Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 42

Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ✝ Þórlaug fæddistí Bolungavík 22. febrúar 1925. Hún lést á Vífilsstöðum 8. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru (Kristján) Finnbogi Bernód- usson, f. 26.7. 1892, d. 9.11. 1980 og Sesselja G.N. Sturludóttir, f. 14.9. 1893, d. 21.1. 1963. Systkini Þórlaugar, þau sem komust á fullorðinsár voru: Sigríður, f. 9.8. 1914, d. 4.4. 1997; Ásdís, f. 18.12. 1915; Valgerður, f. 10.11. 1918; Bernódus Örn, f. 21.2. 1922, d. 17.4. 1995; Þórunn Benní, f. 27.5. 1923; Ingibjörg, f. 13.6. 1926; Guðrún Helga, f. 25.6. 1929; og Stella, f. 6.8. 1934. Auk þessara barna áttu Sesselja og Finnbogi dóttur fædda andvana og þjú börn sem dóu í bernsku, þau Álfsólu, d. tæpra tveggja mánaða, Guðrúnu Kristjönu, d. hálfs fimmta árs og Þorlák Þóri, d. rúmlega tveggja mánaða. Þórlaug giftist 21.1. 1947 Guð- mundi Bjarnasyni, f. 17. október 1910, d. 5. júní 1991. Börn þeirra eru: 1) Sess- elja, f. 4.3. 1948, maki Birgir Finns- son. 2) Ágúst, f. 8.6. 1949, maki Guðrún Einarsdóttir. 3) Gunnjóna, f. 24.5 1951, maki Jóhann Bjarnason. 4) Þórir Örn, f. 24.12. 1952, maki Borgný Gunnarsdótt- ir. 5) Bjarni, f. 23.9. 1962, maki Sæunn Björg Hreinsdóttir. 6) Halldór Ingi, f. 12.6. 1964, maki Kristjana Vigdís Magnúsdóttir. Fóstursonur Þórlaugar og Guð- mundar er Páll Tryggvi Karls- son, f. 16.1. 1968. Útför Þórlaugar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þórlaug fæddist í Bolungarvík hinn 22. febrúar 1925. Hún var dóttir hjónanna Finnboga Bernód- ussonar og Sesselju Sturludóttur er bjuggu í Bolungarvík lengstan sinn aldur. Börn þeirra er komust til fullorðinsára voru: Sigríður, Ásdís, Valgerður, Bernódus, Þórunn Benný, Þórlaug, Ingibjörg, Guðrún og Stella. Að auki fæddust þeim fjögur börn er létust í bernsku. Nú eru þrjú þeirra er komust á legg látin, fyrst Bernódus, þá Sigríður og nú Þórlaug. Finnbogi stundaði sjóinn lengst af en vann nokkuð að fræðistörfum er á ævina leið. Hann var þekktur fyrir að halda dagbók lengst af í sínu lífi og eru þau skrif mikið inn- legg í sögu Bolungarvíkur. Sesselja vann á heimilinu eins og tíðast var með húsfreyjur í þá tíð. Barnahóp- urinn var þéttur, oftast eitt til tvö ár milli barna. Fjölskyldan bjó ávallt við kröpp kjör og voru börnin ýmist á barns- eða unglingsaldri er kreppan gekk yfir og gerði afkom- una ennþá knappari. Ekki lögðust börnin alltaf til svefns með fulla maga á þeim árum og átti það vafa- lítið eftir að setja mark á heilsufar sumra þeirra síðar. Er börnin stálpuðust voru þau ýmist heima eða send í vist til að létta á heimilinu. Þórlaug fór níu ára til slíkra starfa og var stopult heima eftir það. Fyrst var hún á heimilum í Bolungarvík en sem unglingur var hún á Ísafirði. Nokk- ur sumur var hún vinnukona í sveit, fyrst í Önundarfirði og síðar í Dýra- firði. Á Ísafirði gekk hún á Hús- mæðraskólann Ósk einn vetur og taldi það gott veganesti síðar í líf- inu. Þá hafði stríðið geisað í Evrópu í nokkur ár og eftir að húsmæðra- skólanum lauk var næga vinnu að hafa í Reykjavík. Þangað fór hún og vann sem gangastúlka á Landspít- alanum við lok stríðsáranna. Sem kaupakona í Ytri-Lambadal í