Morgunblaðið - 17.01.2001, Qupperneq 28
LISTIR
28 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Erum að innrita í
matartæknanám
Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri hótel- og
matvælagreina á skrifstofutíma
milli kl. 9.00 og 15.00 til 26. janúar næstkomandi.
Kennsla hefst 5. febrúar.
HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN
MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI
v/Digranesveg 200 Kópavogi.
Sími 544 5530 Fax 554 3961 Netfang mk@ismennt.is
Miklir
atvinnumöguleikar!
Á SÍÐUSTU tveimur áratugum
eða svo hefur orðið mikil breyting á
aðstöðu kennara í skólastofu. Sú
stefna hefur verið tekin upp að öllum
eigi að kenna í almennum bekk. Þeg-
ar sagt er öllum þá ber næstum að
skilja það bókstaflegum skilningi,
það á við líkamlega fatlaða, andlega
fatlaða, ofvirka, þá sem eiga við
félagsleg vandamál að stríða ásamt
öllum þeim börnum sem við köllum
venjuleg. Það hefur sem sagt verið
aflagt að skilja þau börn frá sem
glíma við sérvanda af einhverju tagi.
Það er erfið list að kenna börnum og
unglingum svo vel sé við hefðbundn-
ar kringumstæður en þessi stefnu-
breyting gerir líf kennara flóknara
og ögrar hæfileikum þeirra. Það hef-
ur margt verið talað um þessa breyt-
ingu en minna verið rannsakað
hvernig hún gengur og hvaða áhrif
hún hefur á nemendur. Sú rannsókn
sem birt er í þessari bók er þarft
framtak.
Þessi bók er upphaflega ritgerð í
sérkennslufræðum til meistaraprófs
við Kennaraháskóla Íslands. Þess
sér nokkuð víða stað að bókin er upp-
haflega prófritgerð en það er ekki til
neinna lýta. Viðfangsefni rannsókn-
arinnar er einn drengur sem er of-
virkur og misþroska. Drengurinn er
nefndur Birgir sem er ekki raun-
verulegt nafn hans. Höfundur kann-
aði hvernig skóli er búinn undir það
að taka við dreng sem á við þessa
kvilla að etja. Niðurstaða höfundar
er sú að skólinn hafi á ýmsan hátt
verið vanbúinn að takast á við þetta
verkefni, t.d. hafi upplýsingar ekki
borist frá lækni um
greiningu og aðstaða
ekki verið nógu góð en
kennarar voru allir af
vilja gerðir að leysa
vandann að því marki
sem það var þeim
mögulegt. Þeir geta
ekki leyst þann vanda
sem félagsskapur Birg-
is utan skólatíma skap-
ar. En þeir ráða við að
fá honum viðeigandi
viðfangsefni í leikfimi
eða lestri svo að dæmi
séu tekin.
Í fyrstu tveimur köfl-
um bókarinnar er
greint frá viðfangsefn-
inu, hvers vegna það var valið, valinu
á skóla og einstaklingi og lýst er
hvernig Birgir hegðar sér í ólíkum
aðstæðum. Þriðji kaflinn er fræði-
legur kafli um flokkunarfræði erfið-
leika á borð við þá sem hrjá Birgi.
Einnig er fjallað um meðferð við of-
virkni og þá möguleika sem börn af
þessu tagi eiga við að etja. Næstu
fjórir kaflar, kaflar 4-7, lýsa Birgi,
einkennum hans og aðstæðum. Í
fjórða kaflanum segir frá áhugamál-
um og hæfileikum Birgis, höfundur
kaus að segja fyrsta frá sterku hlið-
um Birgis en lýsa vandkvæðum hans
í kjölfarið. Í fimmta kafla er skýrt frá
því hvernig sérkennari greindi Birgi,
lýst er þeim erfiðleikum sem hann á í
með bóklegt og skriflegt nám. Graf-
izt er fyrir um það hvernig skólinn
getur komið til móts við Birgi, hver
ábyrgð starfsfólks er á nemum á
borð við Birgi. Einnig er fjallað um
uppbyggingu námskrár fyrir hann
og heimanám. Í sjöunda kafla er lýst
þeim félagsskap sem Birgir hefur
lent í utan skólans sem hefur leitt til
umtalsverðra vandræða fyrir Birgi
sjálfan. Í lokaköflunum, áttunda og
níunda kafla, er greindur sá vandi
sem skólinn stendur frammi fyrir,
hve götótt upplýsingakerfið er um
nemendur eins og Birgi, mikilvægi
foreldrasamstarfs, leit-
ast er við að svara
rannsóknarspurning-
um verkefnisins og
draga ályktanir af
þeim upplýsingum sem
aflað hefur verið í
rannsókninni.
