Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 58

Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 58
BÓKIN Motherless Brooklyn fjallar um mafíósa og einkaspæjara í New York. Það eru reyndar engir stórlaxar innan þeirra samtaka sem hér eru í aðalhlutverk- um, heldur hinir lægra settu. Einn þeirra er Frank Minna, sem hef- ur það hlutverk m.a. að taka við þýfi og koma því undan. Í næsta ná- grenni við hann er mun- aðarleysingjahæli fyrir drengi. Hann leitar þang- að eftir aðstoðarmönnum og fær þar fjóra duglega pilta, sem vinna vel og spyrja einskis. Þessir móðurlausu drengir eignast nokkurs konar föður í Frank Minna og þeir reyna að taka hann sér til fyrirmyndar og læra af honum. Frank hefur áhuga á að vinna sig upp og verða eitthvað. Hann stofnar fyrirtæki, leigubílastöð að nafninu til, sem í raun og veru er leynilögregluþjónusta. Strákarn- ir fjórir fylgja Frank og læra það sem spæjari þarf að kunna skil á. Það gerist svo einn daginn, að Frank er myrtur og einn af strákunum hans, Lionel, ákveður að leysa málið. Það er fróðlegt að fylgjast með því hvernig hann hugsar og vinnur, því hann er afar sérstak- ur. Hann þjáist nefni- lega af Tourette’s-sjúk- dómi. Þessi sjúkleiki veldur ýmiss konar ár- áttuhegðun. Ein af ár- áttum Lionels er að laga skyrtukraga þess sem hann er að tala við og getur maður vel ímyndað sér hversu óþægilegt það hlýtur að vera, þegar ein- hver ókunnugur er kominn með fingurna ofan í háls- málið hjá manni. Lionel þarf líka stundum að öskra upp. Það eru því margir sem telja hann snarbrjálað- an. En sjúkdómurinn hindrar hann ekki í að hugsa og hann leysir gát- una. Sagan er sögð af Lionel og allt sem hann segir og gerir ber merki um sjúkdóm hans og það gerir bók- ina Motherless Brooklyn sérstaka. Það eru nefnilega í henni tvær sög- ur, annars vegar ósköp venjuleg og hefðbundin spennusaga og hins veg- ar sagan um Lionel, þannig að les- andinn fær eins og sagt er á útsöl- unum: tvær fyrir eina. Forvitnilegar bækur Tvær fyrir eina Motherless Brooklyn eftir Jonathan Lethem. Faber and Faber gefur út árið 2000. 311 síðna kilja. Kostar 1.395 í bókabúð Máls og menningar. Ingveldur Róbertsdótt ir FÓLK Í FRÉTTUM 58 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER KÚNST að skrifa og enn meiri kúnst að skrifa stutt eins og þeir þekkja sem glíma við að skrifa hvort sem eru stórbrotin skáldverk eða stuttir bókadómar. Vestur í borginni San Luis Obispo í Bandaríkjunum er gefið út héraðsfréttablaðið New Ti- mes. Það hefur meðal annars unnið sér til frægðar að halda smásagna- samkeppni þar sem helsta reglan er að saga sem send er inn í keppnina má ekki vera lengri en 55 orð. Getur nærri að samkeppnin vakti athygli, ekki síst fyrir það hversu margar góð- ar smásögur voru sendar inn, og svo fór að gefin var út bók með safni helstu sagnanna sem kallaðist The Worlds Shortest Stories. Sú bók sem hér er til umfjöllunar, The Worlds Shortest Stories of Love and Death, er einskonar framhald fyrri bókarinnar í því að í henni er fjöldi örsagna, en hún er frábrugðin að því leyti að sett var það aukaskil- yrði að þessu sinni að sögurnar sner- ust um ást og dauða. Þátttakendur eru sem fyrr úr öllum áttum, en einn- ig fóru ritstjórar þá leið að fá nafntog- aða höfunda til að