Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 55
DAGBÓK
Vörður — fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Aðalfundur
Vörður — Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Aðalfundur verður haldinn í Sunnusal
Hótels Sögu laugardaginn 20. janúar
næstkomandi kl. 13.15.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Ræða varaformanns Sjálfstæðisflokksins
og fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde.
Stjórnin
Opið frá kl. 10.00 til 18.00
Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík.
ALVÖRU ÚTSALA
Ótrúlega lágt verð
70-80% afsláttur
Dæmi um verð Áður Nú
Sítt pils 3.900 900
Skyrta 3.900 600
Slinky bolur 3.300 900
Herrabuxur 4.900 1.200
Herraskyrta 4.300 900
Og margt fleira
Einnig fatnaður í stærðum 44-52
Bó
nu
s Kauptu eina flík og
fáðu aðra fría
Það er álitamál hvort segja
beri slemmu á spil NS hér
að neðan, en þegar útspilið
er tromp upp á drottningu
er enginn vafi á því að sagn-
hafi er ánægður með samn-
inginn:
Norður
♠ 985
♥ D76
♦ KG874
♣86
Suður
♠ ÁKG1063
♥ Á10
♦ Á
♣KDG9
Hvernig á nú að ljúka
verkinu eftir þessa þægilegu
byrjun?
Örn Arnþórsson í sveit
Skeljungs stóð frammi fyrir
þessu viðfangsefni í níundu
umferð Reykjavíkurmóts-
ins. Helsta taphættan er
augljóslega sú að gefa tvo
slagi á lauf. Ef trompið er
3-1 má ekki spila því strax,
því þá getur vörnin hugsan-
lega trompað aftur út inni á
laufás. Örn valdi því að spila
laufkóng í öðrum slag og
tryggja sér eina laufstungu í
blindum. Rökrétt spila-
mennska, en ekki vel heppn-
uð:
Norður
♠ 985
♥ D76
♦ KG874
♣86
Vestur Austur
♠ 74 ♠ D2
♥ KG8 ♥ 95432
♦ D10 ♦ 96532
♣Á75432 ♣10
Suður
♠ ÁKG1063
♥ Á10
♦ Á
♣KDG9
Vestur tók á laufásinn og
gaf makker stungu!!! Einn
niður.
Slemman var sögð á fleiri
borðum og fór yfirleitt niður
eftir laufásinn út í byrjun og
meira lauf.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
TAFLFÉLAG Reykjavíkur
er 100 ára gamalt. Það hefur
verið vagga íslenskrar skák-
listar í heila öld en á síðustu
árum hefur vægi þess farið
minnkandi. Sumir telja það
óheillavænlega þróun en
aðrir fagna því að meiri fjöl-
breytni sé til
staðar. Hvað
sem því líður
heldur félag-
ið á hverju
ári tvö af
mikilvæg-
ustu mótum
landsins.
Annað þeirra
er nýhafið en
staðan kom
upp á Skák-
þingi
Reykjavíkur
á milli Tóm-
asar Björns-
sonar (2250)
og Halldórs
Pálssonar
(1890). 16. Bxf6! Bxf6
16...gxf6 kom ekki til greina
sökum 17. Dh5 Rg5 18. Rxf7
og hvítur vinnur. 17. Bxh7!
Kf8 17...Kxh7 er vel svarað
með 18.Dh5+ Kg8
19.Dxf7+ Kh7 20.He3! og
hvítur stendur vel að vígi.
18.Dg4 Rg5?? hrikaleg mis-
tök í vondri stöðu. Svartur
gafst upp um leið þar sem
eftir 19.Rd7+ verður hann
drottningu undir.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
LJÓÐABROT
EBBADÆTRAKVÆÐI
Ebbi sigldi í leiðangur
konunginn að finna;
eftir skildi hann dætur tvær,
bað þær engan ginna.
Þar sem öðlingar fram ríða.
Ungir voru Ívarssynir,
báru saman ráð:
„Við skulum ríða í Ebba garð,
vinna meyjum háð.
