Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BORGARRÁÐI Reykjavíkur og
starfsmönnum Strætisvagna
Reykjavíkur var í gær kynnt skýrsla
Skúla Bjarnasonar, hrl. og ráðgjafa
borgarstjóra, þar sem lagt er til að
stofnað verði sameignarfélag í eigu
allra sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu til að annast strætisvagna-
samgöngur í öllum sveitarfélögun-
um. Félagið taki til starfa 1. júlí nk.
og ákvörðun um stofnun þess verði
tekin fyrir 1. mars nk.
Fram kemur í niðurstöðum skýrsl-
unnar að gera megi ráð fyrir 130
m.kr. sparnaði í rekstri í kjölfar sam-
einingar SVR og AV og útboða á
hluta starfseminnar í áföngum. „Þá
er eftir að taka tillit til ýmissa þátta
svo sem minni kostnaðar í yfirstjórn
vegna minnkaðs rekstrarumfangs,“
segir í skýrslunni. Fram kemur að
áætluð gjöld SVR á þessu ári verði
1.170 m.kr. og að þar af verði 611
m.kr. fjármagnaðar með framlagi úr
borgarsjóði en fargjöld nemi 572
m.kr.
Lagt er til að í tilraunaskyni verði
fylgt þeirri þróun í nágrannalöndun-
um að skilja að hluta til stefnumótun
og þjónustukaup annars vegar og
rekstur samgöngutækja hins vegar.
Boðnir verði út í auknum mæli til
reynslu einstakir rekstrarþættir, svo
sem tiltekinn hluti af akstrinum til að
auka aðhald og kostnaðarvitund og
búa þannig til raunhæfan saman-
burðargrundvöll. Sá sparnaður sem
næðist með sameiningu og aukningu
útboða yrði nýttur til þess að efla
starfsemina að öðru leyti. Þá er lagt
til að framlög til almenningssam-
gangna verði aukin, a.m.k. tímabund-
ið, til að gera starfsemina meira að-
laðandi, áreiðanlega og samkeppn-
ishæfa við annan samgöngumáta.
Framlög til almenningssamgangna
séu ekki glatað fé heldur leiði til
beins sparnaðar ef rétt er á málum
haldið.
Megintillaga skýrsluhöfundar er
að stofnað verði sameignarfélag í
eigu sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu. Hlutverk þess verði að ann-
ast í umboði eigenda umsjón og eða
framkvæmd almenningssamgangna
á höfuðborgarvæðinu.
Félagið starfræki almennings-
vagnaþjónustu á svæðinu á einu
leiðakerfi og leiti hverju sinni að hag-
kvæmustu leiðum í rekstri og starf-
rækslu þess hvort heldur það notar
til þess eigin vagnflota eða aðkeypta
þjónustu.
Undirbúningur að stofnun félags-
ins hefjist þegar fyrir liggur formlegt
samþykki væntanlegra eigenda og
skuli stefnt að stofnun eigi síðar en 1.
mars nk. og að fyrirtækið taki til
starfa 1. júlí nk. Það verði sjálfstæð-
ur aðili með eigin stjórn og skuli inn-
viðir fyrirtækisins vera með sem lík-
ustum hætti og í hlutafélagi.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins verði
eins miðsvæðis á höfuðborgarsvæð-
inu og við verður komið og hag-
kvæmt þykir og skuli ákvörðun um
staðarval verða óháð umdæmamörk-
um. Tryggður verði réttur allra sam-
eigenda til að ákvarða umfang og
tíðni þjónustu innan hvers sveitar-
félags.
