Morgunblaðið - 17.01.2001, Qupperneq 48
KIRKJUSTARF
48 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 18.
janúar nú á nýbyrjuðu ári er heim-
ilisfólki af sambýlum í Hafnarfirði,
Garðabæ og Kópavogi og þeim sem
vilja koma með þeim boðið til nýárs-
gleði í Hafnarfjarðarkirkju.
Hún hefst með stuttri helgistund í
kirkjunni kl. 19. Síðan er boðið til
kaffisamsætis í safnaðarheimilinu
Strandbergi og harmonikuballs þar
á eftir til kl. 21. Petrína Óskarsdóttir
mun leika á flautu í helgistundinni og
harmonikusveit leikur undir dansi í
Hásölum Strandbergs. María Ei-
ríksdóttir kennari og sr. Gunnþór
Ingason sóknarprestur sjá um mót-
tökur og dagskrá.
Prestar Hafnarfjarðarkirkju.
Eftirmiðdagar
fjölskyldunnar
Á vorönn 2001 býður Dómkirkjan
upp á eftirmiðdaga fyrir nýbakaðar
mæður og feður í safnaðarheimilinu
við tjörnina (gengið inn Vonarstræt-
ismegin). Stundirnar verða á
fimmtudögum frá kl. 14–16 og hefst
sú fyrsta hinn 25. janúar næstkom-
andi. Fyrir utan veglegt hlaðborð á
miðhæð hússins, sem foreldrum og
börnum er velkomið að þiggja á
mjög vægu verði, þá mun Gerður
Bolladóttir söngkona bjóða upp á
tónlistarnámskeið, einkum fyrir
börn á aldrinum 0–2 ára. Hún hefur
góða reynslu á því sviði. Tónlistar-
námskeiðið er foreldrum alveg að
kostnaðarlausu og hefst kl. 15 og
tekur um hálfa klukkustund. Sé
þessi eftirmiðdagstími óheppilegur
fyrir foreldra skólabarna, þá skal
það tekið fram að þau eru að sjálf-
sögðu velkomin líka og þeim mun
ekki leiðast. Góðir gestir munu líta
inn þegar reynsla er komin á stund-
irnar. Umsjónarmaður um eftirmið-
dagana er Bolli Pétur Bollason,
fræðari safnaðarins. Því má bæta við
að þessir eftirmiðdagar koma í stað
mömmumorgna, sem voru á mið-
vikudagsmorgnum í safnaðarheimili
Dómkirkjunnar fyrir áramót/alda-
mót. Þetta verður gaman, en þá þarf
að koma saman.
Andlegt ferðalag
í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði
Nk. fimmtudagskvöld, 18. janúar,
verður lagt af stað í andlegtferðalag
ef svo má að orði komast í safnaðar-
heimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Þetta ferðalag hefur það markmið að
opna fólki leið til þess að bæta líðan
sína og er sérstaklega ætlað full-
orðnum einstaklingum sem í upp-
vexti sínum hafa orðið fyrir neikvæð-
um áhrifum af umhverfi sem ekki
byggði það upp eða nærði nema síð-
ur væri. Byggt er á hinum þekktu 12
reynslusporum AA-samtakanna og
Biblíunni en það er löngu sannað að
sporin 12 nýtast fleirum en þeim sem
eiga við áfengisvanda að stríða.
Þátttakendum gefst kostur á að
kaupa verkefnabók sem ber heitið:
„Tólf sporin – andlegt ferðalag sem
er persónuleg leiðsögn til þess að
öðlast skilning á andlegum krafti 12
sporanna út frá kristnum viðhorfum.
Þetta verkefni eða ferðalag fór
fyrst af stað í Laugarneskirkju fyrir
nokkrum árum og hlaut frábærar
viðtökur en það eru einmitt leiðbein-
endur úr Laugarneskirkju sem
munu fylgja okkur af stað og verða
okkur innan handar fyrstu vikurnar.
Næstu fjögur fimmtudagskvöld
fer fram opin kynning á ferðatilhög-
un og þangað eru allir velkomnir til
þess að kynna sér það sem í boði er.
Samverustundirnar eru í safnað-
arheimili Fríkirkjunnar í Hafnar-
firði að Linnetsstíg 6 og hefjast kl. 20
og lýkur kl. 22. Allar nánari upplýs-
ingar hjá Einari Eyjólfssyni presti.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Léttur málsverður á eftir.
Bústaðakirkja. Starf aldraðra í safn-
aðarheimili Bústaðakirkju kl. 13.30.
Þar verður spilað, föndrað, sungið,
spjallað og boðið upp á kaffi. Allir
velkomnir.
Grensáskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10–12. Allar mæður velkomnar
með lítil börn sín. Samvera eldri
borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna-
stund, kaffiveitingar og samræður.
TTT-starf (10–12 ára) kl. 16.30.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for-
eldra ungra barna kl. 10–12.
Háteigskirkja. Opið hús kl. 10–16 í
Setrinu, neðri hæð safnaðarheimilis-
ins fyrir eldri borgara. Bænastund.
Súpa og brauð í hádegi fyrir 200 kr.
Upplestur, föndur o.fl. Nánari upp-
lýsingar gefur Þórdís Ásgeirsdóttir,
þjónustufutrúi Háteigssafnaðar, í
síma 551-2407. Kvöldbænir og fyr-
irbænir í dag kl. 18.
Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund er kl. 12–12.30. Fyrir-
bænaefnum má koma til sóknar-
prests og djákna. Létt máltíð gegn
vægu gjaldi á eftir í safnaðarheim-
ilinu.
Samvera eldri borgara er kl. 11–
16. Spjall, kaffisopi, heilsupistill, létt
hreyfing, slökun og kristin íhugun er
á dagskránni kl. 11–12. Bænagjörð,
sálmasöngur og orgelspil í kirkjunni
kl. 12–12.30. Síðan er létt máltíð (500
kr.) í safnaðarheimilinu. Frá kl. 13 er
spilað, hlustað á upplestur eða málað
á dúka og keramik. Kaffisopi og
smákökur eru í boði kirkjunnar kl.
15.20. Stundinni lýkur með söng-
stund á léttu nótunum undir stjórn
Jóns Stefánssonar organista. Um-
sjón hefur Svala Sigríður Thomsen
djákni.
Áskirkja. Opið hús, Kaffispjall. Bibl-
íulestur kl. 20. Fjallað verður um
bréf Páls postula.
Laugarneskirkja. Morgunbænir í
kirkjunni kl. 6.45–7.05. Kirkjuprakk-
arar (6–7 ára) kl. 14.30. Æfing DKL
kl. 17. Fermingartími kl. 19.15. Ung-
lingakvöld Laugarneskirkju, Þrótt-
heima og blómavals kl. 20.
Neskirkja. Orgelandakt kl. 12. Starf
fyrir 7 ára börn kl. 14–15. Opið hús
kl. 16. Kaffiveitingar. Bænamessa kl.
18. Sr. Halldór Reynisson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og
bænastund kl. 12. Léttur málsverður
á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyr-
ir 11–12 ára börn kl. 17.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr-
aðra. Opið hús í dag kl. 13–16. Hand-
mennt, spjall og spil. Fyrirbæna-
0guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum
er hægt að koma til prestanna.
Breiðholtskirkja. Messa kl. 20. Hr.
Karl Sigurbjörnsson biskup setur
Sr. Gísla Jónasson inn í embætti pró-
fasts í Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra. Hr. Karl Sigurbjörnsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt
hinum nýja prófasti og sr. Sigurjóni
Árna Eyjólfssyni héraðsprestri. All-
ir velkomnir.
Digraneskirkja. Æskulýðsstarf
KFUM og Digraneskirkju fyrir 10–
12 ára drengi kl. 17.30. Unglinga-
starf KFUM&K og Digraneskirkju
kl. 20.
Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og
bænastund kl. 12. Léttur hádegis-
verður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Opið hús fyrir fullorðna til
kl. 15. Bæna- og þakkarefnum má
koma til Lilju djákna í síma 557-3280.
