Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
+0 1CG1 10"+. A%(
(1671 10"+. A%(
+0 16H1 1( A%
(16@1 1( A%
+0 161+ 1( A%
!
Litla svið - VALSÝNING
ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab
Fim 18. jan kl. 20
Lau 20. jan kl. 19 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Stóra svið
SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason
Fös 19. jan kl. 20
Lau 27. jan kl. 19
Lau 3. feb kl. 19
Stóra svið
MÓGLÍ e. Rudyard Kipling
Sun 21. jan kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 28. jan kl. 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 28. jan kl. 17 - AUKASÝNING
Sun 4. feb kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 11. feb kl. 14 – NOKKUR SÆTI LAUS
Litla svið
ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh
Lau 3. feb kl. 19
552 3000
Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20
fim 18/1 Aukasýning örfá sæti
fös 19/1, G&H kort gilda UPPSELT
lau 27/1 I kort gilda, UPPSELT
lau 27/1 kl. 23 miðnætursýning
sun 28/ örfá sæti laus
sun 4/2 laus sæti
fim 8/2 laus sæti
SJEIKSPÍR EING OG
HANN LEGGUR SIG
lau 20/1 kl. 20 örfá sæti laus
fös 26/1 kl. 20 örfá sæti laus
lau 3/2 kl. 20 örfá sæti laus
lau 10/2 kl. 20 laus sæti
fös 16/2 kl. 20
530 3030
SÝND VEIÐI
lau 20/1 kl. 20 örfá sæti laus
fös 26/1 kl. 20 laus sæti
lau 3/2 kl. 20 laus sæti
TRÚÐLEIKUR
fös 19/1 kl. 20 örfá sæti laus
fim 25/1 kl. 20 laus sæti
lau 27/1 kl. 20 örfá sæti laus
fös 2/2 kl. 20 laust sæti
Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18
um helgar og fram sýningu alla sýningardaga.
Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er
í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga.
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
midasala@leik.is — www.leik.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
)#-9
8:9 #898
!"#$%! &''
$ 8 9
-$
8;9
$ #8<9
$ 98
8$
98
(
) !"" !! * &
+
)$
89,-.,// 89'
:
'98'
Smíðaverkstæðið kl. 20.00:
0 & $ %"
)
9
8 9
89
8;9
#8<9 89
9
9898
)&"1!2 3 &&&4(
5 6
)#-98:9
Litla sviðið kl. 20.30:
)
!$ ! 1 789' :
)$
#8<98:9#898
;;;, *, < *= *, %4
Miðasalan er opin mán.-þri. kl. 13-18, mið.-sun. kl. 13-20.
Í HLAÐVARPANUM
Eva
bersögull sjálfsvarnareinleikur
7. sýn. fim. 18. jan kl 21:00
8. sýn. þri. 23. jan kl 21:00
9. sýn. lau. 27. jan. kl. 21.00
„...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri
sinni tragi-kómik...ég skora á [konur]að fjölmenna
og taka karlana með...“ (SAB Mbl.)
Föstudag 19. janúar
Sólheit sambasveifla
á bóndadaginn með hljómsveitinni
Felicidae
Háaloft -
geðveikur svartur gamaneinleikur
20. sýn laugardag 20. jan kl 21:00
21. sýn. fös. 26. jan. kl. 21 uppselt
22. sýn. þri. 30. jan. kl. 21.00
„Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og
vönduð umgjörð.“ (SAB Mbl)
„... undirtónninn sár og tregafullur.“ (HF DV)
Stormur og Ormur
23. sýn. sun. 21. jan. kl 15:00
Allra síðasta sýn. í Kaffileikhúsinu
„Halla Margrét fer á kostum“. (GUN Dagur)
„Óskammfeilni ormurinn...húmorinn hitti beint
í mark...“ SH/Mbl
&
#&#
>>-?/>>
NÝÞUNGAROKKIÐ (Nu-metal) er sú tegund rokktón-listar sem á hvað mestum
vinsældum að fagna um þessar mund-
ir. Nýþungarokk á sér nokkuð langan
aðdraganda þó svo að æðið hafi ekki
byrjað að fullu fyrr en á allra síðustu
árum. Stefna þessi er í
raun mjög einföld: rokk og
hip-hopp blandað saman.
Ýmsar rokksveitir hafa
sett mark sitt á upphaf
numetalsins og má þar
helst nefna Anthrax sem
snemma á sínum ferli
gerðu rokkrapplagið „I’m
The Man“ og seinna
„Bring The Noise“ þar
sem þeim til fulltingis
voru rapphetjurnar í
Public Enemy. „Bring
The Noise“ er án efa eitt
af fyrstu nýþungarokklög-
unum. En hver var ástæð-
an fyrir því að Anthrax
réðust í þessar frumlegu
framkvæmdir? Jú, Scott Ian, gítar-
leikari og forsprakki sveitarinnar, var
mikill unnandi rapptónlistar og ákvað
að sjóða hana saman við sína eigin
tónlist. Hann segist þó fullur eftirsjár
í dag. Telur sig hafa skapað ófreskju
sem nú eigi sér sjálfstætt líf og segir
að hann hefði sleppt þessu hefði hann
séð afleiðingarnar fyrir fram.
Hljómsveitin Korn er sú fyrsta sem
kemur í hugann sem upphafssveit ný-
þungarokksins en þeir slógu svo eft-
irminnilega í gegn með frumburði
sínum, Korn, árið 1994. Einnig má
nefna göfugt starf upptökustjórans
Ross Robinson með Korn (og fleiri
sveitum) en hann setti mark sitt svo
um munaði á hljóm sveitarinnar á sín-
um tíma. Fjölmargar sveitir skutu
upp kollinum í kjölfar vinsælda Korn
og margar stórgóðar plötur litu dags-
ins ljós. Ein af þeim var án efa frum-
burður hljómsveitarinnar (hed)p.e.
sem kom út árið 1997.
Vinaband Korn, Limp Bizkit, er án
efa eitt vinsælasta nýþungarokkband
dagsins í dag. Bandið skipa fyrrum
House Of Pain-plötusnúðurinn Leth-
al, John Otto sem leikur á trommur,
Sam Rivers bassaleikari, gítarleikar-
inn Wes Borland og söngvarinn/rapp-
arinn Fred Durst. Limp Bizkit sendi
frá sér sína fyrstu breiðskífu árið
1997 sem heitir Three Dollar Bill
Y’all$ og kom áðurnefndur Ross Rob-
inson einmitt þar við sögu sem upp-
tökustjóri. Á henni má meðal annars
finna gamla George Michael smellinn
„Faith“ en segja má að hljómsveitin
hafi komið sér á kortið með því lagi.
Platan Significant Other kom svo
tveimur árum seinna og voru þá
straumar bandsins aðeins teknir að
kyrrast. Terry Date var hér sestur í
upptökustjórasætið. Vinsældir
bandsins jukust jafnt og þétt.
Nýlega sendi Limp Bizkit frá sér
sína þriðju breiðskífu og heitir hún
því sérkennilega nafni Chocolate
Starfish & The Hot Dog Flavored
Water. Fyrsta lag plötunnar heitir
„Hot Dog“. Ágætis lag sem líður fyrir
frekar súra textagerð („Shame that
you can’t say fuck, fuck’s just a word
and its all fucked up like a fucked up
punk with a fucked up mouth“). Text-
inn veldur því að maður á hálferfitt
með að spá í hvað sé eiginlega í gangi.
Við tekur „My Generation“ sem er
strax öllu skárra. Það byrjar á kraft-
miklum kafla að hætti hins frábæra
Wes Borland. Hljóðfæraleikur lags-
ins er alveg með ágætum og er fram-
vinda lagsins alveg tiltölulega í takt
við það sem Limp Bizkit hafa verið að
gera. Upp úr stendur skemmtilegur
millikafli fyrir síðasta viðlagið.
„Full Nelson“ fer afslappað af stað
en byrjar svo að höggva í eyrun með
frábæru viðlagi. Kraftmikil spila-
mennska þar sem heyra má skemmti-
lega útfærðan gítarleik frá Borland.
„My Way“ byrjar á rispum frá Dj
Lethal, þéttum „offbeat“-takti frá
Otto og brotnum hljómum frá Bor-
land. Fred Durst er, þegar hér er
komið sögu, búinn að vera fulleinhæf-
ur og mér finnst ég oft heyra sömu
tónlykkjurnar frá honum en hann á
þó ágætis spretti. Í „Rollin’ (Air Raid
Vehicle)“ er ekki mikið að gerast,
ósköp dæmigert Limp Bizkit-lag sem
skilur ekki mikið eftir og því fátt um
það að segja.
„Livin’ It Up“ er næst. Þéttur
trommuleikur að vanda frá John Otto
og mjög svo áhugaverðar gítarlínur
frá Borland. Skemmtileg stemmning
myndast yfir laginu í millikafla fyrir
síðasta viðlagið og setur ágætis heild-
armynd á lagið.
„The One“ er með betri lögum plöt-
unnar þótt það sé í léttari kantinum.
Áhugaverður gítarleikur ofan á þétt-
an undirleik hrynparsins og Fred
Durst sýnir hér á sér nýja hlið í
söngnum, syngur um leitina að hinni
„einu réttu“ og kemst mjög vel frá
sínu. Lagið er í poppaðri kantinum og
minnir um margt á gömlu poppsveit-
ina Tears For Fears á köflum. Frá-
bært lag. Í lok lagsins má heyra inn-
ganginn að því næsta. Þar syngur
Durst yfir forritaðan trommutakt og
snarstefjun á skemmtara.
„Getcha Groove On“ er alveg
magnað lag og mjög sennilega ætlað
Tvíhöfða-aðdáendum! Menn geta
nefnilega sungið ofursmellinn „I Miss
My Bitch“ við undirleik
lagsins. Eitthvað sem á
ekki alveg heima á þessari
plötu og þar sem R’n’B
tónlist er eitthvað sem ég
hef yfir höfuð ekki miklar
mætur á þá læt ég eiga sig
að finna því eitthvað til
foráttu. Það er þó á hreinu
að „Getcha Groove On“
lækkar plötuna töluvert í
áliti. Þá er það „Take A
Look Around“, endurgerð
Mission Impossible-stefs-
ins. Hljóðfæraleikur er
ágætlega útfærður en
kemst þó ekki nálægt
frumútgáfunni. Enn á ný
kemur lakur söngur
Dursts hljómsveitinni góðu í vand-
ræði.
Í „It’ll Be OK“ er ljúft vers með
áhugaverðum bassaleik frá Rivers, og
einnig má heyra Wes Borland gera
góða hluti. Ágætlega útfært lag hjá
Limp Bizkit en útsetning lagsins er
leiðinlega keimlík öðrum lögum plöt-
unnar. „Boiler“ er einmitt líka eitt af
þessum lögum sem flokka mætti und-
ir sama hatt. Vers, viðlag, vers, lagið
brotið upp, uppbygging, viðlag og
endir. Svona vinnubrögð skila sér
bara ekki nógu vel.
Platan hressist aðeins við næsta
lag þar sem Scott Weiland, söngvari
Stone Temple Pilots, mætir til leiks í
ballöðunni „Hold On“og svei mér þá
ef þeim tekst ekki að rífa stemmn-
inguna upp. Lagið er ljúft og umfram
allt laust við alla tilgerð.
Í „Rollin (Urban Assault Vehicle)“
nýtur Durst aðstoðar frá DMX,
Method Man og Redman sem rappa
yfir þunnt undirspil. Hugmynd undir-
leiksins er þó alveg ágæt – bragur
gamla skólans ekki langt undan. Lag-
ið nær þó ekki flugi þrátt fyrir ágæta
gesti.
Á heildina litið er Chocolate Star-
fish ...ekkert sérlega góð plata. Mikið
af veikum lögum inn á milli þess sem
heyra má ágæta spretti. Platan er
tvímælalaust stökk niður á við frá
Significant Other. Hápunktar: „Full
Nelson“, „The One“og „Hold On“.
ERLENDAR
P L Ö T U R
Smári Jósepsson útvarps- og
tónlistarmaður fjallar um
metsöluplötu Limp Bizkit,
Chocolate Starfish & The Hot
Dog Flavored Water.
Haltrandi
kexkökur
Limp Bizkit er án efa ein allra vinsælasta rokksveitin í
heiminum í dag.
ÞEIR Þráinn Árni Baldvinsson og
Bragi V. Skúlason gítarleikarar
eru í vígreifu skapi. Hljómsveitin
þeirra, Kalk, áður Klamedía X, fær
nú loksins tækifæri til að spila á
hljómleikum á nýjum og breyttum
Gauki á Stöng í kvöld. „Gaukurinn
er búinn að opna faðm sinn fyrir
okkur,“ segir Bragi kankvís á svip.
Það hefur helst borið til tíðinda
síðan við heyrðum síðast í Kalki að
Örlygur Benediktsson hljómborðs-
leikari yfirgaf sveitina á síðasta ári
til að elta drauma sína í Rússlandi.
Skarðið fyllir fyrrverandi bassa-
leikari ballsveitarinnar Áttavillt,
Guðni nokkur Bragason, en til
gamans má geta að hann var ein-
mitt bassaleikari Klamedíu X er sú
sveit var að stíga sín fyrstu skref
hér í árdaga. Einnig var sveitin að
opna nýtt og glæsilegt
vefsetur á dögunum,
hannað af Braga, en
slóðin er www.kalk.is.
Kalk mun leika ein
og að sögn þeirra
félaga verður víða
komið við. Lög af
fyrstu, og líklega einu,
plötu Klamedíu X,
Pilsner fyrir kónginn,
verða leikin, svo og lög
af næstu plötu sem
kallast mun Tíma-
spursmál, en það er
tímaspursmál hvenær
hún verður gefin út.
Einnig verða leikin
spánný lög og einhver
tökulög fá að fljóta
með, a.m.k. eitt með hinni geð-
þekku bárujárnssveit frá Þýska-
landi Helloween.
Tónveisluhöldin byrja stundvís-
lega kl. 22.
Kalk spilar á Gauki
Nýtt Kalk á
nýjum Gauki
Morgunblaðið/Ásdís
Kalk mun flytja nýtt efni á Gauki á Stöng.
á Stöng í kvöld