Starfsmönnum
auðvelduð þátttaka í útboði
Hvað varðar útboð í tilraunaskyni,
sem fyrr var rakið, er lagt til að
starfsmönnum verði auðvelduð þátt-
taka ef þeir kjósa, enda verði um
samkeppnishæft verð að ræða. Að
fenginni reynslu og samanburði á út-
boðum og eigin akstri verði mörkuð
útboðsstefna og hagkvæmasti kost-
urinn valinn. Tryggt skuli að enginn
einn verktaki nái þeirri stöðu gagn-
vart fyrirtækinu að leiði til fákeppni
eða útiloki aðra alveg frá þátttöku. Í
því sambandi skuli sérstaklega metið
hvort sá hluti núverandi vagnaflota,
sem fyrirtækið mundi ekki nýta, yrði
leigður eða seldur verktökum í heild
eða að hluta.
Núverandi starfsmenn verði
áfram starfsmenn viðkomandi sveit-
arfélags nema þeir óski eftir öðru,
enda verði gerður samningur milli
fyrirtækisins og sveitarfélagsins um
það. Nýir starfsmenn verði hins veg-
ar ráðnir hjá fyrirtækinu sjálfu.
Áhersla á samráð og
upplýsingar til starfsmanna
Jafnframt segir að við stofnun fyr-
irtækisins skuli núverandi starfs-
mönnum SVR gefinn kostur á að
flytja sig til fyrirtækisins þannig að
þeir njóti sambærilegra kjara í hví-
vetna, eða að minnsta kosti ekki lak-
ari kjara en nú er. Áhersla er lögð á
að starfsmenn skuli hafðir með í ráð-
um um hvernig best verði staðið að
framkvæmd sameiningarinnar og að
mikilvægt sé að halda þeim ávallt
upplýstum. Fram kemur í skýrslunni
að starfsmannavelta fyrirtækisins sé
mjög mikil. 31% starfsmanna SVR
hafi aðeins 1-2 ára starfsaldur að baki
og 52% hafi starfað þar í fimm ár eða
skemur. Hröð starfsmannavelta auki
möguleika á að breyta rekstrarformi
og feta í áföngum braut útboða án
þess að raska stöðu þeirra sem kjósa
að búa við óbreytt umhverfi.
Hvað varðar stofnefnahagsreikn-
ing hins nýja félags, sem í skýrslunni
hefur vinnuheitið StórReykjavíkur-
Strætó (SRS), segir að við gerð hans
skuli við það miðað að eignir SVR í
vélum, tækjum og aðstöðu verði ým-
ist lagðar inn sem stofnframlag,
leigðar eða seldar félaginu með hag-
stæðum kjörum þannig að tryggt
yrði að upphafsfjármögnun mundi
hvorki íþyngja félaginu né eigendum
þess. Sérstök matsnefnd úrskurði
um verðmæti eigna. Núverandi að-
staða og fasteignir SVR verði seldar
eða látnar ganga til borgarinnar með
öðrum hætti þegar fyrirtækinu hafa
verið fundnar nýjar höfuðstöðvar.
Samstarfsaðilar
fái skamman frest
Þýðingarmikið er talið að undir-
búningur að stofnun félagsins hefjist
um leið og fyrir liggur formlegt sam-
þykki væntanlegra eigenda og skuli
að því stefnt að það verði eigi síðar en
1. mars nk. og fyrirtækið taki til
starfa 1. júlí.
„Rétt er að undirstrika að vænt-
anlegum samstarfsaðilum verði gef-
inn eins skammur frestur og unnt er
til ákvarðanatöku um aðild, allar
frumforsendur eiga að liggja fyrir.
Því virðist ekki ástæða til þess að
fara nú í langar og flóknar undirbún-
ingsviðræður, heldur væri rétt þegar
í upphafi að draga helstu útlínur fyr-
irtækisins á blað [og] láta sveitar-
félögin undirrita eins fljótt og tök eru
á samhljóða viljayfirlýsingu en hefja
skipulagða vinnu við stofnun fyrir-
tækisins þegar í kjölfarið,“ segir í til-
lögukafla skýrslunnar.
Nýtt leiðakerfi
án umdæmamarka
Þá segir að setja þurfi sem fyrst í
gang þá umfangsmiklu vinnu að búa
til nýtt heildstætt leiðakerfi fyrir fyr-
irtækið. Kerfið verði hugsað frá
grunni en ekki þannig úr garði gert
að splæst sé saman því sem fyrir er.
