Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 44
MINNINGAR
44 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Það er sárt að sjá á
eftir góðum vinum,
hann Halli á Garðstöð-
um var góður vinur
minn sem ég hef þekkt
alla mína ævi, eða síðan
ég fyrst man eftir mér, en nú er guð
búinn að kalla þig heim, kæri vinur.
Ég kvaddi þig í vor þegar ég kom
heim. Ég mun sakna þín mikið, og
það munu margir aðrir gera, bæði
vinir og vandamenn. Vinkona mín
sem er systurdóttir þín kom alltaf að
sækja mig og þá var brunað út í
Garð í heimsókn til þín, Imba lagaði
alltaf kaffi fyrir okkur, og svo var
sest niður og talað um gömlu góðu
dagana í Leirunni ásamt mörgu
öðru, til dæmis bíóferðunum á
sunnudagskvöldum til Keflavíkur.
Við skoðuðum gamlar myndir, þá
minnist ég á mynd sem tekin var af
okkur, þú, ég og bíllinn þinn, hún var
pínulítil, en guð, þú vildir endilega
gefa mér hana, sagðir að þú værir
búinn að eiga hana í 25 ár og nú ætti
ég að eiga hana. Við hlökkuðum allt-
af til að hittast, við áttum svo marg-
ar góðar minningar bæði úr Leir-
HALLDÓR JÚLÍUS
INGIMUNDARSON
✝ Halldór JúlíusIngimundarson,
Garðstöðum í Garði,
fæddist 14. júní 1912.
Hann lést á heimili
sínu 3. janúar síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Út-
skálakirkju 13. jan-
úar.
unni, Garðinum og
Þingvöllum. Þú vannst
í mörg ár fyrir hann afa
minn, Sigurjón Einars-
son frá Litla-Hólmi í
Leiru I, vegavinnu, þar
vann hann pabbi minn
einnig (Teitur) ásamt
mörgum öðrum ungum
mönnum. Þarna var
búið í tjöldum, og á
kvöldin keyrðir þú all-
an hópinn niður í Hótel
Valhöll. Þetta voru
dýrðlegar stundir, það
var eins og skemtilegt
sumarfrí, það var ein-
mitt þar sem þú kenndir mér að
keyra bíl, ég var aðeins 15 ára, en
tók aldrei bílpróf, enda alltof ung, ég
tók bílpróf mörgum árum seinna í
New York. Imba sagði mér eitt sinn
að hún færi með þig út að keyra ann-
að lagið og að hún hefði farið með
þig niður að Litla-Hólmi og þið hefð-
uð labbað þar um í rólegheitum, og
þá hefðir þú sagt að þetta hlyti að
vera fallegasti staður sem til er, mér
þótti indælt að heyra þetta, því mér
hefur alltaf þótt vænt um gamla
bóndabýlið okkar í Leirunni. Þegar
ég hugsa til baka þá sé ég Halla á
vörubílnum sínum með svarta kask-
eitið sitt og bros á vör eins og venju-
lega.
Hulda og Bob.
Elsku Halli minn!
Núna ertu farinn frá okkur og
kominn á betri stað þar sem þér á
eftir að líða vel, en ég á eftir að
sakna þín og muna allar stundirnar
okkar saman.
Ég man eftir því þegar þú kenndir
mér að spila, fyrst var það tunna svo
steliþjófur og síðan ólsen ólsen, bara
svona til að byrja með. Síðan þegar
ég varð eldri var það kasjón og pók-
er en við notuðum þá gömlu krón-
urnar og aurana og það var rosalega
spennandi að spila með gamla pen-
inga frá gamla tímanum. Ætli þú
hafir ekki kennt flestöllum krökk-
unum í ættinni að spila, ég held það.
Ég man líka eftir Hallakakó og
Hallakexi, það var bara venjulegt
heitt kakó og mjólkurkex sem var
bara alltaf svo miklu betra heima hjá
þér heldur en hjá okkur.