Dýrafirði hafði Þórlaug kynnst bróður húsfreyjunnar, Guðmundi Bjarnasyni, sem var nær fimmtán árum eldri, piparsveinn og bóndi í Innri-Lambadal. Vorið 1946 flyst hún til hans þangað og giftu þau sig árið eftir. Húsakostur í Lambadal var lítill torfbær. Hafði verið vel einangr- aður sem slík hús voru, en fyrsta verk bónda er hann fékk konu í bæ- inn, var að rífa torfið utanaf honum og klæða með járni auk þess að setja við hann skúrbyggingu. Þótt útlit bæjarins lyftist, var einangrun hans nú að mestu horfin og var hann á eftir kaldur og ekki heilsu- samlegur konu og börnum að vetr- um. Í þessum bæ fæddust þeim hjónum fjögur börn, Sesselja 1948, Ágúst 1949, Gunnjóna 1951 og Þór- ir Örn 1952. Sem dæmi um einangrun og erf- iðar aðstæður má nefna að er annað barnið fæðist í júní 1949 var kalt vor og Dýrafjörður ísilagður. Að ráði ljósmóður þurfti að sækja lækni að Þingeyri því fæðinguna bar ekki að með eðlilegum hætti. Bátur bónda og bróður hans var klæddur járnplötum og síðan brotin leið fyrir hann út frá ströndinni. Ferð þeirra til baka gekk vel og fæðingin tókst þannig að bæði kona og barn lifðu en lengi var húsfreyja að ná heilsu á ný. Í Lambadal bjuggu þau næstu ár í tvíbýli uns efri hálflendan fór í eyði 1955. Þrátt fyrir að taka yfir fleiri jarðir og brjóta ný tún varð þeim ekki langs búskapar auðið í Lambadal, því heilsu Þórlaugar fór hrakandi og börnin komust á skóla- aldur. Um miðjan sjötta áratuginn barst slæm veiki er kölluð var Ak- ureyrarveikin að Lambadal. Þetta var skömmu eftir hátíðar og lá flest heimafólk veikt lengi vetrar. Veikin lagðist harðast á Þórlaugu og eldri dótturina og líklega náði hvorug fullri heilsu síðan. Við fækkun í sveitum lagðist far- kennsla af og heimavist fyrir barna- skóla hafði ekki fest sig í sessi. Þótt vegur væri gerður fyrir Dýrafjörð á þessum árum voru samgöngur inn- an sveitar ótryggar að vetri, bærinn á sveitarenda og ekki sýnt hvernig leysa mætti skólamálin með viðun- andi hætti. Eldri dótturinni hafði verið komið fyrir hjá frændfólki á Þingeyri og eldri sonurinn fór að Holti í Önundarfirði þar sem boðið var upp á heimavist og verið í skól- anum hálfan mánuð í senn. Þangað er yfir Gemlufallsheiði að fara, var drengurinn stundum einn á ferð og lagðist það þungt á móðurina. Búskapurinn varð einnig sífellt erfiðari vegna fámennis, smala- mennskur þungar og langdregnar og varð niðurstaðan sú að bregða búi og flytja til Reykjavíkur árið 1960. Segja má að í Reykjavík hefjist nýtt líf hjá þeim hjónum, Þórlaug er þá 35 ára en Guðmundur fimm- tugur. Ekki stóðu mikil veraldleg verðmæti eftir við búskaparlok en samt tókst þeim að koma sér fljót- lega upp íbúð í blokk við Háaleit- isbraut þar sem þau bjuggu til 1970. Á þessum tíma fæðast þeim tveir synir, Bjarni 1962 og Halldór 1964. Langur var vinnudagur Þórlaugar og eftir að hafa sinnt búsorgum vann hún utan heimilis við skúr- ingar á kvöldin. Um 1970 flytur fjölskyldan í hús við Vorsabæ í Árbæjarhverfi. Dæt- urnar voru þá fullvaxnar, fluttar að heiman og höfðu stofnað eigin heimili. Þá taka þau hjón til sín í fóstur Pál Tryggva Karlsson og ólst hann upp hjá þeim næstu fimmtán ár. Á áttunda áratugnum hrakaði heilsu Þórlaugar mjög og var liða- gigtin þá sérlega aðgangshörð og kallaði á nokkrar sjúkrahússvistir en hreyfing og fótavist varð sífellt erfiðari. Eldri bræðurnir fluttu að heiman og stofnuðu sínar fjölskyld- ur og heimili en yngri bræðurnir og fóstursonurinn áttu uppvaxtarár sín í Vorsabænum uns þeir flögruðu úr hreiðrinu. Á þessum árum var nokkuð farið að hægjast um hjá þeim hjónum eftir því sem börnin uxu úr grasi. Guðmundur var tekinn að reskjast og sumarið 1986 fluttust þau í íbúð eldri borgara í VR-húsinu við Hvassaleiti 58 og þar lést Guð- mundur eftir tiltölulega skammvinn veikindi vorið 1991. Þórlaug bjó áfram í Hvassaleitinu við erfið skil- yrði veikinda og fötlunar þar til hún missti sjónina fyrir tæplega tveim- ur árum. Þá var ekki umflúið að fara á sjúkrastofnun síðvetrar 1999. Eftir það var hún lengst af á Vífils- stöðum uns hún lést þar síðdegis 8. janúar síðastliðinn. Þegar maður kveður móður sína er margs að minnast. Fyrst verður mér hugsað til þessarar þrautseigu konu sem mátti búa við langvarandi veikindi sem beygðu hana nokkuð af og til en lengi reisti hún sig við aftur. Sem drengur á afskekktum bæ á sveitarenda man ég að fátt var til mannfagnaðar og oft las hún síðdegis fyrir börnin. Sofnaði ég því snemma á kvöldin en vaknaði að sama skapi snemma. Öll fjölskyldan svaf á baðstofulofti í þremur rúm- um, þar sem ég deildi mínu með yngri bróður. Á síðhaustum og veturna man ég oft eftir að hafa farið niður loftstig- ann klukkan fjögur til sex að morgni með stírur í augum og þá var mamma gjarnan ennþá að vinna við að prjóna eða sauma. Sat ég þá oft með henni og stautaði í ein- hverri fornsögunni eða spjallaði við hana um hvernig stríðið hefði geng- ið fyrir sig eða um einhverja at- burði úr sögunni eða hennar lífi. Þessar samverustundir okkar á síð- nóttum eða snemmmorgnum hafa enst mér lengi í minningunni, hún við handknúnu prjónavélina eða fót- stignu saumavélina og ég með bók- arkorn. Á sumrin voru alltaf krakkar í sveit hjá okkur og þröngt í bænum. Sumir voru stálpaðir og til léttis, en aðrir yngri og léku bara við heima- börnin. Oft kom einhver inn í bæ úr leik eða starfi með skrámu á líkama eða sál og ávallt varð móðirin til huggunar. Flutningur úr sveit í borg tók mjög á alla fjölskylduna og breyt- ingarnar miklar. Börnum kippt úr þeirra lokuðu veröld er þau eina þekktu og varpað inn í hringiðu margmennis. Nýir nemendur koma í skóla, líklega nokkuð sérkenni- legir og sveitó og urðu eðlilega fyrir barðinu á stríðni og stundum ein- elti. Foreldrarnir með allan huga við að rétta við efnahaginn svo þau gætu búið með börnin í eigin hús- næði. Fjölskyldan að stækka og mikið umrót á öllu. Ofarlega í minn- ingunni er þó alltaf hin mikla ósér- hlífni og fórnfýsi móðurinnar sem gekk mjög nærri eigin kröftum og heilsu við umhyggju fyrir ungum sínum. Dæmigert fyrir ósérhlífni hennar er að þegar lítill drengur kom vega- lítill inn á heimilið tók hún hann án umhugsunar í fóstur. Hann varð eðlilega einn af yngri bræðrunum. Handlagni móður minnar var ein- stök, sama hvort var til sauma eða smíða og oft hjálpaði hún okkur systkinunum við eitthvert handa- verk á barns- og unglingsárum. Þá var henni mjög í mun að allt inn- anstokks sem utan væri hreint og