Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 57
Ingólfsstræti 3 2. hæð sími 552 5450 www.afs.is
Viltu alþjóðlega menntun?
Meira sjálfstraust?
Ertu á aldrinum 15 - 18 ára?
Erum að taka á móti umsóknum til
fjölmargra landa.
Brottför júní - september 2001.
Ársdvöl, hálfsársdvöl og sumardvöl.
Alþjóðleg fræðsla
og samskipti
Viltu öðlast
meiri víðsýni?
Langar þig til að kynnast
annarri menningu?
Viltu kanna ókunn lönd?
Nám í grunndeild
matvælagreina
Innritun stendur yfir
Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri hótel- og
matvælagreina á skrifstofutíma
milli kl. 9.00 og 15.00 til 26. janúar næstkomandi.
Kennsla hefst 5. febrúar.
HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN
MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI
v/Digranesveg 200 Kópavogi
Sími 544 5530 Fax 554 3961 Netfang mk@ismennt.is
Tækifæri til að kynnast
spennandi atvinnugreinum!
„ÉG er leikkona og byrjaði að skrifa
leikrit því mér fannst ekki nógu mik-
ið af góðum hlutverkum fyrir kon-
ur,“ segir Marie Jones höfundur
leikritsins Með fulla vasa af grjóti
sem nú er sýnt á Smíðaverskstæði
Þjóðleikhússins.
„Fyrstu leikritin voru því aðallega
um konur. Hlutverkin voru ekki
endilega sérlega feminísk, heldur
góð, fyndin, lífleg og sterk hlutverk
fyrir konur. Það vantaði alveg.“
Og viðbrögðin við leikritum Marie
létu ekki á sér standa. Hún og leik-
félagið hennar sýndu í tíu ár og ferð-
uðust með sýningarnar um heiminn,
og nú er Marie höfundur tveggja
vinsælustu leikrita sem sýnd hafa
verið á Norður-Írlandi, auk þess
sem hún hefur hlotið fjölda verð-
launa og viðurkenninga. Leikarinn
Ian McElhinney er eiginmaður og
samstarfsmaður Marie og hann leik-
stýrir verkinu hér á landi.
Húmor frá Írlandi
Með fulla vasa af grjóti fjallar um
tvo írska náunga sem taka þátt í
upptökum á bandarískri stórmynd í
írsku smáþorpi. Það eru leikararnir
Hilmir Snær Guðnason og Stefán
Karl Stefánsson sem leika öll 14
hlutverkin.
„Ég skrifa alltaf um Írland og Íra,
því þaðan kem ég, þar bý ég, þaðan
eru málið mitt og húmorinn minn
upprunninn, auk þess sem ég hef
áhuga á minni þjóð. Ég myndi aldrei
geta skrifað verk um amerískt fólk,
ég myndi ekki einu sinni ná tungu-
málinu rétt,“ segir Marie.
En þetta verk hennar hefur verið
þýtt á sautján tungumál, og það er
verið að sýna það í West End í
London, auk þess sem það verður
frumsýnt í Torronto og Sydney hinn
17. janúar og á Broadway hinn 1.
apríl.
„Þetta hefur verið ótrúlegur
smellur sem kom okkur alveg í opna
skjöldu, þetta er bara gerist. Verkið
hóf göngu sína sem lítil uppfærsla í
Belfast en var sífellt færð í stærra
húsnæði. Þeir tveir leikarar sem
byrjuðu sýninguna þar eru þeir
sömu og munu leika á Broadway. Og
nú hefur Ian leikstýrt verkinu á ótal
tungumálum, sænsku, íslensku...,“
segir Marie stolt og glöð.
Hollywood í sjávarþorpi
– Fékkstu hugmyndina að þessu
leikriti þegar þú varst sjálf að leika í
kvikmynd?
„Já, reyndar. Ég hef leikið í þó-
nokkrum kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum, og maðurinn minn,
sem er aðallega leikari, hefur leikið í
mörgum kvikmyndum. Og við nýtt-
um okkur alla þá sameiginlegu
reynslu okkar fyrir verkið.