Látið einnig vita í sama síma ef óskað
er eftir keyrslu til og frá kirkju. Starf
fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 15–16. Bibl-
íulestur kl. 17.30 í umsjón sr. Hreins
Hjartarsonar. Helgistund í Gerðu-
bergi á fimmtudögum kl. 10.30.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr-
irbænir. Boðið er upp á léttan há-
degisverð á vægu verði að lokinni
stundinni. Allir velkomnir. KFUM
fyrir drengi 9–12 ára kl. 16.30–
17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla
kl. 18–19.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.
Kópavogskirkja. Samvera 8–9 ára
barna í dag kl. 16.45–17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. TTT sam-
vera 10–12 ára barna í dag kl. 17.45–
18.45 í safnaðarheimilinu Borgum.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund
í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir
velkomnir. Léttur kvöldverður að
stund lokinni. Tekið á móti fyrir-
bænaefnum í kirkjunni og í síma 567-
0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar,
starf fyrir foreldra ungra barna kl.
10–12 í safnaðarheimilinu.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 14–16.30. Helgistund,
spil og kaffi.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr-
irbænir, léttur málsverður á eftir í
Ljósbroti, Strandbergi kl.13.
Boðunarkirkjam, Hlíðasmára 9,
Kópavogi. Námskeið dr. Steinþórs
Þórðarsonar „Lærum að merkja
biblíuna“ byrjar aftur kl. 20. í kvöld.
Mjög spennandi efni verða tekin fyr-
ir og biblían verður aðgengilegri.
Kletturinn, kristið samfélag. Bæna-
stund kl. 20. Allir velkomnir.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl.
12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í
kirkjunni kl. 12:10. Samverustund í
Kirkjulundi kl. 12:25 – súpa, salat og
brauð á vægu verði – allir aldurs-
hópar.
Umsjón: Ásta Sigurðardóttir.
Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19
og lýkur í kirkjunni um kl. 22.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
12–12.20 kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í hádeginu. Kl. 20 opið hús fyr-
ir unglinga í KFUM&K húsinu við
Vestmannabraut. Nýir þátttakendur
velkomnir.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld
aldraðra, fimmtudaginn 18. janúar
kl. 20.
Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18.
Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, ung-
lingafræðsla, grunnfræðsla, kennsla
fyrir enskumælandi og biblíulestur.
Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega
velkomnir.
Nýársgleði sam-
býlinga í Hafnar-
fjarðarkirkju
Safnaðarstarf
SJÁVARÞORPIÐ Wijk aan Zee
er margrómað hjá skákmönnum fyr-
ir að halda eitt sterkasta skákmót
hvers árs. Mótið á sér áratugahefð
sem sést m.a. á því að á lokahátíð
mótsins er boðið upp á baunasúpu,
líkri þeirri sem keppendur snæddu á
árum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Garry Kasparov tefldi í fyrsta skipti
í Wijk aan Zee fyrir tveimur árum og
vann þá mótið glæsilega. Hann end-
urtók leikinn ári síðar og er nú
mættur aftur til leiks en að þessu
sinni án nokkurrar heimsmeistara-
tignar. Hins vegar eru tveir aðrir
keppendur sem geta státað af slíkri
tign en það eru Vladimir Kramnik,
er bar sigurorð af Kasparov í einvígi
í nóvember sl., og FIDE-heims-
meistarinn Viswanathan Anand.
Áhugavert verður að fylgjast með
keppni þessara þriggja en ljóst er að
Kasparov mun leggja allt í sölurnar
til að sýna sig og sanna eftir ófar-
irnar gegn Kramnik. Hann fer vel af
stað með fullt hús eftir örugga sigra
með svörtu gegn stigalægstu kepp-
endunum í tveimur fyrstu umferð-
unum. Heimsmeistararnir koma í
humátt á eftir með 1½ vinning hvor.
Annar þeirra sýndi mátt sinn og
megin í skák gegn heimamanninum
Loek Van Wely.
Hvítt: Vladimir Kramnik
Svart: Loek Van Wely
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4.
cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7.
Rf3 c5 8. Be3 Da5 9. Dd2 Rc6 10.