Hugsa þurfi kerfið án allra umdæma-
marka þannig að allir möguleikar
verði nýttir. „Þannig mætti e.t.v.
hugsa sér að einhverjir „Kópavogs-
bílar“ ækju einnig einhverja hluta af
Breiðholti, Fossvogi eða Hlíðum,“
segir í tillögunum. Jafnframt segir að
engir séu betur fallnir til þessarar
vinnu en starfsmenn fyrirtækjanna
sjálfir enda gjörþekki þeir aðstæður.
Þá segir að þótt ekki náist sam-
komulag við eitt eða fleiri sveitar-
félaganna á svæðinu sé allt að einu
hægt að stofna fyrirtækið, enda geti
nýir eigendur gengið inn eða út ef
skilyrði og forsendur breytast.
Jákvæð mismunun
til að fjölga konum
Meðal annarra tillagna skýrsluhöf-
undar er að gengið verði frá sér-
merkingu akreina fyrir almennings-
samgöngur, tekin verði upp
umferðarstýrð ljós á þeim gatnamót-
um þar sem strætisvagnar þurfa oft-
ast að bíða eftir annarri umferð og að
leitað verði leiða til að yngja vagna-
flotann svo um munar. Ennfremur
verði gert átak í því að fjölga konum
hjá fyrirtækinu undir formerkjum
jákvæðrar mismununar til að byrja
með ef þurfa þyki.
Þá er gerð tillaga um bílastæða-
stýringu þar sem segir m.a.:
„Reynsla annarra þjóða segir okkur
að árangursríkast sé í baráttunni við
hömlulausan einkabílisma að svelta
menn á möguleikum til þess að
geyma bílinn nærri vinnustað.“
Lagt til í skýrslu að nýtt almenningssamgöngufélag taki til starfa 1. júlí nk.
130 m.kr. sparnaður
af útboði í áföngum
Morgunblaðið/Golli
Starfsmönnum SVR voru kynntar tillögurnar á fundi í gær.
Í nýrri skýrslu til borgarstjóra er lagt
til að ákvörðun um nýtt félag um almenn-
ingssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu
verði stofnað fyrir 1. mars nk. og það
taki til starfa um mitt sumar.
ÁSGEIR Ingólfsson,
blaðamaður og þýðandi,
er látinn, 66 ára að
aldri.
Ásgeir fæddist í
Reykjavík 26. júlí 1934.
Hann lauk prófi í við-
skiptafræði frá Háskóla
Íslands árið 1960. Hann
starfaði fyrst sem
blaðamaður á dag-
blaðinu Vísi frá 1960–
1961 og á Morgun-
blaðinu til ársins 1967.
Hann var fréttamaður
og þulur á fréttastofu
Sjónvarps 1967–1971 og á fréttastofu
Útvarps 1973–1975. Árið 1987 gerðist
hann þýðandi hjá Íslenska útvarps-
félaginu og vann þar til
dauðadags.
Ásgeir þýddi um 55
bækur á íslensku, eink-
um úr ensku, og eftir
hann liggur ein bók,
Elliðaárnar, sem út kom
1986. Á starfsferli sín-
um var Ásgeir jafn-
framt framkvæmda-
stjóri Stangaveiðifélags
Íslands frá 1972–1973
og starfaði fyrir Norð-
ur-Atlantshafslaxasjóð-
inn síðustu tíu æviár sín.
Ásgeir lætur eftir sig
tvo uppkomna syni, sem hann eign-
aðist með fyrrverandi eiginkonu
sinni, og eitt barnabarn.
Andlát
ÁSGEIR
INGÓLFSSON
GESTUR Jónsson hæstaréttarlög-
maður sem annast hefur málefni
fyrir ráðherra og Þingvallanefnd
vegna fyrirhugaðrar sölu Hótels
Valhallar segir alrangar þær ásak-
anir sem fram komi í fréttatilkynn-
ingu Jóns Ragnarssonar, aðaleig-
anda hótelsins, um að einhver sé að
reyna að torvelda honum viðskipt-
in.