Mjög margar kvikmyndir eru
teknar upp á Írlandi vegna skatta-
lækkana, þannig að nú orðið þekkja
margir þann veruleika þegar stór-
mynd kemur inn í smábæ og næst-
um umturnar öllu. Írland er fyrst og
fremst menningarland og við erum
stolt af smábæjunum okkar og sjáv-
arþorpunum, svo þegar Hollywood-
heimurinn ryðst þangað inn getur
maður ekki annað en velt því fyrir
sér hvernig þessum tveimur sam-
félögum tekst að búa saman þennan
tíma, vinna saman og reyna að skilja
hvort annað. En þeim tekst það ekki
vel, árekstrar og átök koma upp sem
stundum eru fyndin, en stundum
líka sorgleg og það er leikritið að-
allega um.“
– Já, leikritið er einmitt svo sterkt
því maður er skellihlæjandi og svo
skyndilega skellur sorgin á manni...
„Já, einmitt. Og Hilmir Snær og
Stefán Karl gera þetta svo vel að
jafnvel þótt ég skilji ekkert í ís-
lensku vissi ég alveg hvað þeir voru
að segja. Þeir virðast vera mjög fær-
ir leikarar, því mér fannst þeir alveg
frábærir og er rosalega ánægð með
þá.“
Forréttindi að hafa rödd
– En ertu að gagnrýna þennan yf-
irborðskennda Hollywood-heim?
„Nei, verkið er aðallega um fólk
sem stjórnar ekki eigin lífi og örlög-
um. Það er stóra sagan. Í bakgrunn-
inum eru svo amerísku yfirráðin.
Sagan er um lítið fólk sem hefur
engin völd og lætur þá sem hafa
valdið misnota sig. Þetta fólk hefur
engan rétt, en í gegnum reynsluna
sem þeir öðlast ná þeir meiri völd-
um. Það er eiginlega sameiginlega
þemað í öllum mínum verkum, og
það er mjög alþjóðlegt. Lítilmagninn
sem öðlast völd og stjórn á lífi sínu.“
– Er það þín eigin lífsreynsla?
„Það er bakgrunnur minn.
Kannski ekki minn persónulega en
pabbi minn vann með asbest í skipa-
smíðastöð og dó ótímabærum dauð-
daga af asbest eitrun af því að hann
hafði engan rétt. Og sömuleiðis hafði
mamma það erfitt í verksmiðjunni
sem hún vann í. Þetta er bakgrunn-
ur míns samfélags, og það sem ég er
að koma til skila í verkunum mínum
er eitthvað sem skiptir mig miklu
máli. Mér finnst ég er í forréttinda-
stöðu að vera að skrifa og hafa rödd,
hafa þetta svigrúm og ég það er mér
mikilvægt að nota það vel.“
„Og svo elska ég líka hlátur, hlæj-
andi fólk. Við Írar erum líka aldir
upp við yndislega sagnahefð. Enn
þegar fjölskyldan mín kemur saman
heyrist ekkert nema hlátur,“ segir
Marie brosandi.
Kraftmikil tilfinning
„Ég elska að segja sögur og elska
húmor og að sameina þetta tvennt
gefur mér svo mikið. Það er ekkert
yndislegra en að sitja inni í leikhúss-
al fullum af hlæjandi fólki, það er svo
kraftmikil tilfinning, og eiginlega
ástæða þess að ég hef aldrei skrifað
neitt fyrir hvorki sjónvarp né kvik-
myndir.“
– Þetta leikrit er sannarlega
áskorun fyrir leikarana...
„Já, en ef leikarar fá að velja á
milli þess að leika eitt hlutverk eða
fimmtán, þá velja þeir fimmtán. Þá
geta þeir geta sýnt hversu fjölhæfir
þeir eru. Sýnt sig svolítið... Þannig
að góðir leikarar elska að leika Með
fulla vasa af grjóti,“ segir Marie
Jones, höfundur verksins, sem
áhorfendur elska að sjá.
Lítilmagninn
öðlast völd
Morgunblaðið/Kristinn
Marie finnst Hilmir Snær og Stefán Karl frábærir í hlutverkum Charlie, Jake og allra hinna.
„Það er ekkert yndislegra en að sitja í
leikhússal fullum af hlæjandi fólki,“ segir
Marie Jones við Hildi Loftsdóttur sem
hitti leikritaskáldið farsæla.
Með fulla vasa af grjóti á Smíðaverkstæðinu
Flísar
og
parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri