Morgunblaðið - 17.01.2001, Side 46
MINNINGAR
46 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nú ertu farinn elsku
Stulli minn og kemur
ekki aftur. Ég hélt ég
myndi aldrei hætta að
gráta þegar ég frétti að
þú værir dáinn því þótt þú hefðir ver-
ið veikur þá var ég svo óviðbúin
þessu. Ég var einmitt búin að finna
gamlar myndir af okkur sem ég ætl-
aði að koma með til þín og sýna þér.
En síðan þegar mér tókst að hemja
táraflóðið tóku að rifjast upp fyrir
mér allar þær góðu stundir sem við
áttum saman og hve þakklát ég er
fyrir að hafa fengið að þekkja þig.
Ég fór að hugsa um þegar ég sá þig
fyrst. Þú varst nýbyrjaður í skólanum
og ég tók strax eftir þér. Mér fannst
þú svo sætur með rauðu húfuna þína.
Ég held reyndar að allur skólinn hafi
tekið eftir þér því að þú varst einn af
fáum busum sem voguðu sér inn í
eldribekkjaálmurnar.
Ég man eftir ferðinni sem við fór-
um með félagsmiðstöðinni til Vest-
mannaeyja. Þú varst svo fyndinn og
skemmtilegur og varst alltaf að stela
inniskónum mínum. Svo þegar allir
voru sofnaðir læddumst við um og
klíndum tannkremi framan í hina
krakkana.
Ég man líka eftir því að þú fylgdir
mér alltaf út í biðskýli þegar ég var að
fara heim frá þér á kvöldin, sama
hversu dimmt eða kalt var orðið. Þú
varst alltaf svo óeigingjarn á stóru,
bláu dúnúlpuna þína. Svo í eitt skiptið
faðmaðir þú mig svo mikið að stræt-
isvagnabílstjórinn fékk nóg af að bíða
og keyrði í burtu og ég missti af síð-
asta vagninum.
Svo man ég þegar þú komst til mín
klukkan fimm um morguninn og kast-
aðir steini í gluggann minn af því að
ég var að fara norður seinna um
morguninn og þig langaði ekki að ég
færi.
Ég man þegar þú gafst mér bux-
urnar þínar þegar mér var svo kalt.
Ég man hvað ég var glöð og hrærð
þegar þú gafst mér ljóðið þitt. Ég
man líka hvað ég var vond við þig þeg-
STURLA ÞÓR
FRIÐRIKSSON
✝ Sturla Þór Frið-riksson fæddist í
Reykjavík 10. maí
1983. Hann andaðist
á gjörgæsludeild
Landspítalans í Foss-
vogi 1. janúar síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskirkju 10. jan-
úar.
ar þú sagðir að ég væri
með bólu og elsku Stulli
þú veist ekki hvað ég sé
eftir því.
Þótt við værum ekki
eins náin undir lokin og
þegar við vorum yngri
vona ég að þú hafir allt-
af vitað hvað mér þótti
innilega vænt um þig.
Þín er sárt saknað.
Ingunn Agnes Kro.
Elsku Sturla, ástin
okkar. Það er ótrúlegt
að hugsa til þess að
núna sértu farinn frá okkur. Það er
ólýsandi að hægt sé að taka frá manni
eitthvað sem er svona dýrmætt og
fullt af lífsgleði. Svo margar ljúfsárar
minningar sitja eftir um stundir okk-
ar saman og öll þau sniðugu og
skemmtilegu uppátæki sem þér datt í
hug að framkvæma. Þú ert einstakur
og þótt við vitum að þú sért farinn þá
munt þú lifa með okkur um alla eilífð.
Við verðum ævinlega þakklát fyrir að
kynnast manneskju sem var jafn hlý
og yndisleg og þú. Vertu sæll, kæri
vinur.
Kæru Kristín og Friðrik, um leið
og við samhryggjumst ykkur yfir
þessum missi viljum við þakka ykkur
fyrir þann styrk sem þið veittuð okk-
ur. Þið stóðuð ykkur eins og klettar í
gegnum allt og létuð hvergi bilbug á
ykkur finna. Um leið vonum við að við
höfum getað veitt ykkur brot af því
sem þið gáfuð.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft reyndist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Ben.)
Rún, Kristín, Katla og
Kristín Bergs.
Vanalega hefur fyrsti janúar verið
fagnaðardagur í lífi okkar, nýtt ár
komið og á það alltaf að vera betra en
þau liðnu. En undantekningar eru til
á flestu og var mánudagurinn 1. jan-
úar 2001 einn af þeim. Þetta var ekki
lengur dagur fagnaðar heldur sorgar,
þetta er dagurinn sem mjög kær vin-
ur okkar, Sturla, lést.
Við ætlum að þakka þér, Stulli, fyr-
ir þann tíma sem við fengum að eyða
með þér og allar þær stundir sem þú
komst með hlátur og gleði í líf okkar.
Lífsgleði þín smitaði svo frá sér og
þegar maður var í kringum þig var
allt eitthvað svo skemmtilegt og létt.
Og ég held að þér sé best lýst með
því að segja að þú hafir verið
skemmtilegur, glaður og duglegur
strákur.
Við munum alltaf muna eftir þér.
Með bestu kveðjum til Kristínar,
Friðriks og Trausta.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál.)
Sigrún Einarsdóttir,
Steinunn Guðmundsdóttir og
Íris Anna Aðalbjörnsdóttir.
Miðvikudaginn 10. janúar var til
moldar borinn ungur maður, Sturla
Þór. Ég kynntist Sturlu fyrst þegar
hann var aðeins nokkurra mánaða
gamall og hef fylgst með uppvexti
hans síðan.
Það sem einkenndi Sturlu þá var
hve lítill og grannur hann var en þó
svo sterkur og hraustur. Hann var
með mikið skap og fór sínar eigin leið-
ir.
Það var ekki alltaf jafnauðvelt fyrir
okkur sem sáum um uppeldi drengs-
ins en fyrir vikið er hann minnisstæð-
ur sem lítill drengur, með mikla
kímnigáfu, skapandi lífskraft og stórt
hjarta.
Hann var með sterka réttlætis-
kennd og mikill barna- og dýravinur.
Þessir eiginleikar hans héldust eftir
því sem árin liðu. Hann fylgdi ekki
fjöldanum varðandi tísku, klæddi sig
á sinn persónulega hátt og hannaði
herbergið sitt þannig að í ljós komu
skapandi eiginleikar og frumleiki.
Ákveðnin kom sér vel þegar hann
barðist hetjulegri baráttu gegn dauð-
anum eftir hið hræðilega flugslys, en
þá sýndi hann þvílíka þrautseigju og
seiglu að undrun sætti. Að lokum fór
þó svo að Sturla varð að lúta í lægra
haldi. Hann andaðist á nýársdag. Það
er sárt þegar ungur maður sem hefur
svo margt til brunns að bera er hrif-
inn burt frá okkur svo snemma. Það
er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að
sjá hann vaxa og dafna.
Kristín, Lilló, Trausti og fjöl-
skylda! Ykkar harmur er stór, en
minningin um góðan dreng með stórt
hjarta lifir.
Bergljót Guðmundsdóttir
(Systa).
!
%
233
2
* /"( C
" #
#
3 4%
0
2.
-
,
1
%
,
'
5
*
2
622
!3 4%
0
2 <?%("()$ '
'&+0 # 1
/
.
.
$
*
#
> D3 $ #) ()("/)1
5& % +. #$%%"
% +. &(" A '
'&+0 #1
5#
**$*
##
!
42 5 +".(
4+( %)"#" "+")
) % %%(".*"+ %( 1
)
*#
& #(" E
'&!" # #$ #A%("1
/
.
.
$
*
#
#
:
3!>
> ." %&6
1
& .
& 7 7
*
8+
3 4%
0
2 1 2
#
" %
1*+) '
*+)," # " % '
*#$"" % " % #$%%"() ( #(" ":$" '
3."( 3."( ' $ " #$%%"
'& " 0" 1
"#
F>F>
> 4
*
8 '
() ( #("9# " '
& 0"&9# " #$%%"
," + &("9# " ' 1
/
.