Það er engum ofsög-
um sagt af þeim erfið-
leikum sem skólakerfið
þarf að glíma við vegna
þeirrar ákvörðunar að
kenna skuli öllum
börnum í almennum
skólum. Ein tegund af
alvarlegum vandræð-
um stafar af þörfum of-
virkra og misþroska
nemenda. Þótt menn eigi að vera
raunsæir um þá erfiðleika sem við er
að glíma þá þýðir það ekki að þeir
eigi að láta hugfallast. Það eru ýmis
rök sem mæla með því að skóla sé
hagað þannig að sem allra flest börn
fái að njóta þess að vera í skóla. En
þá þarf líka að búa svo um hnútana
að hægt sé að leysa þau vandkvæði
sem fylgja. Kennarar mega ekki
hafa það á tilfinningunni að þeir séu
að drukkna í vandamálum, nemend-
ur mega ekki telja að þeir hafi ekki
frið og næði til að vinna og þeir nem-
endur sem eiga í erfiðleikum mega
ekki fara að líta svo á að þeim sé al-
gerlega hafnað. Þetta er ekki óyfir-
stíganlegt verkefni en það er krefj-
andi og mikilvægt að það takist að
leysa það vel af hendi. Það er senni-
lega miklvægasti lykillinn að farsælu
skólastarfi í nánustu framtíð. Ef það
tekst ekki að leysa þessi vandamál
svo vel sé munum við standa frammi
fyrir því í fyrirsjáanlegri framtíða að
þurfa að velja á milli bætts árangurs
í skóla fyrir stærstan hóp nemenda
og blöndunar í bekki. Það er skyn-
samlegt að reyna að þurfa ekki að
velja á milli þessa tvenns sé þess
nokkur kostur.
Vandi kennara og skóla
BÆKUR
F r æ ð i r i t
Hvernig skólinn kemur til móts við
ofvirkan og misþroska dreng eftir
Margréti Þ. Jóelsdóttur. 2000.
Reykjavík, Æskan. 205 bls.
BIRGIR
Margrét Þ.
Jóelsdóttir
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
MYNDBAND um verk færeyska
arkitektsins J.P. Gregoriussens, er
færeyska sjónvarpið lét gera um
hann og verk hans, verður sýnt í
fundarsal Norræna hússins á morg-
un, fimmtudag, kl. 17.
Nú stendur yfir í Norræna húsinu
sýning á teikningum J.P. Gregorius-
sens af færeyskum kirkjum og
kirkjumunum í gegnum aldir. Hann
hefur haft mikil áhrif á færeyska
byggingarlist og hannað helstu
byggingar Færeyinga.
Aðgangur er ókeypis.
Myndband
um bygg-
ingarlist
GUÐRÚN Jóhanna Ólafs-
dóttir messósópransöng-
kona vann til verðlauna í
söngkeppni um The Miriam
Licette Scholarship, sem
fram fór í Covent Garden í
Lundúnum á dögunum.
Keppnin, sem er árleg al-
þjóðleg söngkeppni var
haldin ásamt keppninni um
The Maggie Teyte Prize.
Keppnirnar eru kenndar við
tvær kunnar söngkonur,
Maggie Teyte og Miriam
Licette, ætlaðar söngkonum
innan við þrítugt, og voru
þær haldnar í konunglega
óperuhúsinu Covent Garden
í Lundúnum.
Dómnefndin var skipuð
kunnum einstaklingum úr
bresku tónlistarlífi, fyrir
söng, undirleik, stjórnun og
gagnrýni, þeim Sarah Walk-
er, Iain Burnside, Felix
Aprahamian, David Syrus, Kenneth
Richardson og Hilary Finch.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
messósópran, sem er 23 ára, hlaut
annan hlutann af The Miriam Lic-
ette Scholarship, sem veittur er fyr-
ir franskan ljóðasöng.
Þetta er ferða- og námstyrkur
fyrir söngvara sem skal nota til að
sækja námskeið í Frakklandi.