snyrtilegt og oft var hún á ferð með tuskuna að vopni. Höfum við systk- inin oft haft að orði að þær móð- ursystur og hún hafi keppst hver við aðra um að eiga fínasta heimilið. Móður minni var kappsmál að koma börnum sínum til mennta. Erfitt hefur hennar hlutskipti verið að eiga aðeins kost á stuttu barna- skólanámi því fróðleiksfús var hún og vildi láta börnin njóta þess sem hún hafði farið á mis við. Þá setti nokkur málhelti alla tíð svip á líf hennar og sérstaklega þar sem hún var mjög lagviss og hafði góða söngrödd. Margt ljóðið kenndi hún okkur systkinum í bernsku og oft las hún námsgreinar fyrir synina sem voru misjafnlega iðnir við lest- ur slíkra bóka. Marga rimmuna háðum við mæðginin á unglings- árum mínum er ég hafði takmark- aðan skilning á gildi skólagöngu og taldi hana mér lítt til framdráttar. Hún hafði sitt fram en þó með nokkrum erfiðismunum. Hin síðari ár var heilsa hennar svo þrotin að hún gat lítið farið eða gert sér til dægradvalar. Eftir að hún missti sjónina og lagðist í kör var dapurlegt að sjá henni hraka hægt og bítandi. Ég vil fyrir hönd barna hennar þakka hjúkrunarfólki á Vífilsstöð- um fyrir umönnun og umhyggju fyrir henni á síðasta spöl æviskeiðs- ins. Loks þakka ég henni samfylgd- ina og lífið. Ágúst Guðmundsson. Um undrageim í himinveldi háu nú hverfur sól og kveður jarðarglaum. Á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali og drauma vekur purpurans í blæ, Þar norðurljósið hylur helga sali, þar hnígur máninn aldrei niðr í sæ. Þar rísa bjartar hallir, sem ei hrynja, og hreimur sætur fyllir bogagöng. En langt í fjarska foldarþrumur drynja með fimbulbassa undir helgum söng. Og gullinn strengur gígju veldur hljóði og glitrar títt um eilíft sumarkvöld. Þar roðnar aldrei sverð af banablóði, þar byggir gyðjan mín sín himintjöld. (Benedikt Gröndal.) Þessar ljóðlínur flugu gegnum huga minn þar sem ég sat við dán- arbeð móður minnar. Hún var stór- brotin kona, fríð, gáfuð, skapmikil og ákaflega stolt. Hún var ástrík, gjafmild og hafði mikla persónu- töfra. En veikindi settu mark sitt á allt hennar líf. Þar rak hvert áfallið annað. Meðfæddur málgalli dró úr ánægju hennar að blanda geði við fólk þrátt fyrir að hún væri mikil félagsvera. Verst var þó liðagiktin. Vegna hennar fór hún í ótal aðgerð- ir sem ekki voru allar til bóta. Hún gat hvorki setið, staðið né legið þegar henni leið sem verst af henni. Bolungavík hvarf aldrei úr huga móður minnar. Ég held hún hafi á hverjum degi allt sitt líf hugsað til og nefnt Víkina og samferðafólk sitt ættingja og vini þar. Móður minni var ekkert vel við að hennar málefni væru borin á torg. Ég held því að nóg sé um hana skrifað hér þó svo að hennar lífshlaup hafi verið á margan hátt merkilegt. Hennar verður ekki minnst vegna þess hversu góðar pönnukökur hún bakaði né hversu myndarleg hún var í höndunum, hún var það reyndar meðan heilsan leyfði. Móður minnar verður minnst sökum persónu hennar og þess ást- ríkis sem hún sýndi sínum nánustu og öðrum þeim sem hún hleypti að sér á annað borð. Að lokum langar mig til þess að þakka því ágæta fólki á Vífilsstöð- um sem annaðist móður mína nú þessa síðustu mánuði í lífi hennar. Guð varðveiti Þórlaugu Finn- bogadóttur, blessuð