Ég man líka svo vel eftir því þegar
ég og Birgitta Jóna vorum í skóla og
við áttum einn til tvo tíma frí og
máttum fara heim á milli, en þá var
ekki farið heim heldur til þín til að fá
sér annaðhvort kakó og kex eða búð-
ing. Maður fór víst ekki frá þér
nema að fá sér einhvað að borða og
spila við þig.
Veistu Halli minn, ég gæti setið
hérna endalaust og skrifað. Minn-
ingarnar eru svo margar. Ég veit að
þér líður vel núna og guð geymi þig,
góða nótt, kæri frændi.
Þín frænka,
Hildur Guðný.
Elsku Halli minn. Nú er ég kveð
þig í hinsta sinn minnist ég allrar
hlýjunnar og elskunnar sem þú
sýndir mér alla tíð. Sögurnar þínar
og viskan sem þú miðlaðir til mín á
okkar fjölmörgu yndislegu samveru-
stundum munu geymdar í hjarta
mínu um ókomna tíð. Hjartans þökk
fyrir allt, elsku Halli minn.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma.
Öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matth. Joch.)
Guð blessi þig og megi minning
þín lifa.
Ástarkveðja.
Þín
Sigríður Andradóttir (Sirrý).
Við Gylfi Ásmundsson hittumst í
12 ára bekk G í Austurbæjarskól-
anum. Við vorum báðir nýir menn í
grónum bekk og það er ekki alltaf
létt hlutskipti. Gylfi hafði flutt úr
vesturbænum í Hlíðarnar og var
mjög ósáttur við það, hann saknaði
vesturbæjarins og vinanna þar enda
birtist þar strax sterkur eðlisþáttur
hans, tryggðin. Honum leið ekki vel
í þessu nýja umhverfi en hann tókst
á við sinn vanda. Þegar við hittumst
aftur sem nýnemar í Menntaskól-
anum í Reykjavík, var Gylfi yfirveg-
aður og mætti nýjum aðstæðum þar
GYLFI
ÁSMUNDSSON
✝ Gylfi Ásmunds-son fæddist í
Reykjavík 13. sept-
ember 1936. Hann
lést úr krabbameini
á Landspítala 4.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Kópavogs-
kirkju 12. janúar.
Í Morgunblaðinu
16. janúar birtist eft-
irfarandi grein á bls.
44, en vegna mistaka
féll annað höfundar-
nafn niður. Hlutað-
eigendur eru beðnir
velvirðingar á mistökunum.
af því öryggi sem ein-
kenndi framkomu hans
æ síðan. Hann var hlýr
og smáglettinn , þéttur
fyrir en laus við
ágengni.
Hann var prýðilegur
námsmaður og vinsæll
félagi. Árgangurinn
okkar lauk stúdents-
prófi 1956, í bekkjar-
deild okkar Gylfa , B
bekk máladeildar, vor-
um við aðeins 17 og nú
eru þrír okkar fallnir
frá.
Þá um haustið hófst
ævintýrið okkar Gylfa. Við fórum
utan í fyrsta sinn og stóreygir skoð-
uðum við Kaupmannahöfn og síðan
París ásamt bekkjarsystur okkar
Kristínu Gústavsdóttur, sem var
okkur til halds og trausts, enda sigld
manneskja. Þetta voru ógleyman-
legir dagar. Síðan hef ég víða farið,
margt séð og reynt – og mörgu
gleymt. En atburðir fyrstu utan-
ferðarinnar eru lifandi í minni, þess-
ar vikur skópu fjársjóð minninga
sem við þrjú höfum löngum ausið af.
Í París skildi leiðir um skeið. Kristín
fór til Grenoble en við Gylfi til Caen
í Normandie, þar sem glæsilegur
háskóli hafði bókstaflega risið úr
rústum heimsstyrjaldarinnar síðari.
Það var kannski við því að búast að
Fransmennirnir sæju lítinn mun á
Asmundsson og Gudmundsson enda
kom á daginn að þeir töldu að þar
væri um einn mann að ræða sem
hafði verið úthlutað herbergiskytru
hjá frú Levergeois. Í húsnæðisekl-
unni máttum við þakka fyrir að fá
húsaskjól og þarna bjuggum við
félagar og höfðum einn stól, eitt
borð, eitt rúm og sváfum til skiptis á
gólfinu! Í slíku nábýli kynnast menn
vel. Aldrei varð okkur sundurorða
enda ekkert aukavesen í kringum
hlutina. Og þar varð mér ljóst hví-
líkan mann, hvílíkan úrvalsmann,
Gylfi hafði að geyma.
Gylfi var snemma ákveðinn í að
læra sálfræði. Íslenskir sálfræðing-
ar voru þá fáir og fylltu varla tuginn.
Hann hafði kynnt sér aðstæður og
taldi að Frakkland byði upp á besta
námið. Hinsvegar kom fljótt greini-
lega í ljós að franskan okkar leyfði
ekki mjög alvarlega stúdíu, það tæki
árið að minnsta kosti að ná viðhlít-
andi tökum á málinu. Þetta var
löngu fyrir daga Lánasjóðsins og
Gylfi var raunsær maður, a.m.k oft-
ast! Hann flutti sig til Edinborgar
eftir áramótin og komst þar á beinu
brautina í námi sínu sem hann lauk
þar með myndarskap. En það var
tómlegt í kytru frú Levergeois þeg-
ar Gylfi var farinn.
Síðan hófst lífsstarfið heima og
leiðir okkar lágu nokkuð samhliða
þótt aldrei yrðum við beinir sam-
starfsmenn. En umræðuefnin skorti
aldrei. Hann bar mikla virðingu fyr-
ir kristinni kirkju enda alinn upp á
heimili þar sem trúin var iðkuð.
Þess vegna var fróðlegt að ræða um
trúmál og kirkju við Gylfa, því að
hann leit til þeirra mála af þekkingu
og jákvæðri gagnrýni út frá fersk-
um sjónarhól.
Og ekki versnaði samfélagið þeg-
ar konurnar okkar komu til sögunn-
ar, Erla er einstök kona sem bregð-
ur birtu yfir umhverfi sitt. Hún
skildi vel bónda sinn, enda naut
hann sín innan fjölskyldunnar.
Starfsferill hans sýnir hvílíks
trausts hann naut innan heilbrigð-
isgeirans og hljóta aðrir að greina
frá því hér. En við kynntumst per-
sónulega hæfni hans sem sálfræð-
ings er fleiri en einn af okkur ná-
komnum leituðu til hans og fengu
slíka hjálp að aðstæður þeirra gjör-
breyttust og þau eignuðust gott líf.
Slíkar sögur trúi ég að margir geti
sagt um Gylfa. Þar er hans bauta-
steinn sem sálfræðingur
Við sáumst sjaldnar síðustu árin
vegna dvalar minnar erlendis. En
við hittumst ítrekað nú í desember.
Þá var Gylfa augljóslega brugðið, en
vináttuhlýjan, yfirvegunin og smá-
glettnin var þar sem endranær.
Hann hvatti mjög til að við tækjum
upp þráðinn að nýju og við mæltum
okkur mót. En öllu er ásköpuð stund
og nú er Gylfi farinn. Ég kveð hann
hryggur og í djúpri þökk, þar fór
maður sem engin svik eru í, örlátur
vinur sem átti djúpan skilning á
manneskjunni og mikið umburðar-
lyndi.
Sé hann falinn góðum Guði sem
gaf honum lífið og hefur nú tekið
þann góða dreng í sína arma. Erlu
og börnunum biðjum við Rannveig
blessunar Guðs á erfiðum stundum.
Bernharður Guðmundsson.
Í upphafi nýrrar aldar andaðist
Gylfi Ásmundsson sálfræðingur,
starfsfélagi okkar og vinur. Andlát
hans kom flestum á óvart þó að um
illvígan sjúkdóm væri að ræða því
að Gylfi kvartaði aldrei eða fjölyrti
um heilsu sína. Lýsir það nokkuð
þessum hægláta og prúða manni.
Gylfi var fágaður, yfirvegaður og
hæverskur í framgöngu, án allra
öfga.
Árið 1965 var hann ráðinn fyrsti
sálfræðingur við Kleppsspítala, varð
síðan yfirsálfræðingur og forstöðu-
sálfræðingur við geðdeild Landspít-
ala og byggði upp sálfræðiþjónustu.
Það var gott að eiga Gylfa að og leita
til því ekki aðeins var hann glöggur
og vel menntaður fagmaður heldur
einnig drengur góður, traustur og
tryggur. Margir minnast föðurlegr-
ar handleiðslu hans. Gylfi sagði
starfi sínu lausu fyrir ári og sneri
sér alfarið að rekstri eigin sálfræði-
stofu og tengdum verkefnum. Hann
var dósent í sálarfræði við lækna-
deild HÍ frá 1974 til 1994. Að auki
stundaði hann ýmis kennslustörf,
fræðslu og rannsóknir í sínu fagi.
Gylfi þýddi og staðfærði MMPI-
prófið auk margra annarra sálfræði-
prófa. Fjöldi greina um sálfræðileg
efni liggur eftir hann og er skemmst
að minnast svara hans við lesenda-
bréfum í Morgunblaðinu þar sem
hann fræddi og útskýrði málin á
sinn einstaka hátt.
Gylfi gegndi mörgum trúnaðar-
störfum fyrir sálfræðinga og má
nefna að hann átti sæti í nefnd á
vegum heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytis til að meta umsóknir sál-
fræðinga um sérfræðingsviðurkenn-
ingu, var fyrsti formaður náms-
matsnefndar SÍ og svo má lengi
telja. Gylfi tók virkan þátt í starfi
Geðverndarfélags Íslands og sat í
stjórn þess um áraraðir og í ritnefnd
Geðverndar um skeið.
Gylfi naut hvarvetna trausts og
var virtur og vel látinn í starfi. Hann
var gagnmenntaður með langa klín-
íska reynslu og margir eru þeir
skjólstæðingar sem nutu hjálpar
hans bæði á sjúkrahúsi og á stofu.
Gylfi var hjartahlýr, laus við hleypi-
dóma og hafði ríka samkennd með
náunganum. Skemmtilegur félagi
var hann, glaður á góðri stund og
höfðingi heim að sækja.
Gylfi var víðlesinn, unni góðum
bókmenntum og listum, einkum
myndlist. Hann hafði yndi af að
ferðast um landið og þekkti vel til
staðhátta.
Hann var gæfumaður í sínu fjöl-
skyldulífi, átti góða konu, Erlu Lín-
dal sjúkraliða. Þeirra tengsl voru
traust og hlý til hinstu stundar.
Börnum sínum fjórum hefur Gylfi
gefið dýrmætt veganesti.
Megi minningin um góðan dreng
og ljúfar samverustundir vera ást-
vinum hans styrkur í framtíðinni.
Við sálfræðingar á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi minnumst Gylfa
með virðingu, þakklæti og söknuði.
Fyrir hönd sálfræðinga á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi,
Guðrún Theodóra
Sigurðardóttir og
Eiríkur Örn Arnarson.
!
! 2
34 '& &"( 67
"#
$%
&$+("! & " '
!" +("! & " ' 1
!
,5
112
5
8 %$"
*"+ %(*+ "+")
& #
' ( #
$% 9& ")(":1() 0" #$%%"
2 "1,'& ' () 0"&( #$%%"
&" 1,'&#$%%"
,'&"1,'& ' 3 #,14")" #$%%"
9(",12 " '
" 0" '& " " 0" 1
! ,;:<=> 3 #"&0%(6
&(+")
) *
,
#
-
'
)
*#
* ()" <?%(" #$%%"
*#$"& <?%(" #$%%"1
!
"#
#
!! "!#