Við skulum okkr í hæga loft,
vinna meyjum mein;
þar er ei eftir hefndir að taka
nema einn ungur sveinn.
Þar er ei til hefndir að taka
nema einn smásveinn;
þó það verði röskur maður,
hann vinnur ei okkur einn“.
Herra Pétur klappar
á lásinn og á loku:
„Hvort gjörið þið, stolts-jómfrúrnar,
vakið eða sofið?“
„Ekki er okkur svefnsamt,
vakað höfum við enn;
hver er fyrir loftsdyrum?
kenni eg ekki menn“.
- -
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbarn dagsins: Þú ert
gæddur góðum leikarahæfi-
leikum og átt auðvelt með að
létta öðrum stundina en átt
oft erfitt með að beita at-
hyglinni lengi í senn.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú þarft að gæta þess að
ganga ekki fram af þér með
vinnu. Reyndu að skipuleggja
tíma þinn sem best og gefðu
sjálfum þér tíma líka.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Vilji er allt sem þarf og hálfn-
að er verk þá hafið er. En út-
haldið má ekki bresta og þess
þarft þú að gæta sérstaklega.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Láttu ekki einhvern ókunnug-
an plata þig upp úr skónum.
Farðu þér því hægt og hafðu
alla fyrirvara uppi þegar þér
eru gerð einhver tilboð.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þér berast þýðingarmikil
skilaboð eftir furðulegum leið-
um en láttu það ekki slá þig út
af laginu heldur kannaðu mál-
ið vandlega áður en þú grípur
til aðgerða.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Reiðin er af hinu illa og því
skaltu varast að hleypa henni
að þótt þér finnist þú eiga erf-
itt nú um stundir. Öll él birtir
upp um síðir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þér tekst að jafna gamalt
deilumál og mátt vel við nið-
urstöðuna una. Reyndu ekki
að eyðileggja málið með því að
þykjast geta sóst eftir meiru.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þótt þú viljir láta undan örlæti
þínu skaltu samt muna að þú
þarft fyrst og fremst að hugsa
um þig og þína nánustu, aðrir
koma ekki fyrr en þar á eftir.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Veröldin er ekki alltaf eins og
við helst vildum hafa hana en
það er ekkert við því að gera
og þú verður bara að laga þig
að þeim aðstæðum sem þér
eru búnar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Leyfðu ímyndunaraflinu að
leika lausum hala stundar-
korn því eitt og annað nýtilegt
kann að koma út úr því þótt
þú sjáir ekki afrakstur þess í
fljótu bragði.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú þarft að rannsaka vand-
lega allar hliðar mála áður en
þú gerir upp hug þinn, annars
áttu á hættu að lenda á villi-
götum sem leiða til ófarnaðar.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú verður sjálfur að sjá um
þitt öryggi því að aðrir gera
það ekki fyrir þig. Mundu að
þú ert sjálfur gæddur þeim
hæfileikum sem duga þér til
árangurs.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Samræður sem virðast í fljótu
bragði ósköp venjulegar geta
leynt á sér og verið lykillinn
að nýjum og skemmtilegum
hlutum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
70 ÁRA afmæli. Í dagmiðvikudaginn 17.
janúar er sjötug Ólína Jóns-
dóttir, Háholti 11, Akra-
nesi. Af því tilefni tekur hún
á móti gestum í sal Grunda-
skóla laugardaginn 20. jan-
úar kl. 15 síðdegis.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 23. september sl. í
Háteigskirkju af sr. Sigurði
Arnarsyni Guðrún Elísabet
Árnadóttir og Vilbergur
Flóvent Sverrisson. Með
þeim á myndinni er dóttir
þeirra Kristín Helga.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Það má ekki taka
mark á manninum
mínum þegar hann
hefur smakkað það.
Hermann, þú spillir
hundinum með eft-
irlæti.
Bridsfélag Hreppamanna
Starfsemi félagsins hefir verið
með hefðbundnum hætti í haust og
þátttaka svipuð og undanfarin ár.
