Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 43

Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 43 lífseldi sem bjó innra með henni. Að sigra heiminn er eins og að spila á spil sagði Steinn Steinarr og þó það væri vitlaust gefið náði hún amma að spila vel úr sínu og vann marga erfiða slagi. Hún barðist lengi og af kjarki við heilsuleysi sem aldrei náði að buga þann bar- áttuanda sem bjó innra með henni þótt sársaukinn fylgdi hverjum degi. Oft hugsaði maður til þess hverju amma hefði komið í verk ef lífið hefði farið mýkri höndum um hana eða ef hún hefði haft meira að spila úr en aldrei sá ég ömmu vor- kenna sér eða sýta liðna tíð. Henn- ar kraftur fór í að gera betur í dag en í gær og hvetja okkur til hins sama. Þakklætisgrein væri betra nafn fyrir þessi orð um ömmu mína því hún gaf mér svo margt sem ég er þakklát fyrir og seint verður metið. Nafnið mitt hef ég frá henni, gunn- fána sem ég ber stolt í minningu hennar, minningu um mannkosti. Þakklát er ég fyrir stundirnar okk- ar góðu sem við amma áttum sem sonardóttir og amma heima hjá henni og afa í Vorsabænum. Góð ráð og góðir siðir runnu ávallt vel niður með góðgætinu sem þar var á borðum. Eftir andlát Guðmundar afa míns kom ég oft í heimsókn til hennar í Hvassaleitið, fyrst í heim- sókn til Þórlaugar ömmu en síðar í heimsókn til Þórlaugar, bestu vin- konu minnar. Þær eldhússtundir voru okkar einkamál og geymdu leyndarmál, gleði og grátur. Því er ég þakklátust fyrir þá lukku að hafa kynnst henni sem persónu og haft hana að vini, ekki bara átt hana sem ömmu þótt þar hefði hún fullt hús líka. Hún amma var lengi veik og þakklát er ég fyrir að hún lifði brúðkaup mitt og hversu vel við náðum að kveðjast undir lokin. Það skiptir mig miklu að amma vissi hversu ofurheitt ég elskaði hana og lánsöm er ég fyrir ást hennar á mér og fjölskyldu minni. Eina huggun okkar hjónanna og systkina minna er að nú er amma ekki lengur fangi í þjáðum líkama, hún er hjá Guði þar sem henni líður betur. Minningu hennar og mann- kosti geymum við í hjarta okkar, stolt af hennar arfleifð. Þórlaug. Allt frá því ég man fyrst eftir mér hefur hún amma mín verið ein- hversstaðar nálægt mér. Nú þegar hún er horfin til annars tilverustigs finn ég samt sterkt fyrir henni í mér og allt um kring. Hún var meira en amma mín, hún var vinur minn og fyrirmynd í því sem ég geri, hef gert og langar til að gera og verða. Þegar erfiðleikar hafa steðjað að í lífi mínu hef ég öðlast styrk með því að hugsa til þess hvernig amma mundi hafa staðið að málunum og gert eins, hefur það reynst mér óbrigðult til þessa. Bestu stundir okkar ömmu, að mínu mati, í gegnum tíðina eru þær stundir sem við áttum tvö ein sam- an yfir kaffispjalli. Í samræðum okkar kenndi hún mér svo margt og af því sem aðrir hafa sagt mér um hana lærði ég meir. Af henni nam ég meðal annars trú á hið góða í mannskepnunni og trú í hjartanu á Jesú krist. Einnig sýndi hún mér hvernig maður á að vera stoltur og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Margan annan fróðleiksmolann hennar geymi ég í brjósti mér og næ vonandi að tileinka mér er ég hef þroska til. Hlýjan hennar ömmu hefur ætíð verið minn bústaður og bros hennar mín hamingja. Milli okkar ríkti djúpt og einlægt traust. Það sem ég sagði henni vissi ég að færi ekki lengra því í henni bjó sá andi sem einkenndi hetjur sögualdar. Guðmundur Arnar. Ég kveð ykkur, syni og dætur… Þessi dagur er liðinn. Hann leggur saman blöð sín eins og vatnalilja, sem bíður morgundagsins. En gjafir hans eigum við, og ef þær nægja ekki, verðum við að biðja um nýjar gjafir. Gleymið ekki, að ég mun koma aftur. Eftir skamma stund mun löngun mín safna dufti og froðu í annan líkama. Skamma stund mun ég hvílast í faðmi vindsins og síðan verða endurborinn af nýrri móður. Nú kveð ég ykkur og æsku mína. Við höfum mætzt í draumum, og þið hafið sungið fyrir mig í einveru minni, og úr löngunum ykkar hef ég reist loftkastala á himnum. En nú hefur svefninn flúið og tekið með sér drauma okkar. Dagur er runninn, og svefnrof okkar hafa breytzt í vöku, og við hljótum að skilja. Í rökkri minningana munum við ræðast við, og þið munuð syngja mér efnismeiri söng. Og mætist hendur okkar í nýjum draumi, skulum við reisa annan loftkastala á himnum. (Kahlil Gibran.) Með þessum orðum kveð ég hana Þórlaugu, eftirminnilega konu eins kvenhetjur íslendingasagnanna. Fyrir mér var Þórlaug með ótrú- lega kímnigáfu sem gat verið hár- beitt en ávallt sönn og hrein eins og hún sjálf. Ég vil þakka þér Þórlaug fyrir þær fáu stundir sem við áttum saman. Minnistæðastar eru sum- arbústaðaferðirnar í Brekku og á Flúðir. Þar gafst mér tækifæri á að kynnast þinni einstöku lund og frá- sagnargáfu. Í rökkri minningana ræðum við um þig og það sem þú hefur gefið okkur. Sigrún. Mágkona mín, Þórlaug Finn- bogadóttir, var fædd í Bolungarvík 22. febrúar 1925. Hún lést á Vífils- staðaspítala 8. janúar sl. Þegar Þór- ir sonur hennar hringdi til að segja mér andlátsfregnina kom mér fyrst í hug upphaf sálmsins sem ég hafði sungið sem barn með móður minni, við fyrstu kistulagningu sem ég var viðstödd. Móðir mín var syngjandi alla daga og hafði kennt mér sálm- inn. Textinn hljóðar svo: „Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn…“, svo ruddust minningarn- ar fram. Lauga, eins og við ávallt kölluðum hana, kom sem kaupa- kona að Ytri-Lambadal til Siggu systur minnar. Hún kom eins og sólargeisli inn í þetta litla og til- tölulega lokaða samfélag. Ég hafði víst aldrei þá heyrt orðið heims- borgari. Þó aðeins hálft annað ár skildi okkur að í aldri átti hún í fór- um sínum ýmislegt dót sem hún leyfði mér að skoða. Hún átti vara- lit, silkisokka og meira að segja hanska. Það sem ég dáði þessa grönnu, beinvöxnu stúlku, með krullað hárið niður á bak. Hún var flott fannst mér. En það voru fleiri sem tóku eftir henni. Guðmundi bróður mínum varð tíðgengið út fyrir ána þetta sumar. Sunnudag einn er ég var að sækja vatn út í læk fyrir Siggu systur sá ég Guðmund hverfa fyrir hlöðuhornið með Laugu í fanginu. Ég hentist inn með fréttirnar. Syst- ir mín leit grafalvarlega á mig og sagði: Inga mín, passaðu þig á að vera ekki að fleipra neitt með það sem þú kannt að sjá. Það var spenna og gleði í loftinu þetta sum- ar og bróðir minn, sem alltaf var góður, var svo léttstígur. Lauga varð nú mágkona mín og saman áttu þau Guðmundur börnin sín sex ásamt því að ala upp einn fósturson. Þau stóðu saman gegnum þykkt og þunnt þar til Guðmundur lést, hinn 5. júní 1991. Í bókinni Frjálsa glaða líf eru frásöguþættir úr lífi Guð- mundar Bjarnasonar og Þórlaugar Finnbogadóttur. Þar má lesa um hvílíka erfiðleika þessir útkjálka- bændur þurftu að yfirstíga. Elsta barn þeirra hjóna, Sesselja, fæddist 4. mars 1948 og ætla ég að grípa niður í frásögn bróður míns þegar annað barnið var á leið í heiminn. Hann segir: „Ágúst fæddist heima í Lambadal 8. júní 1949. Vorið var ákaflega kalt og stórhríðarbyljir út maímánuð. Til dæmis um harðindin má geta þess að ég fór inn á Lambadalshlíð um nóttina 27. maí að leita að kindum. Þá var kafalds- bylur og þvílík sjón að sjá hlíðina. Hún var einn hrímskógur, fing- urgrannar greinar voru eins sverar og mannshandleggur af klakanum. Öll hlíðin var sem eitt dauðans ríki með kristalsaugu sem glitruðu í nóttlausri veröld þessa harðinda- vors.“ Og Guðmundur heldur áfram: „Það tók alls um viku tíma frá því konan mín veiktist og þar til að fæðingu lauk. Ingibjörg Jóns- dóttir á Gemlufalli var þá ljósmóðir og var hún sótt strax og Þórlaug kenndi sín. Ingibjörg fann strax að barnið sat ekki rétt og eftir að leg- vatnið var farið og ekkert gekk var leitað læknis. Hvítasunnan var 5. júní og þá fórum við Sigurður bróð- ir minn á trillubátnum að sækja Kolbein lækni. Þá aðeins þremur vikum fyrir sumarsólstöður lagði fjörðinn yfir nóttina svo að ísskænið lá út fyrir Lambadalsodda. Skar það byrðinginn á bátnum eins og hnífsegg svo við fórum í að negla sléttar blikkplötur framan á kinn- ungana á bátnum liðlega aftur á móts við hálsþóftuna.“ Þeim bræðr- um tókst að sækja lækninn en ekk- ert gekk í það sinn og urðu þeir að skila honum til Þingeyrar og sækja hann aftur eftir þrjá daga. En þá tókst loks með Guðs hjálp að ná barninu lifandi. Meðan þau bjuggu í Lambadal bættust svo Gunnjóna og Þórir Örn í hópinn. Á þessum árum var erfitt með skólagöngu barna sem bjuggu afskekkt og 1960 selja þau búið og flytja til Reykjavíkur. Þar eignast þau Bjarna og Halldór og taka í fóstur Pál Karlsson sem þau ólu upp sem sitt eigið barn. Ekki ætla ég að gera frekari grein fyrir fjölskyldunni hér því ég veit að það munu aðrir gera. Ég átti eft- ir að kynnast hjartalagi Laugu bet- ur þótt ég væri flutt úr Dýrafirði. Móðir okkar Lambadalssystkina var í horninu hjá henni um tíma og var hún henni mjög notaleg. Fyrir það er ég henni eilíflega þakklát. Ég minnist einnig atviks sem sýnir hjartalag hennar vel. Ég hafði farið með léttan mal að heiman eins og svo mörg ungmenni á fyrri hluta 20. aldar. Ég fór að brjótast í að mennta mig og var í kaupavinnu á sumrum. Hvernig sem ég reyndi að vera dugleg og spara náðu endarnir ekki saman. Ég var blásnauð og með skuldir á bakinu. Sumarkaupið mitt síðasta árið sem ég var í námi fór í að borga þær skuldir. En römm er sú taug er rekka dregur og ég fór heim að sjá foreldra mina og þau öll eftir þriggja ára fjarveru. Ég fór með strandferðaskipinu vestur. Ég þurfti að leigja mér bát frá Þing- eyri inneftir. Sú ferð var dýr og fór alveg með fjárhaginn. Ég átti að vísu farseðil til baka norður, en buddan var tóm. Að þessu komst Lauga en hafði ekki orð á fyrr en kvöldið sem ég fór. Dregur hún Guðmund afsíðis og segir lágt: „Gummi minn, eigum við ekki ein- hverja aura heima sem við getum látið stelpugreyið hafa, svo hún geti að minnsta kosti fengið sér eitthvað að éta á leiðinni.“ Svona var hún og þetta er erfitt að þakka sem vert er. Á yngri árum saumaði hún og prjónaði fallegar flíkur á barnahóp- inn sinn og var óþreytandi við að halda heimilinu hreinu og snyrti- legu. Oft var lítið til og hún fór vel með allt. Ellin varð henni þung. Hún var búin að þjást í fjöldamörg ár af svæsinni liðagigt. Velkjast á milli lækna og sjúkrastofnana og líða mikið. Síðast var hún á Vífils- staðaspítala. Þar var vel um hana hugsað og þökk sé þeim er kær- leiksverkin unnu. Börnin hennar sýndu henni einstaka umhyggju þessi mörgu og erfiðu sjúkdómsár og leið varla sá dagur að eitthvert þeirra liti ekki inn til hennar til að færa henni hjartslátt lífsins fyrir utan gluggann og hlúa að henni. Það er sjaldgæft í tímaleysi nú- tímans. Ég þakka Guði fyrir sam- fylgd hennar í þessari jarðvist. Ykkur börnunum hennar, sem alltaf hafið verið mér svo góð, og fjöl- skyldum ykkar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þessi skilnaður er sár þegar minningarnar streyma, en nú hefur hún fengið hvíld. Hvað er betra en þakklætið yfir því að hafa átt langa samfylgd góðrar móður? Ingibjörg Bjarnadóttir.                                !" #$%%" &   &# ' ()" &  #$%%" *+)$ '  , "&-$"&  '  * &*.' "#$%%" &")("&  #$%%" ()(  &("$ '  & #("&  #$%%" %%/ %%/ '   '&  %  0" 1 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 allan sólarhringinn — utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla.                                                   ! " #$        $       $ $   $  %         & '  (  )   *""" $  %  +&$  , -  %   . % $   /$ 0     $ %     ! "     #   $% "  !  & ' "  ! " "  ! $ ()!#  & ' $ !*                                 !"    " #     $  %  &   !!"   " '"'("   !"  #  $ %&$ $ %&$ "  ' !$$ ( ) "  "   $  #  $ *+  " "  "  &$&" % ,$$ $ "  !" "  $  - %. / "  *$"   "  "  +- % $ ' - $" $ 0$0 $  0$0$0 $.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.