flugvirkjar Flugleiða sinnt þessu í Keflavík. Vegna breyttra ytri aðstæðna hefur þrengt að á markaðnum undanfarin tvö ár og nú eru engin verkefni fyr- irliggjandi á árinu 2001. „Ástæðan er stóraukin samkeppni um viðhalds- verkefni, kostnaðarhækkanir hér innanlands og fjarlægð frá markaði,“ segir í fréttatilkynningu félagsins. Flugleiðir kynna samdrátt í starfsemi viðhaldsstöðvar á Keflavíkurflugvelli Útlit fyrir að 48 starfs- mönnum verði sagt upp STJÓRNENDUR Flugleiða kynntu í gær starfsfólki í tæknistöð félags- ins á Keflavíkurflugvelli breytingar sem félagið telur að gera þurfi á starfsemi viðhaldsstöðvarinnar vegna verkefnaskorts. Eins og staðan er nú telur félagið horfur á að fækka þurfi um 48 stöðugildi í viðhaldsstöð- inni, sem myndi þýða að 38 flugvirkjum og 10 almennum starfsmönnum viðhaldsstöðvarinnar yrði sagt upp störfum. ODDEIRSHÓLAVEGUR í Hraungerðishreppi var opn- aður fyrir umferð í gær eftir tveggja daga lokun vegna flóðanna í Hvítá. Vegurinn er þó enn grófur og ekki ráðlagt að aka hann á smábílum. Langholtsvegur er hins vegar enn lokaður þar sem enn flæðir yfir hann við Suð- urlandsveg. Vegagerðin á Selfossi hóf lagfæringar á vegunum í gær. Mjólkurbíll og skólabíll kom- ust leiðar sinnar eftir Odd- geirshólavegi og er lífið farið að færast í eðlilegt horf að sögn Ragnheiðar Jónsdóttur á Litlu-Reykjum. Eftir er þó að fara nánar yfir tjón til að unnt sé að ákvarða tryggingabæt- ur. Oddgeirs- hólavegur opnaður á ný FORMENN stjórnarandstöðuflokk- anna á Alþingi sendu Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, bréf í gær þar sem þeir krefjast þess að forseti úrskurði hvort vísa beri frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um almannatryggingar frá. Halda þeir því fram að frumvaprið sé óhæft til afgreiðslu á Alþingi þar sem það brjóti í bága við stjórnar- skrána. „Þetta stjórnarfrumvarp er lagt fram af ríkisstjórninni með lögform- legum og venjulegum hætti og hefur verið staðfest með undirskrift for- seta Íslands, samanber 25. grein stjórnarskrárinnar. Það eru því eng- ar forsendur fyrir því að ég hafi vald til þess að vísa málinu frá, síður en svo. Það er Alþingi sjálft sem ræður örlögum lagafrumvarpa eftir að þau hafa verið lögð fram,“ sagði Halldór Blöndal í samtali við Morgunblaðið. Segja að frumvarpið sé með öllu óþinglegt Í bréfinu, sem Sverrir Her- mannsson, formaður Frjálslynda flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar- innar, skrifa undir, segir að það sé álit þeirra að frumvarpið sé með öllu óþinglegt með þeim rökum, að frum- varpið, ef það verður að lögum, hrindi dómi Hæstaréttar sem byggð- ur sé á ákvæðum stjórnarskrár lýð- veldisins, en ákvæði stjórnarskrár- innar hafi þingmenn lagt við drengskap sinn að virða, enda frá- leitt að bera fram frumvarp til laga á Alþingi sem innihaldi lagaákvæði sem brjóti í bága við stjórnarskrá. Því sé frumvarpið með öllu óþinglegt og beri að vísa því frá sem óhæfu til afgreiðslu á hinu hæfa Alþingi. Frumvarpið verður tekið til fyrstu umræðu á Alþingi í dag kl. 10.30. Stjórnarandstöðuflokkar vilja að öryrkjafrumvarpinu verði vísað frá Forseti Alþingis segir enga for- sendu frávísunar PILTURINN, sem fannst lát- inn í höfninni á Suðureyri á sunnudaginn, hét Sigurður Páll Jórunnarson. Hann var átján ára gamall, fæddur 18. febrúar 1982. Hann var búsettur á Suð- ureyri. Útför Sigurðar Páls verður gerð frá Grafarvogskirkju í Reykjavík mánudaginn 22. janúar kl. 14. Fannst látinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.