skrifa sögur sam- kvæmt formúlunni með misjöfnum árangri. Einhverjir eiga eflaust erfitt með að trúa því að hægt sé að segja eitt- hvað sem máli skipti í 55 orða sögu, en víst er það hægt og þarf ekki alltaf 55 orð til. Menn beita einnig ýmsum brögðum, skrifa sögur í matarupp- skrift, þriggja þátta leikrit í 55 orðum, dánartilkynningu sem segir alla sög- una og einnig má breyta frumlegum stílbrögðum eins og að sleppa öðru hverju orði eins og gert er í einni sög- unni. Sumar sögurnar eru hreint af- bragð, eins og til að mynda sagan O Henry, sem er einskonar framhald af jólasögunni frægu um ungu hjónin fá- tæku, hárið og úrið eftir O’Henry; hárið greri aftur en úrið ekki. Aðrar sögur eru hreint afleitar, svo afleitar sumar að sérkennilegt er að þær hafi fengið að fljóta með. Eins og yfirskrift samkeppninnar ber með sér áttu sögurnar að fjalla um ást og dauða og gera það svika- laust, sumar reyndar um ást á dauða og dauða ást og aðrar um allskyns af- brigðilegheit og ofbeldi, en bestu sög- urnar gefa í skyn og eru því í senn hræðilegri, skemmtilegri og átakan- legri en þær sem segja allt. Eins og getið er fengu ritstjórar bókarinnar nokkra gestahöfunda til að skrifa fyrir sig sögur og tekst þeim misjafnlega upp eins og von er. Larry Niven á þannig ágætan sprett þótt hann sé þeim er þekkja hann fullfyr- irsjánlegur, en Charles M. Schulz sál- ugi byggir sína sögu á frösunum sem Snoopy er alltaf að skrifa og gerir það illa. Forvitnilegar bækur Heimsins stystu sögur The Worlds Shortest Stories of Love and Death, smásagnasafn ým- issa höfunda í ritstjórn Steve Moss og John M. Daniel. Running Press gefur út 1999. 223 síðna kilja. Kost- ar 1.480 kr. í Máli og menningu. Árni Matthíasson HÖFUÐPAUR ECM er Manfred Eicher sem hóf sinn útgáfuferil með plötunni Free At Last með píanóleik- aranum Mal Waldron. Eicher gaf plötuna út í nóvember 1969 á há- gæðavínyl í takmörkuðu upplagi sem seldist upp á skömmum tíma. Inn- koman fór svo í að gefa út næstu plötu og svo koll af kolli. Um þetta leyti var lítill áhugi á djass og þeir listamenn sem Eicher leitaði til tóku því feg- ins hendi að fá færi á að vinna hugmyndir sem höfðu jafnvel gerjast með þeim lengi, ekki síst í ljósi þess að Eicher gaf þeim frelsi til að gera það sem þeir vildu, en var ævinlega boðinn og búinn að leggja þeim lið væri þess þörf. Hann leitaði snemma til Jans Garbareks, og reyndar var Garbar- ek einn sá fyrstu sem samdi við Eicher, þó ekki hafi hann átt fyrstu plötuna á merkinu, og síðar slógust í hópinn menn eins og Keith Jarrett, Paul Bley, Marion Brown, Chick Corea, Gary Burton og Dave Holland. Metsöludjass Sumar platna ECM seldust í meira mæli en tíðkaðist með djassplötur á þessum árum og stöku plata náði metsölu, til að mynda upptaka með Kölnarkonsert Keiths Jarretts og einnig plata með Chick Corea, auk þess sem platan sem Garbrek gerði með Hilliard miðaldasöngvasveitinni seldist metsölu um allan heim, en eins og margir muna eftir komu þeir félagar hingað og héldu fræga tón- leika í Hallgrímskirkju fyrir rúmum fimm árum. Með tímanum hefur Eicher gefið æ meira út af því sem kalla má nú- tímatónlist, en einnig talsvert eftir eldri tónskáld með góðum árangri. Hann hefur einnig gefið út þjóðlega tónlist frá ýmsum löndum, suma