Fram kom í Morgunblaðinu í
gær að Jón hefur gengið að kaup-
tilboði bresks kaupsýslumanns í
hótelið með fyrirvara um atriði
sem Jón segir að erfitt hafi reynst
að fá á hreint hjá yfirvöldum.
„Lögmaður Jóns Ragnarssonar
hefur beint erindum til Þingvalla-
nefndar og stjórnvalda varðandi öll
þessi atriði sem hann nefnir. Þeim
erindum hefur öllum verið svarað
og sinnt á eðlilegan hátt að mínu
mati,“ segir Gestur.
Hann segir að fyrir liggi beiðni
Jóns um að ríkið aflétti þinglýsingu
á viðbyggingu en því hafi einfald-
lega verið hafnað. Menn hafi hins
vegar sagst vera reiðubúnir að at-
huga erindi Jóns varðandi gerð
lóðarsamnings. Ekkert hafi heldur
verið útilokað og raunar verið tekið
vel í ósk um að stækka eða end-
urbæta hótelið en engar ákveðnar
tillögur hafi hins vegar verið lagð-
ar fram hvað þessi tvö atriði varð-
ar. Tillögum um stækkun eða end-
urbætur á hóteli verði m.a. að
fylgja teikningar og útfærslur svo
hægt sé að taka afstöðu til þess.
„Það verða að sjálfsögðu engar
framkvæmdir heimilaðar á jafn
viðkvæmum stað og Þingvöllum án
þess að farið sé mjög nákvæmlega í
gegnum það,“ segir Gestur.
Frjálst að semja ef fylgt
er gildandi leikreglum
Aðspurður segist Gestur ekki
geta svarað því hvort frágangur
þessara mála sé forsenda þess að
Jón geti gengið frá sölu hótelsins.
„Við höfum aldrei séð þessi kaup-
tilboð og kaupsamning, enda er
ríkið ekki með nokkrum hætti aðili
að þessum viðskiptum. Þarna er
Jón Ragnarsson að eiga viðskipti
við aðila sem hann hefur einhvers
staðar haft upp á og honum er auð-
vitað frjálst að semja við þann aðila
ef hann bara fylgir þeim leik-
reglum sem um það gilda,“ sagði
hann.
Rangt að
verið sé að
reyna að
torvelda
viðskiptin
Gestur Jónsson hrl.
um ágreining vegna
sölu Hótels Valhallar
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
og Framsóknarflokkurinn hafa
tapað fylgi, samkvæmt skoðana-
könnun sem DV birti í gær. Fylgi
Sjálfstæðisflokks mældist 37,4% af
þeim sem afstöðu tóku í könnun-
inni en var 44,2% í síðustu könnun
blaðsins sem gerð var í október.
Fylgi Framsóknarflokks mælist
nú 9,7% en var 12,9% í síðustu
könnun. Fylgi stjórnarflokkanna
er því samtals 47% samkvæmt
könnuninni. Fylgi bæði Samfylk-
ingarinnar og Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs eykst
verulega. Fylgi Samfylkingar
mældist 27% í könnun DV nú en
var 18,8% í síðustu könnun. Fylgi
VG mælist nú 24% en var 20,1% í
síðustu könnun. Fylgi Frjálslynda
flokksins mælist nú 1,4% en var
3,8% í síðustu könnun.
Ef þingsætum yrði útdeilt miðað
við þessa niðurstöðu fengi Sjálf-
stæðisflokkurinn 24 þingmenn,
Framsóknarflokkurinn 6, Sam-
fylkingin 17, Vinstrihreyfingin 16
en Frjálslyndi flokkurinn engan
þingmann.
Könnunin var gerð sl. föstudags-
kvöld, 12. janúar. Úrtakið var 600
manns og tóku 70,5% afstöðu.
Fylgiskönnun DV
Stjórnarflokk-
arnir tapa fylgi