.
$ *$*
#
F*
> +%/)
().""$1
&.
2
6
( 4 1% !
.
0
2
#
1 2
#
+ #$%%"
2 " '
() E$/ #$%%"'&+0 #
"$/ #$%%"'&+0 #
"<?%(" ' 1
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Ég var ekki há í loft-
inu en man samt vel
eftir fyrsta skiptinu
sem ég átti að fara til
ömmu og afa í Vest-
mannaeyjum. Mikil tilhlökkun og
eftirvænting var yfir því að hitta
ömmu og afa, fara til Vestmanna-
eyja, sem ég hafði aldrei heimsótt
áður, og síðast en ekki síst að fara í
flugvél. Mamma var búin að und-
irbúa ferðalagið fyrir mig, pakka of-
an í töskur, strauja sparifötin sem
ég ætlaði að fara í og allt var klárt
fyrir ferðina. Nú var bara að bíða
morguns en þá átti ferðalagið að
ÁSTA RUT
GUNNARSDÓTTIR
✝ Ásta Rut Gunn-arsdóttir fæddist
í Vestmannaeyjum
26. janúar 1914. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 22. des-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Landa-
kirkju í Vestmanna-
eyjum 13. janúar.
hefjast. Ég vaknaði
nokkrum sinnum yfir
nóttina uppfull af
spenningi og tilhlökk-
un. Ég vaknaði
snemma um morgun-
inn en þá hafði afi
hringt og sagt mömmu
og pabba frá því að
amma hefði veikst þá
um nóttina og því varð
að fresta ferðinni. Ég,
litla daman, varð von-
svikin yfir þessu öllu
saman en náði mér þó
fljótt.
Það var svo tveimur
árum síðar að ég komst loks til Eyja
að hitta ömmu og afa. Þar var ég í
góðu yfirlæti. Ég lærði ýmislegt af
hjónunum í Hólshúsi, amma sagði
mér sögur af ættingjum sem flutt-
ust vestur um haf við upphaf síðustu
aldar, afi fór með mig inn í Dal til að
fræða mig um hinar ýmsu fuglateg-
undir sem þar dvöldu, en fræðslan
náði nú ekki alltaf eyrum mínum þar
sem ég ærslaðist um allan Dalinn.
Amma fræddi mig um Eyjarnar,
sagði mér sögu þeirra, kenndi mér
kennileiti og sagði mér frá mark-
verðustu stöðunum. Þetta voru
skemmtilegir tímar og var amma
óþrjótandi sagnabrunnur.
Amma var alltaf lesandi og fórum
við nöfnurnar nokkrar ferðir upp á
bókasafn að ná í skemmtilegar og
fræðandi bækur. Þarna vaknaði
áhugi minn á bókum og hefur hald-
ist æ síðan. Á meðan amma hafði
sjón til las hún nánast allt sem hún
gat komist yfir.
Ég heimsótti ömmu og afa nokkur
skipti til Vestmannaeyja og gáfu
þau ætíð af sér hlýju, góðvild og fullt
af góðum ráðum.
Það var ekki nóg með að amma
læsi heilu farmana af bókum, heldur
skrifaði hún sjálf álíka mikið. Í mörg
ár hélt hún dagbók auk þess sem
hún skrifaðist á við Paulu og barna-
börnin í Færeyjum, hún átti penna-
vini í Danmörku, Noregi og víðar.
Þegar ég fór sem skiptinemi til
Bandaríkjanna (fyrir Internettíma)
naut ég góðs af þessum skrifum
hennar því á nokkurra vikna milli-
bili fékk ég löng og greinargóð bréf
uppfull af fréttum frá Íslandi.
Elsku amma mín, ég þakka allar
góðu stundirnar og allt það sem ég
lærði hjá þér, um lífið og tilveruna,
um bækur og sögu. Nú veit ég að þú
og afi eruð saman á ný. Kæri pabbi,
ég sendi þér og bræðrum þínum,
Inga, Gísla og Ingvari, mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ásta Rut Jónasdóttir.