Ákvað dómnefndin að skipta verð-
launafénu í tvennt og fékk Guðrúnu
annan hlutann fyrir frammistöðu
sína. Undirleikari hennar í keppn-
inni var spænski píanistinn Juan
Carlos Cornelles.
Þetta er fyrsta söngkeppnin sem
Guðrún tekur þátt í en hún hefur
komið fram á ýmsum tónleikum
hérlendis, m.a. á Listahátíð í
Reykjavík sl. vor sem einn af Tón-
listarmönnum 21. aldarinnar í Saln-
um í Kópavogi.
Guðrún lauk 8. stigs prófi í söng
vorið 2000 frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík, þar sem söngkennari
hennar var Rut Magnússon.
Guðrún Jóhanna stundar nú
framhaldsnám við The Guildhall
School of Music and Drama í Lund-
únum undir handleiðslu prófessors
Lauru Sarti.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Vinnur til alþjóð-
legra verðlauna
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona
KRAKKARNIR á myndinni bera á
milli sín kínverskan dreka eftir sýn-
ingu á drekadansi í Indónesíu nú
um helgina.
Dansar á borð við þennan voru
bannaðir í landinu í eina þrjá ára-
tugi en eru nú smám saman að birt-
ast í Indónesíu á ný. Gert er ráð fyr-
ir miklum hátíðarhöldum í landinu
nú í lok janúarmánaðar er nýju
tunglári verður fagnað að kín-
verskum sið. Ekki eru þó allir íbúar
á eitt sáttir um hátíðarhöld vegna
þessa, en töluvert hefur verið um
hryðjuverk í landinu undanfarið.
AP
Dansandi
dreki● KIRKJUR undir Jökli – úr sögu
Breiðuvíkurhrepps og Neshrepps
utan Ennis er eftir Ólaf Elímund-
arson, cand. mag. í sagnfræði. Í
bókinni er drepið á sögu Breiða-
víkurhrepps og Neshrepps utan
Ennis á Snæfellsnesi. Höfundur
lýsir aðbúnaði og lífi fólks í sjö til
átta aldir í gegnum samtímaheim-
ildir sem eru skráðar vísitasíur og
máldagar presta og biskupa sem
hafa sótt sóknirnar yst á Snæfells-
nesi heim í gegnum aldirnar. Elstu
heimildirnar eru frá 13. öld, en
þær hafa varðveist í afritum frá
því um 1600 og fyrri hluta 17. ald-
ar. Kirkjustaðirnir yst á Snæfells-
nesi hafa verið sex og kirkjurnar
lengst af fjórar þó nú séu þær að-
eins tvær.
Vísitasíurnar lýsa umhirðu
kirknanna, ástandi þeirra á hverj-
um tíma, munum og búnaði í eigu
þeirra. Síðast en ekki síst er kjör-
um almennings á þessum tímum
lýst og aðbúnaði presta í fátækum
sóknum. Við sögu koma biskupar,
fylgdarmenn þeirra, prófastar,
prestar og heimamenn úr hverri
sókn. Getið er helstu æviatriða
fjölda manna og birtar myndir af
um fimmtíu einstaklingum, allt frá
Brynjólfi biskupi Sveinssyni
(1605–1675). Einnig eru birtar um
fimmtíu litmyndir af kirkjum og
kirkjumunum á Snæfellsnesi. Sá
elsti þeirra er að líkindum frá 14.
eða 15. öld, en það er Maríumyndin
úr Laugarbrekkukirkjugarði.
Ólafur Elímundarson fæddist á
Hellissandi árið 1921 og vann í
sveit og við sjó eftir fermingu og
fram til tvítugs. Ólafur dvaldist á
Laugarvatnsskóla veturinn 1940–
41 og var verkamaður í Reykjavík
(í Stálsmiðjunni) 1941–46. Hann
var við nám í Samvinnuskólanum í
Reykjavík 1945–46 og 1946–47 og
starfaði síðan í Útvegsbanka Ís-
lands á árunum 1947–82. Ólafur
gekk í öldungadeild Menntaskól-
ans við Hamrahlíð 1978–82. Hann
innritaðist í Háskóla Íslands
haustið 1982, tók B.A. próf í sagn-
fræði 1986 og cand. mag. próf í
sömu grein haustið 1988.
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Bókin er 589 bls. Verð: innbundin
5.500 kr., kilja 4.500 kr.
Nýjar bækur