sé minning hennar. Bjarni Guðmundsson. Amma mín, Þórlaug Finnboga- dóttir, lést þann 8. janúar sl. Fyrstu minningar mínar af ömmu eru frá heimili hennar og afa í Vorsabænum. Í minningunnni var heimili þeirra líflegt og alltaf fullt af fjöri. Hún stýrði því eins og herforingi enda var amma föst fyrir og var aldrei að skafa af hlutunum. Hún ól upp sex börn og einn fósturson og hélt auk þess heimili með þvílíkum mynd- arbrag að furðu sætti. Amma var Vestfirðingur í húð og hár, komin af hákarlaformönnum úr Bolungarvík. Faðir hennar, Finn- bogi Bernódusson, skrifaði þætti af afreksmönnum úr Víkinni og birti í bókinni „Sögur og sagnir frá Bol- ungarvík.“ Þar má lesa frásagnir af ótrúlegum átökum þessara harð- gerðu manna í glímunni við hafið. Glíma ömmu minnar var hins vegar við lífið sjálft og erfiðan sjúk- dóm sem fylgdi henni í marga ára- tugi. Í þeirri glímu var hraustlega tekið á. Þegar mest gékk á virtist þessi litla og fíngerða kona búa yfir nán- ast ólýsanlegu þreki. Erfiðleikunum tók hún með þeirri sérstöku blöndu af bölsýni og æðruleysi sem ein- kenndi skapgerð hennar. Ég sá ömmu í síðasta skiptið á gamlársdag, síðasta degi ársins. Þá var mjög af henni dregið. Að heim- sókninni lokinni spurði ég sjálfan mig hvort að ég myndi sjá hana aft- ur. Þeirri spurningu hefur nú verið svarað. En eftir situr allt sem hún kenndi mér. Ekki með vel völdum viskuorðum þess sem eldri er til ungu kynslóðarinnar, enda fer slík- ur boðskapur oft fyrir ofan garð og neðan. Það sem amma kenndi mér var með fordæmi hennar sjálfar, að gef- ast ekki upp þó að á móti blási en gera þó aldrei lítið úr því sem við er að etja. Það verður mér dýrmætur arfur í lífsbaráttunni. Finnur. Elsku yndislega amma mín. Nú ertu farin til betri heima og loksins laus við þjáningar. Þú skipaðir stór- an sess í lífi okkar allra og minnist ég þín sem yndislegrar og skemmti- legrar konu þótt við værum stund- um ósammála. Þegar ég sá vax- mynd af Victoriu Englandsdrottn- ingu minnti hún mig svo á þig, þessi höfðinglegi svipur var sá sami en þegar ég kom nær varst þú miklu fallegri. Alltaf gat maður leitað til þín sem góðs vinar. Það var svo gott að kúra í rekkju þinni þegar þið mamma voruð að spjalla og ég orð- in þreytt og þar var góða lyktin af þér. Þetta lag kom okkur saman í gegnum sorgina þegar afi dó, elsku amma mín, og þetta sungum við oft saman. Ávallt þegar ég raula þetta lag hugsa ég til þín. Fann ég á fjalli fallega steina, faldi þá alla, vildi þeim leyna. Huldi þar í hellisskúta heillasteina alla mína unaðslegu óskasteina. Langt er nú síðan leit ég þá steina, lengur ei man ég óskina neina er þeir skyldu uppfylla um ævidaga, ekki frá því skýrir þessi litla saga. Gersemar mínar græt ég ei lengur, geti þær fundið telpa’ eða drengur, silfurskæra kristalla með grænu og gráu, gullna roðasteina rennda fjólubláu. (H.H.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Þórunn Benný Birgisdóttir. Minningar í grein geta svo tak- markað lýst þeirri mögnuðu konu sem nú er horfin. Sögur af styrk hennar og þrautseigju, dugnaði og drengskap væru góð dæmi en næðu þó ekki að sýna nema brot af þeim ÞÓRLAUG FINNBOGADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.