Hc1 cxd4 11. cxd4 Dxd2+ 12. Kxd2
O-O 13. d5 Hd8 14. Ke1!? Þessi staða
kom upp í nýafstöðnu atskákeinvígi
þeirra Kramnik og Ungverjans Pet-
er Leko. Þótt hún virðist yfirlætis-
laus við fyrstu sýn er mikil stöðubar-
átta sem fer fram. Hvítur hefur
sterkt peðamiðborð sem svartur vill
sýna fram á að sé í raun veikt. Hvít-
ur hefur meira rými og vald á opinni
c-línu sem svartur ætlar í báðum til-
fellum að uppræta. Grundvöllur þess
byggist á að halda sem flestum
mönnum inni á borðinu og brjóta
upp peðamiðborð hvíts. (Sjá stöðu-
mynd I)
14...Ra5!? Athyglisverð hugmynd.
Leko lék 14...Re5 og eftir 15. Rxe5
Bxe5 16. f4 Bd6 17. Kf2 e5 18. Bc5
Bxc5+ 19. Hxc5 exf4 20. Kf3 stóð
hvítur betur að vígi. Þó að textaleik-
urinn setji riddarann út á kant hefur
hann þar ákveðnu hlutverki að
gegna. Hann valdar c4 og b7 punkt-
ana sem eru allmikilvægir í stöðunni.
15. Bg5! Bd7! Ágætlega leikið hjá
báðum keppendum. 15...h6 hefði ver-
ið lakara fyrir svartan sökum
16.Bxe7 He8 17.d6 Bf8 18.Bb5. Ekki
er gáfulegt fyrir hvítan að taka á e7
núna sökum 16...He8 17. d6 Bf8 og
svartur stendur betur. 16.Bd3 Hdc8
17.Ke2 e6 18.Be3 exd5 19.exd5 Mik-
ilvægasta augnablik skákarinnar
þar sem svartur verður að hafa
skýra hugmynd um hvernig ber að
halda áfram, að öðrum kosti stendur
hvítur betur. (Sjá stöðumynd II)
19...b6? Afar gróf stöðuleg mis-
tök. Svartur ekki aðeins veikir sjö-
undu reitaröðina sína með þessu
heldur leyfir hvítum að virkja sinn
lélegasta mann, hvítreita biskupinn.
Mun betra var 19...He8! og hvítur
stendur frammi fyrir erfiðu vali sök-
um þess að svartur hyggst næst
leika Had8 og sækja síðan að d-peði
hvíts. Til að mynda er 20.Hc5 b6
21.Hc7 Ba4 ekki mjög björgulegt
þar sem svartur leikur næst Had8
og hefur þá a.m.k. jafnt tafl. 20.Ba6!
Að sjálfsögðu! Nú stendur hvítur
betur. 20... Hd8 21.Hhd1 Bc8?!
Nauðsynlegt var að halda hvítreita
biskupnum inni á. 21...Ba4 hefði því
t.d. verið skárri kostur. Nú skiptir
hvítur upp í afar vænlegt endatafl.
22.Bxc8! Haxc8 23.Hxc8 Hxc8
24.Rd4! Bf8 25.Rb5 a6 Eftir mistök
svarts í 19.leik hefur staða hans
versnað með hverjum leik. Næsti
leikur hvíts er sem rothögg. (Sjá
stöðumynd III)
26.d6! Hc2+ Ef svartur hefði tekið
riddarann hefði hann lent í miklum
vandræðum: 26...axb5 27.d7 Hd8
28.Bxb6 Rc6 29.Bxd8 Rxd8 30.Hd5!
og hvítur stendur til vinnings þar
sem t.d. 30...b4 er svarað með
31.He5 og hvítur verður skiptamuni
yfir. 27.Kd3! Hxa2 28.d7 Rb7
29.Rc3! Hb2 30.Rd5 Hb5 31.Kc2!
Bc5 32.Bh6! f6 33.Rc7 og svartur
gafst upp enda staða hans að hruni
komin.
Í síðustu viku birtist í Morgun-
blaðinu athyglisverð umfjöllun
Sveins Guðjónssonar þar sem m.a.
var komið inn á tengsl skákhæfileika
og annarra hæfileika hjá börnum.