all- óhefðbundna. Eicher er einnig mikill áhugamað- ur um kvikmyndagerð og hefur með- al annas gert kvikmynd sem hreppti verðlaun á á hátíð í Locarno, auk þess sem hann hefur séð um tónlist- arval í myndum Godards og gefið út tónlist úr myndum Theo Angelo- poulos. Mikið lagt uppúr umbúðum tónlistarinnar Sem áhugamaður um kvikmyndir og myndmál almennt leggur Eicher gríðarlega mikið uppúr því að umbúðir tónlistarinnar séu álíka áhrifamiklar fyrir augað og tón- listin fyrir eyrað. ECM-plötur má reyndar þekkja á færi hvar sem er því umslögin eru áþekk, með sérstaka litatóna og upp- setningu. Gjarnan þekur ber- angurs- eða framandlegt landslag umslagið, eða þá smáatriði úr ljósmynd, óvenjulegt sjónarhorn eða einfaldlega eitthvað óskiljanlegt. Framan af sáu hjónin Barbara og Burkhart Woj- irsch aðallega um hönn- unina og mótuðu þá ímynd sem ECM átti eftir að fylgja upp frá því. Burk- hart Wojirsch lést um ald- ur fram en Barbara hélt áfram að hanna fyrir Eich- er og þróa ímyndina enn frekar. Hún er lærð í listaháskóla Stuttgart og hefur einnig lagt stund á letursmíði og prent- vinnslu sem má glöggt sjá á umslög- unum, ekki síst þar sem sérkennileg rithönd hennar er í aðalhlutverki. Í bókinni sem hér er gerð að um- talsefni segir Barbara Wojirsch að áreitið sé svo mikið dags daglega og upplýsinga- og skilaboðastreymið svo yfirþyrmandi að þegar hún sé að hann umslag reyndi hún að sleppa eins miklu og unnt er þar til inntakið stendur eitt eftir, hugsun eða lát- bragð. Dieter Rehm kom til starfa hjá ECM 1978, en hann er einnig list- menntaður með áherslu á ljós- myndun, og kennir reyndar það fag við listaháskólann í München. Sem vonlegt er leggur Rehm mikla áherslu á ljósmyndir og hann hefur átt snaran þátt í að þróa ímyndina líka, yfirleitt með myndum sem hann hefur sjálfur tekið, en Eicher tekur einnig talsvert af myndum á ferðum sínum um Norðurálfu. Rehm segist gera sér grein fyrir því hve umslag geisladisks sé erfiður vettvangur fyr- ir ljósmynd af víðáttu; það sé ekki hægt að sökkva sér niður í mynd sem ekki er nema tólf sentimetrar á kant. Rehm fær sinn innblástur að miklu leyti úr málverki, að því hann segir sjálfur, en hann segist líka aldrei falla í þá gryfju að reyna að tákna tónlist- ina með myndinni á umslaginu. UMBÚÐIRNAR SKIPTA MÁLI EKKI SÍÐUR EN INNIHALDIÐ Augna- og eyrna- konfekt Þýska útgáfan ECM er víðfræg fyrir fram- úrstefnulega tónlist sem spannar allt frá framúrstefnudjassi í nútímatónlist. Útgáfur fyrirtækisins þykja ekki síður augnakonfekt en eyrna, því þar á bæ er mikið lagt í hönnun, eins og sjá á bókinni Sleeves of Desire, sem gefin var út til að minnast afmælis- útgáfunnar. Umslag að plötu Kenn y Wheeler e ftir Barbara W ojirsch. Hú n hefur ge rt nokkur um slög þar sem rithön d hennar kem ur við sögu . Dæmigert ECM umslag úr smiðju Barbara Wojirsch. Ljósmyndarinn er Werner Hannappel, sem tók myndina hér á landi í einni af mörgum ferð- um sínum hingað. Þetta umslag þekkja margir hér á landi enda var platan metsöluplata. Umslag Barbara Wojirsch á Officium þar sem Jan Garbarel og Hilliard sönghópurinn túlka miðaldasöngva upp á nýtt. Umslag Dieters Rehmsá plötunni Accélérationmeð þeim Hans Koch,Martin Schutz ogMarko Kapeli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.