Gunnar Martreinsson og Viðar
Gunngeirsson sigruðu í hausttví-
menningnum, hlutu 212 stig. Karl
Gunnlaugsson og Jóhannes Sig-
mundsson urðu í öðru sæti með 203
stig og Magnús Gunnlaugsson og
Pétur Skarphéðinsson þriðju með
200 stig.
Sextán einstaklingar tóku þátt í
einmenningnum í haust en þar varð
lokastaðan þessi:
Gunnar Jóhannesson 207
Viðar Gunngeirsson 200
Karl Gunnlaugsson 197
Jóhannes Sigmundsson 190
Topp 16 var spilað 2. janúar sl. en
þar urðu úrslitin þessi:
Jóhannes Sigmundsson 111
Karl Gunnlaugsson 105
Sigurður Sigmundsson 101
Ásgeir Gestsson 96
Gunnar Marteinsson 96
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Íslandsmót í parasveitakeppni
um aðra helgi
Íslandsmótið í parasveitakeppni
verður spilað helgina 27.–28. janúar.
Fyrirkomulagið verður með sama
sniði og undanfarin ár. Spilaðar eru
7 umferðir með 16 spila leikjum og
raðað í umferðir með Monrad-fyr-
irkomulagi. Spilamennska hefst kl.
11.00 báða dagana. Skráning er haf-
in í síma 587 9360 eða bridge@brid-
ge.is.
Félag eldri borgara í Kópavogi
Mjög góð þátttaka var þriðjudag-
inn 9. janúar en þá mættu 29 pör.
Lokastaðan í N/S:
Eysteinn Einarss. - Jón Stefánsson 351
Einar Markússon - Steindór Árnas. 342
Sigtr. Ellertss. - Sigurþór Þorgrss. 341
Hæsta skor í A/V:
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 400
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 380
Ingibj. Halldórsd. - Kristín Karlsd. 339
Nítján pör mættu á sl. föstudag en
þá urðu úrslit þessi í N/S:
Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 271
Ólafur Ingimundars. - Jón Pálmason 247
Guðjón Kristjánss. - Magnús Halldórss. 226
Hæsta skor í A/V:
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnas. 254
Ingibj. Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 240
Garðar Sigurðss. - Vilhjálmur Sigurðss. 239
Meðalskor á þriðjudag var 312 en
216 á föstudag.
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 11.janúar var spil-
að annað kvöldið af þrem í tvímenn-
ingi Kebabhússins. Bestu skori
kvöldsins náðu í N-S (meðalskor var
216):
N-S
Þórður Björnss. - Bernódus Kristinss. 263
Ármann J Láruss. - Gísli Þ. Tryggvas. 243
Jón Hilmarss. - Jón Baldvinss. 224
A-V
Freyja Sveinsd. - Sigríður Möller 250
Ester Jakobsd. - Dröfn Guðmundsd. 238
Loftur Péturss. - Garðar V Jónss. 233
Guðlaugur Bessas. - Jón St. Ingólfss. 233
Staðan er þá þessi eftir tvö kvöld.
Þórður Björnss. - Bernódus Kristinss. 481
Ester Jakobsd. - Dröfn Guðmundsd. 478
Loftur Péturss. - Garðar V Jónss. 474
Kebabhússkeppnin heldur áfram
fimmtudaginn 18.janúar og hefst
spilamennska kl.19.45.
Spilað er í Þinghól við Hamra-
borgina.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára spil-
aði tvímenning á níu borðum mánu-
daginn 15. janúar. Miðlungur 216.
Beztum árangri náðu:
NS
Dóra Friðleifsd. og Guðjón Ottóss. 266
Sigurður Gunnlss. og Sigurpáll Arnas. 265
Guðm. Pálss. og Kristinn Guðmundss 260
AV
Sigurj. H. Sigurjónss og Stefán Ólafsson 278
Valdimar Láruss. og Jón P. Ingibergss. 251
Leó Guðbrandss. og Aðalst. Guðbrands 221
Eldri borgarar spila í Gullsmára
mánudaga og fimmtudaga. Mæting
kl. 12.45.