Þeir sem hafa fylgst lengi með skák-
lífinu hér á landi þekkja fjölmörg
dæmi, gömul og ný, um skákmenn
sem hafa náð góðum árangri í stærð-
fræði í skóla. Það er t.d. athyglisvert,
að í hópi þeirra sem náðu bestum ár-
angri í stærðfræðikeppni framhalds-
skólanema þetta skólaár eru a.m.k.
fjórir skákmenn, þeir Andri H.
Kristinsson, Birkir Örn Hreinsson,
Matthías Kormáksson og Sigurður
Páll Steindórsson. Birkir Örn varð
reyndar í 1.-2. sæti á neðra stigi. All-
ir þessir skákmenn unnu sér rétt til
þátttöku í lokakeppninni sem haldin
verður nú á vormisseri.
Margir skákmenn hafa reyndar
sýnt frábæran námsárangur al-
mennt en ekki bara í stærðfræði.
Það má þó ekki gleyma því að eitt er
að hafa hæfileikann og annað að
þroska hann og hagnýta sér.
Fjölmargar skemmtilegar sögur
eru til af andlegum afrekum skák-
manna. Margir þeirra hafa ótrúlega
gott minni og í þeirra hópi var Harry
Nelson Pillsbury (1872-1906). Hann
var firnagóður skákmaður og tók
m.a. þátt í skákmótinu í Hastings
1895, 22 ára að aldri. Mótið var sann-
kallað „ofurmót“ og það má jafnvel
líkja því við Wijk aan Zee-skákmótið
sem nú stendur yfir. Meðal þátttak-
enda voru t.d. heimsmeistarinn Em-
anuel Lasker, fyrrverandi heims-
meistari Wilhelm Steinitz og fjöldi
annarra sterkustu skákmanna
heims. Lasker var í ótrúlega svipaðri
stöðu og Kramnik og Anand eru nú.
Hann hafði unnið heimsmeistara-
tignina af Steinitz árið fyrir mótið.
Þetta var hans fyrsta stórmót eftir
það og hann vildi gjarnan sýna fram
á að hann væri verðugur heims-
meistari. Einnig má segja að Steinitz
hafi verið í svipaðri stöðu og Kasp-
arov er nú, nýbúinn að missa heims-
meistaratitilinn. Það var þó hvorki
heimsmeistarinn né fyrrverandi
heimsmeistari sem sigraði í Hast-
ings, heldur Harry Nelson Pillsbury.
Eins og áður segir var minni Pills-
bury ótrúlegt. Hann tefldi gjarnan
blindskák og eitt sinn tefldi hann
blindskák við 21 andstæðing. Öðru
sinni var honum fenginn listi með
u.þ.b. 30 orðum. Nokkrum mínútum
síðar hafði hann lagt allan listann á
minnið og gat þulið hann afturábak
og áfram. Þetta voru ekki auðveld
orð eins og sjá má af eftirfarandi
dæmum: Antiphlogistine, perios-
teum, takadiastase, Piet Potgelter’s
Rost, Salamagundi, Oomisellecootsi
o.s.frv.
Skákþing Reykjavíkur
Eins og fram kom í skákþættinum
í gær er Björn Þorfinnsson efstur á
Skákþingi Reykjavíkur með fjóra
vinninga eftir jafnmargar umferðir.
Fimmta umferð verður tefld í kvöld
og helstu viðureignir kvöldsins
verða:
Benedikt Jónass.- Björn Þorfinnss.
2. Lenka Ptácníková - Davíð Kjartanss.
3. Páll A. Þórarinss.- Stefán Kristjánss.
4. Sævar Bjarnason - Dagur Arngrímss.
5. Sigurður Steindórss.- Arnar Gunnarss.
Teflt er í húsnæði Taflfélags
Reykjavíkur og hefst taflið kl. 19:30.
Áhorfendur eru velkomnir.
Skytturn-
ar þrjár
SKÁK
W i j k a a n Z e e
13.-28.1 2001
CORUS-SKÁKMÓTIÐ
Daði Örn Jónsson
Helgi Áss Grétarsson
Stöðumynd I Stöðumynd II Stöðumynd III